Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 B 11 KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson BIRKIR Kristinsson átti góðan leik í marki ÍBV. BIRKIR Kristinsson, markvörður ÍBV, stóð í ströngu og varði oft vel. „Þetta var mjög góður leikur. KR-ingar byrjuðu af gífurlegum krafti og komu mér á óvart með snörpum leik. En ég er á því að við hefðum átt að geta komið í veg fyrir þetta mark, áttum að vera búni.r að hreinsa frá.“ Birkir sagði að mark Sigþórs hafí verið glæsilegt. „Ég átti ekki möguleika á að verja það. Eftir það náðum við tökum á Valur B. leiknum og skoruð- Jónatansson um og áttum að skrífar bæta við. Síðan jafnaðist leikurinn og þetta var meiri barátta í síðari hálfleiknum. Ég var farinn að sjá þetta fjara út í jafntefli og búinn að sætta mig við það þegar loksins markið kom,“ sagði Birkir. Er erfitt að eiga við skotin frá framlínumönnum KR? „Já, þeir eru erfiðir. Maður veit aldrei hvenær skot koma frá þeim því þeir þurfa lítið pláss til að athafna sig. Þeir halda boltanum vel og alltaf hætta á að það verði víti þegar þeir koma inn í teiginn. Ég átti reyndar von á fleiri skotum eftir að þeir komust yfir vegna þess að þeir virtust hafa þá öll tök á leiknum. En eftir að við náðum að jafna áttum við ekki minna í leiknum en þeir.“ Er þetta besti leikurinn hjá ykkur í sumar? „Já, ég held að það sé engin spum- ing. Við spiluðum reyndar ágætlega í fyrstu umferð á móti Leiftri, en mót- spyman var mun meiri núna á móti KR. Það hefur vantað eitthvað í þetta hjá okkur í leikjunum á undan, en við mættum mjög einbeittir til leiks gegn KR og það skilaði þessum úr- slitum. Við vomm búnir að ræða mik- ið saman fyrir þennan leik og vomm ákveðnir í að sýna okkar styrk. Það þarf oft lítið til að „peppa“ menn upp á móti svona stórliði eins og KR. Það er lið sem allir vilja vinna." Heldur þú að þessi leikur geti verið vendipunktur fyrir lið ÍBV? „Já, ég hef trú á því. Við eigum eftir að koma sterkir inn í mótið eftir þennan leik. Ég hef reyndar aldrei verið smeykur um við næðum okkur á strik fyrr en síðar. En kannski hefði það getað komið of seint ef við hefðum tapað á móti KR. Nú eram við komnir í efsta sæti og við eigum að geta haldið okkur þar. Með sama hugarfari og við fóram með í þennan leik eigum við eftir að halda þessu áfram. Þó að það komi auðvitað alltaf einn og einn leikur þar sem hlutirnir ganga ekki upp. Við erum með það leikreynt lið að við eigum að vera með í toppbaráttunni.“ Birkir Kristinsson, markvörður Eyjamanna Hefðin rík v. í Grindavík Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson INGI Sigurðsson og Sigþór Júlíusson kljást um knöttinn. Steingrímur Jóhannesson í baksýn. GRiNDVÍKINGAR hafa ekki tapað fyrir grönnum sínum úr Kefla- vík á heimavelli sínum síðan þeir komust upp í efstu deild og það var engin breyting þar á er liðin mættust á sunnudaginn. Heimamenn höfðu betur og unnu 2:0 og hafa nú unnið fimm heimaleiki í röð á móti Keflavík, sem nú er komið í fallbaráttu- slag. Við vorum betri en þeir unnu hornspymu Keflvíkinga og lokamín- útu hálfleiksins bjargaði Norkopic aftur á línu eftir homspymu og skalla frá Gunnari Oddssyni. Grind- víkingar fengu ekki eitt einasta færi i fyrri hálfleik og áttu aðeins tvö skot sem hittu ekki markið. Grindvíkingar komu mjög ein- beittir til síðari hálfleiks og vora komnir yfir eftir aðeins sjö mínútur. Skotinn McMillan, sem hafði ekkert gert af viti í leiknum, skoraði þá gott mark með skoti rétt innan vítateigs. Áíram héldu heimamenn undan sterkum vindinum og uppskára ann- að mark á 67. mínútu. Það var vel að því staðið. Falleg sókn upp vinstri kantinn sem Kekic batt endahnútinn á með skoti rétt utan vítateigs, sem' hafnaði efst í hægra markhominu. Eftii' að staðan var orðin 2:0 reyndu Keflvíkingar að færa sig framar á völlinn, en það var aðeins til þess að Grindvíkingar fengu enn meira rými í framlínunni. Þeir vora í tvígang nálægt þvi að bæta við marki, en Bjarki markvörður varði meistaralega í bæði skiptin í hom. Fyrst frá Ramsey, sem komst einn í gegn og síðan frá Duro Mijuskovic, sem fékk opið færi. Grindvíkingar vora slakir í fyrri' hálfleik, en bitu í skjaldarrendurnar í þeim síðari og réðu þá lögum og lof- um á vellinum. Barátta þeirra var aðdáunai-verð á meðan Keflvíkingar vora nánast sem áhorfendur. Kefl- víkingar vora reyndar óheppnir að ná ekki að skora í fyrri hálfleik. Sig- urður Björgvinsson, þjálfari Keflvík- inga, sagðist í fyrstu ekki vilja tjá sig um leikinn við Morgunblaðið, en bætti síðan við: „Þetta vora einfald- lega sanngjöm úrslit. Við voram að leika illa og ekki tilbúnir í þennan leik. Það er bláköld staðreynd að nú er það fallbaráttan sem blasir við hjá okkur,“ sagði Sigurður. „MÉR fannst við vera mikið betri í þessum ieik, ég verð að segja alveg eins og er,“ sagði Sigursteinn Gíslason, miðjumaður KR, eftir leikinn. „Þetta er kannski refsing fyrir að hafa unnið Skaga- menn í fyrsta leiknum. Þá voru þeir betri en við unnum. Nú vor- um við betri en þeir unnu.“ Sigursteinn segir að enn komi það í ljós að mörkin gildi í knatt- spymunni. „Þeir nýttu tvær horn- spyrnur og þar Bjöm Ingi vorum afar Hrafnsson kærulausir í vörn- skrífar inni - menn vora alls ekki nægilega einbeittir. Við lékum til sigurs í þess- um leik, sóttum á fleygiferð og lent- um oft í því að komast fjórir til fimm í skyndisókn. Þá klikkaði einhver sendingin hvað eftir annað og brodd- m-inn fór úr þeirri sókninni. Þetta verðum við að laga, en mér fannst þeir aðeins spila upp á langar send- ingar og láta Steingrím hlaupa og hlaupa. Það var það eina sem þeir gerðu og aðeins einu sinni tókst hon- um að koma okkur í veruleg vand- ræði. Mörkin þeirra komu hins veg- ar úr fóstum leikatriðum og það get- um við ekki sætt okkur við.“ Sigursteinn sagði að fátt hefði komið á óvart í leik Eyjamanna. „Þeir voru bara eins og þeir era alltaf. Léku sinn agaða bolta, voru mjög skynsamir og kýldu fram á Steingrím, sem hleypur bara og hleypur eins og Forrest Gump,“ sagði hann og hló og bætti við að samlíkingin ætti aðeins við um hlaupastílinn. Eyjamenn töldu sigur í þessum leik algjöra nauðsyn, en hvað þýðir tap fyrir ykkur KR-inga? „Við erum á fullu í mjög erfíðu verkefni, sem era fjórir leikir á að- eins tólf dögum. Fyrst nú gegn Eyjamönnum, þá heima gegn Fram á fimmtudagskvöld, úti á Ólafsfirði á sunnudag og heima miðvikudaginn eftir gegn Fylki í bikarnum. Svona er þetta hjá fleiri liðum og mitt mat er að eftir fyrri umferðina í deildinni verði hægt að leggja raunhæft mat á stöðu liðanna.“ Eftir góða byrjun hefur liðið gefið eftir og aðeins hlotið eitt stig af sex mögulegum gegn Breiðabliki heima ognú IBV á útivelli. „Ja, hvaða lið eru sterk og hvaða lið eru veik í þessari deild? Ég veit ekki betur en að Víkingum og Grindvíkingum hafi verið spáð falli, en bæði þessi lið hafa verið að safna Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindvíkinga, var ánægður með sigurinn. „Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur VaiurB. °g Þ»ð var allt Jónatansson annað að sjá til skrífar liðsins í þessum leik en leikina á undan. Það var fyrst og fremst gríð- arleg barátta í liðinu í síðari hálfleik sem færði okkur sigurinn. Okkar lið hefur vantað sjálfstraust og ég hef trú á því að það komi núna eftir þennan sigur. Við erum með gott lið og það hefur enn ekki sýnt það sem í því býr,“ sagði Jankovic. Strekkingsvindur setti nokkurn svip á leikinn. Keflvíkingar léku und- an vindinum í fyrri hálfleik og vora þá meira með boltann og sköpuðu sér nokkur færi. Kristján Brooks fékk sannkallað dauðafæri á upphaf- smínútunum, en vamarmaður Gr- indvíkinga náði að komast fyrir skot hans. Um miðjan hálfleikinn komst Adolf Sveinsson einn inn fyrir vöm Grindvíkinga, en máttlaust skot hans fór framhjá. Tveimur mínútum síðar bjargaði Kekic á marklínu eftir r v stigum. Ég get ekki séð annað en að allir geti tekið stig af öllum. Eyja- menn eiga eftir að tapa stigum, við líka og það gildir um öll hin liðin í deildinni. Mótið virðist mjög jafnt að þessu sinni og mín spá er sú að það vinnist á færri en fjöratíu stigum að þessu sinni.“ Fimmti heimasig- ur Grind- víkinga KEFLVÍKINGAR hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í Gr- indavík í efstu deild undan- farin fjögur ár og það var engin breyting á því á sunnudag. Grindvfkingar hafa hins vegar alltaf tap- að í Keflavík. Gunnar með tíma- mótaleik GUNNAR Oddsson, annar þjálfari Keflvíkinga, lék á sunnudag 250. leik sinn í efstu deild er liðið mátti þola 2:0 tap í Grindavík. Hann nálgast nú met Sig- urður Björgvinssonar, þjálfara liðsins, sem lék 267 leiki á sínum tíma. Þeir eru einu leikmennirnir sem hafa leikið 250 leiki í efstu deild. Sýndum loks okkar styrkleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.