Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 B 9
ÞEIR gerast varla kraftmeiri karlakórarnir. Átta norölenskum karlakórum slegiö saman I einn viö lok Heklumótsins.
Stefnan er frekar
tekin á allra mestu
nýjungina. Sem
sagt að hafa vél-
menni í fjósinu
■
Hljómplatan Tónar
í tómstundum kom
út á 60 ára af-
mælinu og voru öll
lögin eftir félaga
í kórnum
■
Búið er á öllum
bæjum og enginn
flótti í fólki
■
Lögðu menn á sig
ferðalög sem tóku
frá einni upp í tvær
og hálfa klukku-
stund hvora leið á
söngæfingar
KÓR Bólstaðarhlíðarhrepps syngur á Heklumóti sambands norölenskra karlakóra
hljómur
um daiinn
við
KÝRNAR biðu óþreyjufullar eftir fóörinu.
Sungu svo barst yfir
ána og um dalinn
Kórinn á sér merka sögu þótt
hvorki hafí hún farið hátt né víða
utan heimahéraðs. Upphafíð má
rekja 75 ár aftur í tímann. Við get-
um reynt að sjá fyrir okkur
gangnamenn á Eyvindarstaðar-
heiði, nánar tiltekið við Ströngu-
kvísl, og það er langt liðið á kvöld.
Líklega hafa menn eytt kvöldinu
við söng og gleði og það var
einmitt þá sem nokkrir þeirra
bundust fastmælum um að stofna
karlakór í Bólstaðarhlíðarhreppi.
Gífurlegur áhugi hafði verið á
söng í sveitinni, enda venjan að
syngja þegar fólk kom saman, svo
sem við guðsþjónustur, í göngum
og réttum og auðvitað í veislum.
Margir góðir söngmenn voru í
sveitinni, meðal annars systkinin
frá Eyvindarstöðum. Þau voru
mörg og mjög söngelsk. I ræðu
Guðmundar Jósafatssonar bónda í
Austurhlíð á afmæli kórsins árið
1945 segir hann að haft sé eftir
saumakonu sem vann á Eyvindar-
stöðum eitt vorið að systkinin
hefðu oft farið niður á túnið í góðu
veðri á kvöldin og sungið svo að
barst yfír um ána og um dalinn.
Einn þeirra, Gísli Jónsson frá Ey-
vindarstöðum, var einmitt sá sem
var helsti hvatamaður að stofnun
kórsins. Hann og Þorsteinn bróðir
hans voru söngstjórar kórsins.
Fyrsta opinbera söngskemmtun
kórins var vorið 1925 undir stjórn
systur þeirra, Guðmundu frá Ey-
vindarstöðum.
Samgöngur voru mjög erfiðar á
fyrstu árum kórsins. Akfær vegur
var ekki kominn nema á fremstu
bæina í hreppnum og fáar ár brú-
aðar. í þá daga voru æfingar oft
að degi til og lögðu menn á sig
ferðalög sem tóku frá einni upp í
tvær og hálfa klukkustund hvora
leið á söngæfíngar. Fyrstu árin
voru söngæfíngar haldnar heima á
bæjum þar sem mönnum var gef-
inn matur og kaffí og hestum hey.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
BRYNJÓLFUR Friðriksson bóndi í Austurhlid í Blöndudal.
Eitthvað hefur munað um slíkar
heimsóknir. Ekki er ólíklegt að
þetta hafi verið mikil upplyfting
fyrir karlana og bætt þá á alla
lund, því svo mikið er víst að mikið
mæddi á konum þeirra sem hafa
þurft að bæta á sig verkum þeirra
þegar æfingar voru.
Ganga í verk karlanna
með glöðu geði
Og þannig er það enn í dag. Jó-
hanna Halldórsdóttir í Austurhlíð
í Blöndudal lætur sig ekki muna
um að ganga í störf manns sins,
Brynjólfs Friðrikssonar, þegar
hann þarf að bregða sér á æfíngar
eða syngja á skemmtunum eða við
jarðarfarir. Þetta segist hún gera
með glöðu geði um leið og hún
hugsar um bömin sín fjögur á
aldrinum tveggja til ellefu ára.
Við komum í Austurhlíð daginn
áður en Heklumótið var haldið í
byrjun júní og fylgdumst með fjöl-
skyldunni í dagsins önn. Veðrið
var einstaklega gott og túnin búin
að taka á sig sterkgrænan lit. Þau
hjón sögðu reyndar að ef við hefð-
um komið nokkrum dögum fyrr
hefði allt verið enn grátt um að lit-
ast. Vorið hafí bara komið daginn
áður. Enda var mikið að gera hjá
bændum því þeir voru rétt að
komast um túnin fyrir bleytu og
allir kepptust við að plægja og
bera á í sveitinni. Heklumótið var
því ekki alveg á besta tíma og ekki
áttu allir heimangengt. Það hefði
verið það í venjulegu árferði.
Brynjólfur fluttist ásamt fjöl-
skyldu sinni að Austurhlíð er hann
var ársgamall. Hann er sá fyrsti í
sinni ætt sem syngur með Kór
Bólstaðarhh'ðarhrepps. Jóhanna
segir hann vera búinn að tryggja
framhaldið með því að eignast tvo
stráka. Hann var aðeins 19 ára
þegar hann byrjaði að syngja með
kómum fyrir 20 árum. Brynjólfur
segir að Sigurður Ingvi Björnsson
á Guðlaugsstöðum vinur hans og
HRAÐA nútímans virðist
stór hluti íslensku þjóðar-
innar fá útrás í söng. Um
allt land leggur ótrúlegur
fjöldi fólks á sig mikla vinnu
og fómar dýrmætum tíma í
söngæfingar, ferðalög og fé-
lagslíf sem fylgir kórstarfí.
Þessi mikli áhugi endur-
speglar greinilega einhverja
innri þörf hjá mannfólkinu.
Hefur sungið
í kór í 57 ár
Eitthvað hlýtur söngur-
inn að gera fyrir sálina þeg-
ar dæmi eru um að menn séu bún-
ir að syngja í kór í 57 ár. Einn fé-
laganna í Karlakór Bólstaðarhlíð-
arhrepps, Friðrik Bjömsson frá
Gili í Svartárdal, byrjaði í kómum
árið 1942 og hefur starfað óslitið
síðan. Fleiri félagar hans eru
einnig búnir að starfa í um það bil
hálfa öld. Ekki nóg með það. Hver
kynslóð tekur við af annarri og
synir og feður syngja saman í
kómum.
Sem dæmi um það var Sigfús
Eyjólfsson bóndi á Eiríksstöðum
einn af stofnendum kórsins. Það
var einnig Guðmundur Sigfússon
sonur hans sem söng lengi með
kómum og oft einsöng og tvísöng.
Nú syngur Sigfús Guðmundsson
sonur hans í kómum og syngur
einnig oft einsöng og tvísöng. Guð-
mundur sonur hans syngur líka í
kómum. Hann á son sem heitir
Sigfús en sá er bara átta ára svo
einhver ár em í að hann byiji.
Nú era starfandi fímm pör af
feðgum í kómum og hafa líklega
aldrei verið fleiri. Það er líka áber-
andi hve margir ungir söngmenn
era í Karlakór Bólstaðarhhðar-
hrepps en líklega vinna öldung-
amir í kómum meðalaldurinn
nokkuð upp. Hann er þó ekki hár,
eitthvað um 40 ár. Eitt er víst að
ekki er um kynslóðabil að ræða í
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.
Svo kveður
skólafélagi á Hólum hafi fengið
hann til að byrja.
Gott félagslíf og enginn
fólksflótti úr sveitinni
„Við æfum oftast tvisvar í viku,“
segir Brynjólfur. „Æfingarnar
fara fram í Húnaveri og við byrj-
um klukkan níu og æfum í tvo
tíma. Nú orðið eru þetta ekki
miklar vegalendir. Sá sem á lengst
að er í um 25 km fjarlægð. Söng-
stjórinn, Sveinn Arnason, býr á
Víðimel í Skagafirði og einn kórfé-
laginn býr í Varmahhð. Það kemur
mjög sjaldan fyrir að ófærð eða
veður hamli því að menn komist á
æfingar."
Greinilegt er að inntökuskilyrði
í kórinn tengist ekki nafni hans,
enda segir Brynjólfur að aðeins
nokkrii- kórfélagar búi í sjálfum
Bólstaðarhlíðarhreppi. Líklega
séu þó ennþá aðeins fleiri bændur
í kórnum en kaupstaðarbúar, en
margir félaganna búa á Blönduósi.
Félagslíf sveitarinnar hefur
lengi vel tengst starfi kórsins að
miklu leyti og segja þau Brynjólf-
ur og Jóhanna að félagslífíð sé
mjög gott. Félagsheimilið Húna-
ver er bókað hvert kvöld vikunnar
nema laugardagskvöld sem litið er
á sem fjölskyldukvöld. Þar er lögð
stund á ýmsar tómstundir svo sem
línudans og brids auk kóræfínga.
Búið er á öllum bæjum og enginn
flótti í fólki. Margt ungt barnafólk
býr á svæðinu svo samskiptin
verða mikil. Boðið er upp á gæslu-
völl fyrir börnin í sveitinni einn
dag í viku, auðvitað í Húnaveri.
Tilgangurinn ekki að leggja
heiminn að fótum sér
Fjöldi kórfélaga hefur lengi ver-
ið á bilinu þrjátíu til þrjátíu og
fímm. Eins og Guðmundur Hall-
dórsson frá Bergsstöðum sagði á
50 ára afmæli kórsins var tilgang-
urinn með starfi hans ekki að
leggja heiminn að fótum sér með
söng eða vinna sér önnur frægðar-
merki. En kórinn „... hefur lyft
huganum upp í æðra veldi, svo
hversdagslegt brauðstrit og pen-
ingavafstur gleymdist, hann vann
bug á innilokunarkennd, sem ein-
angi’un og fásinni veldur...“
Segja má að þetta hafí átt við
fram að þessu, því Karlakór Ból-
staðarhlíðarhrepps er einn fárra
kóra sem aldrei hafa farið í söng-
ferð út fyrir landsteinana. Það
stendur þó til bóta því stefnt er að
því að fara til Noregs í tilefni af 75
ára afmælinu á næsta ári. Kórinn
hefur mest starfað í heimabyggð
og hefur kjami úr honum um
langt skeið sungið við margar
jarðarfarir í héraðinu. Helstu
samkomur sem hann hefur komið
fram á eru Húnavaka sem haldin
er árlega um sumarmál. Þar syng-
ur kórinn auk Samkórsins Bjarkar
á Blönduósi og eins til tveggja
gestakóra. Einnig hefur kórinn
farið í eina söngferð á haustin og á
undanfömum áram tekið þátt í
átthagakvöldi á Hótel íslandi með
öðram kórum og söngfólki úr hér-
aðinu.
En þrátt fyrir að kórinn hafi
enn ekki orðið frægur utan land-
steina er líklegt að margir hér á
landi hafi heyrt til hans því bæði
hefur verið gefin út hljómplata og
hljómdiskur með söng kórsins.
Hljómplatan Tónar í tómstundum
kom út á 60 ára afmælinu og vora
öll lögin eftir félaga í kómum.
Hljómdiskurinn Norðlenskar næt-
ur kom út árið 1997 og sagði
Brynjólfur að hann hefði selst
mjög vel. Auk þess hefur saga
kórsins verið gefin út í Ijósriti.
Áttatíu baulandi nautgripir
Okkur er ekki til setunnar boð-
ið. Það er kominn mjaltatími og öll
fjölskyldan býr sig undir að fara í
fjósið. Brynjólfur og Friðrik, elsti
sonurinn, fara fyrstir út en Jó-
hanna gefur yngstu bömunum,
Brynjari og Onnu Kristínu, að
borða. Bylgja, sem er næstelst, er
að heiman. Hún er á sumarbúðum
á Hólum í Hjaltadal.
Brynjólfur byrjar á því að sópa
og gefa mjólkurkúnum fóðurbæti
og fer svo í geldneytahúsið þar
sem um 60 baulandi nautgripir
bíða óþreyjufullir eftir grasköggl-
unum. Síðan er haldið til mjalta og
Jóhanna og yngri bömin bætast í
hópinn. Þau Brynjólfur og Jó-
hanna era með um 20 mjólkandi
kýr í gömlu fjósi sem byggt var
1956. Þau era ákveðin í að ráðast í
nýja fjósbyggingu og auka kvót-
ann og einbeita sér meira að
mjólkinni en kjötframleiðslunni.
Brynjólfur segir að jörðin beri
ekki fleiri gripi en nú era og því
verði að skipta geldneytum út fyr-
ir mjólkurkýr. Honum finnast það
líka góð skipti. Auk nautgripanna
eru örfáar „gamnikindur" á bæn-
um eins og Jóhanna orðar það og
að jafnaði 10-12 hross. Þegar þau
eru spurð að því hvort þau ætli að
hafa sérstaka mjaltabása í nýja
fjósinu er Brynjólfur fljótur að
svara því til að stefnan sé frekar
tekin á allra mestu nýjungina.
Sem sagt að hafa vélmenni í fjós-
inu. Sú hugmynd kviknaði að lík-
lega þyrftu bændur ekkert að
sinna mjöltum, gjöfum og gegn-
ingum í framtíðinni. Þeir gætu
bara legið á sólarströnd og stjóm-
að útgerðinni úr farsíma.
Við kveðjum fjölskylduna í bili
en hittum hana aftur í fjósinu
morguninn eftir. Við ætlum að
verða samferða Brynjólfí að
með ferðaútvarp til að hlusta á
lýsingu á landsleik í fótbolta. Með-
al þess sem bar á góma í hléinu
var hvort hugsanlegt væri að nafn
kórsins gæti komið í veg fyrir
heimsfrægð hans. Það mun senni-
lega einhverjum útlendingnum
vefjast tunga um tönn þegar hann
þarf að kynna kórinn næsta sum-
ar.
Smám saman fjölgaði fólkinu á
Laugarbakka og rútur streymdu
að með söngmenn sem komu
lengra að. Það var létt yfir körlun-*
um og ekki hægt að sjá að þeir
væru spenntir eða hefðu einhverj-
ar áhyggjur þótt þeir væra að fara
að syngja opinberlega. Greinilega
vanir menn.
Med tár í augum og gæsahúð
Svo var kallað í allan hópinn.
Það var komið að því að æfa stóra
kórinn. Það tók ótrúlega skamm-
an tíma að stilla þeim upp og það
verður að segjast eins og er að ég
vissi eiginlega ekki hvaðan á mig
stóð veðrið þegar þeir hófu upp
raustina. Þeir byrjuðu á að
syngja Heklusöng eftir Askei
Snorrason við Ijóð Jónasar
Tryggvasonar og það var enginn*""
smá kraftur í körlunum. Svona
söngur kallar fram tár í augu og
gæsahúð hjá þeim sem hlusta og
eflaust líka þeim sem syngja. Og
áfram héldu þeir og sungu næst
hið frábæra karlakóralag ísland
eftir Sigfús Einarsson við ljóð
Hannesar Hafstein. Þá var sung-
inn Pílagrímakórinn úr Tann-
háuser eftir Wagner og Úr úrsæ
rísa eftir Pál Isólfsson við ljóð
Davíðs Stefánssonar og að lokum
þjóðsöngurinn.
Allir kóramir átta höfðu æft
lögin hver í sínu lagi og var með
ólíkindum hvað allt small saman.
Kóramir sem tóku þátt í þessu
15. móti Heklu, sambands norð- *
lenskra karlakóra, vora Karlakór-
inn Lóuþrælar, Karlakór Bólstað-
arhlíðarhrepps, Karlakórinn
Heimir, Karlakór Dalvíkur, Gaml-
ir Geysisfélagar, Karlakór Eyja-
fjarðar, Karlakór Akureyr-
ar/Geysir og Karlakórinn Hreim-
ur. Þegar tónleikarnir hófust söng
hver um sig þrjú lög áður en allir
sungu saman lögin sem áður vora
nefnd við góðar undirtektir áheyr-
enda.
Eftir vel heppnaða tónleika
kvöddum við Brynjólf og kórfélag-^t
ana í Karlakór Bólstaðarhlíðar-
hrepps. Þeir þurftu að drífa sig
upp í rútu og aka í Skagafjörðinn
þar sem seinni hluti Heklumótsins
átti að fara fram í félagsheimilinu
Miðgarði. Það var gott að vita til
þess að fleira fólki gæfist tækifæri
til að hlýða á þennan ógleyman-
lega söng.
BRYNJÓLFUR er ákveðinn í að byggja nýtt fjós og hafa þar vél-
menni sem mjólkar kýrnar.
FIMM pör af feðgum í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Feðurnir eru
í efri röð og synirnir í þeirri neðri. Frá vinstri: Benedikt Blöndal Lár-
usson og Lárus Benediktsson, Benedikt Steingrímsson og Bjarki
Benediktsson, Sigfús Guðmundsson og Guðmundur Sigfússon,
Halldór Maríasson og Guðmundur Halldórsson og Jóhann Guð-
mundsson og Guðmundur Jóhannsson.
Laugarbakka í Miðfirði þar sem
hann ætlar að hitta kórfélagana,
taka létta æfingu með kómum og
síðan aðra með öllum kóranum
saman áður en Heklumótið sjálft
hefst. Jóhanna og börnin klára að
mjólka svo Brynjólfur getur hald-
ið af stað.
Söngmenn streyma
að úr öllum áttum
Það vora ekki margir mættir á
Laugarbakka en smám saman
fjölgaði kórfélögunum og þeir
fengu sér léttan málsverð áður en
æfingin byrjaði. Þegar menn
höfðu raðað sér á pallana og þeir
Sveinn Árnason söngstjóri og
Thomas Higgerson undirleikari
vora tilbúnir hófst æfingin. Kórinn
söng þau þqú lög sem hann ætlaði
að syngja á mótinu. Það vora lögin
Vögguvísa eftir Pálmar Þ. Eyjólfs-
son við Ijóð Stefáns A, Jónssonar.
í því lagi syngja tvísöng þeir Hall-
dór B. Maríasson og Sigfús Guð-
mundsson. Þá sungu karlamir
Hillingar eftir Guðmann Hjálm-
arsson við Ijóð Páls V.G. Kolka og
síðast Músik, músik eftir Johann
Schrammel við ljóð Gísla Konráðs-
sonar. Æfíngin gekk eins og í sögu
svo tími gafst til að fara út og
viðra sig og spjalla og sumir vora