Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ / / Arni Isleifsson er þekktur tónlistarmaður sem hefur spilað með öllum helstu hljómlistarmönnum landsins frá því um miðja öldina og reyndar lengur. A áttunda áratugnum flutti hann til Egilsstaða og hefur um árabil staðið fyrir árlegum djasshátíðum á Egilsstöðum. Djasshátíð Egilsstaða verður haldin í Hótel Valaskjálf dagana 24.-26. júní næstkomandi með þátttöku margra þekktra djassleikara innlendra og erlendra. --------------------------2-------------------7----------------------------------------------------------- Af því tilefni ræddi Olafur Ormsson við Arna, um feril hans og það sem hann er að fást við í dag. jA RNI ísleifsson tónlist- armaður er fluttur til / W Reykjavíkur eftir að /■—hafa búið á Egilsstöð- / ^ um í um það bil tvo wJLm JLa áratugi. Hann býr á jarðhæð í fjölbýlishúsi við Hraun- bæ. Ilmur af nýútsprungnum trjá- gróðri barst inn um glugga í stofu á heimili Árna og konu hans Kristínar Axelsdóttur þegar ég heimsótti Ama í byrjun júnímánaðar. Veggir í íbúð þeirra hjóna eru þakktir málverkum og teikningum og þa.r gefur að líta stórt málverk eftir Áma Elfar frá árinu 1984, Jazz og blús, og þar er einnig vandað pí- anó. Ámi ísleifsson er meðalmaður á hæð, svolítið feitlaginn, með gráan hökutopp. Hann er rétt nýlega kominn á eftirlaunaaldurinn og hef- ur nóg að starfa. Til að halda sér í góðu formi fer Ámi ísleifsson oft á reiðhjóli um Árbæjarhverfið. Það er bæði holl og góð hreyfing. Uppruni og æskuár „Ég er fæddur í Reykjavík árið 1927. Foreldrar mínir era ísleifur Árnason, prófessor í lögfræði, og Soffía Gísladóttir Johnsen, dóttir Gísla J. Johnsen, stórkaupmannns í Vestmannaeyjum. Ég er bæði ætt- aður úr Eyjum og Geitaskarði í Langadal í Húnavatnssýslu. Ég ólst upp í Reykjavík og dvaldi oft á mínum bernskuáram á Mó- bergi í Langadal, bæði að vetri til og á sumrin. Ég man fyrst eftir mér í vesturbænum á Túngötu 18. Það hús byggði afi minn, Gísli J. John- sen. Við fluttum síðan í hús við Bergstaðastæti og síðar, eða þegar ég var kominn á fermingaraldur, í Norðurmýrina, á Skeggjagötu 2. Pabbi átti þar hús með Sigurði Sig- urðssyni berklayfirlækni.“ Ertu alinn upp í stórum systkina- hópi? „Við erum fjögur systkinin. Syst- ir mín, Hildur Sólveig, dó íyrir ald- ur fram, rámlega þrítug. Þá á ég systur, Ásdísi, húsmóður og Gísla Guðmund hæstaréttarlögmann." Hvernig var að alast upp í Reykjavík á þriðja og fjórða áratug aldarinnar? „Það var mjög ánægjulegt og margs er að minnast frá þeim árum. Ég man t.d. vel eftir því þegar breski herinn kom til Reykjavíkur 10. maí árið 1940. Það var í byrjun síðari heimsstyrjaldarinnar og þá var ég tólf ára. Margt breyttist með komu breska hersins og þá fór að verða nóg atvinna og kaupið hækk- aði mánaðarlega í Bretavinnunni. Menn fengu vinnu úti á flugvelli, við Reykjavíkurhöfn og víðar í borg- inni. Byggðin var að teygja sig í all- ar áttir, braggahverfin að rísa á Melunum, á Skólavörðuholti og inni í Laugarnesi. I næsta nágrenni við okkur á Skeggjagötunni þar sem Skátabúð- in er núna við Snorrabrautina var breska herliðið með slökkvilisstöð og ég man að við keyptum stundum hnetusúkkulaði, Baby Rutz, af bresku hermönnunum og eitthvert fleira sælgæti. Ég lauk barnaskólaprófí frá Austurbæjarbamaskóla og var fermdur í Dómkirkjunni hjá séra Bjarna. Við voram fermd sama árið, ég og systir mín. Ég varð að bíða eitt ár eftir systur minni, Ásdísi. Það var dýrt að halda stórar veislur í þá daga og það var ákveðið að við fermdumst sama árið í Dómkirkj- unni. Fermingarveislan var haldin í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti." I tónlistarnám og verslunarskólanám Hvenær kviknaði áhugi þinn fyrir tónlist? „Strax í bamæsku þegar ég var að spila á orgelið á Móbergi í Langadal. Tvær systur áttu þetta orgel og önnur þeirra giftist föður- bróður mínum, Páli Arnasyni, og bjó á Glaumbæ. Það varð að sam- komulagi að hún hefði orgelið yfir vetrarmánuðina, en þegar ég kom í sveitina á vorin var það fyrsta verk- ið að leggja á hestinn Stjarna og ná í kerru og sækja orgelið út á Glaumbæ, þannig að ég gæti spilað á það í sveitinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.