Morgunblaðið - 10.08.1999, Page 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Nánast
eins og tap
Jafntefli eftir tvo siguríeiki
BÆÐI lið höfðu borið sigur úr býtum í tveimur síðustu viður-
eignum sinum í deildinni. Keflvíkingar unnið Víkinga og
Framara á heimavelli, en Skagamenn skellt Valsmönnum og
Víkingum á útivelli. Þau urðu þó að sætta sig við skiptan hlut á
sunnudag og Skagamönnum tókst ekki að hefna fyrir 2:0-ósigur
í Keflavík í upphafí móts.
Logi Ólafsson, þjálfari Skaga-
manna, var heldur súr á svip eft-
ir leikinn, enda sagði hann að jafn-
tefli í þessari stöðu væri nánast eins
og tap. „Við náðum tveimur mörk-
um í fyrri hálfleik og ræddum um
það í leikhléi að þeir myndu eflaust
mæta brjálaðir til leiks í þeim síðari
og við yrðum að vera tilbúnir í þau
átök,“ sagði hann.
„Staða okkar var vissulega orðin
vænleg og leikmenn hafa greinilega
talið að þetta væri í höfn. En það er
náttúrlega aldrei þannig og það er
eins og menn hafi ætlað að geyma
einhverja krafta til leiksins gegn
IBV. En þetta var hreinlega alveg
skelfilegt hjá okkur í seinni hálfleik,
sérstaklega frá því þeir minnkuðu
muninn og þar til þeir jöfnuðu met-
in. Þá náðu mínir menn að rétta að-
eins úr kútnum og skapa færi á nýj-
an leik. Þau nýttust því miður ekki.“
Logi benti þó á að sínir menn
hefðu fengið færi á að klára leikinn í
upphafi seinni hálfleiks, m.a. skot
Kára Steins í slána. „Við áttum að
vera búnir að klára þennan leik en
gerðum mistök í vöminni. í upphafi
leiktíðar var það þannig að við skor-
uðum ekki mörk. Nú er það þannig
að við fáum á okkur klaufamörk eft-
ir að hafa skorað sjálfir og erum
greinilega orðnir sérfræðingar í að
koma okkur í vandræði. Við lentum
líka í þessu á móti Val og Víkingi,
náðum tveggja marka forystu en
fengum svo á okkur mark.“
Morgunblaðið/Jim Smart
KRISTJÁN Brooks og Gunnlaugur Jónsson kljást um knöttinn.
Skagamenn og Keflvíkingar skiptu stigunum á Akranesi
Ekki er flas
til
fagnaðar
sinni í leikhléi, heldur gerði hann
aukinheldur tvær breytingar á henni
- setti inn á Rút Snorrason og Zoran
Ljubicic í stað þeirra Hjartar Fjeld-
sted og Guðmundar Oddssonar.
Skilaboðin voru skýr; nú skyldi til
sóknar blásið og leikmennirnir létu
fljótlega kné fylgja kviði.
Mikil áhætta fylgir jafnan slíkum
sóknarskiptingum og títtnefndur
Kári Steinn komst nærri því í upp-
hafi seinni hálfleiks að skora þriðja
markið og gera þannig út um leikinn.
Til allrar ólukku fyrir Skagamenn
hafnaði þrumuskot hans þó á þver-
slánni og litlu síðai’ mistókst Heimi
Guðjónssyni að leggja knöttinn fyrir
sig í upplagðri stöðu. Þriðja markið
lét þannig sumsé á sér standa og
smám saman komust Keflvíkingar
meira inn í leikinn. Vörn Skaga-
manna virtist annars hugar og það
nýttu gestirnir sér rækilega og jöfn-
uðu metin með tveimur góðum
mörkum á skömmum tíma. I fyrra
sinnið var að verki Gunnar Oddsson,
með öðru marki sínu í jafnmörgum
leikjum eftir brottvísun sína sem
þjálfari liðsins, og litlu síðar kom enn
að þætti Þórarins bjargvættar Krist-
jánssonar. Enn og aftur sýndi sá
drengur að þar fer markaskorari af
guðs náð - bakfallsspyrna hans_ var
metfé, en að sama skapi hlýtur Ólaf-
ur Þór markvörður að vilja gleyma
úthlaupi sínu sem fyrst.
Óhætt er að segja að Skagamenn
á áhorfendapöllum hafi gerst súrir
mjög við þessa atburði og létu þeir
tilfinningar sínar í ljós með ýmiss
konar hætti, annaðhvort uppbyggi-
SKAGAMENN, þetta fornfræga stórveldi íslenskrar knattspyrnu,
hefur mátt súpa marga fjöruna í sumar og stuðningsmenn liðs-
ins hafa þurft að sætta sig við annars konar úrslit og spila-
mennsku en tíðkaðist í þeirra heimabyggð á fyrri helmingi ára-
tugarins. Eftir afleitt gengi á mótinu framan af hefur þó heldur
rofað til á síðustu vikum og því er kannski ekki að undra þótt
einhverjir í hópi þeirra gulu hafi gerst giaðir á nýjan leik og sett
sig í sigurstellingar fyrir leik Skagamanna og Keflvíkinga á
sunnudagskvöld. Hætt er þó við að gleði þeirra sömu í leikhléi
yfir afbragðsleik hinna gulklæddu hafi breyst í hina megnustu
ógleði í seinni hálfleik, því enn ollu Skagamenn vonbrigðum og
glutruðu niður ákjósanlegri stöðu og þremur sigurstigum. í stöð-
unni 2:0 virtist sem Skagamenn teldu leikinn unninn og hafa
máske farið að velta fyrir sér mikilvægum undanúrslitaleik í bik-
arkeppninni annað kvöld gegn Eyjamönnum. Enn og aftur sýndi
sig hins vegar að ekki er flas til fagnaðar og sigurinn hrundi nið-
ur í 2:2-jafntefli á örskömmum tíma, annars vegar fyrir mikla
herkænsku Kjartans þjálfara Mássonar og hins vegar fyrir hreinn
aulahátt Skagamanna sjálfra.
legum eða alls ekki. Upplögð staða
þeirra manna var fyrir borð borin á
mettíma og útlit fyrir taugastrekk-
andi lokamínútur - skyldu Keflvík-
ingar hirða öll stigin? Svo fór ekki
og raunar voru Skagamenn nálægt
því að skora þriðja markið en höfðu
Framan af leik benti fátt til annars
en sanngjams og sannfærandi
stórsigurs heimamanna. Þeir sóttu
■■■■■■ stíft, sumpart meira af
Böm Ingi kappi en forsjá og
Hrafnsson sköpuðu hvað eftir
skrifar annað mikinn glund-
roða í vörn gestanna
með lipru spili. Fremstir fóru þar í
fiokki Stefán Þór Þórðarson og Kári
Steinn Reynisson og nutu þar hnit-
miðaðra sendinga Jóhannesar Harð-
arsonar og Heimis Guðjónssonar
þegar þannig bar undir.
Fyrsta mark Skagamanna kom
eftir átta mínútna leik. Guðmundur
Oddsson, varnarmaður Keflvíkinga,
gerði sig þá sekan um klaufalegt
brot á Kára Steini innan vítateigs
og Eyjólfur Ólafsson, dómari leiks-
ins, átti vart annars úrkosta en að
benda á vítapunktinn sem hann og
gerði. Mikill kliður fór um áhorf-
endur á bandi heimamanna við þau
tíðindi, enda hafa fjögur síðustu víti
Akurnesinga farið í súginn. Varnar-
jaxlinn og sjávarútvegsfræðingur-
inn Sturlaugur Haraldsson skildi að
hans tími var kominn, brá sér aldrei
þessu vant inn í vítateig andstæð-
inganna og kom þaðan aftur mark-
inu ríkari. Spyrna Sturlaugs var
sérlega örugg, föst og alveg út við
stöng.
Skagamenn héldu áfram að sækja,
fengu til þess ríflegt pláss og grun-
samlega góðan frið af hálfu and-
stæðinganna sem á stundum virtust
steinsofandi. Kenneth Matijane
nýtti ekki upplagt færi er hann
skaut rétt framhjá eftir frábæra
rispu Kára Steins, sem ruslaði upp
Keflavíkurvörninni að vild á þessum
kafla. Það var því ekki að undra er
mark númer tvö leit dagsins ljós.
Aftur var sérdeilis laglega að því
staðið, Heimir Guðjónsson tók auka-
spyrnu utan teigs, spyrnti utanfótar
á Gunnlaug Jónsson sem skallaði
fyrir á Stefán Þór Þórðarson og sá
þakkaði fyrir sig með öðrum skalla -
hnitmiðuðum í nærhornið. Tveggja
marka forysta heimamanna stað-
reynd og fyllilega verðskulduð, enda
á köflum ekki ljóst hvort leikmenn
Keflavíkurliðsins voru að koma eða
fara.
Eitt er þó hálfleiksstaða og annað
lokastaða og því fengu Skagamenn
heldur betur að kynnast í seinni hálf-
leik. Þeir gerðu sig þá seka um víta-
vert kæruleysi, töldu leikinn unninn
og virtust hálfpartinn fara að spara
sig fyrir stórleikinn þann.
Slík tækifæri eiga andstæðingar
að notfæra sér, sama þótt útlitið sé
ekki gott og spáin slæm. Kjartan
Másson, hinn gamalreyndi þjálfari
Keflvíkinga, er eldri en tvævetur í
boltanum og ekki aðeins lét hann sér
nægja að lesa duglega yfir herdeild
Borgaði
sig að
taka
áhættu
KJARTAN Másson, þjálfari
Keflvíkinga, þótti tefla
djarft í leikhléi er hann
bætti hressilega í sóknina.
„Það var ekkert um annað
að ræða, eitthvað varð ég að
gera,“ sagði hann og sam-
sinnti því að leikur Keflvík-
inga í fyrri hálfíeik hefði
verið slakur. „En ég er jafn-
framt mjög ánægður með
seinni hálfleikinn. Það má
segja að þetta sé í fyrsta
sinn í sumar sem við náum
að sigra í seinni hálfleik.“
Hvað hugsaðirðu í leik-
hléi, tveimur mörkum uadir?
„Að þetta gæti ekki versn-
að og við yrðum að taka
áhættu. Það er segin saga að
maður verður stundum að
þora að taka áhættu og í
þessu tilfelli borgaði það sig.
Við lékum að mínu viti skín-
andi vel í seinni hálfleik en
þeir sóttu kannski meira síð-
ustu mínútumar."
Ertu sáttur við eitt stig?
„Já, égget ekki verið ann-
að, enda þótt við höfum svo
sannarlega stefnt að sigri í
byijun. Það er mjöggott að
krækja í eitt stig uppi á
Skaga, ég tala nú ekki um
eftir að hafa lent tveimur
mörkum undir. Eg er mjög
ánægður með strákana, ég
held að við séum að gera
góða hluti og fyrsta og eina
markmið okkar nú um
stundir er að bjarga okkur
frá falli.“
Telurðu að þessi lið séu
bæði laus úr fallhættu?
„Já, ég held að þessi lið
hljóti að vera að komast upp
úr þeim vandræðum sem þau
hafa verið í. Eitt stig er
vissulega ekki mikið en ég
tel Skagamenn vera að koma
upp og vona heitt og inni-
lega að við séum einnig að
koma. Ég er ekki tilbúinn að
ræða möguleikana á Evr-
ópusæti strax en við erum að
minnsta kostið að bjarga
okkur frá falli. Það er fyrsta
skrefið.“