Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 B 9 -.■ ■■■■. i i ......... , nnV KNATTSPYRNA j Hlynur frá í tvær vikur HLYNUR Stefánsson, fyrir- liði IBV, sem jafnaði leikinn gegn KR, var borinn af leik- velli þegar stundarfjórð- ungur var til leiksloka vegna meiðsla sem hann hlaut eftir samstuð við Þór- hall Hinriksson. Fyrirliðinn verður frá æfingum og keppni næstu tvær vikurnar og missir því af næstu fjór- um leikjum liðsins, þremur í deildinni og bikarleiknum gegn Keflavík. Hann fékk djúpan skurð Iá vinstra hnéð eftir takka á skóm Þórhalls. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. „Skurðurinn var nokkuð djúpur og skaddaði aðeins liðpokann. Það þurfti að sauma sex spor inni í hnénu og síðan 11 spor til að loka sárinu. Það má segja að ég hafi verið heppinn því það munaði aðeins millímetra að skótakkinn hefði farið j inn í liðinn og þá hefði C tímabilið verið búið hjá ; mér. Ég þarf að taka því ró- lega næstu daga og vera við hækjur," sagði Hlynur. Hann sagði að þetta hafi verið óheppni og ekki um neinn ásetning að ræða hjá Þórhalli. „Við lentum sam- an f „skriðtæklingu" og það hefði því alveg eins getað verið hann sem hefði orðið fyrir meiðslum. Svona er knattspyrnan og menn geta átt von á þessu og ekkert við því að gera. Eg frétti af úrslitum leiksins uppi á sjúkrahúsi og létti veru- lega. Það má segja að sig- urinn hafi kostað sitt.“ Ingií leikbann INGI Sigurðsson, Ieikmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið er hann fékk aðra áminningu sína undir lok leiksins. Hann verður því í leikbanni í næsta leik IBV sem verður gegn Víkingi og fer fram annað kvöld. IBV verður því án tveggja Ieik- manna sem byijuðu leikinn gegn KR því Hlynur Stef- ánsson fyrirliði er meiddur. Mark, tap KR-ingar hafa leikið 24 leiki í íslandsmótinu í Eyjum frá 1968, unnið níu, tapað átta og gert sjö sinnum jafntefli. Þeir hafa einu sinni áður tapað leik í Eyjum eftir að hafa skorað fyrsta markið. Það var 1991, en þá skoraði I; Ragnar Margeii-sson mark á 7 mín. í leik sem Eyjamenn unnu 3:2. spyrnan gengur, en vinnsla og yfirferð hans mætti vera meiri. Bjarki og Guðmundur eru ekki nægilega duglegir við að fara aftur til að hjálpa þar til. Sigþór Júlíusson var yfirburða- maður á miðjunni hjá KR. Þá kom ákveðin festa þegar Þórhallur Hinriksson kom inn á. Eitt er það sem er umhugsunarefni fyrir KR-inga. Það er hvað þeir virðast vera ber- skjaldaðir fyrir homspyrnum. Bæði mörk Eyjamanna komu eftir homspyrnur og í bæði skiptin vora KR-ingar ekki með á nótunum. Það var enginn vafi á að í Eyjum mættust tvö sterkustu lið landsins. Leikmenn liðanna hafa burði til að gera góða hluti ef þeir leggja sig fram. ■ „Hundfúir / B10 ■ Þungu fargi... / B10 Frábær tilfinning Ivar Ingimarsson skoraði sigur- mark IBV þegar skammt var til leiksloka, með skalla eftir horn- spyrnu Baldurs Bragasonar. Þetta var aðeins annað markið sem hann gerir fyrir ÍBV frá því hann hóf að leika með liðinu fyrir rúmu ári síð- an. „Það var alveg frábær tilfinn- ing að sjá á eftir boltanum í netið. Þetta var búið að vera mjög erfiður leikur fram að markinu. Við vorum farnir að detta svolítið aftarlega á völlinn í síðari hálfleik, en náðum að gera það sem þurfti til að sigra,“ sagði ívar með bros á vör eftir leik- inn. Hann sagði leikinn hafa verið mjög góðan og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. „Ég held að þetta hafi verið mjög skemmtilegur leikur á að horfa fyrir áhorfendur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var slæmt að fá markið á okkur í upphafí leiks, en við náðum að svara fljótlega og komumst þannig aftur inn í leikinn. Það er ekki oft sem það hefur tekist í leikjum okkar í sumar. Það er bú- inn vera einhver doði yfir leikjum okkar í upphafi móts en ég held að nú séum við búnir að yfirstíga það eftir þennan mikOvæga sigur & KR.“ Nú geríð þið bæði mörkin úr homspymum, vom þið búnir að æfa þær sérstaklega íyrír þennan leik? „Já, en við höfum hingað til ekki fengið mikið út úr homspymum. En við eram með góða skallamenn og eigum að geta nýtt okkur það eins og við gerðum í þessum leik.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.