Morgunblaðið - 06.08.1999, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.08.1999, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 31 ______________UMRÆÐAN Rannsókn hafin í TILEFNI greinar Jóhannesar Gunnars- sonar, formanns Neyt- endasamtakanna, sem birtist í Mbl. sl. mið- vikudag um kampýlo- bakter sé ég mig knúna til að koma á framfæri nokkrum at- hugasemdum. Ymsar fullyrðingar í greininni eru þannig settar fram að halda mætti að umhverfis- ráðherra væri ósam- stiga Hollustuvemd ríkisins og landlækni varðandi hvort inn- kalla ætti kjúklinga frá Ásmundarstaðabúinu sem komnir eru í verslanir. Svo er alls ekki. Ég, Hollustuvernd og land- læknh' erum öll sammála um að ekki beri að innkalla afurðir frá Ás- mundarstöðum. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta uppruna sýkinga. Sama dag og beiðni Neytenda- samtakanna um tafarlausar að- gerðir og opinbera rannsókn vegna kampýlobakter sýkinga barst brást ég við með neytendavernd að leið- arljósi og óskaði eftir áliti Holl- ustuvemdar ríkisins og landlæknis á málinu, í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og meng- unarvarnir. Með bréfi, dags. degi síðar, barst mér ráðgjöf þeirra og var hún ótvíræð í þá vem að hvorki bæri að innkalla kjúklinga né láta fara fram opinbera rannsókn. í svari Hollustuvemdar og land- læknis segir: Svar HoIIustuverndar ríkisins og landlæknis ,Árið 1991 gerði Hollustuvernd ríkisins úttekt á tíðni Campylo- bacter í frystum kjúklingum á markaði. í ljós kom að hátt hlutfall (69-100%) kjúklinga frá öllum slát- urleyfishöfum (5 sláturhús) sem framleiddu kjúklinga á þeim tíma innihéldu Campylobacter sýkilinn. Árið 1991 vom aðeins staðfestar 10 sýkingar af völdum Campylobacter sem taldar voru eiga sér upprana innanlands, skv. gögnum frá Sýkla- fræðideild Ladspítala. Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur-, Hafnarfjarð- ar-, Kópavogs- og Kjósarsvæðis hafa í sameiningu gert litlar úttekt- ir á tilvist Campylobacter í kjúklingum og öðrum kjötvömm í september 1998 og febrúar og maí á þessu ári. Af 47 kjúklingasýnum reyndust 27 sýni innihalda sýkil- inn. Vegna lítils sýnafjölda er ómögulegt að fullyrða um tíðni Campylobacter hjá einstökum slát- urleyfishöfum, og ennþá síður um tíðni hjá einstaka innleggjanda eins og t.d. Ásmundar- staðabúinu. Fram til ársins 1995 var einungis heimilt að selja kjúklinga fyrsta. I kjölfar þess að sala á ferskum kjúklingum var heimiluð, jókst neysla á kjúklingum hérlendis. Á sama tíma hefur Campylobacter sýkingum í fólki fjölg- að vemlega. Áður en núverandi faraldur Campylobacter sýk- inga hófst greindust um 50 tilvik sýkinga hérlendis árlega, þar sem um helmingur tU- fella var af erlendum uppmna. í júnímánuði einum vom tilvikin um 60 og í gær höfðu greinst 85 tilvik Kampýlobakter * Eg, Hollustuvernd og landlæknir erum öll sammála um að ekki beri að innkalla afurðir — frá Asmundarstöðum, segir Siv Friðleifsdótt- ir. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta uppruna sýkinga. það sem af er júlímánuði. Nærfellt öll þessara tilfella em innlend. Sterkar líkur eru á að fjölgun sýk- inga megi rekja til meðhöndlunar á hráum kjúklingum eða neyslu á kjúklingum sem ekki hafa fengið nægjanlega hitameðferð. Vonast er til að vísindarannsóknir muni stað- festa uppmna sýkinga. Hvorki á Norðurlöndum, né ann- arsstaðar, hafa að því er best er vitað verið settar sérstakar reglur um Campylobacter í hráu kjöti og ekki er gripið til innköllunar eða sölustöðvunar á hráu kjöti þó það reynist innihalda þennan sýkil. Á Norðurlöndum vinna yfirvöld hins vegar að því í samstarfí við fram- leiðendur að finna leiðir til að út- rýma eða draga úr tíðni sýkilsins í kjúklingarækt. Samhengi er á milli umgengni við dýrahald og í matvælafyrir- tækjum og möguleikum á út- breiðslu sýkla í framleiðsluvörar. Miðað við þá vitneskju sem við bú- um yfir í dag er þó ekki hægt að slá því föstu að beint samhengi sé á milli Campylobacter smits í alifulg- um og umhverfismála í tilteknu ali- fuglabúi á tilteknum tíma. Hollustuvemd ríkisins og Land- læknir telja ekki rétt að grípa til innköllunar eða sölustöðvunar á vömm frá Ásmundarstöðum. Rétt er að ítreka lögboðnar leiðbeining- ar um meðhöndlun og matreiðslu alifuglakjöts, sbr. rg. 260/1980 um útbúnað alifuglasláturhúsa, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun, með síðari breytingum og gera átak í fræðslumálum til neytenda um meðhöndlun á hráum kjötvömm. Markmiðið er að draga úr Campylobacter mengun í alifugla- afurðum. Þetta verður einkum gert með rannsóknar- og þróunar- vinnu sem Hollustuvemd ríkisins og Landlæknir hafa nú þegar hrint af stað í samvinnu við yfirdýra- lækni, Tilraunastöð Háskóla ís- lands í meinafræði að Keldum, Sýklafræðideild Landspítala og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins.“ Varðandi beiðni Neytendasam- takanna á opinberri rannsókn segir í svarbréfi Hollustuverndar og landlæknis. „Faraldsfræðileg rannsókn á uppruna sýkinganna er að hefjast. Rannsókn í öðm formi er ástæðu- laus á þessu stigi.“ Niðurstaða mín Féllst ég á ráðgjöf Hollustu- verndar og landlæknis og var hún tilkynnt Neytendasamtökunum og fjölmiðlum þann sama dag. Á vegum Hollustuvemdar, land- læknis og yfirdýralæknis er þegar hafin rannsókn á kampýlobakter smitun sem mun ná til framleiðslu- staða, sláturhúsa og umhverfis þeirra staða, dreifingar matvæla og sýkingar í mönnum. Þessi rann- sókn mun taka nokkrar vikur og er ætlað að varpa ljósi á ástandið og verða gmndvöllur til aðgerða reyn- ist þær nauðsynlegar. Ráðuneytið hefur nú sem endranær lagt ríka áherslu á að op- inberar stofnanir, jafnt á vegum ríkis sem sveitarfélaga, fræði neyt- endur um rétta meðhöndlun mat- væla og hvernig við skuli brugðist ef eitthvað ber út af. Fyllsta ástæða er til að vera vel á verði gagnvart kampýlobakter sýkingum sem og öðmm matarsýkingum og vonandi tekst að stemma stigu við þessum vágesti með sameiginlegu átaki eins og tókst með salmonella sýkingar. Höfundur er umhverfísráðherra. Siv Friðleifsdóttir Bögubósar og árið 2000 HORMULEGT um- ferðarslys í okkar menningu er að menntamannaklíkur hafa sameinast um að „stuðlanna þrískipta gi'ein" skipti ekki leng- ur neinu máli íyrir ljóðagerð okkar. Við varðveittum þessa gersemi að mestu ómengaða fram á miðja þessa öld. I tímaritsgrein get- ur Guðmundur Andri Thorsson ekki neitað sér um þá ánægju að vitna til gatslitinnar setningar Steins Stein- arr: „Hið háttbundna ljóðform er nú loksins dautt.“ Ég segi gatslitin, vegna þess að eftir að skáldið lét Ljóðlist * A ekki þjóðin líka kröfu á að kynnast margróm- uðum yfírburðum nú- tíma ljóðlistar, spyr Guðmundur Guðmund- arson, sem sífellt er verið að dásama eða verðlauna? þessi orð falla í glensi, þá breytti það engu í ljóðagerð sinni. Hann hélt áfram að hagnýta sér stuðla, enda em ljóð hans yfirleitt mjög bundin. Hinsvegar er býsna furðulegt að aldrei skuli vitnað til að í ritdeilu upplýsti Steinn; „íslenskt Ijóðskáld, sem skortir hagmælsku og em þar að auki ófrumleg köllum við í dag- legu tali „bögubósa“.“ Taki þeir til sín sem eiga! Ættjarðarljóð era talin hefjast með ljóði Eggerts Ólafssonar, íslands- minni (ísland ögmm skorið). Síðan höfum við eignast ótal ljóð landi og lýð til heilla. Jafnframt hafa mjög mörg ljóð höfðað til tónskáldanna, sem upptendruðust og sömdu hugljúf lög, sem auka mjög á gildi og vinsældir ljóðanna. Okkur em minnis- stæð ættjarðarljóðin 1930 og við lýðveldis- stofnun 1944, fleiri til- efni mætti nefna. Jafn- framt var viðhöfð sam- keppni um lög, sem reyndust frá- bær. Þessi ljóð og lög hafa síðan verið í hávegum höfð og heillað þjóðina. Nú fara í hönd aldamót og jafn- framt 1000 ára afmæli kristnitök- unnar. Er ekki einstakt tækifæri nú til að efna til samkeppni um há- tíðarijóð, sem hæfa þessum stór- kostlegu tímamótum og síðan fá tónskáldin kærkomið tækifæri til að sanna snilli sína. Ætlar hátíðar- nefnd kirkjunnar að gefa trúar- skáldum tækifæri að þessu glæsta tilefni? Væri ekki rétt að láta öðr- um eftir að kistuleggja ljóðhefðina? Kirkjuna prýða ávallt fögur ljóð, söngur og tónlist. Aleitin spurning er einnig hvort þeir sem eru styrkþegar í ljóða- gerð eigi ekki heimtingu á að láta ljósið sitt skína, svo þjóðin kynnist hæfíleikum þeirra. Á ekki þjóðin líka kröfu á að kynnast margrómuðum yfirburð- um nútíma Ijóðlistar, sem sífellt er verið að dásama eða verðlauna? Hvernig í ósköpunum er hægt að láta grafarþögn ríkja um ljóða- gerðina á þessum einstæðu tíma- mótum? Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Guðmundur Guðmundarson Glæsilegir amerískir rafmagnsnuddpottar Acrylpottur í rauðviðargrind. Innb. hitunar- og hreinsikerfi. Vatns- og loftnudd. Engar leiðslur nema rafm. 16 amp. Einangrunarlok með læsingum. Sjálfv. hitastillir. Tilbúnir til afhendingar. IMokkrir pottar á ótrúlegu uerói kr. 410.000 staðgr. VESTAIM ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogur, s. 554 6171, fars. 898 4154 ðuelle- ÚTSÖLULOK Þökkum frábærar viðtökur á útsöiunni og Ijúkum henni á ótrúlegan hátt Verslunarhús Quelle Dalvegi 2 - Kópavogi - S: 564
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.