Morgunblaðið - 06.08.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.08.1999, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Undir bláum sólarsali - ■ ■ SNÆFELLSJÖKULL séður úr suðri. LIST OG HÖNMJJV Þjöð arbúkhlaðan SUMARSÝNING - HANDRIT/MYNDIR EGGERT ÓLAFSSON 1726-1768. SKÁLD OG NÁTTÚRUFRÆÐINGUR Opið á tímum Þjóðarbókhlöðunnar til 31. ágúst. Aðgangur ókeypis. SÝNINGAR Þjóðarbókhlöðunn- ar í anddyri eru oftar en ekki fróð- leiksbrunnur, þótt hið afmarkaða rými takmarki umfang þeirra meira en í góðu hófí og þröngt sé um hlutina. Er öðru fremur brot- kenndur fróðleikur af ýmsum þátt- um íslenzkrar menningar, og þær ná tilgangi sínum á fleiri en einn veg. Fyrir hið fyrsta verður að- gengið í bygginguna almennt til muna forvitni- og menningarlegra, þamæst er þetta mikilsvert upp- lýsingaflæði fyrir útlenda ferða- langa, sem ég hef orðið var við að kunna vel að meta, ekki síður en innlit í Árnastofnun. Minnst eru þetta almennar myndlista- og hönnunarsýningar, en ef báða þættina er ekki að fínna í myndum og bókum er varða sögu þjóðarinnar hlýt ég að hafa misskil- ið eðli sjónmennta. Veit ekki betur en að inn í myndmennt annarra landa fléttist margir helstu þættir er skara ævi Eggerts Ólafssonar, kanna landið allt, þjóðlíf og at- vinnuhætti, í stuttu máli allt sem lifir og hrærist í umhverfinu ásamt náttúrusköpunum í það heila. Held einnegin að það sem er í beinni sjónlínu standi íslenzkum núlistum nær að vægi en landslag og sið- menning annarra Evrópulanda, Ameríku og Austurlanda. Og eftir því sem ég sé meira af þessu og öðl- ast heildstæðri yfirsýn verður mér ljósara hve íslenzk þjóð hefur farið illa að arfleifð sinni, einstakri á hnettinum. Mikilvægur hlekkur norrænnar menningar sem er eldri og merkilegri en margur hyggur. Þetta hefur stöðugt verið að koma betur fram á undanfomum áratug- um, ekki síst vegna seinni tíma rannsókna Englendinga og Dana á víldngatímabilinu. Þar klingir í mold, og hefur margt nýtt komið í ljós sem gjörbreytt hefur áliti heimsins á þessum þjóðflokki. Hér hefur hátækni nútímans einnig hjálpað til við að reka fleyg inn í söguna, umtumað viðtekinni sagn- fræði ekki síður en hvað kross- ferðatímabilið snerti. Minni aðeins á í framhjáhlaupi að 15. júlí vora nákvæmlega 900 ár frá kristilegri töku Jerúsalem í fyrstu krossferð- inni, sem var blóðbað sem að grimmd lætur hörmungamar í Kosovo blikna. Allt á þetta erindi inn í þennan pistil fyrir þá sök að hátæknin hef- ur gert fortíðina að ígildi spenn- andi reyfara, eins og ég endurtekið hef drepið á í skrifum mínum. Sag- an sjálf yfírgengur ímyndir manns- ÍSLENZKUR bóndabær. ins og hvunndagurinn er hluti hennar. Þetta hefur hinn upplýsti hluti almennings gert sér grein fyrir eins og sívaxandi aðsókn á þjóðhátta- og þjóðminjasöfn, sem standa undir nafni er til vitnis um. Og í yósi sögunnar verður engan veginn neitað, að drjúgar sjón- menntir leynist í lífsverki Eggert Ólafssonar, en löndum hans hefur láðst að varpa skýru Ijósi á þá hlið eins og svo margt annað úr fortíð- inni. Engin þjóð Evrópu virðist hafa gleymt því jafn algjöriega, að á endurreisnartímabilinu vora heimspeki, raunvísindi og háleitt handverk lögð að jöfnu og hugtak- ið, list, fékk á sig form, jafnframt hefur engin verið jafn iðin við að afmá sjónminni úr fortíð, sem sér stað enn í dag. Það sem menn í Suður-Evrópu leituðust við að end- urreisa og hefja á stall, var blóma- skeið fomaldar og grískrar há- menningar, gerðist á tímabilinu milli gotíkur og tilgerðarstefnunn- ar, manerisma. Ritað mál hefur eðlilega haft meiri meðvind en sjónmenntir hér á landi, en hver sá er í bók rýnir, er jafnframt með sjónmenntir milli handanna, hvoratveggja í lögun og fyrirferð bókarinnar og hinum rit- aða texta, og bókverk var mun fag- urfræðilegri framníngur á árum áður. Það sem við blasir í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar er ekkert minna en hámenning í sjónmennt- um, fram kemur til viðbótar að lík- ast til hefur Eggert verið drátthag- ur maður og sé sjálfur höfundur einhverra hinna veglegu mynda sem hann sendi til Kaupmanna- hafnar, og getur að líta í ferðabók Eggerts og Bjarna Pálssonar land- læknis, sbr. útgáfu Amar og Ör- lygs á Ferðabókinni 1974. Hér er verðugt verkefni íyrir hugumstór- an og metnaðargjarnan listsögu- fræðing, hinar Norðurlandaþjóð- irnar væra fyrir löngu búnar að rannsaka þennan þátt í kjölinn, svo mikilvægur sem hann er í framníngu þjóðreisnar. Æsku þessa lands væri hollt að uppgötva hve íslenzk fortíð var í sjónrænu samhengi sértæk og spennandi, læra að þekkja hin raun- sönnu gildi og tengsl þjóðarinnar við umheiminn. Þau vora meiri og nokkuð önnur en hingað til hefur verið haldið að ungum. Hátæknin mun í sífellu þrengja þessum atrið- um fram í dagsljósið á næstu áram og áratugum og eins gott fyrir myndlistarmenn og listsögufræð- inga að halda hér vöku sinni. Læra að skilja að þegar öllu er á botninn hvolft er ómengað íslenzkt tað mik- ilvægara amerískri naumhyggju, svo gipið sé til líkingarmáls, og að aUir ismar heimsins rúmist í ís- lenzkum veruleik. Landlæg minni- máttarkennd og sýndarmennska kústast þá væntanlega burt. Sýningunni er vel fyrir komið og ber að þakka öllum er lögðu hönd að framkvæmdinni, frá Lands- bókasafni Islands - Háskólabóka- safni og Þjóðminjasafninu. Lítil heftuð skrá, sem fer prýðilega í hendi, er til fyrirmyndar. Bragi Ásgeirsson Konungleg húsgögn á tilboðsverdi afsláttur af kerrum í fyrsta og eina skipti á þessari öid. 20% afsláttur af mest öllu gleri og 40% af fjölmörgum öðrum tegundum. Þá verða nokkur lampamót af eldri gerð seld með 50% afslætti. 20% afsláttur af öllum stimplum, upphleypidufti og vatnslita- tússpennum og mikið magn af stimplum með 40% afslætti. FJÖLMÖRG ÖNNUR SPENNANDI TILBOÐ í GANGI Á MEÐAN ÚTSALAN STENDUR YFIR, EÐA TIL 10. ÁGÚST. Ef þú ert úti á landi, getur þú auðvitað nýtt þér útsöluna og hringt og pantað og við munum senda þér um hæl. Nr «em IVERPOOL leSkföagÍn fást Klapparstíg 27. Sími 552 2522. Tilboðsdögum lýkur á löngum laugardegi . 20-60% / afsláttur Æd af ðllum -i j wörum Tilboð á Löngum laugardegi 15% afsláttur Austermann Jager og Patons-garni, Einnig erum við með aðrar garnte gundir og útsaumspúða. Sléttogbrugðið Skólavörðustíg 22 Sími 5616111 Sendum í póstkröfu BJORG - GUSTI - OSP - EIK - PRESTUR Óðinsgötu 7, sími 562 8448. íur 1.775 nú 975 Konungleg hirðverslun, þar sem allir eru jafn velkomnir .augavegur 25 • Sími 551 1135 UÐIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.