Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1999 1 ----------------------- MORGUNBLAÐIÐ MYNDIN sem fyrst vakti verulega athygli á hin- um samanrekna og búlduleita Hoskins var ein af bestu glæpamyndum sem Bretar hafa framleitt, „The Long Good Friday“ eða Föstudagurinn langi. Hún kom áhorfendum ger- samlega á óvart m.a. hér á landi sem grimmdarleg og óvægin bresk mafíumynd og það var ekki síst Bob Hoskins í hlutverki skap- hundsins óútreiknanlega Harold Sands, sem gerði hana bæði spenn- andi og skemmtilega. Myndin var gerð árið 1980 og verður því tutt- ugu ára gömul á næsta ári en síðan Hoskins lék í henni hefur leikferill hans verið hinn skrautlegasti beggja vegna Atlantshafsins. Tilviljun réð Á þessu tímabili hefur hann orð- ið einn af helstu kvikmyndaleikur- um Bretlands. Á tjaldinu er hann grófgerður og óheflaður sem átt hefur vel við mörg hlutverkin en þegar einhver benti honum á að hann gæti lært fínlegri framkomu og hegðun sagði hann: „Hvað! Læra að tala eins og ég tala ekki? Vera eins og ég er ekki? Hver í skrattanum er ég þá?“ Frægt er upphaf leiklistarferils Hoskins en hann mun hafa verið drukkinn þeg- ar hann fékk sitt fyrsta hlutverk á sviði. Hann ætlaði alls ekki að ger- ast leikari. „Vinur minn var spenntur fyrir áhugamannaleikhúsi og ég fór einn daginn með honum í leikprufu. Ég sat á bamum og beið eftir honum á meðan hann sýndi snilli sína og þegar hann var búinn - hann fékk hlutverkið - komu þeir til mín og sögðu: Jæja, þú ert næst- ur. Svo ég fór upp á sviðið og fór með rulluna og þeir létu mig hafa aðalhlutverkið.“ Hoskins var nýlega heiðraður í Bretlandi þegar Empire kvik- myndatímaritið veitti honum viðurkenningu fyrir fram- lag hans til kvikmynd- anna. Tímaritið tók við- tal við leikarann af því tilefni en þar kemur fram að Föstudagur- inn langi er að mati blaðsins besta breska myndin sem gerð hef- ur verið. Hvorki BOB Hoskins; Hollywood er „geðveikrahæli heimsins". Mjúki harðjaxlinn Hoskins Breski leikarínn Bob Hoskins hefur leikið í mörgum kyndugum myndum á tuttugu ára ferli, góðum og slæmum, eins og ger- ist. Arnaldur Indriðason skoðaði feril leikarans og hvað hann hefur að segja um leikstjórana sem hann hefur unnið með. HOSKINS í einni af sinni bestu myndum, Mónu Lísu meira né minna. Hoskins var m.a. spurður að því hvort hann hafí gert sér grein fyrir hversu áhrifamikil og þýðingarmikil myndin ætti eftir að verða fyrir breska kvikmynda- gerð og hann svaraði: „Maður vissi að hún var öðruvísi. En það er aldrei hægt að segja fyrir um nokkurn hlut í kvikmyndunum. Maður veit aldrei hverjar viðtök- urnar verða. Svo er maður kannski að fást við eitthvað annað og - búmm! - myndin fer á flug. Og maður hugsar með sjálfum sér að það hafí gerst án þess að maður hafi nokkuð með það að gera vegna þess að maður hefur ekkert lagt í þetta. Maður sér mynd og hún hverfur í fjöldann og tveimur árum seinna er hún orðin að bestu mynd sem gerð hefur verið og maður hugsar með sér, hvers vegna var hún ekki viðurkennd þegar hún var fyrst sýnd? Kvikmyndir eiga sinn stað og tíma. Föstudagurinn langi átti sinn tíma og hitti á rétta strengi, eins og Með fullri reisn. Sjáðu bara „Blade Runner“. Pegar hún var frumsýnd fór enginn að sjá hana. Ári síðar náði hún fótfestu sem ein af bestu vísíndaskáldskap- armyndum samtímans." Skúrkurinn Hoskins Hlutverk skúrksins hefur löng- um loðað við Bob Hoskins og oft hefur verið talað um hann sem hinn breska Joe Pesci. „Fólk heldur alltaf að ég leiki glæpamenn en það er ekki rétt. Hvað hef ég leikið í mörgum myndum? Ég hef ekki tölu á þeim og ég hef aðeins leikið gangster í þremur þeirra og einn af þeim var ekki einu sinni gangster heldur bara vitleysingur.“ Hoskins er fæddur árið 1942 og hóf að leika upp úr 1970. Hann fór með lítil hlutverk m.a. sem sölu- maður í sjónvarpsútgáfu af leik- verki Dennis Potters, „Pennies From Heaven" og eftir það var hann ofbeldisfulli glæpaforinginn sem sá skuggaveröldina hrynja í kringum sig í Föstudeginum langa. Glæpahlutverkin sópuðust að hon- um til að byrja með; Francis Ford Coppola flutti hann vestur um haf og setti í Baðmullarklúbb- inn eða „The SEM skúrkurinn f Föstudeg- inum langa # Iátök- jáw um við W Kalla W kanínu f f Hver ' skellti skuldiiui á Kalla kanfnu? HOSKINS Iék móti Cher í Hafmeyjunum UR nýjustu myndinni, „Twenty- FourSeven". Cotton Club“, bi-uðlmynd sem ekk- ert hefur spurst til síðan, og hann lék smákrimma og góðmenni í Mónu Lísu árið 1986; hreppti fyrir það verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes og var jafnframt útnefndur til Óskarsverðlauna. „Ég leit aldrei á þá mynd sem glæpamynd heldur sem ástarsögu. Hún var um tvær persónur sem þurftu ákaflega hvor á annan-i að halda en komust ekki í gegnum erfiðleikana sem mættu þeim.“ Eftir Mónu Lísu tóku að mestu við Hollywood-myndir; hann var í teiknibrelluundrinu Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu? eða „Who Framed Roger Rabbit?" þar sem leikstjórinn Robert Zemeckis nýtti hæfileika hans í hlutverki einka- spspæjara en myndin naut gríðar- legra vinsælda; einnig í „Sweet Li- berty“ á mót Alan Alda ásamt öðr- um; hann lék á mót Cher í Haf- meyjunum eða „Mermaids" og á móti Dustin Hoffman í Króki eða „Hook“. Hann var líka í verulega vondum myndum eins og sakamálamynd- inni „Shattered" og annarri sem hét „Heart Condition" en náði lík- lega botninum sem annar Mario- bræðra í töluvuleikjamyndinni „Super Mario Bros.“. „Hún er það hræðilegasta sem ég hef leikið í um dagana. Hryllingur," er haft eftir leikaranum. Hann hefur leikið bæði Churchill og Mussolini en líklega er besta myndin hans frá því hann var í Mónu Lísu lítil bresk róman- tísk kómedía sem heitir „The Lonley Passion of Judith Hearne" þar sem hann fór með hlutverk klunnalegs vonbiðils á móti Maggie Smith. Hin síðari ár hefur minna farið fyrir leikaranum en nýjasta myndin hans heitir „TwentyFo- urSeven" þar sem hann leikur lán- lausan hnefaleikaþjálfara. Af Spielberg og Coppola Hann lýsti einhverntíma Hollywood sem „geðveikrahæli heimsins" og er spurður út í þá ein- kunn í Empire-viðtalinu. „Ég held að allir í þessum iðnaði séu svolítið bilaðir. Það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi, þeir era ger- samlga ruglaðir. Þá meina ég ekki bara leikararnir heldur allir. Ef þú ferð til Hollywood þá er þessi geð- bilun Guð og þér er leyft að leika Napóleon. Það kemur ekki allt fram á tjaldinu, það er miklu meira sem gerist utan tjaldsins. Maður segir eitthvað eins og: Hver í skrattanum er þetta? og einhver segir: Ó, þetta er húshjálpin hans Bruce Willis.“ Hoskins hefur lagt fyrir sig leik- stjóm og eflaust notið reynslunnar af að hafa unnið með mönnum eins og Oliver Stone, Steven Spielberg, Francis Coppola og Robert Zem- eckis. Sá síðastnefndi gaf honum góð ráð þegar hann leikstýrði hon- um í Kalla kanínu og Hoskins var sjálfur að fara að leikstýra í fyrsta skipti mynd sem heitir „The Rag- gedy Rawney" í Tékkóslóvakíu, sem þá var. „Ég spurði Zemeckis að því hvernig maður færi eigin- lega að því að leikstýra og hann sagði: Sjáðu til, Bob, til era tvær gerðir leikstjóra. Til eru góðir leik- stjórar og til eru slæmir leikstjórar og báðir geta verið bölvaðir bjánar. Þú getur leikstýrt eða þú getur verið bölvaður bjáni. En margir bjánarnir hafa gert fínar bíómynd- ir...“ Hann er spurður að því hvernig hafi verið að starfa með Spielberg og Coppola og Hoskins svarar: „Steven er alveg sérstakur. Hann er síðastur til þess að láta aðra finna fyrir því hver hann er. Hann er einstak- lega viðkunnanlegur. Coppola er gersamlega ómeð- vitaður um hvað er að gerast í kringum hann. Hann er að pæla allan tímann. Kannski segir hann: Getum við látið blóðið skvettast upp á þessa kertastjaka hér? og það standa tvö þúsund manns í kringum hann og bíða eftir því að geta far- ið að vinna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.