Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson JÖFNUNARIMARK Eyjamanna. Á fyrstu myndinni sést hvað þeir Hlynur Stefánsson og ívar Ingimarsson eru á auðum sjó inn í vítateig KR-inga, þar sem varnaraðgerðir eru ekki upp á marga fiska, Sigþór Júlíusson við nærstöng, Guðmundur Benediktsson og Kristján Finnbogason við fjærstöng, David Vinnie út í markteig. Á annarri myndinni er Hlynur (nr. 7) búinn að spyrna í knöttinn, sem hafnar i netinu á þriðju myndinni. Fjórða myndin sýnir er Hlynur hleypur fagnandi frá marki, ívar á eftir honum. Færeyingurinn Állan Mörköre og Ingi Sigurðsson fagna úti á vellinum. Ingi rautt INGI Sigurðsson fékk að sjá rauða spjaldið stuttu fyrir leikslok í Eyjum, þegar hann braut á Einari Þór Dan- íelssyni. Ingi hafði áður fengið að sjá gula spjaldið fyrir brot á Sigurði Erni Jónssyni. Stuttu áður hafði Ingi óskað eftir skiptingu. Þegar Bjami Jóhanns- son, þjálfari ÍBV, fékk skilaboðin frá sjúkra- þjálfara iiðsins, kallaði hann; Sindri! Bjami ætlaði að sefja Sindra Georgsson inn á. Ingi hrópaði á móti; nei, nei... gaf merki um að hann væri tilbúinn til að leika síðustu þrjár minútur leiksins. Að- eins mínútu síðar var honum vísað af leikvelli af Braga Bergmann dómara. Annars var Ingi heppinn að hafa ekki verið vísað af leikvelli á 33. mín. leiksins. Þá braut Sigurður Örn á honum úti á miðjum velli. Ingi var afar óhress og sló Guðmund Eyjamenn sluppu fyrir hom EYJAMENN fögnuðu sigri á KR-ingum í Eyjum. Leikurinn var afar þýðingarmikill fyrir báðar fylkingar, sem gengu inn á Há- steinsvöllinn undir tónlist úr stjörnustríðsmynd. Það var því strax blásið til orrustu. Fylkingarnar tóku hraustlega á og má segja að Eyjamenn hafi sloppið fyrir horn í viðureigninni - skor- uðu bæði mörk sín eftir hornspyrnu. Það var við hæfi að ívar Ingimarsson, besti maður vallarins, skoraði sigurmark Eyja- manna með skalla þegar sex mín. voru til leiksloka, 2:1. Hann hamraði knöttinn í þaknetið hjá KR-ingum. Greinilegt var að spennan var mikil fyrir leikinn. KR-ingar, sem flestir hafa spáð meistaratitl- ■■■■■■ inum, mættu til leiks Sigmundur taplausir, en Islands- og bikarmeistarar ÍBV höfðu ekki náð sér á strik. Flestir reiknuðu með að KR-ingar myndu leika varnarleik - láta Eyjamenn sækja, freista þess að ná hröðum sóknum til að hrella Ó. Steinarsson skrifar Morgunblaðið/Sigfús Gunnar BRÁGI Bergmann sýnir Inga Sigurðssyni rauða spjaldið. heimamenn. Atli Eðvaldsson, þjálf- ari KR-inga, var ekki á þeim bux- unum - hann tefldi fram sókndjörf- um leikmönnum, sem hófu leikinn með miklum látum; Leiftursókn! Eyjamenn voru slegnir út af laginu og eftir aðeins sex mín. þurfti landsliðsmarkvörðurinn Birkir Kristinsson að hirða knöttinn úr netinu hjá sér. Hlynur Stefánsson gerði þá mis- tök úti á vinstri kantinum, er hann var að dóla með knöttinn. Einar Þór Daníelsson náði knettinum frá Hlyn, lék upp að enda- mörkum og sendi knöttinn fyrir mark Eyjamanna. Sigþór Júlíussson tók knöttinn niður útvið vítateigslínu fyrir miðju marki og sendi knöttinn síðan með föstu vinstrifót- arskoti í netið. Birk- ir átti ekki mögu- leika að verja knött- inn, sem hafnaði út við stöng. KR-ingar héldu áfram að sækja. Greinilegt var að þeir ætluðu að fylgja óskabyijun sinni eft- ir. Þeir áttu síðan eftir að sofna á verð- inum er Eyjamenn fengu tvær hom- spymur í röð. Bald- ur Bragason tók þær báðar, hann átti síðan eftir að hrella KR-inga með homspymum sínum í leiknum. Fyrri homspyman fór þvert fyrir mark KR-inga, sem vom heppnir að Eyjamenn kæmu knett- inum ekki í netið. Þetta var aðeins forspilið, eins og Baldur væri að kanna styrk vamar KR. Augnabliki síðar tók hann aðra homspymu - knötturinn sveif inn í markteig KR- inga og stefndi í netið þegar Hlynur Stefánsson og ívar Ingimarsson geystust fram og Hlynur spymti knettinum í netið. Við þetta náðu Eyjamenn áttum og KR-ingar vora heppnir að þurfa ekki að hirða knöttinn aftur úr netinu hjá sér. Kristján Finn- bogason varði vel skot frá Ivari Ingimarssyni og Steingrími Jó- hannessyni. Sigurður Örn Jónsson gerði síðan varnarmistök, Guðni Rúnar Helgason náði knettinum, lék með hann inn í vítateig KR- inga - Kristján var kominn út úr markinu - skot Guðna Rúnars fór yfir markið. Andri Sigþórsson fékk besta tækifæri KR-inga til að bæta við marki er hann fékk knöttinn inn í vítateig Eyjamanna á 37. mín., en honum brást bogalistin - Birkir Kristinsson varði vel skot Andra. Seinni hálfleikurinn var ekki eins h'flegur og sá fyrri. Baráttan réði rikjum, án þess að liðin næðu að sfcapa sér umtalsverð mark- tækifæri - KR-ingar vora meira með knöttinn. David Vinnie átti skot ofan á þverslána á marki Eyjamanna eftir hornspymu og Sigþór skot sem Birkir varði. Steingrímur Jóhannesson átti skot að marki KR-inga á 78. mín., sem Kristján varði. Það var svo á 84. mín. sem Eyja- menn tryggðu sér sigurinn er Ivar skoraði með glæsilegum skalla frá markteig eftir homspyrnu Baldurs Bragasonar, 2:1. Eyjamenn fögn- uðu sigri í þessari orrastu - fengu þrjú dýrmæt stig og hafa tekið for- ustuna í baráttunni um Islands- meistaratitihnn. Jafntefli hefði ver- ið sanngjöm úrslit. Eyjahðið lék mjög skipulagðan leik og var aftasta vamarlínan traust með Birki Kristinsson sterk- an í markinu. KR-ingar áttu í erfið- leikum með að brjóta vöm Eyja- manna á bak aftur. Miðjumenn Eyjaliðsins létu knöttinn ganga vel og var Ivar Ingimarsson potturinn og pannan í leik þeirra - útsjónar- samur leikmaður, sem lætur knött- inn ganga vel. Ingi Sigurðsson átti marga góða spretti, en það var nokkuð einkennilegt að hann var látinn leika á vinstri kantinum. Ingi er bestur í sinni stöðu - á hægri kantinum. Það sást best í seinni hálfleik, þegar hann fór í sína stöðu er Færeyingurinn AUkan Mörköre var tekinn af leikvelh. Ingi á ekki að þurfa að víkja fyrir Mörköre. Eins og oft áður þá byggist sóknarleikur Eyjamanna á snöggum sendingum fram til Steingríms, sem er ahtaf hættulegur er hann kemst á ferð- ina. Vamarmenn KR höfðu góðar gætur á honum, þannig að Stein- grímur sýndi engar rósir. KR-hðið er skipað mörgum snjöllum knattspymumönnum, sem era leiknir og sumir hverjir mjög skotfastir. Þessir léttleikandi leikmenn áttu erfitt uppdráttar í Eyjum, þar sem heimamenn léku sfcipulagðan leik. KR-ingar vora ekki nægilega samstiga þegar þeir reyndu að ráðast til atlögu. Það sást best einu sinni þegar fjórir þeirra - Einar Þór Daníelsson, Bjarki Gunnlaugsson, Andri Sig- þórsson og Guðmundur Benedikts- son branuðu fram gegn tveimur Eyjamönnum. Fjórmenningarnir náðu ekki að nýta sér það með skipulagðri árás. Einar Þór er fljótur leikmaður, en vill oft gæla of lengi við knött- inn. Bjarki veit út á hvað knatt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.