Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 12
12 B PRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 KNATTSPYRNA MORGUNBLADIÐ KVA KVA vann fyrsta leikinn í 1. deildinni í ár er liðið lagði KA 1:0 á heimavelli sínum á *£skifirði. Eina mark leiksins gerði Egill Örn Sverrisson úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Jóhannsson skrifar Fyrri hálfleikur var mjög daufur og fátt um fína drætti. Bæði lið voru varkár í leik sínum og aðeins ■■■■■■ eitt marktækifæri Benedikt sem leit dagsins ljós. Pað var þegar Guð- mundur Steinarsson komst einn inn fyrir vöm KVA, en hitti ekki markið. Dean Martin, leikmaður KA, þurfti að yfirgefa völlinn undir lok hálfleiksins vegna meiðsla. Síðari hálfleikur var mun líflegri og bæði liðin sóttu nokkuð stíft. Kri- stján Svavarsson komst einn inn fyrir vöm KA en náði ekki að nýta sér það og á 60. mínútu braut Magnús Sigurðs- son á Kelly Gres- ham innan víta- teigs og víta- spyrna dæmd. Eg- ill Om tók spyrn- una og skoraði af öryggi. Eftir markið sóttu KA- •menn mjög stíft en besti leikmaður vallarins, mark- _______ vörðurinn Ra- jkovic, varði allt sem á markið kom. Um miðjan síðari hálfleik braut Magnús Sigurðsson, leikmaður KA, á Róberti Haraldssyni rétt utan vítateigs og fékk þar með aðra áminningu sína og varð að yfirgefa völlinn. Eftir það dró úr sóknar- þunga KA og leikurinn fjaraði út. Veigur Sveinsson, Kelly Gresham og markvörðurinn Rajkovic vom bestu leikmenn heimamanna, en Guðmundur Steinarsson bestur KA-manna. €úi 8^3 „Maður leiksins: Rajkovic, KVA. KVA með tvo í láni fiá Einherja KVA tefldi fram tveimur nýjum leikmönnum frá Júgóslavíu í sigurleiknum gegn KA um heigina. Eru það markvörður- inn Rajkovic og framheijinn Cvejic Radojica, sem raunar kom inn á sem varamaður í síð- ari hálfleik. Leikmennirnir tveir eru á mála hjá Einherja á Vopnafirði, en voru lánaðir til KVA gagngert fyrir leikinn gegn KA og tilkynntu síðan fé- lagaskipti aftur yfir í Einherja í gær. Oskar Garðarsson, hjá knatt- spymudeild KVA, segir að sam- komulag hafi verið gert milli KVA og Einherja um þessi leik- mannaskipti. „Við vorum í markmannsvandræðum og höf- um leitað að markverði í Jú- góslavíu undanfarnar vikur. Það hefur ekki gengið eftir enn sem komið er og þess vegna brugðum við á það ráð að fá markvörð Einherja fyrir þenn- an leik. Svo varð raunar úr að landi hans, sóknarmaður, íylgdi með íþessum pakka," segir Óskar. Slík félagaskipti leikmanna úr einu liði í annað eru heimil- uð tvívegis á hverju tímabili fram til 31. júlí ár hvert eftir að félagaskiptalögum var breytt á sfðasta ársþingi KSÍ. Voru þær breytingar gerðar til að félög gætu lánað leikmenn sfn á milli og fengið þá sfðan jafnvel til baka aftur. Slíkur lánstfmi er oftast einn mánuður hið minnsta, en KVA-menn nýttu sér lagabreytinguna og fengu tvo leikmenn lánaða aðeins fyr- ir einn leik. Óskar telur umrædd félaga- skipti ekki siðlaus. „Staða liðs- ins var orðin erfið, við höfðum tapað þremur ieikjum í röð og menn vildu neyta allra ráða í þetta skipti til að sigra. Og þessi skipti voru aðeins hugsuð fyrir þennan eina leik, það er enginn feluleikur með það,“ sagði Óskar. Hann taldi ekki líklegt að KVA myndi endur- taka leikinn í sumar, en það væri þó ekki útilokað. „Menn koma og fara, meira og minna allt sumarið," sagði hann. Þess má þó geta að von er á mark- verði frá Júgóslavfu til KVA innan skamms. Þess má geta að markvörður- inn Rajkovic var valinn maður leiksins af Morgunblaðinu og f umsögn um leikinn segir m.a. að hann hafí verið besti maður vallarins og varið allt sem að marki kom f sfðari hálfleik er sóknir KA-manna voru sem harðastar. Edilson barínn og rekinn fyrir að leika sér BRASILÍSKI landsliðsmað- urinn Edilson var rekinn úr landsliðshópnum, sem átti að helja keppni í Suð- ur-Ameríkumótinu í lok mánaðarins, fyrir að Ieika sér með knöttinn í leik fé- lagsliða. Um var að ræða seinni leik liðanna Cor- inthians, liðs Edilsons, og Palmeiras í úrslitum Suð- ur-Ameríkukeppni félags- liða. Edilson hafði gert út um leikinn með marki sem gerði stöðuna samanlagt 5:2 fyrir Corinthians. Edil- son fékk þá sendingu á miðjunni og lék sér að því að halda knettinum á lofti og lét hann rúlla niður bak- ið á sér. Leikmenn Pal- meiras reiddust svo mikið við þetta að þeir réðust á hann fleiri en einn. Upp úr því spunnust slagsmál fleiri leikmanna inni á vellinum en áhorfendur héldu still- ingu siuni. Hætta varð leiknum og atvikið hafði ofangreind eftirmál fyrir Edilson, sem hafði nýlokið keppnisbanni með landslið- inu. Morgunblaðið/Jim Smart PÁLL Einarsson faðmar Hrein Hringsson eftir að Hreinn hafði skorað sigurmark Þróttar gegn Skallagrími á Valbjarnarvelli. Fyrsti sigur Willum Þór Þórsson, þjálfari Þróttar Líst vel á framhaldið ^VIÐ spiluðum skynsamlega og stjórnuðum leiknum,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Þróttar eftir 1:0 sigur á Skallagrími í Laugardal. „Mér lýst vel á framhaldið. Við byrjuðum brösuglega en ákváðum að taka okkur sam- an í andlitinu og höfum nú unnið tvo leiki í röð.“ róttarar byrjuðu leikinn af krafti, dyggilega studdir af fjörugum áhorfendum, og áttu tvö ■■■MBI góð færi á fyrstu Gyifi tveimur mínútunum. Hafsteinsson Annars var meira skrifar áberandi að leik- menn liðsins léku boltanum rólega sín á milli aftarlega á vellinum og misstu hann frá sér áður en þeir náðu að skapa færi. I síðari hálfleik voru leikmenn ?róttar fljótari fram og sóknimar þyngdust. Á 65. mínútu fékk Hreinn Hringsson sendingu inn fyrir vöm Skallagríms á miðjum vellinum. Hann hljóp af sér tvo vamarmenn og sendi framhjá Vil- berg Kristjánssyni, markverði, þegar hann kom út á móti, 1:0. Vörn Skallagríms stóð sig á köflum vel, sérstaklega Bjarki Már Arnarson, sem var að vísu rekinn af velli fyrir brot á 74. mín- útu. Eftir það efldust Skallagríms- menn heldur og sóttu meira það sem eftir var leiks en náðu ekki að skora. Bestir í liði Þróttar vora Fjalar Þorgeirsson, markvörður; Kristján Jónsson, vamarmaður og Hreinn Hringsson sóknarmaður. Vilberg Kristjánsson, markvörður Skalla- gríms, stóð sig einnig vel og Bjarki Már Arnarson varnarmaður. Maður leiksins: Hreinn Hringsson, Þrótti. Þrenna Harðar í Kaplakrika ÞAÐ tók FH-inga 70 mínútur að brjóta Víðismenn á bak aftur í leik liðanna í Kaplakrika á laugardag. Gestirnir vörðust vel og ógnuðu vöm Hafnfirðinga með beittum skyndisóknum sínum, en þegar Hörður Magnússon kom heimamönnum yfir með öðru marki sínu, 2:1, var sem allur vindur færi úr Víðisliðinu. Áður en yfir lauk bættu FH-ingar tveimur mörkum við og sigruðu 4-1. Hörður Magnússon lék Suður- nesjamenn grátt í leiknum. Hann skoraði þrjú mörk og hefðu ■HHBH þau hæglega getað Stefán orðið mun fleiri, því Pálsson hann fékk gnótt góðra marktækifæra í leiknum. Fyrsta markið kom á 22. mínútu og var þar að verki téður Hörður. Hann fékk boltann á miðj- um vallarhelmingi Víðismanna, sá að markvörðurinn stóð of framar- lega og vippaði því knettinum yfir hann og í netið. Það sem eftir leið hálfleiknum gerðist fátt markvert, ef undan era skildar nokkrar góðar rispur FH- ingsins Jóns Gunnars Gunnarsson- ar og Víðismannanna Kára Jóns- sonar og Gunnars Sveinssonar. Eftir hléið komu heimamenn ákveðnir til leiks og sköpuðu sér hvert marktækifærið á fætur öðra, það besta á 65. mínútu þegar Hörð- ur skaut yfir fyrir opnu marki. Hafnfirðingar gripu um höfuð sér og bölvuðu, en gestimir færðu sér það í nyt, blésu til skyndisóknar og örfáum sekúndum síðar jafnaði Kári Jónsson metin. FH-ingar létu jöfnunarmarkið ekki slá sig út af laginu, heldur héldu áfram að sækja og rúmum fimm mínútum síðar komust þeir yfir á nýjan leik með marki Harðar Magnússonar, beint úr aukaspyrnu af löngu færi. Markið verður þó að hluta til að skyifast á markvörðinn Jón Eðvaldsson, því skotið var ekki mjög fast og alveg eftir jörðinni. Við markið var sem Garðsmenn játuðu sig sigraða. Tíu mínútum fyrir leikslok skoraði Hallsteinn Árnarsson fallegt mark með þramuskoti eftir góðan undirbún- ing Jóns Gunnars félaga síns. Hörður Magnússon fullkomnaði svo þrennu sína á lokamínútunni eftir stungusendingu frá vara- manninum Jónasi Grana Garðars- syni. Maður leiksins: Hörður Magnússon, FH. ■ Úrslit / B15 ■ Staða / B15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.