Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Á albönskum söguslóðum * I Albaníu býr bláfátækt fólk sem ber harm sinn í hljóði og þarf að sýna mikla útsjónarsemi til að láta launin eða bæturnar endast út mánuðinn. Ellert B. Schram heimsótti þessa þríggja milljón manna þjóð, sem lætur ekki örbirgðina hindra að hún taki á móti sex hundruð þúsund samlöndum sínum á flótta. L ítið bam, lítið umkomu- laust barn sat á gang- stéttinni miðri í hjarta Tirana, höfuðborg Alban- HUGSAÐ UPPHÁTT íu. Sumir vegfarenda gáfu því naumast auga, aðrir hentu fimmeyringum á pappaspjaldið sem virtist vera heimili bamsins og sjálft sat það þama í skugganum af steyptu blómakeri og hallaði höfði, ómeðvitað um örbirgð sína og allsleysi. Augu bamsins lýstu depurð, hreyfingar þess voru máttlitlar. Það sat um stund en lagðist svo á stéttina og beið og svaf og laut örlögum sinum. Mér varð starsýnt á þessa sjón. Hvar voru foreldramir, hvaðan kom bamið, hvaða líf beið þessa óvita, sem vissi ekkert um mann- vonskuna, sem hafði hrakið það út í betlið, vissi ekkert um mannvonskuna sem arkaði skeytingarlaus framhjá? Þetta bam var holdi klædd afleiðing þess sem íbúar Kosovo-hér- aðsins hafa mátt þola að undanfórnu. Það sagði mér alla söguna um þá veröld fullorð- inna, sem slá eign sína á land og svívirða, drepa eða hrekja burt það fólk sem býr í þessu sama landi. En hver á landið nema þeir sem þar búa og hver á bömin nema þeir sem þau ala og hvað eiga börnin nema þann rétt að vera til? Leiðir liggja til allra átta. Mín leið lá til Al- baníu á dögunum. Hvað skyldi ég hafa verið að gera þar? Jú, daginn sem ég lenti sam- þykkti Milosevic vopnahléð og daginn sem ég flaug þaðan, skrifuðu serbnesku herforingj- amir undir skilmála NATO. Ég kvarta ekki undan þeim árangri, þótt ég viðurkenni um leið að ekki sat ég við samninga- borðin frekar en blessað fólkið sem sat í flóttamannabúðunum og beið örlaga sinna. Það var sosum engin gleði sem skein úr augum þess enda þótt samið hefði verið um vopnahlé. Það þekkti sitt heimafólk, þekkti Serbana af öðru heldur en sáttarhug og reynsla kynslóðanna í Kosovo er raunar þymum stráð, þyrnum aldalangrar tog- streitu um þessi landsvæði á Balkanskagan- um, þar sem bæði Rómverjar, Makedóníu- menn, Tyrkir, Italar og nú síðast Serbar hafa umgengist fólkið í þessum fjallahéruðum eins og sauðfé, sem hægt er smala saman til dilka og slátrunar. Verst er þó meðferðin á þeirri öld sem nú er senn á enda, vegna þess að tragedían er sú, að þjóðin í Albaníu var hneppt í fjötra, einangrun og eina allsherjar- prísund af því fyrirbæri sem kallast komm- únismi og guðs útvöldum forsprökkum þeirra skelfilegu kenninga. A nt As llt frá stríðslokum var útgöngubann alla albönsku þjóðina. Enginn mátti ferðast og þangað máttu held- ur engir koma nema sem sérlegir erindrekrar þeirrar hátignar, sem hófst til. valda í þágu alræðis öreiganna. Þannig tókst að viðhalda öreigunum og Albanía var svo lágt skrifuð að ég man ekki eftir því, að einu sinni íslenskar sendinefndir hefðu nennt að leggja það á sig að heimsækja Albaníu. Mér er til efs að til Tirana hafi komið undanfarin fimmtíu ár, héðan frá íslandi, aðrir en örfáir íþróttamenn (sem tóku mat með sér) og kannske einhverjir hjálparstofnunarmeðlim- ir nú allra síðustu vikurnar. Jú, þessa dagana er önnur íslensk sendinefnd stödd í Albaníu. Hún er að sækja þá sem vilja yfirgefa sæluna í því landi sem undanfarin fimmtíu ár hefur verið stjórnað undir merkjum þeirrar húg- myndafræði að öreigarnir hefðu það best sem öreigar. Og þarna var ég mættur. Gulliver í Puta- landi eða eins og Palli einn í heiminum. Sprangaði fram og aftur í miðbænum innan um bláfátækt fólkið sem bar harm sinn í hljóði og var meira að segja nokkuð glaðvært og fijálslegt í fasi. Sem dæmi um fátæktina má segja frá þvi að rúmlega fimmtíu ára ríkisstarfsmaður, sem aðstoðaði mig, hafði 250 dollara í mánað- arlaun, tuttugu þúsund krónur, takk fyrir, og hvað myndi íslensk verkalýðshreyfing segja við því? Og þó hefur þetta lagast á allra síð- ustu misserum er mér sagt! Atvinnuleysi er geigvænlegt og fólk hangir fram á hækjur sínar og bíður. Bíður betri tíma. Þeir eru búnir að bíða lengi, Albanar, og geta vel beð- ið enn um sinn. Nú bíða þeir eftir því að stríðsástandinu ljúki og þeir ætla að sækja um aðild að NATO, þegar þetta er allt gengið yfir. Imyndið ykkur, Albanía í NATO! En svona hefur heimurinn breyst og jafnvel gamall íhaldsseggur frá ís- landi kemst við, þegar honum er hleypt inn fyrir landamæri þessa risastóra fangelsis. Það er búið að opna dymar og verður ekki aftur snúið. Þarna æg- ir saman öllu því ógeðþekkasta sem hægt er augum að líta. Hermenn, gráir fyrir járnum, borg í stríðsumsátri, betlai-ar og bjargarlaus börn, úrgangurinn og fnykurínn, mafíósar og sauðsvartur almúginn, langfjötruð þjóð og fomaldarleg fórnarlömb þeirrar nauðungar, sem kommúnisminn leiddi yfu- þetta land í heilan mannsaldur. Götur era vart færar vegna viðhaldsleysis og þú þarft að vera góður bílstjóri til að hafa lag á því að sveigja fyrir allar holurnar í veg- inum og þú þarft að vera útsjónarsamur til að láta launin eða bæturnar endast út mán- uðinn. Samt hefur þessi albanska þjóð, sem er þrjár milljónir, tekið á móti sex hundruð þúsund samlöndum sínum til viðbótar og kvartar ekki. Tekið þá inn á heimili sín, boðið þeim gistingu í örbirgð sinni og lætur sem hún hafi nóg af öllu. Opið, gestrisið, vingjarn- legt fólk, sem metur það kannske mest að nú er Albanía komin á landakortið, þetta gleymda og grafna land, sem bíður upp á fegurð fjallanna og stærir sig af ströndum sem jafnast á við það besta í bílífinu fyrir handan. Enginn þarf að halda að hörmungarnar hafi tekið enda þótt Serbamir hafi gefist upp. Það er ekki bara Adríahafið sem skilur Albaníu frá Itölsku rivieranni. Það er hafsjór af menntunarleysi, stjórnleysi, peningaleysi, allsleysi. Litla betlibarnið á gangstéttinni er tákn þess umkomuleysis, sem alls staðar blasir við. En litla barnið felur líka í sér von um að umheimurinn taki eftir því, taki Al- baníu upp á arma sína, taki eftir þessari litlu og afskekktu þjóð og bjóði hana velkomna í samfélag frjálsborinna manna. \ Snyrtistofur og endursöluaðilar athugið CEPnátlc vörurnar komnar á markaðinn aftur. dreifingaraðili: WEYGLO Snyrti- og nuddstofa Langholtsvegi 17, 105 Rvík. Símar 553 6191 og _____568 4590.__/ IÐNAÐARHURÐIR ELDVARNARHURÐIR - GÖNGUHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL MIKIÐ ÚRVAL LITA OG GERÐA ctð ÍO óra ábyrgð BÍLSKÚRSHURÐIR ÍSVÁLBORGAX rl/F HÖFEWBAKKA 9 -112 REYKJAVlK - Stt 517 8750 • FAX 587 8751 %oóe$kBrúðhjón Allur borðbúnaður - Glæsileg gjafavara - Bniðlijónalislar VERslunin Langavegi 52, s. 562 4244. Þvottavélar fyrir vélahluti Jákó sf. sími 564 1819 I GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 i^jyæða flísar ^jyæða parket ^yóð verð ^jyóð þjónusta Pgffmogfúgnefiii ífMíi k Stórhftfða 1Í, vlð Gullinbrú, sími 567 4844

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.