Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 B 13 SsaSs li « BllNAÐAR BANKB0 "■'ÁTr'anTsT Trúi að Afar dauft var yfir Has- an Lika, þjálfara Teuta Durres, að leikslokum en hann féllst samt á að ræða aðeins um leikinn. „Ég bjóst ekki við þessu, við byrjuðum vel og komumst yfir en mótherjarnir fengu vafasamt víti og þegar á bættust varnar- mistök hjá okkur misstum við Ieikinn úr höndunum. Þeir græddu á mistökun- um og unnu,“ sagði þjálf- arinn. En telur hann að leikurinn í Albam'u verði á svipuðum nótum? „Við verðum með sama lið og suint verður hægt að bæta en það þarf að laga sókn- arleikinn. Ég vissi eigin- lega ekkert um mótherj- ana en veit meira núna. Ég vona líka að við mun- um spila betur í síðari leiknum, enda á heima- velli sem ætti að hjálpa til en þetta verður mikií vinna,“ sagði þjálfarinn og var orðinn upplitsdjarfari. „Hvort við skorum nóg af mörkum veit ég ekki en það getur allt gerst - svo- leiðis er knattspyman," sagði Lika þjálfari. þetta dugi „ÞAÐ er mikill léttir að skora þessi mörk, að ég tali nú ekki um miðað við hvað á undan er gengið," sagði Alexander Högnason fyrirliði ÍA. „Ég hafði alltaf trú á að við myndum vinna leikinn en við vissum að við þyrftum að vinna með tveimur eða þremur mörkum til að eiga mögu- leika á að komast áfram í keppninm og ég trúi ekki öðru en að þessi úrslit dugi okkur til þess. Ég veit ekki hvort við vinnum í Albam'u en við ættum auðveldlega að geta haldið haldið jafntefli og munum leggja áherslu á að verj- ast.“ Fyrirliðiim hefúr áð- ur keppt fyrir LA í Albaníu því hann var með liðinu, sem fór þangað 1993 og segir að aðstæður hafi ver- ið slæmar. „Þeir eru mun sterkari á heimavelli og munu leggja meira á sig og aðstæðurnar henta þeim mjög vel. Til dæmis lékum við í 40 stiga hita þegar ég spilaði þarna áð- ur,“ sagði Alexander. Allt getur gerst í Albaníu RAGNAR Hauksson fagnar fyrra marki sínu á Skipaskaga. Morgunblaðið/Sverrir ÞAÐ hýrnaði heldur betur yfir Skagamönnum á laugardaginn þegar hvert markið rak annað í fyrri leik ÍA við albanska liðið Teuta Durres í Getraunakeppni Evrópu því markastíflan, sem hrjáð hefur Akranes í sumar, virðist vera að bresta og sigruðu Skagamenn 5:1. Með fjögurra marka forskot í farteskinu eru möguleikar Akurnesinga á að ná hagstæðum úrslitum í síðari leik liðanna í Albaníu um næstu helgi ágætir. Hinsvegar ættu Skagamenn að vita að kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið því þeir féllu út úr síðustu Evrópukeppni sinni á marki, sem mótherjarnir skoruðu á Skipaskaga. Frá fyrstu mínútu var barist um völdin á miðjunni og náðu Skagamenn þar fljótlega völdum þvi þeir stukku í alla Stefár bolta og lögðu sig Stefánsson meira fram en Alban- •zknfar * íumennirnir. Aður en stundarfjórðungur var liðinn af leiknum hafði þremur skotum Skagamanna verið bjargað í horn en eftir klaufaleg mistök í vöm þeirrra á 16. mínútu skoraði Dritan Babamusta fyrir gestina. Það sló ekki á baráttu Akurnes- inga, þeir náðu sér á strik og sex mínútum síðar var Gunnlaugi Jóns- syni brugðið inni í vítateig Albana svo að dæmd var vítaspyrna, sem Pálmi Haraldsson skoraði örugg- lega úr í vinstra hornið. Öðrum sex mínútum síðar sendi Pálmi boltann frá hægri inn í vítateig gestanna á Kenneth Matjane, sem skallaði skemmtilega inn í markteig á Ragnar Hauksson, sem kom IA í 2:1. Eftir markið bökkuðu Skaga- menn aftar á völlinn og freistuðu þess að fá Albani framar. Það gekk eftir og Ragnar átti hörkuskot í að slá rétt fyrir leikhlé og á síðustu mínútu fyrri hálfleiks sendi Kenn- eth laglega hælspymu á Ragnar rétt utan vítateigs, sem þrumaði í markið. Eftir hlé freistuðu Albanar þess að pressa enn framar á Skaga- menn en það dugði skammt því enn fengu Akurnesingar færi. Mörkin létu þó bíða eftir sér en á 77. mínútu stakk Kenneth af vam- armenn Teuta Durres og bætti við fjórða markinu og sex mínútum síðar skallaði hann boltann í netið frá markteig Albana eftir góða sendingu Jóhannesar Harðarson- ar. Skagamenn vora vel að þessum sigri komnir því með góðri baráttu náðu þeir að brjóta niður baráttu- vilja gesta sinna. Reynir Leósson, Gunnlaugur Jónsson og Pálmi Haraldsson áttu góðan leik eins og Kenneth, Ragnar Hauksson og Kári Steinn Reynisson. Svo að enn sé minnst á slaka stöðu Skaga- manna í deildinni, þar sem þeir verma botninn ásamt Val, er ljóst að ef liðið heldur áfram að spila eins og það gerði á laugardaginn mun það fara að stríða toppliðum deildarinnar. Logi ánægður „ÉG er ánægður með lcikinn því við gerðum það sem við ætluðum okkur að gera,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skaga- manna, eftir leikinn og brosti breitt. „Ætlunin var að sækja verulega á þá, skora mörk og vinna sannfærandi sigur því við vitum að þeir eru erfiðir heim að sækja eins og sést á frammistöðu þeirra á heima- velli miðað við útivelli. Við fengum að vísu á okkur mark í upphafi og það vakti okkur en þessi fjögur mörk, sem við eig- um á þá, verða að duga okkur - það má mikið ganga á ef það gengur ekki upp. Við duttum út úr Evrópukeppninni í fyrra á mörkum skoruðum hjá okkur á heimavelli og ætlum ekki að Ienda í sömu súpunni aftur,“ bætti Logi við og þegar spurð- ur um hvort markaleysið, sem hrjáð hefúr Skagamenn - eitt mark í fimm leikjum í deildinni en fjögur í bikarleik og síðan fimm í Evrópuleik - brosti hann í kampinn. „Við erum búnir að yfirvinna þetta vanda- mál og ég vona að fjölmiðlar fari að gera það líka og finni eitthvað annað til að skrifa um.“ Fjögur mörk í farteskinu ■ IVAR Jónsson leikmaður Fram verður frá keppni um tíma, en hann meiddist aftur í handlegg í leik gegn ÍBV á dögunum. Leikmaður- inn var nýlega búinn að ná sér eftir handleggsbrot þegar atvikið gerð- ist. ■ PETER Schmeichel, landsliðs- markvörður Dana og Mancheste#' United, skrifaði undir tveggja ára samning við portúgalska liðið Sporting frá Lissabon um helgina. Kaupverðið er 3 milljónir punda og fær hann helming þess við undir- skrift, eða um 175 milljónir ís- lenskra króna og restina á samn- ingstímanum. Hann fær auk þess stórt einbýlishús til afnota. ■ SCHMEICHEL, sem er orðin 35 ára, endaði átta ára vera sína hjá United í síðasta mánuði eftir að hafa unnið „þrennuna" eftirsóttu; enska meistaratitilinn, bikarmeist- aratitilinn og Evrópumeistaratitil- inn. Sporting, sem hefur ekki unnið portúgalska meistaratitilinn í 17 ár, endaði í fjórða sæti deildarinnar f ár, 16 stigum á eftir meistm-urri Porto. ■ MAGNUS Arvidsson leikmaður sænska knattspyrnuliðsins Trelle- borg gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk á innan við fjóram mín- útum í leik gegn Norrköping, liði Þórðar Þórðarsonar, í 1. deild á mánudag. Trelleborg vann 5:2. Ar- vidsson er ekki óvanur að skora þrennu á skömmum tíma því hann gerði þrjú mörk á um 90 sekúndum er hann lék með Hassleholm gegn' Landskrona árið 1995. ■ DÓMARI í Tórínó hefur afhent Giovanni Petrucci, forseta ítölsku Ólympíunefndarinnar, sem er yfir- maður íþróttamála á Ítalíu, lista yf- ir hóp knattspyrnumanna sem era sagðir hafa notað ólögleg lyf. Dag- blöð í landinu álíta að fjöldi leik- manna á listanum sé frá 60 til 200. f kjölfar ásakana Zdenek Zemen, þjálfara Roma, á síðasta ári um al- menna lyfjanotkun leikmanna í 1. deildinni var farið fram á formlega rannsókn til þess að komast að því hve lyfjanotkun væri útbreidd með- al íþróttamanna. ■ BIXENTE Lisarazu, varnar- maður hjá Bayern Miinchen og^ franska landsliðinu, hefur fram- lengt samning sinn við Bayern til 2003. Lisarazu þykir vera einn besti vinstri bakvörður heims og vora mörg lið búin að hugsa sér gott til glóðarinnar þegar samning- ur hans við Bayern myndi renna út. ■ MARCELO Salas, framherji Lazio og Chile, hefur verið orðaður við Arsenal. Arsene Wenger, fram- kvæmdastjóri liðsins, leitar nú óð- fluga að eftirmanni Nicolas Anelka, en fulllvíst þykir að hann fari frá fé- laginu. ■ FORRÁÐAMENN Lazio vilja hins vegar ekki missa Salas. Þeir hafa hins vegar boðið Wenger að tékkneska landsliðsmanninn Pavel Nedved og Ivan De La Pena í skiptum fyrir Anelka. ■ ROY Keane, fyrirliði Manchest- er United, mun skrifa undir nýjan samning við félagið á næstu vikum. Samningurinn er talinn vera um sjö milljóna punda virði. Ef Keane skrifar ekki undir er Lazio tilbúið að bjóða tuttugu milljónir punda í kappann. ■ VICTOR Ikpeba, leikmaður með Mónakó og landsliði Nígeríu, hefur verið seldur til Borussia Dort- mund. ■ ENSKA úrvalsdeildarliðið Liver- pool hefur keypt Sander Wester- veld frá Vitesse Arnheim fyrir tæpar 450 milljónir króna. Er um að ræða hæstu fjárhæð sem enskt lið hefur greitt fyrir markvörð. Fyrra metið átti Everton sem hafði greitt um 370 milljónir króna fyrúí Steve Simonsen frá Tranmere.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.