Morgunblaðið - 06.06.1999, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 06.06.1999, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1999 E 9 ) , I SPENNANDISTORFI FRAMSÆKNU FYRIRTÆKI Fyrirtæki á fjármálamarkaði óskar eftir að ráða sérfræðinga í eftirfarandi stöður. Sérfræðingar í sölu- og markaðsmálum Starfið felst í ráðgjöf og upplýsingagjöf um afurðir fyrirtækisins, markaðssetningu og þróun nýrra afurða ásamt því að viðhalda tengslum við viðskiptavini. Við leitum að öflugum viðskipta-/ rekstrarmenntuðum einstaklingum á háskólastigi sem hafa brennandi áhuga á að taka þátt í uppbyggingu nýrrar þjónustu við fólk á fjármálamarkaði. Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði sem og framúrskarandi þjónustulund. Nýútskrifaðir einstaklingar koma vel til greina. Söluráðgjafar Starfið felst í sölu og afgreiðslu á afurðum fyrirtækisins. Viðkomandi tekur einnig þátt í markaðs- og söluátökum sem í gangi eru á hverjum tíma. Við leitum að fólki sem er vel að sér í almennum bankastörfum, er sölu- og tæknisinnað og tilbúið að veita góða þjónustu. Sveigjanlegur/breytilegur vinnutími kemur til greina. Sölumenn Starfið felst í sölu og kynningu á afurðum fyrirtækisins. Við leitum að einstaklingum sem hafa mikla sölu- og kynningarhæfileika, góða framkomu og hæfni í mannlegum samskiptum. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir metnaði til að standa sig vel í starfi. Til greina kemur að ráða aðila sem vinna hluta úr viku/degi hvort heidur sem er verktaka eða launþega. í boði eru spennandi tækifæri til að takast á við nýjung á íslenskum fjármálamarkaði og ná árangri í starfi. Nánari upplýsingar veita Helga Jóhanna Oddsdóttir og Torfi Markússon hjá Ráðgarði hf.frá kl. 9-12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknirtil Ráðgarðs fyrir 13. júní n.k. merktar: „Ný þjónusta" og viðeigandi starfi wmamm* j ■m dsMi éÁ loppfíavet Loppa sveitarfélagið liggur við Lopphavet vestast i Finnmörku, umkringt óspilltri og fallegri náttúru. Næstu sjúkrahús í Hammerfest, 250 km fjar- lægð, og i Tromso, 350 km, sjóleiðin er þó styttrí. Heilbrigðisþjónusta svæðisins ræður yfir hraðskreiðum sjúkrahraðbátum, auk sjúkrabila. Við erum með mest notaða sjúkrahraðbátinn í Noregi, sem þjónar 8 stöð- um sem eru án vegasambands. Þetta skapar fjölbreyttan vinnudag með sterkrí náttúruupplifun. 3 stöður lækna eru i sveitarféiaginu, þ.á.m. tumus-kandidat. I Loppa búa um 1550 íbúar sem allir bjóða þig vel- kominn til okkar. SVÆÐISLÆKNIR I Laus er staða sveitarfélagslæknis I. Stöðukódi 7310. Laun eftir samkomulagi. SVÆÐISLÆKNIR II Laus er staða sveitarfélagslæknis II. Stöðukódi 7311 og laun skv. launaramma 17 (framhalds-/sérfræðimenntun launast tveim- ur launaþrepum ofar grunnlaunum). Staðan er laus nú þegar. Sameiginlegt báðum stöðum: 0Sveitarféiagiö er tilbúið til að ræða e.t.v. önnur kjör, og með samræðum skapa réttar aðstæður þannig að staðan sé bæði faglega og launalega aðlaðandi fyrir umsækjanda. 0Við bjóðum 6 vikna frí á launum. 0Launað leyfi i 4 mán. eftir 3ja ára starf. 0Viðbót vegna stöðugleika („Stabilitetstilleg"), veitt eftir reglum sveitarfélagsins. 0Aðrar viðbætur ef um er að ræða eftir samkomulagi. 0Sveitarfélagið aðstoðar við útvegun húsnæðis og leikskóla- rýmis. 0Sérstakar skattareglur gilda um Finnmörku. 0Barnabætur, með norður-Noregs viðbót, greiðast skv. lögum um barnabætur. Nánari upplýsingar veitir heilbrigðis- og félagsmálaforstjóri í síma 0047 78 45 97 24 eða skrifstofustjóri, í síma 0047 78 55 85 85, lína 6. Ráðning fer að öðru leyti eftir gildandi lögum, reglum og launa- töxtum. Umsóknir, ásamt staðfestum skírteinum og meðmælum, sendist fýrir 25. júní til: KOMMUNEHELSETJENESTEN I LOPPA, ADMINISTRASJONEN, N-9551 0KSFJORD, NOREGUR. GARÐABÆR Sálfræðingur Garðabær auglýsir laust til umsóknar hálft starf sálfræðings á fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar, skóladeild frá 1. ágúst nk. Æskilegt er að viðkomandi sé skólasálfræðingur eða hafi reynslu af skólastarfi. Launakjör samkvæmt kjarasamningum Launanefndar Sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar. Umsóknarfrestur er til 21. júní nk. Umsóknum skal skila til forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma 525 8500. Forstöðumaður frœðslu- og menningarsviðs Fræðslu- og menningarsvið PRENTSTOFA Prentari óskast Prentstofan Hvíta Örkin óskar eftir að ráða prentara eða mann vanan fjölritun og aðstoð- armann í prentsal. Upplýsingar veita Hjalti og Ögmundur í síma 551 0255. Reyklaus vinnustaður. Með allar um- sóknir verður farið sem trúnaðarmál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.