Morgunblaðið - 13.06.1999, Page 42
42 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ARNI
GUÐMUNDSSON
+ Árni Guð-
mundsson, mál-
arameistari fæddist
í Reykjavík 20. nóv-
ember 1933. Hann
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
4. júní síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Árbæjar-
kirkju ll.júní.
Vinur minn og félagi
'-fÁrni Guðmundsson
málarameistari lést á
Landspítalanum föstu-
daginn 4. júní síðastlið-
inn eftir langvarandi sjúkdóm sem
enn hefur ekki fundist lækning við.
Árni var fæddur 20. nóvember 1933
í Reykjavík og var því 66 ára er
hann lést. Foreldrar voru Guð-
mundur Jónsson og Olína Guðbjörg
Þorgrímsdóttir frá Stökkum á
Rauðasandi. Árni missti móður sína
þegar hann var þriggja ára gamall
og fór þá í fóstur til móðursystur
sinnar Guðmundínu og manns
hennar Guðbjarts á Hvallátrum í
Rauðasandshreppi. Þar sleit Árni
barnsskónum í nábýli við stórbrotin
~ náttúruöfl, þau mestu sem þekkjast
á byggðu bóli á Islandi. Árni bar
mikla virðingu fyrir sínum æsku-
stöðvum og fólkinu sem þar bjó og
einnig frænku sinni og fósturmóð-
ur. Frásagnir af þessum undrum
veraldar bar oft á góma þegar rætt
var um uppvaxtarárin. Flestum er í
fersku minni frækilegt björgunara-
frek við Látrabjarg, þegar breskur
togari strandaði undir bjarginu í
desember 1947. Bænd-
um í þessu afskekkta
byggðarlagi tókst
giftusamlega að bjarga
mannslífum við erfiðar
aðstæður. Ami var
einn björgunarmanna
aðeins 14 ára og hlaut
hann fyrir það viður-
kenningu frá Slysa-
varnafélaginu.
Árni lærði málara-
iðn hjá Ásgeiri hálf-
bróður sínum í
Reykjavík. Hann lauk
sveinsprófi og loka-
prófi frá iðnskóla 1958
og fékk meistarabréf fjórum árum
síðar. Síðan starfaði hann sem mál-
ari í Reykjavík, lengst af í sam-
starfi við Ingólf Guðmundsson mál-
arameistara og hefur samstarf
þeirra ætíð einkennst af gagn-
kvæmu trausti og vináttu. Fleiri
málarar hafa komið inn í vinnuhóp-
inn, um lengri eða skemmri tíma,
sem réðst að þeim verkefnum sem
fyrir lágu hverju sinni. Kynni okkar
Árna hófust þegar hann var við
nám hjá bróður sínum. Þessi ungi
maður vakti athygli mína og með
okkur tókst góð vinátta, sem hefur
haldist síðan. Árni sat í stjórn Mál-
arafélags Reykjavíkur sem ritari
1961, en félagsstörf að því tagi
höfðuðu ekki til hans, þótt hann
kynni að meta afl félagasamtaka í
víðtækum skilningi. Árni giftist
Katrínu Kristjánsdóttur frá Felli í
Biskupstungum 1963. Þau eignuð-
ust fimm mannvænleg börn; Hjalti
er elstur, næstur er Þórhallur, þá
t
Þökkum hlýhug og vinsemd við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ELÍNAR ÞORGILSDÓTTUR.
Kristján Þorbergsson, Hrönn Óskarsdóttir,
Helga Þorbergsdóttir, Sigurgeir Már Jensson,
Sigurbjörn Þorbergsson, Helga Loftsdóttir,
Þorgils Hlynur Þorbergsson
og barnabörn.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför okkar ástkæru móður,
tengdamóður og ömmu,
RAGNHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Króki I Ásahreppi,
Stífluseli 11.
Guðrún Marta Sigurðardóttir,
Óskar ísfeld Sigurðsson, Sólveig Ágústsdóttir,
Helga Sigurðardóttir, Ágúst Óskarsson,
Erlendur Isfeld Sigurðsson, Fanney Kristjánsdóttir
og barnabörn.
tvíburarnir Sigurbjörg og Guð-
bjartur og yngstur er Kristján. Þau
hafa nú öll stofnað sitt heimili og
fjölskyldu. Samskipti minnar fjöl-
skyldu og Árna hafa frá upphafi
verið náin, og þó einkum eftir að við
fluttum í Árbæjarhverfið, þegar
uppbygging þess hófst 1966. Við
fórum saman hringveginn árið sem
hann var opnaður. Þau hjónin og
fjölskylda þeirra voru tíðir gestir í
sumarhúsi okkar við Langavatn. Þá
má ekki gleyma sviðamessunum
þar sem húmorinn hans Árna naut
sín vel. Árni og Kata áttu sitt síð-
asta heimili í Barrholti í Mosfells-
bæ og lífið brosti við þessari mann-
vænlegu fjölskyldu, en þá urðu
skyndileg þáttaskil í lífi þeirra,
Kata veiktist og lést eftir stutt en
erfið veikindi, þá 52 ára gömul.
Sem betur fer voru börnin að
mestu orðin sjálfbjarga, það yngsta
15 ára.
Hinn 17. júní 1990 giftist Árni
öðru sinni eftirlifandi konu sinni
Ruth Woodword kennara, hún
hafði þá misst mann sinn frá fjórum
dætrum, sú yngsta var fimm ára
Bryndís Osk. Arni hefur gengið
henni í föðurstað enda var hún svo
ung þegar faðir hennar dó að hún
þekkir ekki annan pabba. Ruth
þekki ég frá samvinnu okkar að fé-
lagsmálum hér í Árbæjarhverfi,
hún var í stjórn kvenfélagsins í
hverfinu og um tíma sat hún með
mér í stjórn Fylkis, en þessi félög
hafa frá upphafi unnið saman í
fyrstu við mjög frumstæðar að-
stæður. Mér er minnisstætt atvik
þegar við hjónin höfðum boðið
Ama í kvöldmat, þá spyr hann mig
í símanum hvort hann megi koma
með vinkonu sína með sér, þetta
vakti forvitni okkar og undrun þeg-
ar Ruth birtist í dyrunum. Þar með
hófust samskipti okkar á öðrum
vettvangi. Það hefur verið vanda-
samt hlutverk sem þau Árni og
Ruth stóðu frammi fyrir að tengja
saman tvær stórar fjölskyldur, þar
getur margt gripið inn í af tilfinn-
ingatoga. Þau hjón Ámi og Rut
bjuggu yfir greind og þroska og
ekki verður annað séð en að þetta
erfiða hlutverk hafi tekist giftusam-
lega. Þá grípa örlögin inn í öðru
sinni óvænt og ögrandi, Árni
greindist með ólæknandi blóðsjúk-
dóm aðeins spurning um hve nær
lokakallið kæmi. Árni var gæddur
mörgum eiginleikum, sem gagnast
vel í mannlegum samskiptum, glað-
vær, raunsær og tillitssamur,
húmorinn tengdi þessa eðlisþætti
saman. Hann var skarpgreindur en
undir húmor og glensi blundaði
funheitt skap, en hann skynjaði sín
takmörk, þótt út af gæti brugðið í
einstaka tilvikum. Honum var lagið
að flétta gamanmál inn í alvarlega
umræðu og tilsvör hans gátu verið
tvíræð, en þannig fram sett að þau
vöktu frekar hlátur en andmæli eða
deilur. Hann var fjölhæfur fagmað-
ur hafði næmt auga fyrir list, góður
teiknari, í skopmyndum sem hann
dró upp við ýmis tækifæri aðallega
á vinnustað, endurspeglaðist glettni
og húmor, sjálfur leit hann ekki á
sig sem fagmann á þessu sviði.
Hann var fróður og víðlesinn, þjóð-
rækinn og áhugasamur um allt sem
snerti land og þjóð. Hann hafði
næmt tóneyra og átti auðvelt með
að kasta fram vísu í bundnu máli.
Tillitssemi við vini sem áttu við
erfiðleika að stríða. Mér er minnis-
stætt í veikindum mínum fyrir
nokkrum árum þá var Árni tíður
gestur í Hraunbæ 152 til að hug-
hreysta mig og aðstoða, jafnvel til
taks á miðjum vinnudegi ef ég
þyrfti að mæta hjá læknis. Það var
mér því sönn ánægja að fá tækifæri
til að gjalda í sömu mynt, með því
að keyra vin minn stöku sinnum
þegar hann þurfti aðhlynningar við.
Árni sýndi einstakt þrek og æðru-
leysi í sínum veikindum hann barð-
ist af festu til síðustu stundar, vor-
kunnarorð frá öðrum áttu ekki við.
Nú þegar þessu erfiða stríði er lok-
ið leitar hugurinn til aðstandenda
ég sendi börnum Árna og afkom-
endum hugheilar samúðarhveðjur,
hún Ruth sem misst hefur tvo lífs-
förunauta með stuttu millibili, það
er erfitt að finna orð við hæfi við
þetta tækifæri. Þær voru margar
stundimar sem hún Ruth dvaldi við
sjúkrarúmið hans Árna síðustu vik-
ur og mánuði. Henni hefur verið frá
upphafi ljóst að hverju stefndi en
engu að síður skilur lokastundin
eftir sár, sem vonandi grær með
tímanum. Framundan eru verkefni
sem krefjast raunsæis og lífsorku,
þá eiginleika á hún Ruth til í ríkum
mæli, megi Guð og góðir vættir
vera með í för.
Hjálmar Jönsson.
Okkur langar til að minnast þín,
kæri vinur, þar sem samstarf okkar
spannaði yfir 30 ár. Það bar margt
á góma á þeim langa ferli. Við byrj-
uðum saman í Iðnskólanum í
Reykjavík 1954 og lukum saman
námi eftir fjögur ár og þegar við
náðum fullgildum réttindum í mál-
araiðn hófum við samstarf sem var
mjög farsælt og ánægjuríkt. Ámi
var skemmtilegur og samvinnufús
vinnufélagi, dagfarsprúður og mjög
listrænn. Ógleymanlegar eru veiði-
ferðirnar og ferðir erlendis. Á góð-
um stundum var gaman að eiga við-
ræður við Árna. Hann var víðlesinn
og fróður um marga hluti.
Það var mikið áfall í lífi Árna er
hann missti konuna sína, Katrínu
Kristjánsdóttur frá Felli í Biskups-
tungum, frá fimm bömum á ung-
lingsaldri og það var honum jafn-
framt mikil gæfa þegar hann
kynntist seinni konu sinni, Ruth,
sem reyndist honum góður fóru-
nautur.
Það var okkur mikið áfall þegar
Ami greindist með illkynja sjúk-
dóm sem leiddi til þess að hann
þurfti að vera langtímum á sjúkra-
húsi. Ruth vék aldrei frá sjúkrabeði
hans. Við biðjum Guð að styrkja
Ruth og alla fjölskylduna á þessum
erfiðu stundum.
Ingólfur Guðnason,
Hákon Oddgeirsson.
Okkur langar að minnast Árna
með nokkram orðum.
Við voram svo lánsamar að kynn-
ast Árna þegar hann og móðir okk-
ar hófu sambúð. Árni og mamma
áttu einstaklega vel saman og
bjuggu sér fallegt heimili þar sem
allir voru velkomnir. Það var yndis-
legt að sjá hversu hamingjusöm
þau vora saman allt frá fyrstu
kynnum. Þau stóðu þétt saman og
styrktu hvort annað bæði í gleði og
sorg. Árni var listelskur maður og
ekki síður listrænn. Eftir hann
liggja mörg falleg málverk, sem
prýða heimili þeirra mömmu sem
og vina og vandamanna. Árni var
einnig víðlesinn og ljóðelskur.
Hann vitnaði oft í sögur og ljóð eft-
ir ýmsa höfunda og sagði svo
skemmtilega frá að við hrifumst
með og vildum vita meira og hann
hvatti okkur óspart til að lesa Is-
lendingasögurnar, ævisögur, ferða-
sögur, skáldsögur og ljóð og lánaði
okkur þær bækur sem hann átti.
Hann hafði líka gaman af að yrkja
vísur við ýmis tækifæri, bæði gam-
ansamar og alvarlegar. Árni bjó yf-
ir mörgum öðram kostum og í huga
okkar koma upp margar minningar
um góðan mann. Hann var
hæverskur, hugrakkur og umburð-
arlyndur. I hans huga vora allir
menn jafnir. Skoðanir, trúarbrögð
eða kynþættir breyttu engu, allir
vora fyrst og fremst manneskjur í
hans augum. Börnum okkar var
hann einstakur afi, hann hlustaði á
það sem þau höfðu að segja, sagði
þeim þjóðsögur og sögur frá upp-
vaxtaráram sínum og var ávallt til-
búinn til að taka við þau eina skák.
Þau munu ávallt búa að því að hafa
kynnst honum. Við eram öll ríkari
eftir samskipti okkar við Árna og
getum ornað okkur við allar fallegu
minningarnar.
Blessuð sé minning hans.
Arndís, Margrét,
Erla og fjölskyldur.
HJÖRDÍS
JÓNS-
DÓTTIR
+ Hjördís Jónsdóttir fæddist í
Reykjavík 27. júní 1970.
Hún varð bráðkvödd á heimili
sínu 30. maí síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá
Bústaðakirkju 8. júní.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir,
BERGLJÓT GUDJÓNSDÓTTIR
Vesturási 41
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur,
föstudaginn 11. júní.
Helgi Bergmann Ingólfsson, Ólafur Ragnar Helgason,
Guðjón Eymundsson,
Ingólfur A. Guðjónsson, Kolbrún Guðjónsdóttír,
Áslaug Sif Guðjónsdóttir, Hörður Guðjónsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
HAUKS HALLGRÍMSSONAR
málarameistara,
Kirkjusandi 5.
Sérstakar þakkir til Flugbjörgunarsveitarinnar
í Reykjavík.
Ásta Jenný Guðlaugsdóttir,
Marta Hauksdóttir, Brandur Gfslason,
Halla Hauksdóttir, Baldur J. Baldursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför
GUÐMANNS GUÐBRANDSSONAR,
Álfaskeiði 64 4c,
Hafnarfirði.
Bára Guðmannsdóttir, Karl Ólafsson ,
Kolbeinn Guðmannsson, Júlía Adolfsdóttir,
Borgþór Sigurjónsson, íris Kristjánsdóttir
Birgir Sigurjónsson, Sigrún Jóhannsdóttir,
Herdís Sigurjónsdóttir, Guðmmundur Jóhannsson,
Þórhildur Sigurjónsdóttir, Jón Ólafsson
og barnabörn.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um Ijósið lát mig dreyma
ogljúfaenglageyma
öll bömin þín, svo blundi rótt.
(M.Joch.)
Kæra Þóroddur Elmar, Þórunn,
Þorbergur ísak, Sólveig, Jón, Bryn-
dís, Svandís, Valdís, Fanný amma
og Helgi afi, Guð geymi ykkur og
gefi ykkur styrk í ykkar miklu og
sára sorg.
Blessuð sé minning kærrar
frænku okkar.
Birna, Brynjar
og Fanný Berit.