Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 B 3 HÓTEL Alfonso, dæmigert fyrir stílinn í Sevilla. PARADÍS fjölskyldunnar, lystigarður Maríu Lovísu. Ljósmynd/Kristln Marja VIÐ ÁNA á útikaffihúsunum blómstrar ástin. mm BÖRNIN fá ómælda athygli en eru samt kurteisin uppmáluð. UNGAR og ógiftar, og þurftu því ekki að elda í „siestunni“. Petta var ung kona í þröngu pilsi og hælaháum skóm með sítt, mikið hár. En það var ekki útlitið sem vakti aðdáun viðstaddra, heldur göngulagið. Hún gekk eins og nauta- bani. Tígulleg, ísköld og róleg leiddi hún okkur útlendingana um svæðið og safnið og fyrir sakir þessa göngu- lags skynjuðum við blóðhitann sem lá í loftinu. Þessi unga kona bar djúpa virð- ingu fyrir nautabönum. Hún sýndi okkur meðal annars kapelluna þar sem nautabanarnir biðja heilaga guðsmóður um styrk og náð áður en blóðbaðið hefst, sýndi okkur sjúkra- stofuna þar sem þeir gangast undir aðgerð eftir átökin, og málverk af frægustu nautabönum Spánar. Þetta voru mikil glæsimenni en at- hygli okkar beindist þó öðni fremur að nautshaus miklum sem á veggn- um hékk. Það kom í ijós að þetta var haus móður nautsins sem drap fræg- asta nautabana Spánar, Manolete, á fimmta áratugnum. Hausinn af bol- anum sjálfum hvarf með dularfullum hætti eftir drápið, en þeir náðu sem- sagt í hausinn af móður hans. La ma- dre. Það hefur löngum verið litið upp til mæðra á Spáni. Sítalandi foreldrar Eftir að hafa fylgst með mæðrum í Sevilla finnst mér ekki undarlegt þótt þær séu í hávegum hafðar. Stundum átti ég samleið með þeim þar sem þær leiddu ung börn sín í skólann. Það sem vakti eftirtekt mína voru hinar djúpu samræður sem áttu sér stað milli móður og barns. Hvað þeim fór á milli vissi ég ekki, en mér varð það hins vegar Ijóst eftir nokkurn tíma, að foreldrar eru sítalandi við böm sín í þessari borg og þau fá ómælda athygli. Einnig þykir það beinlínis sjálfsagt og eðlilegt að maður dáist að börnum þeirra og babli örlítið við þau. Sunnudagar í Sevilla eru öðrum dögum ljúfari. Þá fara foreldrar með börn sín í bæinn til að sýna sig og sjá aðra, og vinsæll viðkomustaður er lystigarður Maríu Lovísu. Þar er hægt að spóka sig allan daginn, skoða gróðurinn og dýrin, róa á litl- um árabátum á vötnum og síkjum, gefa hvítu dúfunum sem eru þar í þúsundatali, sofa á túninu og þegar svengdin segir til sín er hægt að setjast á útikaffihús eða kaupa brenndar möndlur og annað góðgæti í söluvögnum. En skemmtilegast er að fylgjast með fjölskyldunum, eink- um bömunum. Þau eru svo fín í sunnudagsfötunum sínum. Telpur í kjólum eða pilsum og drengir í hné- buxum. Allt upp á gamla móðinn. Og ekki er að sjá að athyglin hafi spillt þeim á nokkurn hátt þvi ekki skortir krílin kurteisina. Unga fólkið heldur sig oftast á útikaffihúsunum við ána á sunnu- dögum. Þar blómstrar ástin í sólinni. En þótt ungdómurinn ráði þar ríkj- um að mestu á sunnudagseftirmið- dögum, eru hinir eldri meira en vel- komnir á svæðið líka. Þarna sitja oft fíngerðar senjórur sem hafa lifað tvær heimsstyrjaldir, borgarastyrj- öld, einræði og lýðræði, og þarna eru lágvaxnir, hvíthærðir karlar á röltinu með blaðið sitt undir hend- inni og kjölturakkann í bandi. Ungir og aldnir njóta lífsins saman eins og þeir hafi aldrei heyrt minnst á kyn- slóðabil. Betlarinn frá Sevilla En þótt sunnudagarnir séu margir og Ijúfir í Sevilla renna mánudagam- ir þar upp með sínu amstri eins og í öðrum borgum. Sevilla er fjórða stærsta borgin á Spáni með um 705 þúsund íbúa. Frá morgni til kvölds eru strætin krökk af fólki og ysinn slíkur að ætla mætti að jólin kæmu í hverjum mánuði. Hávaðinn frá bílaumferðinni er gíf- urlegur og stundum má ætla að menn í þessari fögm borg hafi sér- staka unun af hávaða. Bílhorn eru þeytt af öllum lífs- og sálarkröftum og sírenur hafðar í gangi á bráða- vakstbílum af öllum gerðum jafnt að degi sem nóttu. Skiptir þá engu hvort götur eru auðar eða tepptar af um- ferð. Undir óhljóðin taka svo sarg- andi vélar vespanna. En það er ekki aðeins umferðin sem angrar aðkomumenn. Borgin er undirlögð af betlurum, bæði konum og körlum sem hreiðra um sig þar sem aura er von, einkum við verslan- ir og tapasbari. Atvinnuleysi er mikið í Andalúsíu, ekki síst í Sevilla, og af þeim sökum er betlið ef til vill liðið af heimamönn- um. Að minnsta kosti er ekki stuggað við betlurum sem ónáða gesti inni á kaffihúsum og tapasbörum. En þótt þeir geti verið þreytandi á stundum er oft athyglisvert að fylgj- ast með þeim. Það þykir fullsannað að það taki menn aðeins tvær mínút- ur að komast gangandi milli kirkna í Sevilla, svo margar eru þær, og á hverjum einustu kirkjutröppum hafa betlarar fast aðsetur. Þar stunda þeir starfsemi sína af mikilli elju frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. Við eina kii-kjuna sat ætíð sama parið og það fór ekki á milli mála að tröppurnar höfðu lengi verið þeirra vinnustaður. Oftast sat konan í efstu tröppunni og horfði þunglyndislega á vegfarendur, en karlinn stóð við kirkjudyrnar og opnaði þær fyrir gestum og gangandi um leið og hann rétti fram lófann. í „siestunni“ tóku þau sér matarhlé eins og aðrir laun- þegar, færðu sig yfir götuna og sett- ust í smáskot sem var milli verslana. Þai- dró karlinn upp ávexti, skinku og þetta fína, spænska brauð sem hann síðan skar af kostgæfni ofan í vinnu- félagann. Þau hafa líklega aldrei þurft að kvarta yfir tregum viðskiptum, því Sevilla-búar eru afar trúaðir. Þeir hafa það fyrir sið að skjótast inn í kirkjurnar áður en þeir halda til vinnu og eins kíkja þeir við um miðj- an dag ef þeim er þungt fyrir hjarta eða þurfa að þakka uppfylltar óskir. En stundum hvarflaði það að manni að ef betlaramir ættu þó ekki væri nema eina tá af þeim fjölmörgu gulldýrlingum sem kirkjuskipin prýða, væri efnahag þein-a borgið. Kirkjumar era yfirhlaðnar gulli og skreytingum og gylltar altaristöflur ná oft frá gólfi til lofts. Það sýndi sig best hve auðnum er misskipt þegar sumir betlarar yfir- gáfu næturstaði sína á mánudags- morgnum, bekki í litlum almennings- garði. Þeir voru í hundrað metra fjarlægð frá Hótel Alfonso þar sem nóttin kostar 30 þúsund krónur ís- lenskar. Samkomustaðir Ef það tekur tvær mínútur að fara á milli kirkna tekur það örugglega ekki meira en mínútu að ganga frá einum tapasbarnum til annars. Og þeir merku barii- eru helstu sam- komustaðh- borgarbúa. Þangað koma bæði kynin til að drekka kaffið sitt og spjalla við næsta mann áður en haldið er til vinnu. Og allan daginn er stöðugur straumur fólks á tapasböronum sem þarf á hressingu að halda, kaffi og bakkelsi eða vínglasi, og hávaðinn frá samræðum er þvílíkur að fólk úr fámenninu fær suð fyrir eyrun. Það er eins og allir þekki alla í Sevilla. Engum dettur í hug að lækka róminn inni á veitingastöðum eða í verslunum og í strætisvögnum tala menn jafnvel hástöfum hver við annan. Það er líklega þessi frjálslega framkoma fólksins sem gerir lífið í þessari sögufrægu borg svo heill- andi. Og þótt mánudagamir renni upp þar eins og annars staðar, eru sunnudagarnir miklu fleiri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.