Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 18

Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Einar Jónsson STUND milli stríða. Þóra Vilborg og Ingi Steinn Þorsteinsson líta upp úr pottunum. Bændagisting á Skála- felli í Suðursveit Kálfafellsstað, Suðursveit - Nýlega var opnuð bændagisting á Skála- felli í Suðursveit. Hjónin Þorsteinn Sigfússon og Þóra Vilborg Jóns- dóttir hafa hólfað af hús sitt og bjóða upp á 6-7 manna gistiaðstöðu með tilheyrandi þjónustu. Skálafell er austasti bær í Suð- ursveit, við vesturbakka árinnar Kolgrímu, sem rennur mórauð og svipþung undan Skálafellsjökli. A Skálafelli fæddist Jón Eiríksson konferensráð á 18. öld og stendur minnisvarði hans þar við þjóðveg- inn. Mjög vinsælt er að ganga upp með Kolgrímu um kjarri vaxið land að upptökum hennar undan jökli, ca. eins og hálfs tíma gönguferð. Þau Þorsteinn og Þóra Vilborg láta vel af aðsókninni og hyggja gott til framtíðar. Fyrir eru í Suð- ursveit bændagistingar að Hrollaugsstöðum, Brunnavöllum og Smyrlabjörgum. Auk þess er far- fuglaheimili að Vagnsstöðum, ferðaþjónusta á Jökulsárlóni og jöklaferðir á Skálafellsjökli. Ein- hvern tíma hefði það þótt að bera í bakkafullan lækinn að fjölga svo gististöðum, en ferðamenn segja að þeir dagar komi að erfítt reynist að fá inni frá Kirkjubæjarklaustri til Hafnar, nema pantað sé með góð- um fyrirvara. Morgunblaðið/I ngimundur Smíðar líkön í frístundum Borgarnesi - Knud Hjartarson tók upp á því fyrir nokkrum ár- um að gera líkön af húsum í Borgarensi. Fer hann eftir teikn- ingum og er svo nákvæmur í ýmsum smáatriðum að undrun sætir. Hafa spurnir farið af hand- bragði hans og hefur verið leitað til hans víða af landinu. í góð- viðrinu í Borgarnesi um daginn fór hann með nokkra smíðisgripi sína út á lóð til sýnis. Vöktu verk hans mikla athygli þeirra sem leið áttu hjá. Sjómælingar við Snæfellsnes Nákvæmnin eykur öryggi sjófarenda Ólafsvík - Baldur, skip Landhelgis- gæslunnar og Sjómælinga íslands, hefur í sumar sett svip á höfnina í Ólafsvík öðru hvoru, enda öðruvísi en önnur skip. Verkefni skipveija á Baldri er sjómælingar fyrir nýtt strandsiglingasjókort í mælikvarð- anum 1:100 000 frá Hjörsey undan Mýrum, norður um Snæfellsnes sem leið liggur inn undir Stykkishólm. Sakir þess hve fábreyttur búnað- ur er um borð í Baldri er verkefnið mjög svo háð því að gott sé í sjóinn því minnsti halli á skipinu veldur skekkju í mælingunum, sem aftur getur orsakað minnkað öryggi sjó- farenda í framtíðinni. Af þessum sökum eru skilyrði til sjómælinga oft þannig að ekki gefur, þótt hörð- ustu trillukarlamir geti hangið á þeim stöðum sem þeim líkar, og stundum notið skjóls af landi. Fjórir menn eru í áhöfn Baldurs. Skipstjóri er Asgrímur L. Asgríms- son, stýrimaður Agúst Magnússon, vélstjóri Benedikt Svavarsson og kokkurinn, sem sér um að öllum líði vel; er Bergvin Gíslason. I viðtali við áhöfnina kom fram að þeir sem vinna að sjómælingum þurfa að hafa lokið hálfs árs stöðl- uðu námi í sjómælingum. Asgrímur skipstjóri lauk þessu námi í skóla hafrannsóknastofnunar bandaríska sjóhersins en Agúst stýrimaður lauk sínu námi í skóla alþjóða sjó- mælingastofnunarinnar á Italíu. Að sögn þeirra félaga þurfti lengi vel að styðjast við sendingar frá föstum mælingapunktum í landi en nú er notað óbrenglað GPS-kerfi og því hægt að vinna óháð landstöðv- um. Við gerð sjókorta nú er unnið eftir stöðlum alþjóða sjómælinga- stofnunarinnar en þar er kveðið á um nákvæmni þá sem nota þarf við mælingamar og kortagerðina. Við mælingamar er svæðunum skipt í reiti og síðan siglt þvert á jafndýpt- arlínur með ákveðnu millibili. Byggt á 100 ára gömlum handlóðsmælingum Þau kort sem nú em í gildi fyrir norðanverðan Faxafíóa og hluta Breiðafjarðar em byggð á 100 ára gömlum handlóðsmælingum, enda hafa komið fram verulegar skekkj- ur á þeim. Sem dæmi má nefna stað þar sem kortið sýnir 40 metra dýpi en nýjar mælingar annars vegar 5 metra en hins vegar 13 Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar ÁHÖFN Baldurs, þeir Benedikt, Ágúst, Ásgrímur og Bergvin í brúnni. SJÓMÆLINGASKIPIÐ Baldur í Ólafsvíkurhöfn. metra dýpi. í Kolluál hefur einnig fundist meira dýpi heldur en nokk- urs staðar er skráð á núverandi sjókort af svæðinu. Skipverjar á Baldri bera þá von í brjósti að í náinni framtíð verði skipið búið búnaði sem heitir „Multi-Beam“ - eða „marggeisla- tæki“. Nú þarf að sigla yfír það svæði sem mælt er en þessi búnað- ur gerir það mögulegt að sigla til hliðar við það svæði sem kortleggja þarf og myndi því auðvelda starfið til muna, sérstaklega þar sem mikið er um sker og boða. Þau tæki sem notuð eru útheimta tíu sinnum meiri vinnu heldur en „Multi-Beam“-tækin, sem jafnframt myndu skila nákvæmari vinnu sem aftur skapaði meira öryggi fyrir sjó- farendur. Kostnaður við ný tæki hleypur á tugum miljóna sem sýnist smátt í samanburði við það sem einn skipskaði gæti valdið. Hluti Landhelgisgæslunnar Sjómælingar Islands urðu undir- deild Landhelgisgæslunnar árið 1981. Samkvæmt lögum er það Landhelgisgæslan sem sér um gerð sjókorta en nú er unnið að þvi að loka hringnum um strandlengju Is- lands með nýjum kortum. Eins og áður sagði er verkið háð veðri vegna þess að unnið er með nákvæmar töl- ur sem ruglast ef ekki er sléttur sjór. Sá ruglingur er allur á kostnað öryggis sjófarenda. mmm mmmu ■■■§■■■■ «*** mm mX [iksyfmi' 'J'j ílíínmíiiú, áM uoay - 02c mo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.