Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
/7
“] ALDANNA rás hefur andinn
komið yfir menn í Sevilla. List-
málaramir Velázquez, Murillo
og Zurbarán sýndu fyrstu verk-
in sín þar, í fangelsi við göngu-
götuna Sierpes skrifaði
Cervantes Don Quixote, og síð-
__ ast en ekki síst eru hugmyndir
að mörgum óperum sóttar til Sevilla,
eins og til að mynda Carmen, Brúð-
kaupi Figaros, Don Giovanni,
Fidelio, og auðvitað Rakaranum frá
Sevilla.
Andrúmsloftið í borginni er ein-
stakt og því kannski ekki að undra
þótt mönnum hafi dottið eitt og ann-
að skemmtilegt í hug. Ahyggjuleysi
og allt að því visst kæruleysi virðist
einkenna lífið, en fljótlega komast
menn að raun um að gömlu hefðirnar
eiga sér þar djúpar rætur.
Plöntur í pottum
Fáai- borgir eiga sér jafn merkilega
sögu. Þama ríktu Rómverjar og Már-
ar og skildu eftir sig menjai’ og hallir
sem minna íbúana stöðugt á uppruna
sinn. Við bætast byggingar frá mið-
öldum, stórveldistímanum og öldun-
um þar á eftir, og í gegnum dýrðina
alla rennur svo áin Guadalquivir sem
verður fjólublá á kvöldin. Hún færði
borgarbúum auðinn á sínum tíma, en
á stórveldistíma Spánar var Sevilla
helsta hafnarborg landsins. Hér var
gullinu frá Suður-Ameríku landað,
segja íbúar íbyggnir.
Um sjötíu mai-kverðar byggingar
eru í miðborginni og flestar í göngu-
færi. En það er ekki síður áhugavert
að ganga um þröngar götur borgar-
innar og skoða hús hins venjulega
borgai-búa. Sevilla-búar hafa auðsjá-
anlega lært margt af Márum, eink-
um hvað húsagerðarlist snertir.
Márar kunnu að vernda sig heitri
sólinni og byggðu hallir í kringum
opin svæði sem þeir síðan gerðu að
lystigörðum með gróðri og rennandi
vatni. Þar var ætíð hægt að finna
skuggsælan stað.
Og enn fara íbúar að dæmi Mára
enda getur það verið lífsspursmál að
loka sólina úti. Meðalhitinn í borginni
á sumrin er 36 gráður og getur farið
upp í 49 gráður þegar skaparinn er í
sólskinsskapi. Því eru götur þröngar
og húsin svo þétt byggð að sólin nær
sjaldnast að skína inn um glugga. En
inni í húsunum eru lítil opin svæði,
einskonar forstofur á stærð við
venjuleg herbergi, og þar stilla íbúar
upp plöntum í pottum af mikilli
kúnst. Þar sem þétt byggðin býður
ekki upp á garða í kringum húsin, er
blómum í tugatali komið fyrir á örlitl-
um svölum eða fyrir neðan gluggana.
Carmen á hveiju götuhorni
Sevilla-búar halda margar útihá-
tíðir, einkum á vorin áður en borgin
breytist í suðupott, og eru tvær
þeirra þekktastar, „Semana Santa“,
páskahátíðin, sem stendur yfir í viku,
og „Feria de Abril“, aprílhátíðin sem
haldin er tveim vikum síðar og stend-
ur yfir í fimm daga. Það er einmitt á
þeim dögum sem konur klæðast hin-
um glæsilegu senjorítukjólum og
karlar búningum sem minna á
klæðnað nautabana, það er að segja,
mittisjökkum og þröngum buxum.
Undirbúningur hátíðarhaldanna,
bæði á strætum úti og inni í verslun-
um, er ekki síður eftirtektarverður
en hátíðirnar sjálfar. Það er til dæm-
is sérstök lífsreynsla að koma inn í
skóbúðir og horfa á hælaháa kven-
skó í öllum regnbogans litum. Með
því að horfa á skótauið getur maður
rétt ímyndað sér litadýrð kjólanna
sem þessar fallegu spænsku konur
hyggjast klæðast. Það eru ekki
sauðalitimir þar.
Konur í Sevilla eru annars kapítuli
út af fyrir sig. Það eru ekki einungis
ungu konumar sem eru fallegar,
þokkafullar og smekklega klæddar,
eldri konumar em það ekki síður.
Hvergi era konur eins fínar um hár-
ið og í Sevilla. Hárið er ekki aðeins
þykkt og mikið, heldur ætíð eins og
nýlagt. Það er í sjálfu sér merkilegt
hversu veltilhafðar konurnar era því
að vinnudagur þeirra er langur og
strangur. Þær sem vinna í verslun-
um eða á skrifstofum hefja störf
klukkan níu á morgnana og vinna til
klukkan átta eða níu á kvöldin, með
þriggja tíma hléi um miðjan dag. í
millitíðinni, „siestunni", þegar flest-
ar verslanir og skrifstofur loka, fara
þær heim og elda miðdegismatinn.
Fæstar ná að hvíla sig því reikna má
með að það taki tíma að ganga frá
matnum'og koma sér í vinnuna aftur.
A kvöldin, eftir klukkan níu, er svo
heit máltíð aftur á boðstólum hjá
flestum og því má ætla að útivinn-
andi konur í Sevilla geri fátt annað
en að vinna, elda og borða. Þrítug og
barnlaus útivinnandi kona sagði mér
að yngri konurnar væra ekki ánægð-
ar með þetta fyrirkomulag, en hvort
þeim takist að útrýma hinni hefð-
bundnu „siestu“ úr spænsku þjóðlífi
vildi hún ógjarnan tjá sig um.
Heimavinnandi húsmæður virðast
hafa rýmri tíma og ekki er óalgengt
að sjá þær saman í hópum inni á
kaffihúsum og tapasböram þar sem
þær fá sér „merienda", síðdegisbit-
ann, sem oftast er te eða kaffi, og
kökur. Þessar konur sem oftar en
ekki era um miðjan aldur eru að
sjálfsögðu áberandi fínar um hárið.
En það er fleira en útlitið sem vek-
ur eftirtekt þegar konur í Sevilla eru
annars vegar. Stór hluti kvenna
gengur reykjandi um götur borgar-
innai’ og þykir það ekkert óeðlilegt ef
marka má viðbrögð manna. Þær
reykja ekki aðeins á götum úti, held-
ur einnig inni í verslunum og skiptir
þá engu hvort um er að ræða kjörbúð
eða tískuverslun. Með sígarettuna
milli fingranna greiða þær fyrir vöra
sína við kassann ef svo stendur á og
aldrei heyrir maður nokkurn mann
gera athugasemd við það athæfi.
Þessar opinbera reykingai’ kvenna
eiga sér að hluta til sögulega skýr-
ingu. í byrjun átjándu aldar var tó-
baksverksmiðja sett á laggirnar í
Sevilla og var hún ein helsta tekju-
lind borgarbúa. I verksmiðjunni,
sem var og er enn ein stærsta bygg-
ing Spánar, unnu á sjötta hundrað
konur.
„Þar sungu þær, töluðu og rifust
hver upp í aðra,“ segir franskur rit-
höfundur sem kom inn í verksmiðj-
una á nítjándu öld, og hafði hann
aldrei heyrt annan eins hávaða á ævi
sinni. Konurnar sem hann sá voru
flestar ungar og fallegar og það var
SPARIFÖTIN eru upp á gamla móðinn, kjólar eða pils, og hnébuxur.
BLÓMUM í tugatali er komið fyrir á svölum,
einmitt í þessari frægu tóbaksverk-
smiðju sem hugmyndin að Carmen
varð til. Tóbakið hefur því lengi verið
hluti af lífi kvenna í Sevilla.
Og Carmen er enn á hverju götu-
homi.
Verksmiðjan var flutt í aðra bygg-
ingu um miðja þessa öld, en ennþá
má heyra hávært tal ungra kvenna í
gömlu byggingunni því nú hýsir hún
háskólann í Sevilla.
Blóð og sandur
Eins og Carmen eiga ungu kon-
urnar í Sevilla sinn Don José og
njóta enn aðdáunar nautabana þótt
hversdagsleikinn með sitt eilífa þras
um verkaskiptingu hafi að vísu kælt
rómantíkina örlítið. Því var hvíslað
að mér að karlmennskan væri nokk-
uð á undanhaldi í borginni og skrif-
aðist það á reikning yngri kvenna
sem væru farnar að gera ónotalegar
kröfur til karla heimafyrir. En þótt
þær hinar sömu láti á sér skiljast að
þær séu hreint ekki ánægðar með
frammistöðu makanna þegar hús-
haldið er annars vegar, virðast þær
engu að síður taka þátt í að viðhalda
ímynd karlmennskunnar. Og enginn
efast um hana þegar nautabanar eru
annars vegar.
Við ána stendur nautaatshringur-
inn sem var reistur af ríkustu ættum
borgarinnar á nítjándu öld og fyrir
nautabana er það jafnmikill heiður
að sýna karlmennsku sína í þessum
hring og það er fyrir óperasöngvara
að syngja í Scala.
Mönnum gefst kostur á að skoða
hringinn og safnið sem í bygging-
unni er á þeim dögum sem engin
sýning er, og fór ég einn dag til að
kynna mér bakgrann hins eilífa
blóðs og sands. Sú skoðunarferð var
ein sú eftirminnilegasta sem ég hef
farið í um dagana og átti leiðsögu-
maðurinn þar stóran hlut að máli.
Sagt er að Sevilla sé spænskasta borgin á
Spáni. Márahöll, kirkjur skreyttar gulli í
hólf og gólf, lystigarðar og glæsibyggingar
gera borgina að einu stóru listaverki.
Kristín Marja Baldursdóttir hafði þó meiri
áhuga á íbúum borgarinnar meðan hún
dvaldi þar, enda koma nautabanarnir og
hinar einu sönnu senjorítur frá Sevilla.
SKÓTAUIÐ gefur litadýrð kjólanna til kynna.
■
f.