Morgunblaðið - 06.06.1999, Síða 1
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1999 BLAÐ E
AWINNUAUGLÝSINGAR
Garðyrkjustjóri
útisvæða
STAÐA garðyrkjustjóra útisvæða við Garðyrkj uskóla rík-
isins, Reykjum, Olfusi er laus til umsóknar. I starfinu felst
m.a. bókleg og verkleg kennsla á umhverfissviði skólans
auk stjórn umhirðu útisvæða skólans. Krafist er skrúð-
garðyrkjumenntunar, framhaldsnáms í skrúðgarðatækni-
fræði og meistararéttinda í skrúðgarðyrkju.
Konrektor við MR
STARF konrektors/aðstoðarskólameistara við Mennta-
skólann í Reykjavík er laust til umsóknar. Aðstoðarskóla-
meistari er staðgengill skólameistara og vinnur með hon-
um við daglega stjóm skólans og rekstur.
Fulltrúi í farand-
vinn u véladeild
VINNUEFTIRLITIÐ í Reykjavík óskar eftir að ráða full-
trúa í farandvinnuvéladeild. Starfið felst m.a. í símsvörun,
upplýsingagjöf, tölvuskráningu og almennum skrifstofu-
störfum og hentar jafnt körlum sem konum. Viðkomandi
þarf að vera vanur/vön vinnu við tölvur.
Fólk í uppröðun
FYRIRTÆKIÐ Uppröðun éhf., sem þjónustar stóra keðju
matvöruverslana í Reykjavík, vill ráða starfsfólk í heils-
dags eða hálfsdagsstöður, sem vant er uppröðun í mat-
vöruverslanir.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Iðntæknistofnun gera
samning um framkvæmd fímm nýrra verkefna
Morgunblaðið/Þorkell
SAMNINGURINN undirritaður, f.v.: Hallgrímur Jónasson, forsijdri Iðntæknistofnunar, Magnús G. Friðgeirsson, stjómarfor-
maður Iðntæknistofnunar, Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs, og Gísli Benediktsson, sérfræðingur
hjá Nýsköpunarsjóði.
Þjónanemar á
Hótel Holt
HÓTEL Holt óskar eftir framreiðslunemum í veitingasal.
Um er að ræða þriggja ára nám.
RAÐAUGLÝSINGAR
Gæði á reyktum laxi
NIÐURSTÖÐUR Evrópuverkefnis um áhrif hráefnis og
vinnslu á gæði á reyktum laxi verða kynntar í húsi Iðn-
tæknistofnunar í Keldnaholti, mánudaginn 7. júní kl.
13-16.30. Verkefnið er samstarfsverkefni Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins og Iðntæknistofnunar.
Trésm íðaverkstæði
til sölu
AUGLÝST er til sölu trésmíðaverkstæði á höfuðborgar-
svæðinu. Um er að ræða trésmíðaverkstæði sem sérhæfir
sig í framleiðslu innihurða.
íbúðir erlendis til
leigu í sumar
ÍBÚÐ í hjarta Florens er laus í fjórar vikur í sumar.
Einnig er íbúð til leigu fyrir ferðamenn á besta stað í mið-
borg Kaupmannahafnar.
SAW\UGLÝSINGAR
Esjudagur FI og
Spron.
GENGIÐ verður á Esjuna sunnudaginn 6. júní kl. 11.00
með brottför frá bílastæði við Mógilsá. Leiðsögn verður á
Pverfellshom á vegum FÍ og um skógræktarsvæði Mógils-
ár í boði rannsóknarstöðvarinnar.
60 milljón króna
samningur
NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnulífsins og Iðn-
tæknistofnun gerðu í gær með sér samning um
framkvæmd fimm nýrra verkefna fyrir sjóðinn.
Samningurinn hljóðar upp á 60 milljónir króna og
gildir út næsta ár.
Gísli Benediktsson, sérfræðing-
ur hjá Nýsköpunarsjóði, segir
samninginn að mörgu leyti marka
tímamót. „Þetta er tímamótasamn-
ingur varðandi þjónustu við frum-
kvöðla og fyrirtæki, þar sem samið
er til tveggja ára. Við teljum að það
verði atvinnulífmu mjög tO fram-
dráttar," segir hann.
Helmingurinn
beinn styrkur
Eins og fyrr segir hljóðar samn-
ingurinn upp á 60 milljónir króna.
„Helmingur þeirrar upphæðar er
beinn styrkur til fyrirtækjanna, en
stór hluti af hinum helmingnum má
segja að sé ígildi styrks, þar sem
hann felst í endurgreiðslu aðstoðar
til fyrirtækjanna," segir Gísli.
Styrkurinn er þó ekki aðeins
fjárhagslegur, því einnig er frum-
kvöðlum og fyrirtækjum veitt hag-
nýt þjónusta, sem verður eftir í
fyrirtækjunum.
Gísli segir að stefnan sé að gera
svipaða samninga við aðrar stofn-
anir sem Nýsköpunarsjóður hafi
verið að vinna með í hinum ýmsu
verkefnum. „Þar má til að mynda
nefna Útflutningsráð, Rannsóknar-
þjónustu Háskólans og fleiri aðila,“
segir hann.
Þau fimm verkefni sem Nýsköp-
unarsjóður og Iðntæknistofnun
sömdu um eru ætluð frumkvöðlum,
uppfinningamönnum og fyrirtækj-
um í öllum starfsgreinum. Þau
bera heitin Þjónusta við frum-
kvöðla og uppfinningamenn, Frum-
kvöðlastuðningur, Snjallræði,
Skrefi framar og Vöruþróun.
Fyrstu þremur verkefnunum er
sérstaklega beint til frumkvöðla,
uppfinningamanna og smáfyrir-
tækja. Skrefi framar er ætlað ör-
og sprotafyrirtækjum og Vöruþró-
un er ætluð fýrirtækjum sem
leggja áherslu á vöruþróun og hafa
bolmagn og metnað til að þróa nýj-
ar afurðir.
Atvinnuvegasýning
á Vesturlandi
ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda at-
vinnuvegasýningu í og við íþrótta-
miðstöðina í Stykkishólmi dagana
18.-20. júní nk.
„Sýningin er haldin til að kynna
hvers konar atvinnu, fyrirtæki,
þjónustuaðila og handverksfólk sem
eru með starfsemi á Vesturlandi.
í íþróttamiðstöðinni verða settir
upp sýningarbásar, handverkstæði
og einnig verður aðstaða fyrir
stærri hluti á útisvæði s.s. sumar-
hús, báta, bíla, vélar o.fl. Á sýning-
unni verður bryddað upp á ýmsum
skemmti- og menningarviðburðum.
T.d. taka 5 ára börn úr leikskólum
og nemendur úr 5. og 10. bekk frá
grunnskólum á Vesturlandi þátt í
málverkasýningu þar sem þema
þeirra er „Atvinnulífið í mínum
bæ/minni sveit“. Á sýningunni gefst
fólki kostur á að sjá með hvaða aug-
um bömin/unglingarnir líta á at-
vinnulífið og hvernig hugmyndir
þeirra breytast með auknum
þroska. Tónlistarmenn og kórar af
Vesturlandi koma fram,“ segir í
fréttatilkynningu.