Morgunblaðið - 06.06.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.06.1999, Qupperneq 2
2 E SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLÝSINGAR RANNÍS Staða forstöðumanns tæknisviðs RANNÍS Rannsóknarráð íslands óskar að ráða í stöðu forstöðumanns tæknisviðs RANNÍS. Starfssvið Starfið felur í sér yfirumsjón með málefnum á tæknisviði RANNÍS undir yfir- stjórn framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs, þ.m.t. afgreiðslu á umsóknum til Tæknisjóðs, aðstoð við fagráð og úthlutunarnefnd sem tengist sjóðnum; eftirlit með verkefnabókhaldi, framvindu verkefna og fjármálum sjóðsins. Það felur ein- nig í sér umsjón með tilteknum alþjóðlegum samskiptum við erlendar stofnanir á tæknisviðinu samkvæmt ákvörðunum Rannsóknarráðs í samráði við fram- kvæmdastjóra og starfsmenn á alþjóðasviði RANNÍS. Hæfniskröfur Krafist er tæknilegrar sérmenntunar (lágmark M.Sc eða jafngildi þess) á sviði verkfræði eða raunvísinda og reynslu af rannsóknastörfum eða þróunarvinnu í atvinnulífi. Áhersla er lögð á skapandi hæfileika, ríkt frumkvæði, góða samskipt- ahæfni og metnað til að beita vönduðum vinnubrögðum. Góð kunnátta í íslensku og færni í ensku og einu Norðurlandamáli er skilyrði. Reynsla í notkun algengra tölvukerfa er æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningum við viðkomandi stéttarfélag. Þess er vænst að umsækjandi geti hafið störf eigi síðar en í byrjun ágúst nk. Fyrirspurnum um starfið svarar Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rann- sóknarráðs íslands í síma 562 1320. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs íslands, Laugaveg 13 , 101 Reykjavík, eigi síðar en 11. júní nk. Súðavík góður kostur — nýtt umhverfi Grunnskólakennarar Er erill þéttbýlisins orðinn þreytandi? Ertu búin að fá nóg af of stórum bekkjardeildum, ófull- nægjandi vinnuaðstöðu og stofnanalegu yfir- bragði? Eða eru tilbúin/n að koma og takast á við spennandi verkefni í fámennum skóla sem staðsettur er í fallegu sjávarþorpi á Vest- fjörðum? Þá skaltu lesa þetta vel Súðavíkurhreppur er sveitarfélag við ísafjarð- ardjúp og er kauptúnið Súðavík við Álftafjörð þéttbýlasti hluti hreppsins. Hreppurinn skartar mjög fallegri og ósnortinni náttúru og veður- sæld mikil. Á síðustu þremur árum hefur byggðin verið flutt um set og byggt upp nýtt og glæsilegt þorp í landi Eyrardals. Einungis ertíu mínútna aksturá ísafjarðarflugvöll og tekur 40 mínútur að fljúga til Reykjavíkur. Skólahúsnæðið er glæsiiegt og vel búið og samanstendur af grunnskóla, leikskóla, tónlist- arskóla ásamt íþróttahúsi og mötuneyti. Skól- inn er einsetinn með fámennum aldurs- blönduðum bekkjardeildum, vel búinn tækjum og góðri vinnuaðstöðu. Meðal kennslugreina eralmenn bekkjarkennsla, valgreinar, íþróttir og tónmennt. Súðavíkurhreppur greiðir laun eftir sérkjara- samningi. Umsóknarfresturertil 21. júní 1999. Nánari upplýsingar veita Anna Lind Ragnars- dóttir, skólastjóri, í hs. 456 4985 og vs. 456 4924 og Friðgerður Baldvinsdóttir, form. skólanefndar, í vs. 456 4912 og hs. 456 4940. Grindavíkurbær TónlistarsKólastjóri — kirkjuorganisti Grindavíkurbær og sóknarnefnd Grindavíkur- sóknar óska eftir að ráða skólastjóra við Tón- listarskólann og organista við Grindavíkur- kirkju. Umsækjandi þarf að hafa haldgóða tónlistar- menntun, réttindi til kennslu í tónlist og góða færni sem organisti og kórstjóri. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst til að undir- búa skólastarf á næsta skólaári og kórstarfið í kirkjunni. Launakjör við tónlistarskólann fara eftir kjara- samningum Launanefndar sveitarfélaga og Félags tónlistarkennara og samkomulagi við sóknarnefnd. Upplýsingar um starfið veita Jón Hólmgeirs- son, formaður sóknarnefndar og bæjarritari, og Einar Njálsson, bæjarstjóri, á bæjarskrifstof- unni í síma 426 7111. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna á Víkurbraut 62 eigi síðar en föstudaginn 18. júní 1999. Formaður sóknarnefndar Grindavíkursóknar. Bæjarstjórinn í Grindavík. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Miðasala Starfsmaður óskast í miðasölu Þjóðleikhúss- ins. Umsækjendur þurfa að vera vanir að vinna við tölvuskráningu. Unnið er á vöktum. Laun fara eftir kjarasamningi SFR við ríkissjóð. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Þjóðleik- hússins, Lindargötu 7, fyrir 16. júní nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.