Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 39
I
I
I
i
■I
stundir voru á starfsvettvangi eða
utan hans.
Gunnlaugur og fjölskylda hans
urðu fyrir þungri raun er sonur hans
ágætur, Eggert læknir, dó eftir lang-
vinn veikindi langt um aldur fram og
skömmu síðar kona Eggerts frá fjór-
um bömum.
Síðustu ár Gunniaugs voru honum
erfið, bundinn við rúm og hjólastól,
en andlegu atgervi sínu hélt hann
fram undir það síðasta. Hann beið
þess síðast sem verða vildi. „Ailir
gömlu vinirnir mínir em farnir, nú
hef ég ekkert meira hér að gera,
Sveinbjörn minn,“ sagði hann við
mig fyrir nokkm.
Gunnlaugur kvaddi lífið sáttur við
guð og menn, en saddur lífdaga.
Kristján heitinn Sveinsson, augn-
læknir, heiðursborgari Reykjavíkur,
segir um Gunnlaug í endurminning-
um sínum sem út komu 1983, en þeir
vom tengdir ævilöngum vináttu-
böndum, allt frá menntaskólaárun-
um, að hann hafi verið „einn besti
maður, sem hann hafi fyrir hitt á lífs-
leiðinni“.
Ég vil á kveðjustund, eftir nær 50
ára kynni, taka undir þessi orð Kri-
stjáns.
Blessuð sé minning Þóm og Gunn-
laugs E. Briem.
Sveinbjöm Dagfinnsson.
Gunnlaugur E. Briem fyrrv. ráðu-
neytisstjóri er látinn 96 ára að aldri.
Með honum er genginn einn
traustasti og farsælasti embættis-
maður StjómaiTáðs íslands. Hann
átti ekki langt að sækja fæmi sína og
trúmennsku í embættisstörfum því
forfeður hans og frændur ótal margir
höfðu unnið landi sínu og þjóð mikil-
væg störf á baráttutímum og verið
hvort heldur var veraldlegir eða and-
legir forystumenn.
Gunnlaugur E. Briem hóf störf í
Stjómarráði íslands árið 1927, þá ný-
útskrifaður lögfræðingur, og gerðist
aðstoðarmaður og síðar fulltrúi og
settur skrifstofustjóri atvinnu- og
samgönguráðuneytisins. Árið 1947
var Gunnlaugur skipaður ráðuneytis-
stjóri í atvinnumálaráðuneytinu, sem
varð ráðuneyti sjávarútvegs- og land-
búnaðarmála. Við skipulagsbreyting-
ar Stjómarráðsins 1970 var ráðu-
neytinu skipt og kaus Gunnlaugur að
ljúka embættisferli sínum sem ráðu-
neytisstjóri landbúnaðarráðuneytis-
ins og því starfi gegndi hann til árs-
ins 1973 að hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir.
Á löngum starfsferli fjallaði Gunn-
laugur um fjölmarga málaflokka, auk
sjávarútvegs og landbúnaðar, við-
skipti, iðnað, samgöngur og félags-
mál. Það var sama hvar hann bar nið-
ur. Störf hans öll vom sérstök og á
hann hlóðust hin fjölþættustu trún-
aðarstörf. Þegar hin vandasömustu
mál vora til úrlausnar hjá ríkisstjórn-
um var gjaman leitað til Gunnlaugs,
svo ráðhollur og traustur var hann.
Honum var líka einkar lagið að fá
menn ólíkra sjónarmiða til samstarfs
og sátta.
Það urðu vitanlega miklar breyt-
ingar á Stjórnarráði íslands á þess-
um 46 ámm sem Gunnlaugur E.
Briem starfaði þar. Starfshættir
breyttust, ríkisstjórnir komu og fóm
og með nýjum ráðheirum oft nýjar
og breyttar áherslur. Reyndar tók
þjóðlífið allt miklum stakkaskiptum á
þessum tímum. Við öllu því brást
hinn trausti embættismaður rétt.
Framþróunin var eðlileg og sjálfsögð
með þeim breytingum sem nýir tím-
ar kölluðu á. Gunnlaugur var þar æv-
inlega í forystu með þeirri kjölfestu
sem hann taldi nauðsynlega. Áhrif
hans urðu líka mikil. Það skipti ekki
máli hvort ráðherramir hétu Ólafur
Thors, Hermann Jónasson, Emil
Jónsson eða Lúðvík Jósepsson, svo
nokkur nöfn séu nefnd. Gunnlaugi E.
Briem treystu þeir allir og ráð hans
ævinlega með þeim hætti að tillit var
tekið til þeirra og þau oftast til mót-
unar ákvarðanatöku ráðherra.
Ég naut þess sem ungur lagastúd-
ent að komast í sumarvinnu í at-
vinnumálaráðuneytinu, til Gunnlaugs
E. Briem. I nokkur sumur og í eitt ár
eftir að ég lauk námi starfaði ég í
ráðuneytinu undir handleiðslu Gunn-
laugs.
Það var mér ómetanlegur skóli,
hvort sem um var að ræða að læra af
yfirmanninum Gunnlaugi eða honum
sem ráðgjafa yfirmanna sinna. Þegar
mér svo síðar á lífsleiðinni vom falin
opinber trúnaðarstörf reyndist hann
mér ævinlega hinn holli ráðgjafi er
ég leitaði til hans.
Þar til fyrir nokkrum áram að ald-
urinn sagði til sín stóð heimili þeirra
Gunnlaugs E. Briem og eiginkonu
hans, Þóm Garðarsdóttur Briem, að
Tjarnargötu 28. Þar hafði Gunnlaug-
ur alist upp ásamt systur sinni, Sig-
ríði, á heimili foreldra þeitra, Guð-
rúnar og Eggerts Briem, hæstarétt-
ardómara. Þar nutu þau hjónin lífsins
og umhyggju hvort annars og barn-
anna þeirra þriggja og fjölskyldna
þeirra. I janúar sl. lést Þóra en áður
höfðu þau misst son sinn, Eggert
Þóri lækni, og eiginkonu hans, Hall-
dóm Kristrúnu.
Góður maður er genginn og merk-
um æviferli lokið. Frábær störf
Gunnlaugs em þökkuð og þeirra
verður lengi minnst. r
Ég kveð Gunnlaug E. Briem með
þakklæti fyrir ómetanlega vináttu
hans og velvilja. Við biðjum honum
Guðs blessunar og sendum bömum
hans og fjölskyldu samúðarkveðjur.
Matthías Á. Mathiesen.
í dag er jarðsunginn þjóðkunnur
maður, Gunnlaugur E. Briem, fyrr-
verandi ráðuneytisstjóri. Ég kynntist
Gunnlaugi fyrst á sjöunda áratugn-
um og tókst þá þegar með okkur
mikil og góð vinátta sem aldrei bar
skugga á. Þegar á þeim tíma hafði
Gunnlaugur starfað þrjár tylftir ára í
stjómarráðinu og þjónað eða veitt
leiðsögn í það minnsta tveim tylftum
ráðherra, sumum þeirra tvisvar og
jafnvel oftar. Að sjálfsögðu dundi
margt yfir þjóðina og margt gerðist á
þessum tíma. Mér er enn í fersku
minni, þegar Gunnlaugur sagði með
hægð: „Ráðherrarnir koma og fara.
Mikið sé ég eftir þeim öllum.“ Síðan
var þögn og hann eins og horfði á
tærnar á sér og bætti við: „Maður
verður samt lítið var við stefnubreyV
ingar.“
Ef við varðveitum ekki hið liðna og
það sem ávinnst með hverri kynslóð,
stöðnum við í grárri fomeskju. Ekki
er þó nóg að varðveita þá menningu
og þekkingu, sem við höfum öðlast,
það verður sífellt að breyta og bæta
eftir því sem reynslan kennir okkur.
Ihaldssemi og breytingar þurfa því
að haldast í hendur. Bæði þessi sjón-
armið eiga sér ætíð málsvara í hverju
þjóðfélagi. Jafnan er það svo, að hinir
ungu vilja breyta, en hinir eldri halda
í. Ef til vill væri eðlilegra, að sá sem
byrjar lífið, reyni að halda í þann
ávinning, sem þegar er fenginn, en sá
eldri breyti í samræmi við þá
reynslu, sem hann hefur aflað sér í
lífinu. Ég nefni þessa þverstæðu, af
því að hlutverk embættismanna vill
oft vera að halda uppi vöm fyrir
fengna reynslu, sem er hið íhalds-
samara hlutverk. Mörgum hættir þó
til að telja hitt hlutverkið meira virði.
Hlutverk Gunnlaugs var alla tíð
hið íhaldssama. Hann hafði þó aldrei
þann hátt á að geyma mál, eyða þeim
eða svæfa. Atvinnumálaráðuneytið
var aldrei söltunarstöð. Öll mál voru
jafnan afgreidd án tafar, ef Gunn-
laugur gat á annað borð ráðið þar
um. Ósjaldan var það hið óvinsæla
hlutverk ráðuneytisstjórans að gera
grein íyrir af hverju erindum var
synjað. Ósérhlífni og hreinskilni
Gunnlaugs kostaði hann að sjálf-
sögðu oft óvinsældir, en sæi hann vit
í tillögum eða von til betra lífs, hikaði
hann aldrei við að leggja því máli lið.
Þótt Gunnlaugur hafi verið með-
mæltur nýjungum og endurbótum,
var hann þó jafnan lítið ginnkeyptur
fyrir byltingarkenndum nýmælum.
Holskeflum nýtískulegra stjórntækja
og aðferða tók hann með stöku jafn-
aðargeði og ró, á meðan aðrir máttu
vart mæla af hrifningu. Gunnlaugur
skilaði til okkar yngri mannanna
hefðbundnum stjómunaraðferðum
sem eiga sér aldalanga þróun og
reynslu.
Gunnlaugur átti mikið samstarf
við aðra embættismenn. Ég man
eftir því, hve samstarf hans og Sig-
tryggs heitins Klemenzsonar var
gott. í þá daga lokaði Sigtryggur
sig af í eina viku í septemberlok og
samdi fjárlagaframvarpið, sem síð-
an kom úr prentun og varð litlu
breytt úr þvi. Nú er þetta langur og
flókinn ferill, sjálfsagt sanngjarnari,
en hefur í för með sér meiri út-
gjaldahættu. í gegnum tíðina unnu
Gunnlaugur og Sigtryggur saman
að farsælli lausn margra, flókinna
úrlausnarefna.
Hér hefi ég aðeins tæpt á nokkmm
eiginleikum Gunnlaugs E. Briem, en
hann var jafnan léttur maður í lund
og gat bragðið á leik þegar við átti.
Nutu menn glaðlyndi hans ríkulega.
Hann var mikill stemningsmaður, en
lagði þó meira upp úr raunsæi en
orðræðum. Menn era oft metnir eftir
framanum og okkur hættir mörgum
til að meta okkur sjálfa eftir þeim
mælikvarða. Höfuðkostur Gunnlaugs
var, að hann var rótfastur og sjálfum
sér samkvæmur. Hann kunni góð skil
FINNUR G. K.
DANÍELSSON
+ Finnur Guðjón
Kristján Daní-
elsson fæddist á
Vöðlum í Önundar-
firði 25. nóvember
1909. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Seli á Akureyri 26.
júlí siðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Daníel Bjarna-
son bóndi, f. 14.
október 1865, d. 25.
aprfl 1944, og eigin-
kona hans Guðný
Kristín Finnsdóttir,
f. 26. ágúst 1870, d.
16. júlí 1954. Systkini Finns
voru Guðný Rósinkransa, Guð-
mundur Jón, Berta, Bjarni og
Daníel Ágúst. Þau eru öll látin.
Eiginkona Finns (26. september
1940) er Guðmunda Sigurlaug
Pétursdóttir, f. 24. október
1914. Synir þeirra eru Valur
Georg, f. 3. júlí 1935, vélfræð-
ingur á Akureyri, og Guðmund-
Nafn Finns Daníelssonar bar oft á
góma á æskuheimili mínu í Reykja-
vík. Þrátt fyrir það minnist ég þess
ekki að hafa séð hann á æskuáram
mínum. Hann var Vestfirðingur eins
og foreldrar mínir. Móðir mín og
hann voru jafnaldra og ég held þau
hafi öll kynnst á unglingsáram á Isa-
firði. Verið gæti að faðir minn og
Finnur hafi verið saman á sjónum.
Báðir útskrifuðust þeir úr Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík, Finnur
ur Jón Bjarni, f. 18.
maí 1942, pípulagn-
ingameistari í Gr-
indavík. Þá átti
Finnur son áður en
hann kvæntist, Sig-
mund Hagalín, f. 22.
janúar 1934, en
hann drukknaði
með togaranum Júlí
8. febrúar 1959.
Finnur útskrifaðist
úr Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík
árið 1935 og starf-
aði lengst af ævinn-
ar sem sjómaður,
síðari árin sem togaraskipstjóri
á skipum Útgerðarfélags Akur-
eyringa. Eftir að hann hætti á
sjónum starfaði hann sem fisk-
matsmaður og síðar sem skrif-
stofumaður á Bifreiðaverkstæð-
inu Baugi á Akureyri.
Útför Finns fór fram frá Akur-
eyrarkirkju þriðjudaginn 3.
ágúst.
þó líklega á undan föður mínum. Þá
var sonur Finns, sem hann átti áður
en hann giftist, Sigmundur, sem
kallaður var Bútur, leikfélagi minn í
æsku, en Bútur drukknaði með tog-
aranum Júlí 1959.
En vegir okkai- Finns áttu eftir að
liggja saman er ég kynntist eigin-
konu minni því Finnur og eiginkona
hans, Guðmunda Pétursdóttir, voru
tengd órjúfanlegum og ævilöngum
vináttuböndum við fjölskyldu eigin-
á muni þess að sýnast eða vera og að
greina á milli hugarburðar og raun-
veruleika.
Um leið og ég kveð vin minn Gunn-
laug þakka ég honum ánægjulega
samfylgd. Ég votta afkomendum og
öðram aðstandendum samúð mína.
Jón L. Arnalds.
Mikill höfðingi er fallinn, kominn
talsvert á tíræðisaldur. Svo háum
aldri náði Gunnlaugur E. Briem, að
okkur er farið að fækka, sem munum
þá tíð, þegar engum ráðum þótti vel
ráðið um mörg mikilsverðustu við-
fangsefni í Stjórnarráðinu, að Gunn-
laugur væri þar ekki til kallaður. Og í
sáttanefndum í vinnudeilum þótti
hann sjálfsagður. Ástæðan var ein-
föld. Þar fór á þeim tíma sá embætt-
ismaður Stjórnarráðsins, sem lengst>
an og farsælastan embættisferil hafði
átt og unnið sér allra manna traust,
bæði meðal kollega og stjómmála-
manna, sem til ráðherradóms höfðu
valist. Trúmennska hans gagnvart
hveiju verlri, sem honum var falið og
hverjum manni hafði aldrei bragðist
og því var honum treyst til vanda-
samra verka umfram aðra menn.
Ungur hafði Gunnlaugur þegar á
þriðja tug aldarinnar ráðist tfl starfa
í Stjómarráðinu með þeim mönnum,
sem þá vora ennþá til og höfðu byrj-
að sína embættisfærslu með hinum
fyrsta ráðherra íslands 1904. Hinar
rótgrónu hefðir stjómsýslu þess tíma
hafði hann tileinkað sér og nýtt sér
út í hörgul, alltaf með trúnaðinn við
sinn stjómmálalega forystumann
hvers tíma að leiðarljósi.
Inn í þessa veröld leiddi Gunnlaug-
ur E. Briem mig, sem þetta skrifa, 23
ára gamlan og nýbakaðan lögfræðing
1958 og þeirrar leiðsagnar naut ég á
áttunda ár. Sagt er, að lengi búi að
lyrstu gerð. Svo mikið er víst, að ég
hef alla tíð litið á Gunnlaug E. Briem
sem nestor minn í öllum þeim marg-
breytilegu stjórnunarverkum, sem
ég vann eftir að ég lauk störfúm und-
ir hans beinu stjóm. Ófá era þess
dæmi á mínum ferli, að ég hef að.
kvöldi lagt til hliðar hvatskeytlegt
bréf eða minnisblað af einhverju tagi,
minnugur þess, þegar ég hafði lagt
slíkt bréf fyrir Gunnlaug og hann
sagði með sinni eðlislægu hægð og
Ijúfmennsku, að þetta sé einmitt bréf
af því tagi, sem maður á að láta bíða
að minnsta kosti næsta dags. Raunar
fylgdi ráðleggingunni saga úr hans
eigin reynslu, þar sem honum hafði
orðið á að skrifa slíkt hvasst bréf fyr-
ir ráðuneytisisins hönd til sendi-
manns Dana á Islandi. Sendimannin-
um mislíkaði bréfið svo mjög, að
snemma næsta morgun var hann
kominn í viðtal til ráðherra Gunn^--
laugs, sem þá var Ólafur Thors.
Þannig hagaði til, að gengt var beint
milli skrifstofa Ólafs og Gunnlaugs.
Það fregnaði Gunnlaugui- fyrst af
heimsókn hins danska sendimanns,
að dyrunum milli skrifstofanna var
lokið upp og Gunnlaugur heyrði Ólaf
segja eitthvað í áttina við: „Hvað er
eiginlega að athuga við þetta bréf?
Ég dikteraði það sjálfur." Við þetta
lækkaði risið á hinum danska sendi-
manni og hvarf hann á braut, en
Ólafúr gekk inn í skrifstofu Gunn-
laugs og spurði: „Hvaða djöfuls bréf
var þetta eiginlega?“ Slíkt var traustf
þessa ráðherra á því, sem Gunnlaug-
ur hafði gert og þannig var um þá
flesta.
Lengst af starfsævinnar varð það
hlutskipti Gunnlaugs E. Briem að
þjóna þeim stjómmálaforystumönn-
um, sem þjóðin kaus sér um áratugi.
Flestir era þeir nú neðar moldu og
geta ekki þakkað þá þjónustu. Ég,
sem fékk ungur færi á að taka þátt í
henni, vil hins vegar þakka það og
allt, sem það hefur verið mér. Jafn-
framt vil ég nota tækifærið til að
óska þess, að í stjórnsýsluna sæki
menn og konur, sem hafa eitthvað af
þeim eiginleikum, sem Gunnlaugur
E. Briem var svo ríkur af. Börnum
og tengdabömum Gunnlaugs og<r
Þóra og afkomendum öllum bið ég
blessunar.
Jón Sigurðsson.
Kveðja frá Skógræktarfélagi
íslands
Gunnlaugur E. Briem heillaðist
snemma á ævinni af skógræktar-
hugsjóninni og lét veralega til sín
taka á þeim vettvangi af rökvísi,
baráttugleði og heilindum hvortj-
sem var í einkalífi eða í tengslum
við ævistarfið sem ráðuneytisstjóri í
landbúnaðarráðuneytinu.
Hvar sem hann fór gat hann sér
orð fyrir ráðvendni, vingjamlegt
viðmót og fágaða framkomu, og réð
því miklu um framgang skógræktar
á Islandi um árabil.
Þannig lifir hann í minningu okk-
ar skógræktarmanna.
Hafi hann ævinlega þökk fyrir.
F.h. Skógræktarfélags íslands,
Hulda Valtýsdóttir.
konu minnar, enda vora Guðmunda
og tengdamóðir mín skyldar.
Öll verk Skaparans eru undursam-
leg. Sum þeirra hrífa mann strax við
fyrstu sýn. Önnur þarf að skoða vel
og vandlega til að njóta dásemdar
þeirra og oft verður ánægjan meiri
eftir því sem lengur er skoðað. Það
þurfti að kynnast manninum Finni
Daníelssyni til þess að njóta þeirra
góðu eiginleika sem hann var gædd-
ur. Ég tel að ekki hafi allir haft
greiðan aðgang að dyrum hjarta
hans. Þó fór það svo, líklega fyrir
kynni við foreldra mína og vináttu
við tengdaforeldra, að þessar dyr
opnuðust mér og frá þeirri stundu
eignaðist ég einn minn besta vin.
Hann var ekkert ólíkur þeirri
tignarlegu en hrikalegu fegurð sem
einkennir Vestfirði og skaplyndi
hans mætti einnig líkja við veðurlag-
ið sem ríkir á þeim slóðum, sem get-
ur verið undurblítt en einnig fjarska
hart. Finnur var vel gefinn, mjög
minnugur og vel lesinn og fróður um
marga hluti. Það var því uppbyggj-
andi fyrir ungan mann að eyða frí-
stundum með honum og njóta frá-
sagnar hans um menn og atburði lið-
inna tíma, oft á tíðum í tjaldi eftir
veiðidag. Finnur gat verið afskap-
lega skemmtilegur þegar því var að
heilsa. Hann gat að mínu mati Iíka
verið harður í horn að taka og
stundum fannst mér hann taka
ákvarðanir sem enginn mannlegur
máttur gat haggað. Mér datt það
svo sem í hug við sérstakar aðstæð-
ur að jafnvel æðri máttarvöld gætu
lent í basli með hann. Ég minnist
sérstaki-a og rösklegra hreyfinga
þegar áhersla var lögð á frásögn,
dugnaðar og keppnisskaps. Þá
minnist ég sérkennilegra og
skemmtilegra nafngifta og orða sem
léku honum á vörum í hita leiks við
hraðskák, en við fóram fljótt að tefla
saman í skammdeginu og leiddi það
síðar til vikulegra „skákmóta" á
vetram ásamt fleiri kunningjum etf"
slík mót vörðu í nokkur ár til skiptis
á heimilum hvers og eins. Þegar
daginn tók að lengja fórum við sam-
an á lax- og silungsveiðar. í hópnum
var oft annar félagi, Magnús Stef-
ánsson, sem var á þeim aldri að
hann hefði einnig getað verið faðir
minn. Fannst mér ég njóta sér-
stakra fríðinda að fá að vera í návist
þessara heiðursmanna og deila með
þeim þeirri gleði og unaði sem því
fylgir að vera úti í íslenskri náttúru
við fagra veiðiá eða við silungsvatn.
Ég minnist hófsemi þeirra og
nægjusemi og enn í dag þegar ég sé
myndir af tískuklæddum veiðimönn-
um okkar tíma minnist ég þess
hvemig mér fannst veiðibúnaður og *
klæði sérhvers sanns veiðimanns
verða að bera þess merki að hafa
verið mikið notuð og lengi eða allt að
því lúin af sliti. Seint mun ég gleyma
hjálpsemi Finns þegar ég var að
ljúka byggingu íbúðarhúsnæðis. Þá
mætti Finnur hvert einasta kvöld
eftir vinnutíma, líklega í nokkrar
vikur, til að sparsla og mála. Þannig
var vinátta hans og tryggð, hún var
sýnd í verki, sjaldnar með orðum.
Við leiðarlok leitar hugur okkar
hjóna til Guðmundu, sem nú dvelst á
Dvalarheimilinu Hlíð. Við biðjum al-
góðan Guð að blessa hana og«
styrkja. Við vottum henni, sonum
hennar og fjölskyldum þeirra samúð
okkar. Við þökkum þessu góða fólki
fyrir áralanga vináttu og tryggð.
Guð blessi þau öll. Við vottum Finni
virðingu okkar og þakklæti fyrir
einstaklega ljúfan kunningsskap og
vináttu. Guð veri með honum og
blessi hann.
Ragnar Ásgeir Ragnarsson.