Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 B 7 Ný gullöld í Safamýrirmi? Verðum að halda áfram á sömu braut FRAMARAR minntu rækilega á sig sem eitt af toppliðum efstu deildar með sætum 2:0-sigri á sterku liði Leifturs frá Ólafs- firði á Laugardalsvelli á sunnudagskvöld. Lokatölur leiksins segja ekki alla sög- una, því gestirnir frá Ólafsfirði sóttu oft hart að marki Framara og voru á köflum hreinustu klaufar að ná ekki að skora. Þess vegna hlýtur að vera umdeilanlegt hvort sigur Safamýrarliðsins hafi verið sanngjarn, en að því er ekki spurt í íþróttum og stigin þrjú féllu Frömurum í skaut og eru þeir nú eina taplausa lið deild- arinnar. Vesturbæingurinn Hilmar Björnsson, sem er í láni frá sænska liðinu Helsingborg, lék sinn fyrsta leik með Fröm- urum; fann sig vel og skoraði seinna mark liðsins. Ekki ama- leg byrjun það. Sú var tíðin fyrir ekki ýkja mörg- um árum að Safamýrarsveinar stóðu sig öðrum piltum betur í knatt- ■■■■■■ spyrnunni hér á Björn Ingi landi. Á síðustu árum Hrafnsson níunda áratugarins skrífar og fyj-gtu árum þess sem nú líður senn stjómaði Ásgeir Elíasson sannköll- uðu „gullaldarliði" sem var ávallt í keppni um titla og áhorfendur flykktust að til að leika skemmtilega knattspyrnu. Sú „gullöld" leið og þjálfarinn tók að sér landsliðið með ágætum árangri, en liðið hans gamla lenti í djúpum dal og svo fór að það féll niður um deild. Ekki stóð sá tími lengi, því Ásgeir mætti aftur til leiks og náði strax að komast á ný í keppni þeirra bestu. Á þriðja uppbyggingar- ári Ásgeirs Elíassonar í efstu deild er svo komið að Framarar eru í hópi efstu liða að loknum þriðjungi móts, hafa tíu stig og virðast á nokkurri uppleið. Enn er eftir að sníða af ýmsa galla á leik Safamýi’arliðsins, og enn er of snemmt að segja nýja „gullöld“ hafna í Safamýrinni. En svo mikið er víst að þar eru aðdáend- ur Framliðsins aftur farnir að sjá góða knattspymu og lagleg tilþrif og með sama framhaldi er „gullöldin“ hin síðari ekki langt innan seilingar. Breytingar Ásgeirs Leikur liðanna fór fjörlega af stað og leikmenn nutu þess greinilega að leika knattspymu í prýðisveðri. Ás- geir þjálfari hafði gert nokkrar breytingar á liði sínu frá jafnteflis- leik við Eyjamenn í deildinni helgina áður. Ásmundur Arnarson, Valdimar Sigurðsson og Sævar Guðjónsson máttu sætta sig við að vera settir á bekkinn, en í þeirra stað vom mættir í byrjunarliðið Höskuldur Þórhalls- son, Sævar Pétursson og svo auðvit- að Hilmar Bjömsson. Fyrsta færið féll í skaut heima- manna og náðu Leiftursmenn að bjarga á línu frá Marcel Oerlemans eftir laglegan einleik Freys Karls- sonar upp völlinn. Framarar höfðu undirtökin í upphafí leiks og svo var að sjá sem gestimir væm ekki alveg tilbúnir í átökin. Þeim óx þó smám saman ásmegin og fengu hreint og beint stórkostlegt tækifæri til að komast yfír á 22. mín., en færeyski sóknarmaðurinn Uni Arge brenndi þá af á markteig á næsta óskiljanleg- an hátt. Heiðuriún allan að því færi átti Brasilíumaður Santos, sem sól- aði vamarmenn Framara svo upp úr skónum að þeir vissu ekki hvort þeir væm að koma eða fara, en Arge, sem fékk knöttinn óvænt, var greini- lega ekki viðbúinn og misheppnað skot hans fór beinustu leið í fang Olafs Péturssonar markvarðar. Skömmu síðar tókst Frömurum svo að ná forystu. Hilmar Bjömsson Morgunblaðið/Jim Smart HILMAR Bjömsson átti stórleik með Frömurum í fyrsta leik sfn- um með liðinu. Hér er kominn á fleygiferð, en Steinn V. Gunn- arsson getur hann lítið gert annað en horft í humátt á eftir. átti þá ágæta rispu upp miðjuna hægra megin, gaf fyrir á Oerlemans sem skallaði að marki og Leifturs- menn náðu að skalla aftur frá. Ekki vildi þó betur til en svo að Höskuldur Þórhallsson fékk knöttinn, skallaði hann í loftið og fékk hann svo aftur í sig og þaðan fór hann í netið. Af- skaplega slysalegt mark og skondið - en dýrmætt fyrir því. Leiftursmenn komust næst því að jafna í fyrri hálfleik er Santos átti hörkuskalla rétt framhjá markinu og staðan var því 1:0 í leikhléi, Frömur- um í vil. Seinni hálfleikur hófst fjörlega og greinilegt var að Ólafsfirðingar ætl- uðu að jafna metin. Uni Arge var áfram afar skeinuhættur, en hafði þó ekki erindi sem erfíði upp við markið þrátt fyrir fjölmargar heiðarlegar tilraunir. Ekki verða miðjumenn Leifturs sakaðir um að hafa svelt framlínumenn sína af sendingum, en inn vildi knötturinn af einhverjum völdum ekki; stundum kom til ágæt markvarsla Ólafs Péturssonar og stundum smaug knötturinn rétt yfir eða framhjá. Ákafír sóknartilburðir Leifturs- manna skiluðu þannig næsta litlu og Framarar vörðust af skynsemi og beittu síðan hættulegum skyndi- sóknum. Hilmar og Oerlemans voru þar hættulegir og mjög hreyfanlegir og oft vantaði aðeins herslumuninn að þeir kæmust einir í gegnum flata vörn Ólafsfirðinga. Hefði Anton Björn Markússon, vinstri útherji Safamýrarliðsins, að ósekju mátt vanda fyrirgjafir sínar til mikilla muna í því sambandi. Salt í sárin Hilmar og Orlemans héldu þó áfram að reyna og mark þess fyrr- nefnda eftir laglega sendingu þess síðarnefnda á lokamínútunum hefur eflaust virkað eins og salt í sár þeirra fjölmörgu Ólafsfirðinga sem sóttu leikinn og settu á hann skemmtilegan svip með hvatningar- hrópum sínum. Á hinn bóginn var það aðeins punkturinn yfir i-ið á góð- um og skynsömum leik Framara sem uppskera nú eins og til hefur verið sáð í deildinni. Segja verður báðum liðum til hróss, að þau léku á köflum hreint ágæta knattspymu og víst er að gegn mörgum liðum hefði sóknar- þungi Ólafsfirðinga náð auðveldlega að brjóta sér leið. Sóknarmenn liðs- ins eru alltaf að reyna, það vantar ekki, og fyrr eða síðar hlýtur að koma að því að stíflan bresti hjá mönnum eins og Santos, sem er hreint og beint snillingur með knött- inn, en greinilega ekki í nægri æf- ingu og þreyttist mjög er leið á seinni hálfleikinn. í liði Framara bar mest á nýliðan- um Hilmari Bjömssyni, sem hljóp og hljóp út um víðan völl og hafði greinilega feykilega gaman að þvi að fá loksins tækifæri til að leika knatt- spyrnu. Sú leikgleði smitar út frá sér og sýnist manni sem samvinna Hilmars og Oerlemans gæti orðið Safamýrarliðinu gæfurík í sumar. I því sambandi ætti að verða fróðlegt að sjá Framarana í nágrannaslagn- um á fimmtudagskvöld gegn KR vestur í bæ. Þar ætti Hilmar að kunna vel við sig. Amór hættur sem aðstoðarþjálfari Vals ARNÓR Guðjohnsen, leikmaður Vals, starfar ekki Iengur sem að- stoðarþjálfari liðsins. Amór starfaði sem slíkur við hlið Kristins Björnssonar, þjálfara Vals, ( vetur og vor, en við brotf rekstur Kristins á dögunum hætti Arnór því starfi og hyggst einbeita sér að því að leika með liðinu í sumar. Ingi Björn Albertsson, nýráð- inn þjálfari Valsmanna, er því einn við stjórnvölinn og ekki hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari liðsins. „MÉR fannst þetta góður leikur hjá liðinu og við verðum að halda áfram á sömu braut,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, eftir sig- urinn. „Leiftursmenn voru meira með boltann í seinni hálfleik og það vantaði aðeins upp á varnarvinnu hjá okkur en þetta slapp allt saman því þeir fengu engin dauðafæri. Auk þess vorum við klaufar að skapa okkur ekki meira.“ Hilmar Bjömsson lék sinn fyrsta leik með Fram eftir að hann kom frá Hels- ingborg í Svíþjóð á fimmtudag. Ás- geir sagðist ánægður með að fá hann í liðið og þótti hann standa sig mjög vel. Hilmar mun leika með liðinu til 1. september en þá verður hann að mæta aftur til Helsingborgar. „Ég fann mig ágætlega í leikn- um í kvöld þrátt fyrir smá flensu," sagði Hilmar að leikslokum. „Þetta var hörkuleikur. Við byrjuðum ágætlega en eftir að við skoruðum bökkuðum við full mikið og fengum mikla pressu á okkur en við feng- um líka skyndisóknir sem voru hættulegar.“ Hann sagðist vera ánægður að vera kominn til liðs við Fram. „Ég vissi að hverju ég gekk, ég þekki mikið af þessum strákum og veit að Ásgeir er fær þjálfari. Framarar leika á móti KR í Vesturbænum í næstu umferð. Hilmar sagði tilfinningarnar verða blendnar. „Það er alltaf erfitt að spila á móti bestu vinum sínum en ég er keppnismaður og nú er ég í Fram og vil vinna leikinn. Við verð- um að gera svipað og í dag. Það er mjög mikilvægt að við náum að halda hreinu á KR-vellinum.“ Djálfari Leiftursmanna Páll Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, var óánægður með fyrri hálfleik sinna manna en sagði síðari hálf- Qylfi leikinn einn þann Hafsteinsson besta sem liðið skrífar hefur leikið í ár. „Þá tókst okkur að pressa betur á vörn Fram og hefðum átt að skora mörk.“ Hann taldi það ekki ósanngjarnt að sínir menn hefðu fengið annað stigið út úr þessari viðureign. „Fyrra markið sem Fram skor- aði kom upp úr engu og það seinna var hálfgerð jólagjöf frá miðjumönnum okkar.“ „Við höfum leikið marga úti- leiki vel og þess vegna er leiðin- legt að við skyldum missa þetta niður í tvö núll. En ég er viss um að það eiga fleiri lið en við eftir að tapa fyrir Fram á heimavelli," sagði Páll. „Vörnin og miðjan hjá okkur hafa leikið vel í sumar en lítið komið út úr sókninni." Hann sagði erfitt að sækja gegn Fram- liðinu. „Þeir eru með mjög góða vörn og góða miðju. Þeir spila upp á að verjast og sækja hratt. Það tókst þeim vel í kvöld enda með mannskap til þess. En í kvöld áttu nokkur dauðafæri að nýtast betur. Til að gera það verðum við að vera þolinmóðari.“ Um framhaldið sagði hann: „Með tilliti til þess að við skipt- um út 13 mönnum fyrir tímabilið í fyrra og tíu mönnum núna þá hef ég trú á því að við séum á réttri leið.“ Páll sagðist ekki bú- ast við léttum leik gegn Val á Ólafsfirði í næsta leik. „Það skiptir ekki máli hvort það er Valur eða eitthvað annað lið. Þetta eru allt baráttuleikir." Muum að skova mörk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.