Morgunblaðið - 12.05.1999, Side 46
DR7IM7I
The Chanp ('31)
j/ Fræg mynd,
w kassatykki á
sínum tíma. Tvær af
skærustu stjörnum
MGM í fararbroddi. Jackie Cooper
sem ungur drengur sem hefur ekki
misst trúna á föður sinn, (Wallace
Berry), fyllibyttu og fyrrverandi
meistara í hnefaleikum. Maltin segir
myndina fjögurra klúta tilfinninga-
drama, hælir stjörnunum og leik-
stjóm Kings Vidor. TNT, 18.05.
Don Juan De Marco ('95)
j/ Snjöll hugmynd að leiða sam-
w, an tvo af helstu stórleikurum
samtíðarinnar, Johnny Depp og Mar-
lon Brando. Efniviðurinn er frumlegur
og fjarstæðukenndur. Ungur maður
(Depp) er vistaður á geðsjúkrahúsi
þar sem hann gengur með þá mein-
loku (eða hvað?) að hann sé sjálfur
Don Juan endurborinn. Fær geðlækn-
irinn Brando manninn sem sitt síð-
asta verkefni á starfsferlinum. Veit
ekki hverju skal trúa. Minnisstæðust
fyrir góða takta hjá Depp, einkum í
forfæringaratriði í byrjun. Gamla Ijón-
ið orðið rámt, en lætur vel í sér
heyra. Bíórásin, 13.05.
Hasar í Minnesota
- Feeling Minnesota ('97)
/ Bræðurnir Keanu Reeves og
w Vincent D 'Onofrio bítast um
ástir Cameronar Diaz í mislukkaðri
frumraun Stevens Baigleman sem
handritshöfundur og leikstjóri. Leik-
hópurinn, sem m.a. telurTuesday
Weld, Delroy Lindo og Dan
Aykroyd, svíkur engan, en fær lítið
að spreyta sig. Bíórásin, 20.05.
Heiður föður mfns
- La Gloire de Mon Páre ('90)
j/ Ljúfsár mynd um náðuga sum-
W ardaga franska rithöfundarins
Marcels Pagnols hjá foreldrum sín-
um í Provence á fyrri hluta aldarinn-
ar. Mótandi áhrif umhverfisins og fé-
lagsskaparins á drenginn. Firnavel
gerð og leikin. Philippé Caubere,
Nathalie Roussell, Julien Giamaca.
Stöð 2, 16.05.
Jude ('96)
/ Stórleikkonan glæsilega, Kate
: w‘ Winslet, glæðir þessa kvik-
Frumsýningar
í sjónvarpi
myndagerð nítjándu aldar skáldsögu
Thomasar Hardy.s því litla lífi sem
hún hefur. Christopher Eccleston er
ráðvilltari í hlutverki manns sem ger-
ist kennari í kjölfar skilnaðar við
konu sína og verður yfir sig ástfang-
inn af frænku sinni (Winslet). Stirð-
lega skrifuð og gerð. Stöð 2,
Stúlkan mín - My Girl ('91)
/ Duggunarlítil klútamynd um
W4 feðgin, útfararstjóra (Dan
Aykroyd), og ellefu ára dóttur hans
(Anna Chlumsky), semtelursig
bera ábyrgð á fráfalli móður sinnar.
Chlumsky stendur sig óneitanlega
vel sem stúlkan, sem verður að
takast á við erfið vandamál en efnið
er yfirmáta vellulegt. Jamie Lee Curt-
is. RUV, 21.05.
Sjö ár i' Tíbet
- Seven Years in Tibet ('98)
:lm Svipmikið drama af gamla
w skólanum um erfiðleika austur-
rískra fjallgöngumanna ÍTÍbet á tím-
um seinni heimsstyrjaldarinnnar. Ekki
sfður af kynnum forsprakka þeirra
(Brad Pitt) af trúarieiðtoganum Dalai
Lama og þeim jákvæðu áhrifum sem
hann hefur á hinn hrokafulla Vestur-
landabúa. Bíórásin, 16.05.
Skór fiskimannsins
- Shoes of the Fisherman ('68 )
/ Stjörnufans (Lord Olivier, Leo
w. McKern, Sir John Gielgud, Vitt-
orio De Sica), bjargar litlu í slakri
kvikmyndagerð Michaels Andersons
metsölubókar Morris L. West. Því
síður Anthony Quinn sem rússneskur
páfi sem setið hefur í Gúlaginu og
hyggst bjarga heiminum frá tortím-
ingu í kjamorkustríði með því að
selja eigur Páfastóls. Forvitnileg fyrir
íburð og gengna leikara. TNT, 14.05.
Stjörnustrákurinn
- Frankie Starlight ('95)
j/ Ungur rithöfundur rifjar upp
w bernskuár sín á írlandi. Móðir
hans (Anne Parrilaude), missti for-
eldra sína í Frakklandi, þaðan var
henni smyglað til írlands á stríðsár-
unum. Við sögu koma mennirnir í lífi
hennar (Matt Dillon, Gabriel Byrne).
Maltin hælir myndinni, sem hann
segir litríka og Ijúfa og flakka
áreynslulaust á milli tímaskeiða.
Bíórásin, 23.05.
Á förum frá Vegas - Leaving Las
Vegas('95)
i/, Ofdrykkjuvandamálið er ekki
W tekið vettlingatökum í raun-
særri mynd um sjálfseyðingarhvöt
og áfengissýki. Nicolas Cage leikur
listavel útbrunninn blaðamann sem
kemur til borgar neonljósanna til að
drekka sig í hel. Kynnist gleðikon-
unni Seru (Elisabeth Shue), sem er
á svipuðu, andlegu róli. Með þeim
takast ástir. Þegar kemur að alvar-
legum málefnum grípur Hollywood
oftar en ekki til silkihanskanna svo
úrverða auðgleymdarvellur. Hjarta
myndarinnar er þó ekki brennivínið,
heldur hið einstaka samband sem
verður á milli Seru og Sandersons.
Hún er einmana, auðsærð og varn-
arlaus persóna sem laðast að fylli-
byttunni þar sem hún finnur að á
bak við brennivínsstækjuna og vax-
andi sljóleika býr góðmenni með
vandað hjartalag. Þau sjá í gegnum
fingur sér hvað göllunum viðvíkur,
hæfa hvort öðru einsog kjaftur skel.
Slík sambúð endar ekki öðruvísi en
með ósköpum. Bíórásin, 14.05
Vonbiðlar Amy
- Chasing Amy ('97)
j/ Holden og Banky, góðir vinir
w ogfélagar, kynnastAmy,
kollega sínum í teiknimyndabóka-
gerð. Holden verður yfir sig ástfang-
inn en Banky afbrýðisamur og sár.
Málin gerast enn flóknari þar sem
Amy er kynhverf. Ekkki veit ég hvort
lesbíur snúast jafn trúverðuglega og
Amy, hitt er á hreinu að myndin er
fyndin og fordómalaus, óvenjuleg og
einkar vel leikin, ekki síst af Joey Ad-
ams í titilhlutverkinu. Stöð 2,15.05.
QAMANMYNDIR
Á ferð og flugi -
Planes, Trains and
Automobiles ('87)
j/ Markaðsfræð-
w ingur(Steve
Martin) frá New York, sem er á leið
til Chicago til að halda upp á þakk-
argjörðardaginn með fjölskyldu
sinni, verður samferða svolítið
skringilegum manni (John Candy) og
lendir í miklum hremmingum. Fjör-
kálfarnir tveir fara á kostum. Leik-
stjóri: John Hughes. RUV, 15.05.
Blóraböggullinn
- The Hudsucker Proxy ('94)
a Coen-bræður og aðalkarlleikar-
■ W, arnir tveir eru nánast í guða-
tölu á þessum bæ. Allt kemur fyrir
ekki. Satíra um valdabrölt og bak-
tjaldamakk í fyrirtækjareskstri er
undirmálsmynd frá Ethan, Joel, Tim
Robbins og Paul Newman. Jennifer
Jason Leigh sannar hins vegar það
sem maður óttaðist - að hún er of-
metin. Of langt á milli góðu kafl-
anna. Sýn, 15.05.
Herra Deed fer til borgarinnar -
Mr. Deed Goes to Town ('36)
ii. Cary Cooper leikur sveitamann
W sem erfir offjár og heldur í bæ-
inn. Jean Arthur kemst í kynni við
harðsnúna blaðakonu sem leggur sig
fram við að finna veikar hliðar á
hrekklausu góðmenninu. Mikil
skemmtun, ein af hinum sígildu gam-
anmyndum, kenndum við leikstjór-
ann, Frank Capra. Stöð 2,16.05.
Herra Smith fer á þing - Mr.
Smith Goes to Washington ('39)
u. Ein besta mynd Franks Capras
W virkar óneitanlega barnaleg í
dag, en er sem fyrr hrífandi
skemmtun. James Stewart fer á
kostum sem saklaus sveitamaður
sem kjörinn er á þing af slægvitrum
stjórnmálamönnum sem hyggjast
hafa hann í vasanum. Stewart er
sannur skáti og lætur ekki gabbast.
Jean Arthur, Claude Rains. Stöð 2,
23.05.
Krókur á móti bragði
- A Life Less Ordinary ('97)
/ Nýjasta mynd Dannys Boyles
* (Trainspotting), veldur nokkr-
um vonbrigðum. Fjallar um mislukk-
46