Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 26

Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Undir bláum sólarsali - ■ ■ SNÆFELLSJÖKULL séður úr suðri. LIST OG HÖNMJJV Þjöð arbúkhlaðan SUMARSÝNING - HANDRIT/MYNDIR EGGERT ÓLAFSSON 1726-1768. SKÁLD OG NÁTTÚRUFRÆÐINGUR Opið á tímum Þjóðarbókhlöðunnar til 31. ágúst. Aðgangur ókeypis. SÝNINGAR Þjóðarbókhlöðunn- ar í anddyri eru oftar en ekki fróð- leiksbrunnur, þótt hið afmarkaða rými takmarki umfang þeirra meira en í góðu hófí og þröngt sé um hlutina. Er öðru fremur brot- kenndur fróðleikur af ýmsum þátt- um íslenzkrar menningar, og þær ná tilgangi sínum á fleiri en einn veg. Fyrir hið fyrsta verður að- gengið í bygginguna almennt til muna forvitni- og menningarlegra, þamæst er þetta mikilsvert upp- lýsingaflæði fyrir útlenda ferða- langa, sem ég hef orðið var við að kunna vel að meta, ekki síður en innlit í Árnastofnun. Minnst eru þetta almennar myndlista- og hönnunarsýningar, en ef báða þættina er ekki að fínna í myndum og bókum er varða sögu þjóðarinnar hlýt ég að hafa misskil- ið eðli sjónmennta. Veit ekki betur en að inn í myndmennt annarra landa fléttist margir helstu þættir er skara ævi Eggerts Ólafssonar, kanna landið allt, þjóðlíf og at- vinnuhætti, í stuttu máli allt sem lifir og hrærist í umhverfinu ásamt náttúrusköpunum í það heila. Held einnegin að það sem er í beinni sjónlínu standi íslenzkum núlistum nær að vægi en landslag og sið- menning annarra Evrópulanda, Ameríku og Austurlanda. Og eftir því sem ég sé meira af þessu og öðl- ast heildstæðri yfirsýn verður mér ljósara hve íslenzk þjóð hefur farið illa að arfleifð sinni, einstakri á hnettinum. Mikilvægur hlekkur norrænnar menningar sem er eldri og merkilegri en margur hyggur. Þetta hefur stöðugt verið að koma betur fram á undanfomum áratug- um, ekki síst vegna seinni tíma rannsókna Englendinga og Dana á víldngatímabilinu. Þar klingir í mold, og hefur margt nýtt komið í ljós sem gjörbreytt hefur áliti heimsins á þessum þjóðflokki. Hér hefur hátækni nútímans einnig hjálpað til við að reka fleyg inn í söguna, umtumað viðtekinni sagn- fræði ekki síður en hvað kross- ferðatímabilið snerti. Minni aðeins á í framhjáhlaupi að 15. júlí vora nákvæmlega 900 ár frá kristilegri töku Jerúsalem í fyrstu krossferð- inni, sem var blóðbað sem að grimmd lætur hörmungamar í Kosovo blikna. Allt á þetta erindi inn í þennan pistil fyrir þá sök að hátæknin hef- ur gert fortíðina að ígildi spenn- andi reyfara, eins og ég endurtekið hef drepið á í skrifum mínum. Sag- an sjálf yfírgengur ímyndir manns- ÍSLENZKUR bóndabær. ins og hvunndagurinn er hluti hennar. Þetta hefur hinn upplýsti hluti almennings gert sér grein fyrir eins og sívaxandi aðsókn á þjóðhátta- og þjóðminjasöfn, sem standa undir nafni er til vitnis um. Og í yósi sögunnar verður engan veginn neitað, að drjúgar sjón- menntir leynist í lífsverki Eggert Ólafssonar, en löndum hans hefur láðst að varpa skýru Ijósi á þá hlið eins og svo margt annað úr fortíð- inni. Engin þjóð Evrópu virðist hafa gleymt því jafn algjöriega, að á endurreisnartímabilinu vora heimspeki, raunvísindi og háleitt handverk lögð að jöfnu og hugtak- ið, list, fékk á sig form, jafnframt hefur engin verið jafn iðin við að afmá sjónminni úr fortíð, sem sér stað enn í dag. Það sem menn í Suður-Evrópu leituðust við að end- urreisa og hefja á stall, var blóma- skeið fomaldar og grískrar há- menningar, gerðist á tímabilinu milli gotíkur og tilgerðarstefnunn- ar, manerisma. Ritað mál hefur eðlilega haft meiri meðvind en sjónmenntir hér á landi, en hver sá er í bók rýnir, er jafnframt með sjónmenntir milli handanna, hvoratveggja í lögun og fyrirferð bókarinnar og hinum rit- aða texta, og bókverk var mun fag- urfræðilegri framníngur á árum áður. Það sem við blasir í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar er ekkert minna en hámenning í sjónmennt- um, fram kemur til viðbótar að lík- ast til hefur Eggert verið drátthag- ur maður og sé sjálfur höfundur einhverra hinna veglegu mynda sem hann sendi til Kaupmanna- hafnar, og getur að líta í ferðabók Eggerts og Bjarna Pálssonar land- læknis, sbr. útgáfu Amar og Ör- lygs á Ferðabókinni 1974. Hér er verðugt verkefni íyrir hugumstór- an og metnaðargjarnan listsögu- fræðing, hinar Norðurlandaþjóð- irnar væra fyrir löngu búnar að rannsaka þennan þátt í kjölinn, svo mikilvægur sem hann er í framníngu þjóðreisnar. Æsku þessa lands væri hollt að uppgötva hve íslenzk fortíð var í sjónrænu samhengi sértæk og spennandi, læra að þekkja hin raun- sönnu gildi og tengsl þjóðarinnar við umheiminn. Þau vora meiri og nokkuð önnur en hingað til hefur verið haldið að ungum. Hátæknin mun í sífellu þrengja þessum atrið- um fram í dagsljósið á næstu áram og áratugum og eins gott fyrir myndlistarmenn og listsögufræð- inga að halda hér vöku sinni. Læra að skilja að þegar öllu er á botninn hvolft er ómengað íslenzkt tað mik- ilvægara amerískri naumhyggju, svo gipið sé til líkingarmáls, og að aUir ismar heimsins rúmist í ís- lenzkum veruleik. Landlæg minni- máttarkennd og sýndarmennska kústast þá væntanlega burt. Sýningunni er vel fyrir komið og ber að þakka öllum er lögðu hönd að framkvæmdinni, frá Lands- bókasafni Islands - Háskólabóka- safni og Þjóðminjasafninu. Lítil heftuð skrá, sem fer prýðilega í hendi, er til fyrirmyndar. Bragi Ásgeirsson Konungleg húsgögn á tilboðsverdi afsláttur af kerrum í fyrsta og eina skipti á þessari öid. 20% afsláttur af mest öllu gleri og 40% af fjölmörgum öðrum tegundum. Þá verða nokkur lampamót af eldri gerð seld með 50% afslætti. 20% afsláttur af öllum stimplum, upphleypidufti og vatnslita- tússpennum og mikið magn af stimplum með 40% afslætti. FJÖLMÖRG ÖNNUR SPENNANDI TILBOÐ í GANGI Á MEÐAN ÚTSALAN STENDUR YFIR, EÐA TIL 10. ÁGÚST. Ef þú ert úti á landi, getur þú auðvitað nýtt þér útsöluna og hringt og pantað og við munum senda þér um hæl. Nr «em IVERPOOL leSkföagÍn fást Klapparstíg 27. Sími 552 2522. Tilboðsdögum lýkur á löngum laugardegi . 20-60% / afsláttur Æd af ðllum -i j wörum Tilboð á Löngum laugardegi 15% afsláttur Austermann Jager og Patons-garni, Einnig erum við með aðrar garnte gundir og útsaumspúða. Sléttogbrugðið Skólavörðustíg 22 Sími 5616111 Sendum í póstkröfu BJORG - GUSTI - OSP - EIK - PRESTUR Óðinsgötu 7, sími 562 8448. íur 1.775 nú 975 Konungleg hirðverslun, þar sem allir eru jafn velkomnir .augavegur 25 • Sími 551 1135 UÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.