Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 B 3
KNATTSPYRNA
JÓHANN B. Guðmundsson og Haukur Ingi Guðnason eru hér með nokkrum nemenda sinna í fjórða flokk Keflavíkur.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
leika fyrir hver annan. Graham Ta-
ylor [framkvæmdastjóri Watford]
er einnig frábær þjálfari og fínasti
gaur. Hann er einhvers konar sam-
bland af Guðna Kjartanssyni og
Kjartani Mássyni."
í vist með stjörnum
Liverpool er lið skipað stór-
stjörnum en Haukur segir að þeir
beri það ekki með sér. „Þetta eru
upp til hópa ósköp venjulegir menn
sem gott er að umgangast.“ Hann
segir að liðsmenn verði fyrir mis-
miklu ónæði frá æstum aðdáendum,
þeir sem eru vinsælastir eins og
Michael Owen verði fyrir stöðugu
áreiti. „Michael er auðvitað sérkap-
ítuli út af íyrir sig. Líf hans tók
stakkaskiptum eftir leikinn á móti
Argentínu á HM í Frakklandi. Þeg-
ar hann vaknaði heima hjá sér dag-
inn eftir leikinn var garðurinn full-
ur af fréttamönnum og aðdáendum
og þannig hefur það verið síðan,“
sagði Haukur um hvernig líf þess-
ara manna væri. „Michael á ekkert
einkalíf. Hann er eltur af aðdáend-
um hvert sem hann fer.“
Áhuginn á þessum mönnum er
ekki eingöngu sprottinn af knatt-
spyrnuhæfileikum þeirra og Hauk-
ur bendir á að helstu stjörnunum
berist fjölmörg ástarbréf og sum
hver eru ansi kynleg. „Michael
sýndi mér ástarbréf sem hann hafði
fengið áður en ég kom heim. Það
var eldheitt og greinilega bærðust
miklar tilfinningar í hjarta bréfarit-
ara. Með bréfínu fylgdi ljósmynd af
nöktum karlmarini.“
Leikmenn Watford eru ekki í
frægari kantinum en hins vegar er
eigandi liðsins Elton John þekktur
víða um heim fyrir skrautlegan
klæðnað og ágæta dægurtónlist.
„Elton er mikill knattspyrnuáhuga-
maður og fylgist vel með okkur
strákunum. Ég veit ekki hversu
mikið vit hann hefur á knattspyrnu
enda er það aukatriði. Hann skiptir
sér lítið af innri málum félagsins.
Elton hefur kíkt nokkrum sinnum í
búningsklefann eftir í leiki og er
ávallt hinn alþýðlegasti. Hann tek-
ur í höndina á okkur og athugar
hvort sturtubúnaðurinn sé ekki í
góðu standi," segir Jóhann og kím-
ir.
Mikill áhugi á íslenska
landsliðinu
Eftir að hafa spjallað við Hauk
og Jóhann um lífið í Englandi berst
talið loks að íslenskri knattspymu.
„Þessi ótrúlegi árangur íslenska
liðsins í undankeppni EM hefur
vakið mikla athygli," segir Haukur.
„Það fínnst öllum mikið til koma og
sumir leikmannanna eru betur inni
í málunum en maður sjálfur. Ég
hafði til dæmis ekki hugmynd um
að Island hefði verið að leika við
Möltu. Það var ekki fyrr en Vegg-
ard Heggem [norskur vamarmaður
hjá Liverpool] sagði mér frá leikn-
um og hverjir skoruðu.“
Jóhann tekur í sama streng.
„Strákarnir hafa fylgst vel með.
Þegar liðið kemur til baka eftir
keppnisferðalög með undir 21 árs
liðinu em allir með á hreinu hvem-
ig leikirnir hjá A-landsliðinu fóm.“
Haukur Ingi er ekki í nokkrum
vafa um það að árangur landsliðs-
ins eigi eftir að skila sér. „Þetta
kemur íslandi á kortið í knatt-
spymuheiminum og erlend lið
hljóta að sýna íslenskum leikmönn-
um meiri áhuga.“
En hvað finnst þeim félögum um
knattspyrnuna hér heima það sem
af er sumri? „Við eram ekki búnir
að sjá marga leiki,“ segir Jóhann og
Haukur bætir við að þeir séu
svekktir með gengi Keflvíkinga:
„En þetta hlýtur að fara að ganga
betur hjá þeim.“
Heima er best
Haukur og Jóhann fá ekki langt
sumarfrí. Þeir eiga að vera mættir
til sinna félaga um næstu mánaða-
mót. Þegar maður horfir út um
gluggann á þetta fyrirbrigði sem er
kallað íslenskt sumar veltir maður
því fyrir sér hvers vegna þeir kjósi
að eyða sumarfríi sínu í Keflavík,
en ekki á sólríkari stöðum. „Eftir
að maður hefur búið erlendis
kemst maður að því að hvergi er
betra að vera en hér á Islandi,“
segir Haukur með alvöratón í rödd
og Jóhann tekur undir. „Maður
kemst að því hversu gott það er að
vera kringum félaga sína og fjöl-
skyldu," heldur Haukur áfram og
segir okkur frá því að hann sé eini
íslendingurinn í Liverpool frá því
að nokkrir popparar af ungu kyn-
slóðinni höfðu haft þar skamma
viðdvöl. Víst er það rétt að það er
fátt einmanalegra en að vera einn í
stórborg.
„Leikmennirnir hafa lítið sam-
band sín á milli utan æfinga og
leikja," segir Jóhann. „Þetta er
gjörólíkt því sem maður kynntist í
Keflavík. Hérna var liðið mikið
saman og félagsskapurinn var góð-
ur.“ Og síðan ræða þeir félagar
áfram um Keflavík og það leynir
sér ekki að þeir hafa miklar mætur
á því annars ágæta bæjarfélagi.
Sögulok
Þeir félagar, Haukur og Jóhann,
kveðja og halda upp á Iðavelli þar
sem yngri flokkar í Keflavík hafa
æfingaaðstöðu. Þeir ætla að vera
með æfingu fyrir fjórða flokk
drengja. Eflaust verður það lær-
dómsrík æfing og drengimir sem
verða þar fá í hendurnar lifandi
sönnun þess að hægt er að ná ansi
langt óháð því hvaðan er haldið.
Upphafsstaður ferðalags skipth-
ekki öllu máli en öðra máli gegnir
um áfangastað. Haukur og Jóhann
eru að visu ekki komnir á þann stað
sem þeir ætla sér. Því fer fjarri,
þeir eiga eftir að fara lengra. Mun
lengra.
SPÁNN
John Toshack
hafði ástæðu
til að brosa
Real Madrid, undir stjórn
John Toshacks, tryggði sér
þátttökurétt í meistaradeild
Evrópu með því að vinna
Deportivo Coruna í lokaumferð
spænsku deildarinnar á sunnu-
dag. Madrídarliðið endaði í öðru
sæti á eftir Barcelona, sem fyrir
margt löngu hafði tryggt sér
meistaratitilinn.
Það var mikið undir í leiknum
á Bemabeu-leikvanginum hjá
Toshack, sem tók við liðinu á
miðju tímabili af Hollendingnum
Guus Hiddink. Tap í leiknum
hefði getað bundið enda á starf
hans hjá Real Madrid. En Tos-
hack hafði ástæðu til að brosa
eftir 3:l-sigur á Deportivo því á
sama tíma tapaði Mallorca, sem
var í öðru sæti fyrir lokaumferð-
ina, fyrir Valencia. „Þetta fór
allt vel að lokum. Ég tapaði
aldrei trúnni á því að við
kæmust í meistaradeildina,"
sagði Toshack eftir leikinn.
Toshack er þögull sem gröfin
þegar hann er spurður um
áform hans með félagið, en liðið
hefur valdið aðdáendum sínum
miklum vonbrigðum í vetur.
Líklegt þykir að töluverðar
breytingai' verði í herbúðum
liðsins. Varnarmaðurinn Christi-
an Panucci og króatíski marka-
hrellirinn Davor Suker eru á
fóram frá félaginu. Einnig er
talið að Predrag Mijotavic og
Clarence Seedorf hverfi á brott.
Steve McManaman mun ganga
til liðs við Madrídarliðið en óvíst
er að hann leiki lykilhlutverk hjá
liðinu. Eitt það fyrsta sem Tos-
hack lét út úr sér eftir að hann
tók við þjálfun liðsins var að
hann hefði ekki komið nálægt
því að samningur var gerður við
McManaman.
Einn leikmaður verður þó ör-
ugglega áfram, spænski lands-
liðsmaðurinn Raul Gonzalez.
Gonzales, sem er aðeins 21 árs,
lék mjög vel með Madríd í vetur.
Hann skoraði 25 mörk með lið-
inu og varð markahæstur í
deildinni. Gonzalez var gagn-
rýndur mjög harðlega af
spænskum blöðum fyrir slaka
frammistöðu á HM í Frakk-
landi. Hann var sagður hugsa
meira um vín og villtar meyjar
en knattspvrnu en í vetur sýndi
hann mönnum fram á hið gagn-
stæða. ______________________
■ Úrslit / B14
■ Staðan / B14