Morgunblaðið - 10.08.1999, Side 8

Morgunblaðið - 10.08.1999, Side 8
8 6 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDSMÓT í GOLFI Björgvin Sigurbergsson varð íslandsmeistari í golfi eftir umspil við Örn Æ BJÖRGVIN Sigurbergsson var ekki af baki dottinn þótt hann glataði óvænt tveggja högga forskoti á átjándu brautinnj á Hvaleyrinni, velli Golfklúbbsins Keilis, í rimmu sinni við Örn Ævar Hjartarson um íslandsmeistaratignina. Einbeittur og ákveðinn lék heimamaðurinn af miklu öryggi í þriggja holu umspili og stóð uppi sem sigurvegari eftir að Örn Ævar hafði lent í hremmingum á annarri braut umspils, níundu braut vall- arins, þar sem honum mistókst að mjaka boltanum úr þykku grasi utan brautar. Sigur Björgvins var verðskuld- aður. I fjóra daga lék hann af stakri prýði - hafði forystuna eða deildi henni með keppinautum sínum Rögnvaidssor eftir hvern keppnis- skrífar dag. Enginn var svik- inn af tilþrifum hans. Umdeildur dómur skipti þó sköp- um í umspilinu. Örn Ævar lenti ut- an níundu brautar vallarins, sem var önnur hola umspilsins. Þar lá boltinn hans djúpt í þykku grasinu við kletta. Skoðanir voru skiptar um hvort Örn mætti nema á brott moldarköggul sem lá fyrir aftan boltann. Halldór Halldórsson, yfir- dómari mótsins, tjáði Emi að hann mætti ekkert hreyfa og í kjölfarið gerði hann árangurslausa tilraun til að slá boltann áleiðis úr grasinu. Öm sló öðru sinni úr karganum og því næst inn á flöt - lék holuna á sex höggum, tveimur yfir pari, á meðan Björgvin náði parinu eins og báðir höfðu gert á fyrstu braut- inni. Með tveggja högga forskot sló Björgvin í flatarkantinn á tí- undu brautinni, lokaholu umspils- ins, sem er par 3. Örn sló of langt til hægri en vippaði laglega upp að holunni og náði pari. Björgvin vippaði rétt utan flatar og nam boltinn staðar um hálfan metra frá holunni. Þaðan mistókst Björgvini og varð hann að pútta aftur til að leika kúlunni ofan í holuna. Hann sigraði því með eins höggs mun og fagnaði ákaft - var fljótlega um- kringdur sigurreifum heimamönn- um sem fögnuðu þarna tvöföldum sigri Keilis því Ólöf María Jóns- dóttir hafði skömmu áður tryggt sér sigur í kvennaflokki. Björgvin hefði gert öllum greiða með því að setja fyrra púttið í á tí- undu flötinni því þá hefði munur- inn orðið tvö högg og vægi dóms- ins umdeilda á níundu brautinni hefði minnkað snarlega. Þess í stað varð úrskurðurinn tilefni rök- ræðna manna á milli í og við klúbbhús Keilis að leik loknum. Það var leiðinlegt að svo skyldi fara, því einskær gleði hafði ríkt yfir mótsdagana fram að þessu vegna veðurblíðunnar og vallarins, sem vert er að hrósa Keilismönn- um fyrir. Vegur Björgvins var „grýttur" Fyrir síðasta keppnisdag var vitað að Björgvin og Öm Ævar myndu berjast innbyrðis um Is- landsmeistaratignina. Hana hafði Björgvin hlotið áður - á Hellu 1995 - en Örn hafði aldrei lent í þessari aðstöðu fyrr. Þessi afslappaði pilt- ur, sem sjaldan sýnir merki um spennu, var fljótlega farinn að steyta hnefana þegar hann fagnaði góðu pútti. Hann náði eins höggs forystu á fyrstu braut er Björgvin fékk skolla. Þar fékk Helgi Birkir Þórisson, þriðji maðurinn í hollinu, fugl og var þannig fjórum höggum á eftir Emi. Honum tókst þó ekki að velgja Björgvin og Erni frekar undir uggum. Björgvin komst aftur upp að hhð Amar á sjöundu braut með fugh og tók síðan forystu á þeirri átt- undu en þar fékk Örn Ævar skolla eftir undarlegt innáhögg sem var alltof stutt, og stefnulaust þar að auki. Eftir þetta var Björgvin ávaUt skrefi á undan og verðlauna- afhending virtist yfirvofandi þegar kylfingamir slógu af átjánda teig en þá hafði Keilismaðurinn tveggja högga forskot. Björgvin sló fyrstur og höggið var glæsilegt - lenti á miðri braut. Öm sló hinsvegar of mikið til hægri og þar lá boltinn í karga. Björgvin sló innáhögg sitt á undan því hann var fjær holunni en Öm. Höggið var erfitt. Flötin er löng og mjó, skiptist auk þess í tvo „stalla“ og var holan á þeim efri. Á vinstri hönd er grjót en djúpar sandgryfj- ur blasa við hægra megin flatar- innar. Björgvin reyndi að slá bolt- ann á stærsta hluta flatarinnar sem er fremst og á neðri „stallin- um“. Boltinn tók þó stefnuna á grjótið og lenti þar á milli steina. Övissa greip um sig á meðal áhorf- enda um hvemig aðstöðu Björgvin hefði komið sér í þarna. Á braut- inni stóð hann og var engu nær um hvað beið hans. Það vissi Öm Æv- ar ekki heldur og lék af öryggi inn á flöt þótt boltinn væri enn tæpa þrjátíu metra frá holunni. Þaðan púttaði Örn tæpa þrjá metra fram yfir holuna. Björgvin gekk upp að boltanum sínum innan um grjótið og sá að hann gat ekki slegið í átt að hol- unni, varð að fara „Krísuvíkurleið“ og mjaka boltanum inn á neðri hluta flatarinnar, þar sem bolti Amar Ævars lá, og vonast eftir tveimur góðum púttum. Björgvin sló vel úr grjótinu en fyrsta púttið var slakt - alltof stutt. Þá stóð hann frammi fyrir rúm- lega þriggja metra löngu pútti. Færi boltinn í yrði hann íslands- meistari. Grafarþögn ríkti á meðal hinna fjölmörgu áhorfenda, sem röðuðu sér í kringum átjándu flöt- ina. Heyra mátti ölduniðinn í flæð- armálinu - viðeigandi undirleikur við lokaátök kylfinganna tveggja. Annars ætti Öm Ævar kost á að jafna metin með því að setja sitt pútt í. Björgvini mistókst og Örn sá vonarglætu. Púttið hans var Morgunblaðið/Gc EINBEITINGIN skín úr andliti Björgvins Sigurbergssonar er hann slær af teig. Upphafshögg hans voru prýðilc í mótinu, en það er sá hluti leiksins sem hefur þótt heldur reikull. ekki auðvelt - í því var örlítið brot frá hægri. Suðumesjamaðurinn sýndi sannkallaðar stáltaugar er hann sló boltann mjúklega í miðja holuna - öryggið uppmálað. Margir voru þeirrar skoðunar að Örn Ævar hefði meðbyr eftir þessar sviptingar - myndi fara með sigur af hólmi. Af því varð ekki. Björgvin sýndi mikinn vilja- styrk með því að leika af jafn miklu öryggi og raun varð á í um- spilinu eftir að hafa veitt Erni Ævari „gálgafrest" með mistökum sínum á átjándu brautinni. ÁKVEÐINN gengur Björgvin Sigurbergsson í átt að áttunda teig eftir að h ist þannig upp að hlið Arnar Ævars Hjartarsonar. Eftir þetta li Síminn hríngdi á versta tíma FARSÍMI eins áhorfanda hringdi þegar Björgvin Sig- urbergsson bjó sig undir að pútta á 14. braut. Hringing- in gerði Björgvini bylt við og hætti hann við púttið, steig aftur og stillti sér aft- ur upp, en mistókst og varð því af kjörnu tækifæri til að taka tveggja högga forystu. „Hringingin kom á mjög neyðarlegum tíma. Það hefði verið þægilegt að ganga af flötinni með tveggja högga forskot. Eg var að byija á púttinu þeg- ar síminn hringdi - var með kúluna „dauða“ ofan í,“ sagði Björgvin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.