Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRJALSIÞROTTIR Hann endur- vakti stolt Banda- ríkjamanna Hlauparinn Maurice Greene bætti heimsmetið í 100 metra hlaupi um 5 sekúndubrot í liðinni viku, meira en áður hefur verið gert. Af því til- efni rifjar Ivar Benediktsson upp feril pilts og veltir um leið fyrir sér hvort endalaust sé hægt að gera betur í dag en í gær. STOLTUR heimsmeistari og heimsmet- hafi, Maurice Greene, eftir sigurinn á HM íAþenu 1997, þar sem þá- verandi heimsmethafi, Donovan Bailey varð m.a. að játa sig sigr- aðan. Reuters Allt frá því Kansasbúinn Maurice Greene hljóp fram á sjónarsviðið fyrir fjórum árum hefur hann vakið athygli fyrir hraða og mikla hæfi- leika. Ekki síður hefur hann náð at- hygli almennings og fjölmiðla fyrir tæpitungulausar yfirlýsingar. Að eigin sögn er honum ætlað að endur- vekja stolt Bandaríkjamanna í helstu grein frjálsra íþrótta, 100 metra hlaupi, og um leið bæta heimsmetið svo rækilega að hann verði skráður á spjöld sögunnar. Á síðasta miðvikudag tókst Greene að standa við stóru orðin á alþjóðlegu stigamóti AJþjóða frjálsí- þróttasambandsins á Olympíuleik- vanginum í Aþenu. Hann setti heimsmet, hljóp á 9,79 sekúndum og gerði um leið betur en nokkrum spretthlaupara hefur áður tekist. Hann bætti heimsmetið í 100 metra hlaupi um 5 sekúndubrot sem er meira en nokkrum af forverum hans hefur áður tekist frá því rafmagns- tímataka var tekin upp í spretthlaup- um á sjöunda áratugnum. „Það er magnað að koma til Aþenu, þar sem frjálsíþróttir urðu eiginlega til, og setja heimsmet,“ sagði Greene eftir að hann setti heimsmet sitt. Upphaflega ætlaði hann aðeins að keppa í 200 metra hlaupi og vera æfingafélaga sínum til halds og trausts. Á síðustu stundu skipti hann um skoðun og ákvað að keppa í báðum greinum. „Ég fann það á mér að eitthvað myndi gerast í 100 metra hlaupinu og þar sem ég veit að útilokað er að halda veislu nema ég sé viðstaddur ákvað ég að láta til leiðast." Aðeins upphafið að meiru Þrátt fyrir árangurinn er hiaupið langt frá því að vera fullkomið og Greene segist geta gert enn betur, þetta hafi aðeins verið byrjunin á því sem koma skal. Áður en sumarið verður liðið ætlar hann að vera búinn að bæta heimsmetið enn meira en orðið er. Þjálfari Greenes, John Smith, segir það alls ekki útilokað, drengurinn geti auðveldlega hlaupið á a.m.k. 9,75 sekúndum eins og í pottinn er búið hjá honum. Eitt hundrað metra hlaup er sú keppnisgrein frjálsíþrótta sem mest spenna ríkir í kringum á stórmótum, s.s. á Ólympíuleikum og á heims- meistaramótum. Áhorfendur laðast að því og vilja augum líta fljótustu menn jarðarinnar og oftar en ekki hafa heimsmet verið slegin á þessum mótum og „dramatíkin" verið mikil. Mörgum eru í fersku minni úrslit 100 metra hlaupsins á Ólympíuleik- unum í Seoul 1988 er Kanadamaður- inn Ben Johnson stakk andstæðinga sína af og kom í mark á 9,79 sekúnd- um, sama tíma og Greene nú. Síðar breyttist gleði Johnson í sorg er hann féll á lyfjaprófi, met hans var strikað út og honum gert að skila gullverðlaununum til Carls Lewis. Á siðustu leikum, sem fram fóru í Atl- anta 1996, var Ólympíumeistaranum frá leikunum 1992, Linford Christie, vísað úr keppni vegna þess að hann þjófstartaði. Christie, sem hafði ver- ið ókrýndur konungur sprett- hlaupanna árin á undan, grét fyrir framan milljónir áhorfenda og varð að bíta í það súra epli að fylgjast með frá hliðarlínunni er Kanadamað- urinn Donovan Bailey vann og setti heimsmet og baðaði sig í sviðsljós- inu. Síðar kom í ljós að Christie þjófstartaði líklega ekki, heldur hafði nær yfirnáttúrulegri snerpu hans tekist að blekkja viðbragðsbúnaðinn með fyrrgreindum afleiðingum. Stolt Bandaríkjamanna sært Eftir sigurinn lýsti Bailey þvi yfir að hann ætlaði að bæta heimsmetið enn frekar, en við þau orð hefur hon- um ekki tekist að standa og ósenni- legt verður að teljast að honum tak- ist það héðan af þar sem meiðsli hafa hrjáð kappann undanfarna mánuði auk þess sem ellikelling er farin að gera vart við sig. Velgengni Kanadamanna í sprett- hlaupum undanfarin ár og sú stað- reynd að það var Kanadamaðurinn sem vann 100 metra spretthlaupið á Ólympíuleikunum í Bandaríkjunum hefur ekki verið bandarískum frjálsí- þróttaunnendum til mikillar gleði. Bandaríkjamenn vilja vera bestir í helstu grein frjálsíþrótta, enda kenn- ir sagan þeim að svo eigi að vera. Fyrir utan að hafa nær því alltaf sigrað í þessari grein á Ólympíuleik- um hefur heimsmetið einnig undan- tekningalítið verið í eigum banda- rískra hlaupara. Þar standa nöfn Jesse Owens, Jim Hines og Carl Lewis hátt upp úr í hópi jafningja. Owens átti heimsmetið í 20 ár, 1936 til 1956 og Hines í 15 ár, frá 1968 tii 1983 auk þess að vera fyrstur til þess að hlaupa vegalengdina á undir 10 svo viðurkennt sé með nútíma tíma- tökutækni - 9,95 sekúndum á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Vonbrigði 1996 „Ég hef alltaf stefnt að því að verða besti spretthlaupari samtím- ans,“ segir Greene. ,Á þann hátt að þegar talað er um spretthlaup verði nafn mitt efst í huga þess sem um þau fjallar." Greene er fæddur í Kansas-borg 25. júlí 1974 og hefur æft frjálsí- þróttir frá átta ára aldri. í mennta- skóla komst hann í læri hjá A1 Hob- son frjálsíþróttaþjálfara og stundaði æfingar undir hans stjóm til ársins 1996 að John Smith tók við pilti. Ástæða þjálfaraskiptanna var að Greene tókst ekki að komast í úrslit á bandaríska meistaramótinu um vorið. Þar af leiðandi komst hann ekki í keppnislið Ólympíuleikanna og voru það mikil vonbrigði. Smith er án efa einn fremsti sprett- hiaupsþjálfari heims en auk Greenes eru t.d. undir hans vemdarvæng Ato Boldon, spretthlaupari frá Trínidad, Marion Jones, sprettharðasta kona heims um þessar mundir, og Marie- José Perec, ólympíumeistari í 200 og 400 metra hlaupi kvenna. Smith er gamali refur í spretthlaupum og á sjöunda áratugnum var hann fremst- ur Bandaríkjamanna í 440 stiku hlaupi og átti um tíma besta tíma sem náðst hefur í þeirri grein. „Það var kominn tími til að skipta um þjálfara árið 1996 og Smith var sá rétti. Eng- inn hefur yfir að ráða meiri kunnáttu og innsæi í heim spretthlaupara en hann,“ segir Greene. „Það em engin takmörk fyrir því hversu langt Greene getur náð,“ seg- ir Smith. „Hann getur náð eins langt í spretthlaupum og hugur hans girn- ist, árangurinn er fyrst og fremst undir honum einum kominn," sagði Smith á þjálfararáðstefnu í Búda- pest í fyrra. Segja má að yfirlýsing Smith í framhaldi af sigri Greene í 100 metra hlaupi á heimsmeistara- mótinu fyrir tveimur árum sé betur og betur að sanna sig. Þá sagði Smith; „Greene er sem óslípaður demantur." Greene hefur undanfarin tvö ár verið besti 100 metra hlaupari heims samkvæmt áliti sérfræðinga banda- ríska tímaritsins Track & Field News. Á síðasta ári sló hann heims- metið í 60 metra hlaupi innanhúss og varð heimsmeistari í sömu grein á HM í Japan í vetur. Nú er HM utan- húss á næsta leiti og þar hefur Greene titil að verja, en segja má að honum hafi fyrst skotið upp á hinn evrópska frjálsíþróttahimin er hann varð heimsmeistari í Aþenu 1997. Hljóp hann þá á 9,86 sekúndum sem var hans besti löglegi tími þar til heimsmetið féll í síðustu viku. Þá um leið bætti hann bandaríska metið um 6 sekúndubrot, en það met setti Ler- oy Burrel sumarið 1994. Eftir HM tekur síðan við undirbúningur fyrir Ólympíuleikana í Sydney þar sem Greene stefnir á að endurvekja stolt Bandaríkjamanna á ný með fyrstu gullverðlaunum þjóðarinnar í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikum síðan 1988. Greene er ungur af spretthlaupara að vera, tæplega 25 ára, og hann segist sjá fram á að keppa á Olymp- íuleikunum í Aþenu árið 2004, þá standi hann á þrítugu sem ekki hefur þótt hár aldur á spretthlaupurum þegar horft er til þess að bæði Bailey og Christie fóru ekki að blómstra fyrr en komið var yfii- þrítugt. Margir efast ekki um að Greene muni standa við stóru orðin og bæti heimsmetið enn frekar í sumar. Ljóst er að hann hefur ekki náð „toppnum“ á tímabilinu. Samkvæmt æfingaáætlun skal honum náð í lok ágúst á HM og víst er að Smith þjálfara hefur ekki orðið á í mess- unni við skipulagningu æfingaáætl- unarinnar. Auk þess hefur verið bent á að hlaup Greene var langt frá því að teljast fullkomið þótt tíminn hafi verið einstakur. Að halda hraðanum Sérfræðingar um spretthlaup segja að til þess að ná góðu 100 metra hlaupi þurfi að ná hámarks- hraða á bilinu 40 til 50 metrar og halda jöfnum hraða í markið. Næst þessu hefur Ben Johnson komist í frægu hlaupi á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 sem áður var vikið að. Hann hljóp hverja tíu metra þess hluta hlaupsins á 0,83 sekúndum. Bæði Lewis og Christie tókst einnig að ná þessum hraða á einhverjum tí- unda hluta í sínum fjölmörgu hlaup- um. Þeim tókst hins vegar ekki að gera betur og það sem enn mikil- vægara er, hvorugum lánaðist að gera betur eða halda hraðanum út hlaupið. Lewis náði þessum um- rædda hraða á bilinu 80 til 90 metrar í Seoul. Aðalatriðið er ekki að hlaupa einn tíunda hlutann á gríðarlegum hraða heldur halda jöfnum hraða allt hlaupið. „Vandinn er að ná hraðan- um snemma og halda í horfinu eftir að toppnum er náð,“ segir Frank Dick, fyi-rverandi yfirþjálfari breska frjálsíþróttalandsliðsins, en hann hefur kafað djúpt í rannsóknum á spretthlaupum. Dick segir Greene hafa komist nær því en aðrir að full- komna 100 metra hlaupið, en vanti enn nokkuð upp á. Takist honum hins vegar að þróa hlaup sitt á næst- unni geti hann vel hlaupið á 9,70 sek- úndum. „Til þess að ná fullkomnu hlaupi þarf spretthlaupari að snerta braut- ina eins lítið og hægt er í hverju skrefi en um leið ná hámarksspyrnu. Um leið og þetta tekst er hiaupið fullkomið en á móti kemur að um leið og þetta tekst getur hlaupið farið úr böndunum og menn átt erfitt með að ná stjórn að nýju á líkamanum.“ Þegar methlaup Greenes er skoðað á myndbandi, virðist sem hann nái hámarkshraða eftir u.þ.b. 60 metra og nái að halda honum nokkuð vel til enda á sama tíma og aðrir keppendur gefa eftir. Að því leytinu er hlaup Greenes frábrugðið öðrum hlaupum fyrrverandi heimsmethafa sem gáfu eftir á lokametrunum, en þó minna en andstæðingamir. Ekki hefur enn ver- ið gefin upp sundurliðun á tíma Greenes á hverjum tíu metrum hlaupsins, en þetta eru þær ályktanir sem dregnar eru af myndbandi. Ætli Greene að gera enn betur hlýtur þunginn í æfingum hans að byggjast upp á sprettum þannig að hann hlaupi hverja tíu metra á tím- anum 0,83 sekúndur síðustu 50 til 60 metrana. Um leið og honum tekst að ná þeim tíma við 40 til 50 metra markið í eitthundrað metra hlaupi og slaka hvergi á klónni síðustu 40 metrana, líkt og í Aþenu í síðustu viku, verður hægt að tala um nær fullkomið hlaupi. Greene og þjálfari hans virðast vera á góðri leið með þjálfunina og að ná þeirri samfellu í síðari hluta hlaupsins sem Dick lýsti að framan. Um leið og allt þetta smellur saman verður tíminn enn betri en áður hef- ur sést, jafnvel undir 9,70 sekúndum. Þegar, og ef, það tekst verður fyrst hægt að spyrja sig spurningarinnar hversu lengi maðurinn geti haldið áfram að bæta sig. Fyrr en þá á sú spurning ekki rétt á sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.