Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ SVANLAUG Dögg Snorradóttir Nýjar rætur o g gamlar Margir íslendingar fara utan til náms, oft með hálfstálpuð börn sín. Eftir námslok foreldranna er allur gangur á því hvort uppvaxin börnin vilji fylgja þeim til Islands á ný. „Eg á rætur á Islandi en ég hef skot- ið nýjum rótum í Hollandi,“ sagði Svanlaug Dögg Snorradóttir í samtali við Guðrimu Guðlaugsdóttur sem hitti hana að máli á heimili hennar í Rotterdam. Þar stundar Svanlaug nám í framhaldsskóla, vinnur í verslun og sækir skemmtanir með hol- lenskum skólafélögum sínum. mér á því að horfa vel á allt sem fram fór en eigi að síður fór flest fyrir ofan garð og neðan hjá mér fyrsta tímabilið mitt í skólanum. Það sem bjargaði mér var að ég fékk stuttar útskýringar á því sem fram fór í tímum á eftir á ensku, ég gat bjargað mér í ensku sem betur fór. Ég fór líka í aukatíma sem þeim stendur til boða sem eru á eftir. í tvo tíma eftir skólann, frá þrjú til fímm, gerir fólk þá heima- vinnuna sína í skólanum. Þá er því hjálpað með heimavinnuna og farið er yfir próf og þess háttar. Eg tók þátt í þessu. Hollenskir skólar strangir Ég get ekki með neinni sanngirni borið saman skólakerfið hér og heima á íslandi. Ég veit bara að það er miklu strangara hér. Þegar bjallan hringir þótt fólk sé í miðri setningu, þá skellir það saman skoltum og tekur saman dótið sitt og fer,“ segir Svanlaug. Skólakerfið í Hollandi byggist á þýsku kerfi. Böm byrja í leikskóla fjögurra ára en námið hefst þegar þau eru sex ára. Bamaskóla ljúka þau í lok ell- efu ára bekks. Þá hafa bömin tekið einskonar landspróf sem tekið er í tveimur áföngum. Ef þau standa sig vel á þessu prófi fara þau í und- irbúningsdeild þar sem sannreynt er hvort þau hafi verið rétt flokkuð á undangengnum prófum. Þá eru þau endanlega metin inn í fram- haldsnám. Hafa þau getu til að fara í háskólanám, eða eiga þau betur heima á millistigi eða hentar þeim best að fara í verknám. Svanlaug var metin með námsgetu til há- skólanáms en hún hafði hins vegar ekki réttan undirbúning af því hún kom úr allt öðra skólaumhverfi. Með harðfylgi hefur henni þó tekist að fylgja jafnöldrum sínum að mestu. Hollendingar eru að sögn Svan- laugar mjög reglufast fólk. ,jU- gengasta setningin sem maður heyrir hér er: „Þetta er ekki sam- kvæmt reglunum.“ Hér er allt gert tímanlega og ekkert látið bíða. Hér tíðkast ekki að segja: „Ég ætla að líta inn hjá þér í kvöld“, öll sam- skipti era skipulögð. Skólakerfið er líka mjög reglufast og ýtir undir að börn og unglingar taki fljótt ákvörðun um hvað þau ætli að leggja fyrir sig í lífinu," segir Svan- laug. Hún hefur lagt talsvert upp úr tungumálanámi í sinni skóla- göngu. „Auk ensku og hollensku, sem eru skyldufög lærði ég líka þýsku og frönsku og einnig latínu og grísku um tíma. Þetta var dálít- ið erfitt. Núna finnst mér gaman að hafa lært þetta, ég finn að það skiptir máli, t.d. í eðlisfræðinám- inu, þar koma fyrir mörg orð af lat- neskum uppruna. Ég hef því fengið góðan grunn í tungumálum. Mér gekk sæmilega að ná sambandi við skólafélagana. Ég var í góðum tengslum við íslenska stelpu sem bjó nálægt mér og hún þekkti hol- lenska krakka sem ég kynntist í gegnum hana. Til að byrja með hafði ég meira samband við ís- lenskar stelpur en núna hef ég ekki minna samband við hollenska krakka. Það er hins vegar dálítið erfitt að blanda þessu saman, það gera tungumálin. Oft tölum við saman á þremur tungumálum, hol- lensku, ensku og íslensku - dálítið flókið.“ Hollenskir krakkar „<yúpir“ í samræðum „Það er munur á hollenskum krökkum og íslenskum. Þeir ís- lensku era ekki eins „djúpir“ í sam- ræðum, þeir ræða meira um það sem er að gerast á yfirborðinu. Hollensku krakkarnir hafa tilhneig- ingu til þess að „fílósófera", ræða um lífið og heiminn. Það sem er mest í tísku að tala um núna er hvort heimurinn sé endalaus, hvort það sé líf annars staðar en hér á jörðinni og fleira í þeim dúr. Auðvit- að tölum við líka um ástamál og þess háttar. Það er frekar heim- spekilegur andi í mörgum Hollend- ingum. Við höfum verið með fag sem nefnt er umhugsun, þar er fjallað um hin aðskiljanlegustu efni, samband við foreldra, hvernig á að Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir ala upp böm, hvernig fólk um- gengst hvert annað og fleira í þeim dúr. Einnig er rætt um kynlíf, veik- indi og heilsufar og margt fleira. Þetta er gagnlegt og gott að vita. Þetta er mjög nauðsynlegt hérna, það era allir svo óskaplega „ofan í“ hver öðram. Landið er lítið en fólkið er margt. Hér dugir ekki að líta svo á að maður sé einn í heiminum, samskipti þurfa að ganga vel. Hér brosa allir í öryggisskyni - ég líka. Ég vil ekki lenda í rifrildi og reyni því að taka öllu sem best. Návígið milli fólks er svo mikið hér. Það ríkir töluvert frjálslyndi í meðferð áfengis hér og einnig taka menn því með nokkurri ró þótt fólki verði á að reykja hass. Það er ólög- legt en ef neysla keyrir ekki úr hófi fram og fólk fer ekki að selja efnið, þá gerir lögreglan ekki mikið í mál- inu. Það er meira að segja hægt að fá hass sent heim til sín og talsvert er hér um svokallaðar Coffeeshops, þar sem hass er neytt. Sjálf er ég á móti hassneyslu, fæ mér heldur bjór. I skólum er mjög ítarleg fræðsla um áhrif og skaðsemi fíkni- efna af öllum toga. Frjálslyndis- stefna Hollendinga í fíkniefnamál- um hefur ekki orðið til þess að minni vandamál séu af þeirra sök- um. Hér mega unglingar byrja að drekka alkóhól sextán ára. Áður hafa margir fengið bjór heima hjá sér. Þetta gerir það að verkum að drukkið er miklu rólegar en á ís- landi. Hér er ekki byrjað á að safna sama drykkjarföngum og svo allt drakkið í botn. Fólk sest hér gjam- an saman yfir einni léttvínsflösku og tekur það rólega. Ég hef reyndar ekki algeran samanburð, hvorki hef ég skemmt mér mikið heima á Is- landi né heldur hef ég sótt miðbæ- inn hér í Rotterdam. Margir félagar mínir gera það en ég hef ekki viljað það, ég er hálfhrædd um sjálfa mig í slíkum kringumstæðum. Það er erfitt að komast heim, það þarf að taka næturstrætó eða þá að taka síðustu eða fyrstu metrolestina. Mér vex þetta í augum og fmnst þetta jafnvel geta verið hættulegt." Þykir sjálfsagt að vinna með skólanámi „Margir unglingar í Hollandi vinna með skólanámi, það þykir eðlilegt. Sjálf vinn ég í verslun hér rétt hjá á laugardögum. Ég vinn á kassa og kynnist lauslega talsverðu af fólki í gegnum starfið. Ég vinn með tveimur bekkjarsystkinum mínum og það gerir starfið mun skemmtilegra. Hollendingar eru ræðnir sín á milli, en ég tala ekki mjög mikið, ég sinni mínu starfi og svara ef fólk talar við mig. Ég átti átján ára afmæli um daginn, þá ÞAÐ hefur lengi viðgeng- ist að fslendingar sæki sérmenntun sína út fyrir landsteinanna. Fyrr á tímum lá leiðin venjulega til Kaupmannahafnar, þar fengu langflestir íslendingar háskóla- menntun vel fram yfir síðustu alda- mót. Eftir að Háskóli íslands kom til sögunnar útskrifaði hann lög- fræðinga, lækna og guðfræðinga, en þeir síðamefndu höfðu reyndar fyr- ii’ tilkomu HÍ fengið menntun í Prestaskóla íslands. Eigi að síður vora fjölmargar starfsgreinar sem ekki var hægt að mennta sig til hér á landi. Þetta hefur smám saman verið að breytast en eftir stendur að íslendingar þurfa enn að sækja sér- menntun í ýmsum greinum til út- landa og er það vel, að margra manna mati. Þannig fáum við ís- lendingar víðari sjóndeildarhring og fáum til starfa fólk sem hefur fengið að kynnast því sem efst er á baugi í ýmsum fræðum víða um heim. Eitt af því sem hefur breyst í ár- anna rás er það er að nú fer fólk gjaman utan til sémáms með fjöl- skyldu með sér. Stúdentar fyrri ára vora í hæsta lagi heitbundnir og festarmeyjarnar létu sig hafa að bíða svo áram skipti meðan unnust- inn var að ljúka námi svo hægt væri að stofna heimili. Nú bíður fólki ekki - það stofnar heimili, eignast böm og stundar nám - allt um sama leyti. Af þessu leiðir að þegar fólk fer utan til sérnáms, eftir að hafa kannski um árabil stundað nám hér við Háskóla íslands, þá fer það jafn- vel með hálfvaxin böm sín með sér. Þau stunda svo sína skólagöngu er- lendis, meðan foreldramir Ijúka sínu framhaldsnámi. Ekki síst á þetta við um lækna sem era oftast mörg ár að ljúka sérfræðimenntun sinni í útlöndum. Eins og gefur að skilja hefur þetta fyrirkomulag mik- il áhrif á uppvöxt viðkomandi barna, framtíðarhorfur þeirra og áætlanir. Einstaklingur sem eyðir unglings- áram og stundar framhaldsskóla- nám í einhverju landi, binst því sterkum böndum, sem stundum rejmast haldbetri en þær taugar sem tengja viðkomandi við hans upprunaland, sem í okkar tilviki er auðvitað fsland. Gjaldið fyrir að sækja sérmenntun út fyrir land- steinanna er því stundum það að börn sérnámsþegans verða eftir í námslandinu þegar foreldramir fara heim til starfa. Flutti til Hollands 12 ára Svanlaug Dögg Snorradóttir heit- ir ung og glæsileg stúlka sem um þessar mundir er langt komin með að Ijúka menntaskólanámi í Rotter- dam í Hollandi, þar sem foreldrar hennar hafa búið vegna sémáms undanfarin nær sex ár. „Ég var tólf ára þegar fjölskyldan flutti hingað," sagði hún þegar blaðamaður ræddi við hana á heimili hennar í vingjam- legu raðhúsi þar sem hún býr ásamt foreldrum sínum og yngri bróður. „Viðbrögð mín við ráðgerðum flutn- ingum til Hollands vora nokkuð dauf. Mig langaði ekki að fara frá íslandi. Þegar ég horfði yfir Hol- land úr flugvélinni varð ég enn leið- ari, mér fannst þetta ömurlega flatt og tilbreytingarlaust land að sjá - ekkert nema tré. Þetta reyndist þó ekki eins slæmt og ég hafði óttast. Við fengum að vera hjá öðrum ís- lendingum meðan við voram að leita okkur að húsnæði. Mér fannst öðr- um þræði að við væram í fríi og skemmti mér vel. Svo fundum við húsnæði, fórum að mála og ég kom mér vel fyrir í herberginu mínu. Það var ekki fyrr en ég byrjaði í skólanum sem ég áttaði mig á að ég væri flutt frá íslandi og sest að í framandi landi. Þá tók við mikið „nostalgíu“ tímabil. Ég sat og skoðaði myndir frá íslandi, skrifaði bréf eftir bréf heim, og rifjaði stöðugt upp minn- ingar frá Islandi, hugsaði mikið og talaði um vini þar og ættingja. Til- vera mín í hollenska skólanum var fremur erfið. Ég var ekki einu sinni með skólatösku fyrsta daginn, bara pappírspoka. Ég talaði ekki orð í hollensku og skildi ekki einu sinni hvaða bók ætti að vera fyrir hvaða fag. Þetta var ekki sérstak- legt skemmtilegt. Ég sat og hlust- aði en skildi ekki neitt í þessu hrognamáli. Ég reyndi að bjarga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.