Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 B 7
Ég var tíu ára þegar ég fór í
píanónám hjá Matthildi Matthías-
son, sem var píanókennari hér í
Reykjavík íyrr á árum og var mjög
góður píanókennari. Ég var hjá
Matthildi í tvo vetur. Ég hélt síðan
áfram píanónámi í Tónlistarskóla
Reykjavíkur, en tók nú aldrei burt-
fararpi'óf þaðan. Ég tók svo einka-
tíma í píanóleik mörgum árum síðar
hjá Gísla Magnússyni og Rögnvaldi
Sigurjónssyni. Ég fór í Verslunar-
skólann og hætti um tíma í Tónlist-
arskólanum, en fór aftur í hann síð-
ar. Ég er mjög feginn því að ég fór í
Verslunarskólann. Það er ágætur
skóli og ég tel mig hafa lært vel
bæði ensku og þýsku. Ég lauk það-
an verslunarskólaprófi vorið 1946.
Ég vann um tíma í Veggfóðraran-
um, hjá Karli Schram. Karl var þar
verslunarstjóri. Þar sem ég var að
spila í danshljómsveitum fram á
nætur gekk það ekki upp og ég
hætti að starfa við verslunarstörf."
Atvinnutónlistarmaður
Ekki átti það fyrir Ái-na ísleifs-
syni að liggja að verða kaupmaður
eða sjálfstæður atvinnurekandi með
hóp manna í vinnu. Hann vildi fást
við tónlist og gefa sköpunarþránni
lausan tauminn.
„Ég byrjaði fyrst að spila í dans-
hljómsveit þegar ég varð píanóleik-
ari í hljómsveit Bjöms R. Einars-
sonar í Listamannaskálanum árið
1945. í hljómsveitinni voru auk mín
Björn R. og Guðmundur bróðir
hans á trommur, Gunnar Egilsson á
klarinett, Axel Kristjánsson á gítar
og Haraldur Guðmundsson á
trompet.“
Hvemig músík spilaði hljómsveit
Bjöms R. Einarssonar?
„Við spilum mikið dixielandmús-
ík, djassmúsík, það voru dix-
ielandútsetningar og líka swingút-
setningar."
Var Listamannaskálinn mikið
sóttur af Reykvíkingum á þeim ár-
um?
„Já, Listamannaskálinn var einn
helsti dansstaðurinn og þar var yfir-
leitt fullt út úr dyrum. Listamanna-
skálinn var í miðborg Reykjavíkur
við hlið Alþingisshússins. Síðan fór
þessi hljómsveit upp í Breiðfirð-
ingabúð sem var neðarlega á Skóla-
vörðustígnum og þar var hún um
tíma. Ég hætti í hljómsveitinni og
Árni Elfar tók við af mér.“
Og ertu þá kominn með þína eigin
hljómsveit?
„Já, í Tjamarlundi, húsi sem
brann fljótlega eftir að það var opn-
að. Tjarnarlundur var lítið og
skemmtilegt veitingahús sem stóð
þar sem bílastæðið er núna á móti
Herkastalanum. Með mér í hljóm-
sveitinni vom Þorsteinn Eiríksson á
trommur, Björn Guðjónsson á
trompet og Helgi Ingimundarson á
altósaxófón. Helgi var ekki lengi í
spilamennsku, en var mjög efnileg-
ur. Við fluttum okkur yfir í veitinga-
húsið Bárana sem brann svo
nokkrum áram síðar. Bjössi Guð-
jóns sagði að þetta hefði verið svo
heit hljómsveit að það hefði beinlín-
is kviknað í út frá leik hennar.
Ég var með hljómsveit Svavars
Gests sem spilaði á prívatböllum og
á gömlu dönsunum í gamla Þórs-
kaffi við Hlemm. I hljómsveit
Svavars var ég í eitt ár. Þá var ég
með hljómsveit á gamla Röðli á
sjötta áratugnum og ég var með
eigin hljómsveit í Þjóðleikhússkjall-
aranum og spilaði þar einnig í nokk-
ur ár með Jan Moravek, austurrísk-
um tónlistarmanni sem bjó hér á ís-
landi um árabil og einnig spilaði ég
með honum í Tívolígarðinum. Þá
spilaði ég um tíma með hljómsveit
Jose Riba í Silfurtunglinu og í
Tjarnarkaffi. Ég hef spilað ýmiss
konar músík, t.d. spilaði ég gömlu
dansana í Breiðfirðingabúð með
Guðna Guðnasyni, Rúti Hannessyni
og Guðmundi Hansen.
Eftir að ég hætti í Þjóðleikhús-
kjallaranum tók við tíu ára tímabil á
veitingahúsinu Naustinu. Ég var
þar frá 1964 til ‘74. Ég var þarna
fyrstu árin með Moravek og Pétri
Urbancic og við spiluðum vínartón-
list og létta tónlist framan af kvöldi
og síðan dansmúsík til klukkan eitt.
Eftir að Moravek lést var ég í for-
svari fyrir hljómsveitina. Diskótek-
in vora að taka yfir þarna í lok tíma-
bilsins á Naustinu og þá spiluðum
við aðeins þrjú kvöld í viku.“
komið fram nokkrir heimsþekktir
djassleikarar. Djasshátíðin hefur
því víða vakið athygli erlendis."
í háborg djassins,
New Orleans
Og þú ert tiltölulega nýkominn úr
ferð til háborgar djassins, New Or-
leans?
„Okkur hjónunum var boðið til
New Orleans fyrir tveim árum af
Samvinnuferðum-Landsýn, Stöð 2
og Atlanta-flugfélaginu, það var
mjög skemmtilegt og þá fóram við
t.d. um borð í ferjur og þar var spil-
aður djass. Ég var gestaspilari í
klúbbi í New Orleans með fimm
manna dixielandhljómsveit. í hljóm-
sveitnni var mjög góður trompet-
leikari og söngvari. Þegar við kom-
um niður í franska hverfið sem svo
er kallað þá var byrjað að spila þar
úti á götunum fyrir hádegi. Við vor-
um þarna á miðvikudegi fyrir há-
degi og þá voru komnar hljómsveit-
ir á tveim, þremum stöðum sem
spiluðu dixieland og djass.“
Þarna hefur auðvitað allt verið ið-
andi af músík og sveiflan á fullu?
„Já, já. Ég vildi gjarnan fara
þangað aftur þvi nú kann maður
betur á þetta og ekki er ósennilegt
að ég láti verða af því. Það var verið
að skipuleggja þetta svolítið, en það
þarf raunar ekkert að skipuleggja
þetta. Maður mætir bara niður í
Borbuon Street og þar er staður við
stað og þar er hægt að velja hvaða
tegund af músík sem maður vill.
Þar er hægt að hlusta á alls konar
músík, þungarokk, blús, soulmúsík,
dixieland, djass og swingmúsík. Við
fórum á stað þar sem þessi catjóns-
músík er. Hún er mjög skemmtileg.
Þar era þeir með fiðlur og harmon-
ikkur og músíkin er mjög fjörag og
þar þurftum við að smakka á heita
matnum. Hann er svo sterkur að
maður var allur logandi. Við fengum
þama rétt sem heitir jambalæja og
er mikið kryddaður.
Ég var með flygilhorn með mér
og spilaði dálítið á það og þegar far-
ið var á pöbbarölt gekk ég á undan
með flygilhornið og blés á það og
þegar við komum niður í Borbuon
Street var ég allt í einu komin inn í
þrjátíu manna hljómsveit þar sem
hljómsveitarmeðlimir komu frá
ýmsum stöðum og hljómsveitin
gekk í takt um stræti og torg og það
hefur öragglega verið tilkomumikil
sjón.“
Árni Isleifsson hefur spilað með
helstu hljómlistarmönnum landsins
í meira en hálfa öld. Hann spilar nú
dinnermúsík við ýmis tækifæri og
er að æfa dixielandhljómsveit, níu
manna band sem ætlunin er að
kynna og koma á framfæri.
Árni á fjögur böm. Dóttir hans
Una er einkaritari á Stöð 2. Soffía
er fulltrúi í menntamálaráðuneytinu
og húsmóðir. Með Kristínu Áxels-
dóttur á hann tvö börn, ísleif og Ás-
laugu Hildi.
NORRÆNA djasssveitin á Djasshátíð Egilsstaða, þeirri sjöttu. F.v. Pétur Östlund, L. Ginnmann, Sigurður
Flosason, Eyþór Gunnarsson og Ulf Adaker.
Ég stofnaði dixielandhljómsveit
sem ég var með á Hótel Borg í eitt
og hálft ár. Þá gekk kvikmyndin
Sting í kvikmyndahúsum víða um
heim og það kom upp dixieland-
sveifla og mikill áhugi á þeirri mús-
ík. Sumarið 1976 var ég með hljóm-
sveit á Hótel Sögu. Ragnar Bjarna-
son var þá í Sumargleðinni og í fríi
frá Hótel Sögu þar sem hann hafði
verið með hljómsveit í nokkur ár.
Með mér í þeirri hljómsveit voru
nokkrir frábærir hljóðfæraleikarar;
Gunnar Ormslev, Guðmundur
Steingrímsson og Edwin Kaaber."
Er djassinn þín eftirlætismúsík?
„Já. Ég byrjaði ungur að hlusta á
djass. Við áttum ágætt plötusafn við
Gísli, bróðir minn. Framúrstefnu-
djass höfðar ekki til mín. Ég kann
best við amerísku sveifluna. Mínir
uppáhaldsmenn era t.d. Oscar Pet-
erson, Eroll Garner og Teddy Wil-
son. Fats Waller var í miklu uppá-
haldi og er enn. Þá hef ég haft mikla
ánægju af að hlusta á Benny Good-
mann-kvartettinn og sextettinn. Ég
hef líka gaman af latin-djass, suð-
rænni sveiflu. Þessir píanistar úr
Karíbahafinu era mjög skemmtileg-
ir, ef þeir gleyma ekki að hafa
sveifluna með.“
Til Egilsstaða
Hver vora tildrög þess að þið
hjónin fluttuð til Egilsstaða haustið
1976?
„Ég réð mig í kennslu við Tónlist-
arskólann á Egilsstöðum. Það var
orðið lítið að gera í spilamennsk-
unni. Ég sá það þegar í Naustinu
hvert stefndi. Ég fór í skóla í þrjá
vetur og lauk tónmenntakennara-
prófi og var þá einnig að spila. Ég
var búinn að taka kennarapróf árið
1971, hafði það í bakhöndinni, en
lauk síðan tónmenntakennaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Ég hafði kynnst Magnúsi Magnús-
syni, skólastjóra Tónlistarskólans á
Egilsstöðum, á námskeiðum sem
við voram á í sambandi við þetta
nám. Hann var eini kennarinn og
var að bæta við kennara og við
ákváðum að fara austur og vorum
þar í tuttugu og tvö ár. Ég kenndi
þar í fullu starfi á píanó, gítar,
blokkflautu og tónfræði og um tíma
kenndi ég tónmenntakennslu við
grunnskólann."
Vora það ekki töluverð viðbrigði
að flytja frá Reykjavík austur á
land?
„Jú, að einhverju leyti vora það
töluverð viðbrigði. Það sem skipti
máli var að við fengum öragga
vinnu, konan mín fékk vinnu á
Skattstofunni á Egilsstöðum og fór
svo síðar í vinnu hjá RARIK fyrir
austan.“
Hver var aðdragandinn að fyrstu
djasshátíðinni á Egilsstöðum?
„Steini Steingríms píanóleikari
var staddur á Egilsstöðum fyrir
rúmum áratug og við gengum um
þorpið í mjög góðu veðri. Þá segir
Steini allt í einu: - Árni! Hér þyrfti
að leika djass! Hér er svo fallegt og
gróðursælt! Þá fékk ég hugmynd-
ina. Árið 1988 var fyrsta djasshátíð-
in haldin."
Hefur djasshátíðin fengið góðan
stuðning innlendra og erlendra að-
ila?
„Já, t.d. frá mörgum fyrirtækjum
á Egilsstöðum. Kaupfélagið hefur
styrkt djasshátlðirnar frá upphafi
og fyrirtæki á Austfjörðum. Á
seinni áram hefur Ölgerð Egils
Skallagrímssonar styrkt hátíðimar.
Frá 1988 hafa þær verið árlega og
frá fimmtu hátíðinni 1993 fékk ég
styrk frá Norræna menningar-
sjóðnum til að fá erlenda djassleik-
ara og það ár kom hingað tríó Pet-
ers Gullíns. Frá upphafi hafa djass-
hátíðirnar verið mjög vel sóttar og
þær hafa verið haldnar í Hótel Vala-
skjálf og færri hafa komist að en
hafa viljað til að spila á djasshátíð
Egilsstaða. Danska sendiráðið hef-
ur stutt mig mjög vel. Það hafa
komið ýmsir góðir djassleikarar frá
Danmörku. Finn Ziegler kom fyrir
fjórum, fimm áram og Sven Áss-
mundsen á tíundu hátíðina fyrir
tveim áram og Finn Ziegler verður
á hátíðinni núna og með honum pín-
anistinn Oliviér Antunes. Finn
Ziegler er orðinn heimsþekktur og
er frábær djassleikari. Hann er
einn af þessum stóra djassfiðluleik-
urum og í hópi þeirra allra
fremstu."
Ohviér Antunes. Er hann einn af
þessum bráðefnilegu ungu djass-
píanistum?
„Já. Hann er danskur, faðir hans
er portúgalskur. Hann hefur fengið
verðlaun, Ben Webster-prísinn í
Danmörku. Hann fékk verðlaunin
ásamt Niels Henning Örsted Peter-
sen og Axel Riel trommuleikara.
Hann þykir efni í stórstjörnu á pí-
anóið. Með þeim Finn Ziegler og
Oliviér Antunes spila þeir Ámi
Scheving á víbrafón og sonur hans,
Einar Scheving, á trommur og
Gunnar Hrafnsson á bassa. Djass-
hátíðin verður sett í Valaskjálf
fimmtudaginn 24. júní af Friðriki
Theódórssyni sem verður kynnir á
hátíðinni og djasshátíðin stendur í
þrjá daga. Þetta er tólfta djasshá-
tíðin. Þar koma fram dixieland-
hljómsveit Bjarna Freys frá Norð-
firði og ungliðaband Djasssmiðju
Austurlands sem ég mun stjórna.
Það era ungir krakkar úr Tónlistar-
skóla Egilsstaða og Reyðarfjarðar.
Einnig koma fram Vinir Dóra og
Blúsbrot Garðars. Garðar Harðar-
son er frá Stöðvarfirði. Hann hefur
sett saman hljómsveit af svæðinu
sem hitar upp. Það er ætlunin að
fara út á Lagarfljótsorminn, nýju
ferjuna, og spila þar um borð.“
Nú ertu fluttur til Reykjavíkur.
Er ekki ætlunin að vera með djass-
hátíðir á Egilsstöðum á næstu ár-
um?
„Jú, ég kem til með sjá um þær til
að byrja með, en það kemur að því
að aðrir taka við og sjá um að halda
djasshátíðir á Egilsstöðum. Djass-
hátíðin er það þekkt að ég fæ nán-
ast vikulega bréf víða að utan úr
heimi þar sem umboðsmenn era að
kynna hina ýmsu djassleikara. Há-
tíðin hefur verið kynnt í þýskri bók,
Fest-pass, og þar era skráðar
hundrað og fimmtiu virtustu hátíðir
í Evrópu á hverju ári. Það era alls
konar hátíðir, ekki bara djass og
músík, einnig siglingahátíðir og
golfmót og hvað sem nöfnum tjáir
að nefna. Þetta er í annað skiptið
núna sem við eram með í bókinni. Á
djasshátíðinni á Egilsstöðum hafa
5 •±ðjj;P£ö3
1 6 mr-ú 3 aleqqcfcquhdum
nq rit+ ,if ('flir,f,n,,inHi:;
I r,tiII sk.immfur,- .1 f br,,iu - ctnníjurn
9/1'1 hvitl.iuk^br.iU' JÉÍKk
f ,i 9/!iÍ m,if,q,nrit,ii J^W
Oömoax&árS
mah
iflhtl* á'Jkíd /ÁðJiuJaiipi 4U| Jajjjjpjj*rí30U3j
UULUJJU uuuuu
(^e°teG0 0
Fréttir á Netinu
vfj) mbl.is
-j*LLTAf= GITTHVfAG NÝTT