Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 B 13 i Km m Wrjlf \ Mk ■/ ímÆ ' / (1'SM M i-i í if w 'újbú íí l- i í imSá, i jS í k) |b- | }; T’ /i/ Wm Morgunblaðið/Katrín BORMENN Iceland Drilling við eina holuna. Frá vinstri eru þeir Baldur, Ed, Heimir, Kevin, Þórir, Steve og Jón. * Islenskir bormenn bora eftir írsku vatni * * A Irlandi hafa Islend- 1 ingar unnið að því und- anfarið að leita að vatni. Katrín Oddsdóttir fréttaritari í Dublin kynnti sér framkvæmd- irnar sem beir vinna að. 1 ------------------------------------ I THURLES er dæmigerður írskur ! smábær. Aðalgatan, sem jafnframt er hluti af þjóðveginum, skartar nokkrum rykugum hverfisbörum. Inni á börunum sitja rykugir gamlir karlar með Guinnes-froðu í skegg- inu og tala saman í hálfum hljóðum. Ibúar Thurles eru um sjö þúsund, þar af níu íslenskir karlmenn. Meðal-írinn myndi eflaust halda (að þessir menn hefðu villst af leið í einni jólaverslunarferðinni, en ís- lendingar hafa getið sér mikillar frægðar á írlandi íyrir þær reisur. Raunin er þó sú að þeir eru að vinna fyrir Jarðboranir hf. við borun eftir vatni. Verkefnið sem Iceland Drilling (dótturfyrirtæki Jarðborana) vinn- ur að er að bora eftir vatni til að lækka grunnvatnsstöðu í gríðarlega stórri sink- og blýnámu. Hvergi í Íheiminum er meira magn af sinki á ferkílómetra en á írlandi og írskur jarðvegur er í öðru sæti hvað varðar magn af blýi. Náman sem nú er ver- ið að byggja er sú næststærsta sinnar tegundar í Evrópu og þar sem nýlega fannst enn meira af þessum frumefnum í námunda við hana verður hún eflaust sú stærsta innan tíðar. Ég tók Baldur Gylfason verkefn- isstjóra tali og hann sýndi mér svæðið og sveinana. „Eins og stend- ur erum við með 15 manns í vinnu, átta íslendinga og sjö Breta. Það er borað allan sólarhringinn og því um vaktavinnu að ræða.“ Aðspurður hvernig honum líkaði á Irlandi sagði Baldur að það væri mjög þægileg að vera þar en erfítt að fá írana til þess að standa við gefín orð. „Ef þetta væri ekki ákaf- lega gaman væri ég löngu farinn heim.“ Tekjur af verkefninu á írlandi Jnema nú um 10% af umsvifum Jarð- borana hf. og hafa þrír borar verið fluttir að heiman til þess að fylgja því eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækið starfar á erlendri grundu, því áður vann það verkefni á Azoreyjum, í Færeyjum og Englandi. Þegar írland hefur nú bæst í hópinn má sjá athyglisvert eyjaskeggjamunstur myndast í þessum hópi viðskiptavina. Baldur vann í sex ár á Azoreyj- um og líkaði vistin mjög vel. „Þetta er afar frumstætt þjóðfélag... eins og að koma í aðra veröld. En nú stefna þeir hraðbyri inn í tuttug- ustu öldina og eru eins og Islend- BALDUR Gylfason verkefnisstjóri við einn borhausinn. UNNIÐ við borholuna, borsápan breiðir úr sér í kring. ingar að því leyti að þeir taka upp allar nýjungar." Framtíðardraumar Baldurs er að flytja til Portúgals, en um sinn get- ur hann hugsað sér að vera áfram á írlandi. „Ég kann eiginlega ekki við mig á íslandi, og hef verið meira og minna að heiman frá því að ég var táningur." Námasvæðið er mjög stórt og bormönnum Islands hefur gengið vel að finna vatn sem síðan er veitt í burtu. Baldur sagði að upphaflega hafi þeir verið fengnir til að bora í þrjá mánuði en verkið hafi gengið vel og nú, átta mánuðum síðar, er ekkert fararsnið á þeim. „Þetta er óheyrilegt magn af vatni... stór- fljót. Ég held að enginn geri sér grein fyrir út í hvað er verið að fara.“ Það er létt yfir íslendingunum á svæðinu og á meðan Baldur útskýr- ir borunarferlið fyrir mér kemur einn þeirra flytjandi kamar á lyft- ara glettinn á svip. Baldur kinkar kolli til hans og segir: „Þama kem- ur Heimir með skrifstofuna." Ýmislegt vekur áhuga við holum- ar tvær sem áhöfnin er að vinna við þessa stundina. Allt virðist stefna í hópfroðubað að degi loknum, því hnéhá froða breiðir úr sér í margra metra radíus við holuna. Baldur segir þetta vera sérstaka borsápu sem styrkir veggi holunnar jafn- framt sem hún auðveldar flutning á borsvarfi upp úr holunni. Vömbíll með merki Rauða kross- ins er það næsta sem vekur athygli, en sá hafði verið notaður til hjálpar- starfs í Bosníu. Baldri tókst hins vegar að fá hann að láni frá Svía sem vinnur einnig við námuna. Bíln- um er lagt við hliðina á borbíl með íslensku bílnúmeri og nafnspjaldi sem á stendur „Narfi“ og eitthvert einkennilegt samlyndi virðist ríkja á milli tmkkanna tveggja. Það er erfitt að lýsa þeirri tilfinn- ingu sem vaknar við að ganga um gríðarlegar námuframkvæmdir milli risavaxinna trjáa. Sjá akur- hænur í öllum regnbogans litum vappa milli vinnuvélanna í 18 stiga hita og heyra síðan allt í einu kallað: „Viltu meira kaffi, Jón.“ Borun eftir vatni er eitt af því sem íslendingar hafa óhjákvæmi- lega öðlast mikla sérþekkingu í. Það að sjá þessa þekkingu nýtta á er- lendri gmnd vekur óneitanlega þjóðrembingslegan gleðikipp í ís- lensku hjarta í útlöndum. Maður getur eiginlega ekki annað en glott þegar í höfði manns hijómar gamli góði handboltafrasinn; „strákamir okkar“. Kaneho KANEBO KYNNING STÆRÐIN SKIPTIR MÁLI Þú finnurhvergijafh mikið í svona scórum bíl. Þó Clio hafi alla kosti smáblls býður hann um leið þægindi og öryggi stærri bíla. Hann er ekki aðeins rúmmeiri en aðrir bllar ( sama stærðarflokki heldur er hann einnig mun öruggari á alla vegu (t.d. ABS hemlakerfi og allt að 4 lofcpúðar). Er ekki kominn tími til að fá sér stóran bfl?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.