Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 22.06.1999, Síða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ „Anægð- ur með stigið“ Sigurður Grétarsson, þjálf- ari Breiðabliks, var ósátt- ur við sóknamýtingu sinna manna, en viðurkenndi að miðað við lokamínútur leiks- ins mættu Breiðabliksmenn gera sig vel ánægða með jafn- tefli. „Við fengum fjölmörg færi til að skora, m.a. skot í stöng í hvort í sínum hálfleiknum, og þannig má segja að við höfum verið óheppnir að komast ekki yfir í leiknum. En við vorum síðan heppnir að jafna undir lokin þegar aðeins nokkrar mínútur voru eftir. Eftir á að hyggja er ég því mjög ánægð- ur með stigið.“ Byrjun ykkar í deildinni hefur verið mjög góð og þið voruð taldir sigurstranglegrí gegn Víkingum. Var það of mikil pressa fyrirykkur? „Eg veit ekki hvort það er erfiðara fyrir okkur að stjóma leikjum, en það vai' alltént mjög erfitt í dag. Við náðum ekki að spila þann fótbolta sem við höfum spilað hingað tfl og sérstaklega gekk okkur illa að láta boltann rúlla. Það var allt of mikið af tilgangs- lausum kýlingum fram völlinn frá báðum liðum. Leikurinn var því ekki áferðai-fallegur á að horfa og við verðum bara að horfa til næsta leiks og reyna að gera betur þá.“ í fyrstu leikjunum hafíð þið skapað ykkur mörg mark- tækifæri, en nýtingin er kannski ekki mjög góð? „Nýtingin er alls ekki nógu góð, það er rétt og við verðum að laga það í næstum leikjum. Svo er heppnin ekki alltaf á okkar bandi og t.d. skutum við tvisvar í stöngina í þessum leik. Vonandi breytist það í næstu leikjum." „Ótrúlega svekkjandi“ Sumarliði Árnason, sem skoraði mark Víkinga í leikn- um, var afar daufur í dálkinn eftir leikinn. Annan leikinn í röð náði hann forystu fyrir lið sitt í jöfnum leik, en þurfti svo að horfa upp á jöfhunarmark undir lokin. „Þetta var alveg ótrúlega svekkjandi og ég hreinlega skil þetta ekki,“ sagði Sumar- liði. „Fyrst og fremst hlýtur þetta að vera einbeitingar- leysi af okkar hálfu. Við skor- uðum og fengum tækifæri til að skora fleiri mörk áður en þeir jöftiuðu. En við nýttum ekki þau færi og ég veit eigin- lega ekki hvað skal segja við svona.“ Blikar áttu þó hættulegri færi áður en þér tókst að skora? „Jú, og við eigum að geta leikið miklu betur en við gerð- um í þessum leik. Það var hreinlega á stundum, sérstak- lega í fyrri hálfleik, eins og við kæmumst ekki upp úr fyrsta gímum. Skiptingin í seinni hálfleik hjálpaði þó til og við náðum aukinni pressu á Blik- ana. En það er hrikalegt að tapa unnum leikjum niður á lokamínútunum - alveg hreint rosalega sárt. Það má segja að við höfum tapað fjórum stig- um í tveimur síðustu leikjum og maður á eflaust eftir að rifja þetta oft upp í huganum. En það þýðir ekkert að gefast upp - næsti leikur er strax á miðvikudagskvöld [annað kvöld] heima gegn Eyjamönn- um og þá verðum við að vera tilbúnir,“ sagði Sumarliði, sem nú er meðal markahæstu manna deildarinnar, með fjög- ur mörk í sex leikjum. KNATTSPYRNA I : Morgunblaðið/Jim Smart SUMARLIÐI Árnason, framherji Víkinga, er sloppinn inn fyrir vörn Breiðabliks og eftirleikurinn var auðveldur - mark á 74. mín. Enn glutra Víking- ar niður stigum VÍKINGAR glutruðu niður sigri í jafntefli á lokamínútunum gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli á sunnudag, rétt eins og þeir höfðu gert viku áður á Laugardalsvelli gegn Grindvíkingum. Lyktir leiksins i Kópavogi urðu 1:1-jafntefli og verða það að teljast sanngjörn úrslit í fremur kaflaskiptum leik þar sem heimamenn höfðu frumkvæðið lengst af en voru svo stálheppnir að fá stig- unum skipt undir lokin. Breiðablik hefur komið liða mest á óvart í sumar, m.a. náð fjór- um stigum af toppliðunum IBV og KR. Velgengni liðsins Björntngi hefur vakið athygli, Hrafnsson enda er það nýliði í skrifar deildinni. Leiksins gegn Víkingum - hin- um nýliðum deildarinnar - var því beðið með talsverðri eftirvæntingu og með sigri hefðu Blikar blandað sér alvarlega í baráttuna á toppi deildarinnar. Velgengnin í upphafi móts hefur þó ekki stigið Blikum til höfuðs ef marka má leikskrána sem dreift var til áhorfenda fyrir leik. Undir yfir- skriftinni „Höldum okkur á jörð- inni“ er fjallað um gott gengi liðsins í fyrstu leikjunum en jafnframt á það minnt að gengi í íþróttum geti verið fallvalt og nefnt sem dæmi að Þróttarar hafi haft 13 stig og góða markatölu eftir fyrri umferð í fyrra en samt orðið að bíta í það súra epli að falla niður í 1. deild. Slík vamaðarorð eru mælt af skynsemi og greinilegt er að í Kópavogi er ekki tjaldað til einnar nætur í knattspymunni. Sterkur vindur setti mjög svip sinn á viðureign liðanna á sunnudag og kom hann að mestu í veg fyrir skipulegt spil. Þannig áttu langar sendingar það til að breyta skyndi- lega um stefnu og eins gekk leik- mönnum bölvanlega að finna sam- herja á stundum. Fyrri hálfleikur einkenndist af þessu og liðin skiptust á um að hafa frumkvæðið. Flest færin féllu heimamönnum í skaut, það besta þegar Kjartan Einarsson fékk knöttinn á auðum sjó í vítateig Vík- inganna eftir hálftíma leik en var alltof seinn að athafna sig. í stað þess að skjóta sendi Kjartan á Ivar Sigurjónsson og ágætt skot hans small í stöng Víkingsmarksins og þaðan út af. Víkingar fengu einnig nokkur hálffæri og næst komust þeir því að skora þegar ágætur skalli Hauks Úlfarssonar smaug, eftir horn- spymu, rétt fram hjá stönginni. Heimamenn urðu að gera breyt- ingu á liði sínu í leikhléi því Guð- mundur Karl Guðmundsson meidd- ist undir lok fyrri hálfleiksins. í hans stað kom nafni hans Gíslason og átti ágæta spretti á hægri kantinum. Þrjár skiptingar Víkinga Annars var heldur fátt um fína drætti lengi fram eftir seinni hálf- leik, utan þess að Marel Baldvins- son skaut í stöng úr upplögðu færi og þar sluppu Víkingar aftur með skrekkinn. Við svo búið gerði Lúkas Kostic, þjálfari Víkinga, þrjár breytingar á liði sínu og virtist það bera tilætlaðan árangur; meiri kraftur hljóp í sóknarleik liðsins og sendingar gengu betur á milli manna. Atti það einkum við um sóknarmanninn Arnar Hrafn Jó- hannsson, að betur færi ef hann sendi stundum á samherja í stað þess að einblína á eigin möguleika í stöðunni. Eftir fremur harða hríð Blika að marki Víkinga kom svo fyrsta markið í leiknum - og það skoruðu Víkingar. Arnar Hallsson sendi þá laglega sendingu langt upp völlinn og Sumarliði Ai'nason sýndi mikla snerpu, sneri af sér varnarmann og sendi knöttinn laglega fram hjá Atla Knútssyni markverði. Skömmu síðar munaði minnstu að Sumarliði endurtæki leikinn nánast alveg en ágætt skot hans fór rétt fram hjá. Það stefndi því í heldur óvæntan sigur gestanna er Blikar björguðu málunum með jöfnunarmarki. Arn- ar Hallsson braut þá á Guðmundi Páli, sem reyndi að leika knettinum inn í vítateig, og Kjartan Einars- son skaut hörkuskoti að marki úr aukaspyrnunni. Ekki vildi betur til en svo að Gunnar S. Magnússon, markvörður Víkinga, varði en hélt ekki knettinum og eftirleikurinn var næsta auðveldur fyrir fyrirlið- ann, Hákon Sverrisson, sem jafn- aði metin með skoti nánast af marklínu. Skömmu síðar flautaði Gylfi Orrason, mjög góður dómari leiks- ins, til leiksloka og ekki var laust við að heimamenn önduðu léttar en vonbrigði Víkinga voru að sama skapi mikil. Annan leikinn í röð höfðu þeir glutrað mikilvægum sigri niður í jafntefli á lokamínútunum og verða að skrúfa fyrir þann leka í næstu leikjum. Bestur í liði heimamanna var fyr- irliðinn Hákon Sverrisson sem vann vel og lék af skynsemi. Þá var Mar- el Baldvinsson að venju skeinuhætt- ur í fremstu víglinu en fékk ekki að þessu sinni nægan efnivið að moða úr. I vöminni sást að það munaði um Che Bunce sem farinn er heim til Nýja-Sjálands að leika með liði þjóðar sinnar í Álfukeppninni í knattspyrnu. Bestur Víkinga var framherjinn Sumarliði Árnason en ávallt skap- aðist mikil hætta í kringum hann. Þá áttu þeir Gordon Hunter og Arnar Hallsson ágætan leik og eins verður þjálfarinn Lúkas Kostic að fá prik fyrir þrefalda skiptingu sína í seinni hálfleik - sem færði aftur líf í leik Víkinga. Þar sýndi þjálfarinn að hann þorir að taka áhættu. Jafn- víst er að Lúkas á eftir að velta jöfnunarmarkinu vel og lengi fyrir sér. Bjarki Pétursson treysti sér ekki til að leika BJARKI Pétursson, framherji Blikanna, var ekki í byrjunarliði þeirra eins og til stóð. Leikmaðurinn var á skýrslu, en skðmmu fyrir leik kom í [jós að hann hafði ekki heilsu til að leika og var þvf ívar Sigurjónsson settur í framlfnuna f hans stað. „Bjarki átti að leika, en treysti sér svo ekki til þess skömmu fyr- ir leik,“ sagði Sigurður Grétarsson, þjálfari liðsins. Hann nefndi einnig að Kjartan Einarsson, miðjuleikmaður liðsins, hefði átt við veikindi að stríða dagana fyrir leikinn, en hefði þó getað spilað þegar að leiknum kom.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.