Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 D 15
ALÞINGiSKOSNINGAR
J
síður verður þessi niðurstaða að telj-
ast ósigur. Framboðið virðist hafa
verið að tapa alla kosningabaráttuna
og fær heldur verri útkomu en flest-
ar skoðanakannanir voru að spá fyr-
ir kosningar.
Það er ekki síst útkoman í
Reykjavík og Reykjanesi sem hlýt-
ur að valda stuðningsmönnum Sam-
fylkingarinnar vonbrigðum, en í
upphafi kosningabaráttunar virtist
sem framboðið hefði nokkuð sterka
stöðu í þessum kjördæmum. A
Reykjanesi töpuðu Samfylkingar-
flokkarnir manni til Sjálfstæðis-
flokksins og í Reykjavík fengu þeir
6 þingmenn en höfðu 9 á síðasta
kjörtímabili. Ljóst má vera að
Vinstrihreyfingin hefur náð tO sín
verulegu fylgi sem frambjóðendur
Samfylkingarinnar vonuðust til að
skilaði sér til þeirra. Þetta skýrir
hins vegar ekki til fulls fylgistap
Samfylkingarflokkanna í þessum
kjördæmum.
Segja má að Samfylkingin hafi
verið í vörn mest alla kosningabar-
áttuna. Forystumönnum hennar
gekk illa að útskýra skattastefnu
framboðsins og hvaða stjórnkerfi
það vildi skapa í sjávarútvegsmálum.
Vandamál frambjóðenda flokksins
var m.a. það að þeim tókst ekki að
láta umræðuna snúast um stefnu
Sjálfstæðisflokksins og stjórnarinn-
ar vegna þess að stefna Sjálfstæðis-
fiokksins var varlega orðuð, stutt og
hnitmiðuð. Forystumenn Samfylk-
ingarinnar hefðu hins vegar átt að
geta náð taki á andstæðingnum, t.d.
með því að beina athyglinni að lands-
fundarsamþykktum Sjálfstæðis-
flokksins.
Samfylkingin var stofnuð í þeim
tilgangi að sameina vinstrimenn. Sú
spurning hlýtur að vakna hvort það
hafi tekist þegar til hliðar við hana
hefur myndast stjórnmálaflokkur
með rúmlega 9% fylgi. Það er einnig
Ijóst að stuðningsmenn Samfylking-
arinnar eiga mikið starf óunnið við
að skipuleggja og byggja upp hið
nýja stjórnmálaafl. Eitt af því sem
þar kemur til álita er hver eigi að
vera í forystu fyrir þessu afli til
framtíðar.
Sigur fyrir U- og F-lista
Einn af sigurvegurunum í kosn-
ingunum hlýtur að teljast Vinstri-
hreyfingin - Grænt framboð. Skoð-
anakannanir sýndu að flokkurinn
var í sókn alla kosningabaráttuna
og má af því draga þá ályktun að
barátta flokksins hafi verið betur
heppnuð en kosningabarátta Sam-
fylkingarinnar. Sigur Steingríms J.
Sigfússonar, formanns Vinstri-
hreyfingarinnar, í Norðurlandskjör-
dæmi eystra er sérlega glæsilegur,
en hann skilaði tveimur þingmönn-
um. Útkoman í Reykjavík, á Aust-
urlandi, Vesturlandi og Norðurlandi
vestra var einnig góð. Nokkra at-
hygli vekur að flokkurinn náði ekki
inn manni á Reykjanesi, en það end-
urspeglar hugsanlega að einhverju
leyti að Alþýðubandalagið hefur alla
tíð haft frekar veika stöðu í kjör-
dæminu.
Vinstrihreyfingunni hefur á
undraskömmum tíma tekist að
byggja upp heilsteyptan flokk. Þó
uppbyggingarstarfinu sé ekki lokið
má segja að flokkurinn sé kominn
lengra á þessari braut en Samfylk-
ingin.
Árangur Frjálslynda flokksins er
betri en flestir höfðu reiknað með
fyrir kosningar. Segja má að flokk-
urinn hafi náð markmiði sínu, að
koma mönnum á þing. Sigur Guðjóns
A. Kristjánssonar á Vestfjörðum er
glæsilegur. Færa má rök fyrir því að
uppreisn sjálfstæðiskvenna á Vest-
fjörðum vegna skipanar framboðs-
listans hafi að þessu leyti reynst ör-
lagarík, en sem kunnugt er tapaði
Guðjón með einu atkvæði í kosningu
um þriðja sæti á lista Sjálfstæðis-
flokksins í vetur. Guðjón sagði sig þá
úr flokknum og bauð sig fram fyrir
Frjálslynda.
Þingmenn Frjálslynda flokksins,
Guðjón og Sverrir Hermannsson,
hafa nú tækifæri til að koma aðal-
baráttumáli sínu, stjórnkerfi fisk-
veiða, á dagskrá. Ef flokkurinn á að
lifa lengur en eitt kjörtímabil verður
hann hins vegar að auka fylgi sitt
vegna þess að samkvæmt nýjum
kosningalögum fá einungis þeir
fiokkar kjörna menn á Alþingi sem
fá 5% fylgi eða meira í kosningum.
REYKJAVIK Fylgi í Alþingiskosningum 1991,1995 og 1999
'91 '95 '99 '91 '95 '99 '99 '99 '99 '99 '99 '95
B D F H S U SU agjv
VESTURLAND Fylgi í Alþingiskosningum 1991,1995 og 1999
'91 '95 '99 '91 '95 '99 '99 '99 '99 '99 '99 '95
B D F H S U S U agjv
NL. VESTRA Fylgi í Alþingiskosningum 1991,1995 og 1999
'91 '95 '99 '91 '95 '99 '99 '99 '99 '99 '99 '95
B D F H S U S<U agjv
AUSTURLAND Fylgi í Alþingiskosningum 1991,1995 og 1999
46,9%
'91 '95 '99 '91 '95 '99 '99 '99 '99 '99 '99 '95
B D F H S U S U agjv
REYKJANES Fylgi í Alþingiskosningum 1991,1995 og 1999
45'
40
35-
30'
25
20'
15 13,9%
10
44.7%
40,8%
21,0%
16,0%
¦T
39,3
-38,«%-
-34Æ%-
"28,1%-
4,6%
0,4%
5,9%
'91 '95 '99 '91 '95 '99 '99 '99 '99 '99 '99 '95
B D F H S U S U AGJV
VESTFIRÐIR Fylgi íAlþingiskosningum 1991,1995 og 1999
'91 '95 '99 '91 '95 '99 '99 '99 '99 '99 '99 '95
B D F H S U S4J agjv
NL. EYSTRA Fylgi í Alþingiskosningum 1991,1995 og 1999
45
40
35
30
j£>. A
34,4.
36,8%
..-*.. ¦¦",'"
38,8%-
25-
20
15
10
29^*-
29,9%
-23;?
n
22,0%
16,8%
— 35,0*
"91 '95 '99 '91 '95 '99 '99 '99 '99 '99 '99 '95
B D F H S U S U agjv
SUÐURLAND Fylgi iAlþingiskosningum 1991,1995 og 1999
'91 '95 '99 '91 '95 '99 '99 '99 '99 '99 '99 '95
B D F H S U StU agjv
J
FRAMSOKNARFLOKKURINN
tapaði fylgi í kosningunum á laug-
ardaginn miðað við seinustu kosn-
ingar í öllum kjördæmum landsins
nema á Vestfjörðum þar sem hann
bætti umtalsverðu við sig og á
Suðurlandi þar sem hann hélt
svipuðu fylgi og hann fékk í kosn-
ingunum 1995. Víðast hvar fékk
Framsóknarflokkurinn þd svipað
fylgi nú og hann fékk í kosningun-
um árið 1991. Hann fékk þó tölu-
vert minna fylgi á Norðurlandi
Miklar sveiflur
eystra og nokkru minna fylgi á
Austurlandi og Norðurlandi
vestra í kosningunum á laugar-
daginn en hann fékk í þessum
kjördæmum 1991.
Sjálfstæðisflokkurinn jók við
fylgi sitt í öllum kjördæmum
landsins nema á Vestfjörðum mið-
að við seinustu kosningar 1995.
Sjálfstæðisflokkurinn bætti Mut-
fallslega mestu við fylgi sitt á
Reykjanesi (5,4 prósentustigum).
Samanlagt fylgi Samfylkingar-
innar og Vinstrihreyfingarinnar-
græns framboðs varð minna en Al-
þýðubandalag, Alþýðuflokkur,
Kvennalisti og Þjóðvaki fengu sam-
tals í kosningunum 1995 í Reykja-
vik, á Reykjanesi og á Vestfjörð-
um. Samanlagt fylgi Samfylkingar
og Vmstrihreyfingarinnar varð
hins vegar nokkru meira í öðrum
kjördæmum landsins en flokkarnir
fjórir fengu í seinustu kosningum. <£
Samfylkingin hlaut minna fylgi í
kosningunum á laugardaginn en
samanlagt fylgi A-flokkanna,
Kvennalista og Þjóðvaka 1995 í 811-
um kjördæmum landsins nema á
Suðurlandi en þar fékk Samfylk-
ingin 28,7% samanborið við 28,9%
samanlagt fylgi flokkanna fjögurra
í kosningunum 1995.