Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Lazio með nýtt tilboð í Anelka LAZIO hefur nú gert Ar- senal um 2,5 milljarða tilboð í Nicolas Anelka og vill fá svar fyrir miðja vikuna. Lazio-menn segja þetta vera Iokatilboð. Samningurinn sem Anelka hefur verið boð- inn er til fimm ára og laun á því tímabili alls rúmur millj- arður eða um 8,3 milljónir á viku. Að auki mun Lazio þurfa að greiða tæpar 800 milljónir til að friða Real Madrid, sem gerði einnig til- boð. Forráðameim Lazio virðast staðráðiúr I að hætta tilboðum í Anelka hafni Ar- senal boðinu. Þeir eni sagð- ir hafa undirbúið 1,7 millj- arða boð í argentínska landsliðsmanninn Claudio Lopez, leikmann Valencia. toúm FÖLK ■ DAVID Bevis körfuknattleiks- maður, sem leikið hefur með ísfirð- ingum og Skagamönnum, verður með Þór, Akureyri, næsta vetur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. ■ JOHN McEnroe leikur nú í síð- asta sinn á Wimbledon-tennismót- inu. I þetta sinn leikur hann í tvenndarleik með Steffi Graf, sem nýverið sigraði á Opna franska meistaramótinu. McEnroe, sem nú er 40 ára, hefur unnið einliðaleik á Wimbledon þrisvar, tvfliðaleik þrisvar og tvenndarleik einu sinni. ■ YAGO Lamela frá Spáni stökk 8,49 m í langstökki um helgina. Þetta er lengsta stökk ársins utan- húss og lengsta stökk Evrópu- manns í næstum 12 ár. Lamela hafnaði í öðru sæti á heimsmeist- aramótinu innanhúss í mars. ■ JAN Ullrích, Þjóðverjinn sem sigraði Tour de France árið 1997, tekur ekki þátt í keppninni í ár vegna hnémeiðsla. ■ DAN Petrescu, landsliðsmaður Rúmena og leikmaður Chelsea, gæti verið á leiðinni til tyrkneska liðsins Fenerbache. Hann er 31 árs og verðlagður á 1,3 milljónir punda. ■ SHEFFIELD Wednesday er til- búið að greiða þrjár milljónir punda fyrir 0yvind Leonhardsen sem hef- ur verið hjá Liverpool. Tottenham hefur einnig sýnt áhuga á að kaupa norska landsliðsmanninn. ■ CARLOS Gamarra, landsliðs- maður Paraguay, skrifaði í gær undir samning við spænska liðið Atletico Madrid. Hann hefur leikið með brasilíska liðinu Corinthians og var útnefndur besti varnarmaður Brasilíu síðasta tímabil. Hann gerði fjögurra ára samning við spænska liðið sem greiddi 6,25 milljónir doll- ara eða 450 milljónir íslenskra króna fyrir leikmanninn. ■ FRODE Grodas, landsliðsmark- vörður Norðmanna, fer aftur til þýska liðsins Schalke í sumar. Hann hefur verið í láni hjá spænska liðinu Racing Santander síðan í apríl og hafnaði eins árs tilboði frá félaginu og fer aftur til Þýskalands. ■ MICHELE Serena, leikmaður Atletico Madrid, er á leið til Parma á ítah'u. Hann er ítalskur landsliðs- maður og hefur verið í herbúðum Atletico eitt tímabil, en hafði áður leikið þrjú tímabil með Fiorentina. Hann mun væntanlega skrifa undir þriggja ára samning við Parma. Hann leikur síðasta leik sinn með Atletico í bikarúrslitaleiknum gegn Sevilla 26. júní. Félagarnir ætla sér lengra - mun lengra Alla drengi, sem einhvern tíma hafa leikið sér með fótbolta, hefur dreymt um að leika listir sínar fyr- ir framan tugþúsundir æstra aðdáenda. Sumir komast þó nær því en aðrir og Orn Arnarson ræddi við tvo knattspyrnumenn af Suðurnesjum sem hafa atvinnu af íþrótt sinni í Englandi. Hauk- ur Ingi Guðnason er hjá hinu fornfræga félagi Liverpool, fór sem sagt úr bítlabæ í bítlaborg, en Jóhann B. Guðmundsson er launamaður hjá Watford, sem komst upp í úrvalsdeildina í vor. Sumir hafa í þessum dagdraum- um sínum skorað mikilvæg mörk á síðustu sekúndu og tryggt sínu liði Evrópumeistaratitil, aðrir hafa jafnvel hampað bikar fyrir Is- lands hönd að lokinni vel heppnaðri heimsmeistarakeppni. Lífið er nú samt þannig að fæstir fá þessa drauma uppfyllta. Sumir komast þó nær því en aðrir og vin- irnir tveir af Suðurnesjum eru gott dæmi um það. En hvemig gerist það að menn fara frá því að sparka tuðrum í garðinum heima í það að verða at- vinnumenn erlendis? Bæði Haukur og Jóhann hafa leikið sér með bolta frá æskuárum og vöktu snemma á sér athygli fyrir hæfni og vasklega framgöngu á vellinum. Utsendarar erlendra liða voru staddir hér á landi þegar átta liða úrslit í Evr- ópukeppni landsliða undir 18 ára var haldin. „Eftir keppnina var mér boðið að fara til PSV Eindhoven, Arsenal og Liverpool,“ segir Haukur aðspurð- ur um hvernig það hefði atvikast að hann fór í atvinnumennskuna. „Eg æfði í viku hjá hverju liði og að lok- um tók ég ákvörðun um að ganga til liðs við Liverpool.“ Haukur hafði alltaf verið mikill Arsenal-aðdáandi, hvers vegna fór hann ekki til Lundúna? „Liverpool sýndi mér mestan áhuga og for- ráðamenn félagsins vildu fá mig strax til sín. Ég var líka mjög hrif- inn af umgjörðinni í kringum félagið og andrúmsloftið var mjög vinalegt. Eg fann það á mér að þarna yrði gott að vera.“ Haukur gerði samn- ing við félagið fram til ársins 2001. Jóhann B. Guðmundsson vakti athygli á sér þegar hann lék með Keflavík. Einn af þjálfurum Wat- ford-liðsins var staddur hér á landi og bauð honum að koma út. „Ég var úti í Watford í þrjár vikur og stóð mig vel og forráðamenn liðsins vildu kaupa mig frá Keflvík,“ en til- boðinu var hafnað. „Það var mjög leiðinlegt að Keflavík skyldi hafa hafnað tilboðinu en ég tók gleði mína aftur þegar það fréttist að Genk í Belgíu hefði áhuga á mér.“ Genk gerði Keflvíkingum tilboð í Jóhann en því var einnig hafnað. Það var ekki fyrr en Watford gerði annað tilboð að Keflvíkingar þáðu það og þar með varð Jóhann orðinn atvinnumaður, rúmum þrem mán- uðum eftir að vinur hans Haukur var kominn til Liverpool. Jóhann á eitt ár eftir af samningi sínum en segir að viðræður um framlengingu séu á döfinni. Lífið í Englandi Bæði Haukur og Jóhann leigðu herbergi hjá enskum fjölskyldum þegar þeir fluttu út. „Ég bjó hjá ágætri fjölskyldu í þrjá mánuði og keypti mér svo íbúð. Það hjálpaði mikið að búa hjá þessu fólki. Maður fékk smjörþefinn af þessum enska lífsstfl og kynntist fólki,“ segiri Haukur. „Maður var enginn snill- ingur í heimilishaldi þegar maður kom út, en með elju og stöðugum símtölum við mömmu er maður far- inn að bjarga sér,“ bætir Jóhann við; Islendingar ferðast unnvörpum til Bretlandseyja til að gera kjara- kaup og kanna hina rómuðu pöbba- menningu, en hvernig eyða íslend- ingar sem búa þar að staðaldri frí- stundum sínum? „Maður horfir mikið á sjónvarpið, röltir um bæinn og tekur því rólega," segir Haukur. „Við Jóhann tölum einnig mikið saman í síma, allt að tvo tíma á dag, og reynum að hittast eins oft og mögulegt er.“ En þeir félagar eru mjög nánir vinir og hafa verið síðan þeir léku saman með Keflavík. „Maður reynir bara að hafa ofan af fyrir sér. Við erum báðir með tölv- ur og leikum okkur í þeim,“ segir Jóhann. „Haukur er alltaf að hringja í mig og segja mér hvað hann sé búinn að skora mörg mörk í Championship Manager, hann hringir örugglega líka í Houllier og segir honum frá afrekunum." Haukur vildi ekki viðurkenna að hann hefði gi'ipið til þeirra ráða til að fanga hug franska framkvæmda- stjórans, en fannst hugmyndin ekki vond með öllu. Vonbrigði í Liverpool Lið þeirra Hauks og Jóhanns hafa átt ólíku gengi að fagna í vet- ur. Liverpool hefur ekki gengið jafn illa síðan sjálfur Bill Shankly tók við liðinu meðan Watford kom öllum á óvart komst upp í úrvals- deildina eftir að hafa sigrað Bolton í úrslitaleik á Wembley um sætið í deildinni. Þeir félagar koma frá vetrinum með ólíka reynslu að baki. Haukur segir að tímabilið hafi vissulega verið erfitt. „Það eru gerðar miklar kröfur til Liverpool- liðsins. Roy Evans var með liðið í fimm ár og var með besta árangur- inn á eftir Alex Ferguson, en það var ekki nógu gott.“ Eins og flestir vita var Evans látinn taka poka sinn á miðju tímabili og Gerrard Houllier tók við fullri stjórn liðsins en árangurinn lét samt sem áður á sér standa og það lenti í sjöunda sæti í deildinni. „Liverpool-aðdá- endur sætta sig bara við það besta og fyrir þeim er sjöunda sætið martröð. Og martröðin er enn skelfilegri í ljósi góðs gengis erkió- vinarins Manchester United. Houllier mun þurfa nokkur ár til að byggja upp liðið, en ég held að ef við vinnum ekki titil á næstu tveim- ur árum þá verði komin mikil pressa á hann.“ En heldur Haukur að Houllier muni takast að breyta liðinu? „Það er aldrei að vita. Mér skilst að þess- ir menn sem hann hefur verið að kaupa séu góðir þótt þeir séu ekki mjög þekktir. Það þarf minna til að Liverpool komist á sigurbraut en menn vilja láta í veðri vaka.“ Er óskrifað blað hjá Houllier Haukur byrjaði vel hjá Liverpool og eftir að hafa æft í nokkra mán- uði hjá félaginu var hann kominn á varamannabekkinn hjá aðalliðinu. „Mér gekk mjög vel undir stjórn Evans. Lék vel á æfingum og með varaliðinu. Ég var á bekknum í þrem leikjum undir lok fyrsta tíma- bilsins hjá félaginu og lék nokkra vináttuleiki um vorið.“ Framtíðin brosti við Hauki þegar hann fór aft- ur til Liverpool eftir stutt sumarfrí og leið hans upp á við hjá félaginu hélt áfram. Hann lék með liðinu í fyrstu æfingaleikjunum og var á bekknum þegar liðið lék á móti Int- er Milan. En það kom að því að síga fór á ógæfuhliðina. „Ég meiddist snemma um haustið. Ég komst aft- ur á varamannabekkinn þegar ég var búinn að ná mér en það stóð stutt yfir. Ég meiddist fljótlega aft- ur og á meðan dundu öll ósköpin yf- ir varðandi þjálfaraskiptin." Eftir að Houllier tók við af Evans hefur Haukur lítið leikið vegna meiðsla. „Fyrir Houllier er ég óskrifað blað. Hann hefur ekki séð mig leika þegar ég er í leikæf- ingu. Þess vegna verður það mikil- vægt fyrir mig að mæta í góðri æf- ingu þegar liðið kemur saman eftir sumarfrí. Ég hef trú á því að ég geti náð langt undir stjórn hans svo lengi sem ég er heill heilsu,“ segir Haukur með það mikilli sannfær- ingu að það er hreinlega erfitt að ímyndað sér annað en að hann eigi eftir að ná langt. Aðdáendur Liverpool gera mikl- ar væntingar til Houlliers og marg- ir telja að hann geti stýrt liðinu í átt til nýrrar gullaldar. Enginn veit hvort það verður en hins vegar er öllum Ijóst að hann beitir öðrum starfsaðferðum en Evans. „Houllier er mjög lærður þjálfari og er afar fróður um knattspyrnu og veit út á hvað hún gengur. Evans var með aðrar áherslur. Hann er gull af manni og gaf sér mikinn tíma tfl þess að sjá um leikmennina sjálfa. Honum var annt um velferð þeirra og reyndi að láta öllum líða vel,“ segir Haukur aðspurður um mun- inn á framkvæmdastjórunum tveim. Draumatímabil hjá Watford Watford átti í engum erfiðleikum með þjálfaramál á síðasta tímabili. Reyndar var liðið laust við alla erf- iðleika og allt gekk upp. Liðið kom öllum á óvart og komst upp í úr- valsdeildina. „Þetta er búið að vera ótrúlegt tímabil og stemmningin í liðinu er búin að vera ólýsanleg," segir Jóhann og ljómar allur þegar hann rifjar upp sigurstundina. „Fólk var dansandi á götum úti þegar við komum heim frá Wembley.“ Watford er lítill bær með um fjörutíu þúsund íbúa í útjaðri London og Jóhann segh- að mikill áhugi sé fyrir liðinu í bænum. „Það fá allir áhuga þegar liðinu gengur vel. Til að mynda komu mun fleiri en fjörutíu þúsund manns til að styðja okkur á Wembley.“ Jóhann byi'jaði vel með Watford. Hann fékk tækifæri til að spreyta sig með aðalliðinu þegar hægri bak- vörður liðsins meiddist. „Eg kom fyrst inn á móti Bolton og stóð mig ágætlega. Ég var í byrjunarliðinu í næsta leik og skoraði þá bæði mörk liðsins í 2:2 jafnteflisleik. Það var ólýsanleg tilfinning að heyra áhorf- endur kyrja nafn mitt eftir að ég skoraði mörkin." Eftir þessa góðu byrjun fékk Jó- hann fá tækifæri með aðalliðinu. „Framkvæmdastjórinn hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig er best að stilla upp liðinu og við því er ekkert að segja. Maður bíður bara eftir næsta tækifæri. Það er líka erfitt að komast í liðið þegar því gengur jafn vel og raun ber vitni. Ég hef spilað mjög vel með varalið- inu og ég sé enga ástæðu til að ör- vænta.“ Jóhann lætur mjög vel að félög- um sínum í Watford. „Það er eng- inn með stjörnustæla og aflir eru að Stoichkov til Watford? BÚLGARSKIR fjölmiðlar greindu frá því að Graham Taylor, framkvæmdastjóri Watford, hafi reynt að fá Hristo Stoichkov til liðsins. Stoichkov, sem er 33 ára, lék sinn síðasta landsleik á móti Englendingxim á dögunum. Hann hefur sagt að hann hafi áhuga á að halda áfram að leika knattspyrnu og þá helst í Evrópu, en hann leikur nú í Japan með liðinu Kashiwa Reysol. Taylor hefur sagt að Stoichkov geti haft upp á mikið að bjóða fyrir Watford. Ef Stoichkov hefur áhuga er búist við að viðræður fari í gang seinna í þessari viku. Taylor á einnig í viðræðum við ítalska varnaijaxlinn Guiseppe Bergomi. Bergomi er 36 ára gamall og verður laus allra mála hjá liði sínu, AC Milan, í sumar. Þrátt fyrir aldurinn er Bergomi talinn til betri varnarmanna í ítalska boltanum. Taylor er samt ekki einn um hituna því nokkur bandarísk Iið hafa sýnt því áhuga að fá Bergomi í sínar raðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.