Morgunblaðið - 10.08.1999, Side 12
,12 B ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999
LANDSMÓT í GOLFI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
HALLDÓR Halldórsson, yfirdómari Landsmótsins fyrir miðri
mynd, útskýrir fyrir Erni Ævari Hjartarsyni, sem beygir sig yfir
boltann til hægri, að hann megi ekki færa moldarköggulinn sem
lá fyrir aftan bolta hans í karganum hægra megin níundu braut-
ar. Björgvin Sigurbergsson stendur og fylgist með gangi mála. Á
myndinni hér til hliðar sést Örn Ævar slá boltann.
Fáheyrðir yffir-
burðir Hilmars
IILMAR Sighvatsson, kylfingur
úr Oddi og fyrrverandi knatt-
spymumaður úr Val sem vakti
mikla athygli á fimmtudag fyrir
góðan leik, sigraði með fáheyrðum
yfirburðum í þriðja flokki karla - 22
högga mun. Hann lék 72 holur á 329
höggum, en næstur kom Rúnar Oli
Einarsson, GS, á 351 höggi. Ingvi t>.
Elliðason, GR, varð þriðji á 353
höggum. Hilmar lék fádæma vel af
3. flokks kylfingi að vera á öðrum
keppnisdegi, kom þá inn á 74 högg-
um, tveimur yfir pari.
Keppni í öðrum flokki kvenna var
mjög spennandi. Regína Sveinsdótt-
ir úr GR, sem hafði forystu fyrir
síðasta hringinn, hélt naumlega velli
og lauk keppni einu höggi á undan
Ragnheiði Sigurðardóttur úr GKG.
Regína lék síðasta hringinn á 91
höggi og holurnar 72 á 368 höggum.
Ragnheiður lék síðustu átján hol-
urnar á 93 höggum.
Olafur Jóhannesson, Golíklúbbn-
um Setbergi, kom öllum að óvörum
og sigraði í fyrsta flokki karla er
hann lék síðasta hringinn á 71
höggi - pari vallarins á Hvaleyri.
Hann lék hringina fjóra á þrjú
hundruð höggum, fjórum höggum
færra en Þórbergur Guðjónsson frá
Akranesi, sem lék á áttatíu höggum
á sunnudag. Jónas Hagan Guð-
mundsson, Keili, varð þriðji á 306
höggum.
Alda Ægisdóttir, GR, sigraði
með sjö högga mun í fyrsta flokki
kvenna, en hún lék best allra á síð-
asta hring - 79 höggum, sem var
besti árangur sem náðist í flokkn-
um. Helga Gunnarsdóttir, Keili,
varð önnur á 335 höggum, en Anna
Jódís Sigurbergsdóttir, einnig úr
Keili, hafnaði í þriðja sæti, fimm
höggum á eftir Helgu.
Pétur V. Georgsson, Setbergi,
sigraði örugglega í 2. flokki karla -
með átta högga mun. Hann lék á 81
höggi á sunnudag, sem gerði keppi-
nautum hans ókleift að komast upp
að hlið hans. Hilmar Viðarsson,
klúbbfélagi Péturs, lék á 332 högg-
um, en það gerðu þeir Árni E. Örn-
ólfsson, NK, og Sverrir Valgarðs-
son einnig.
Halldór Halldórsson, yfirdómari
' tægjur
úr hnausn-
um niður í
svörðinn“
TVEIR úrskurðir Haildórs Halldórssonar, yfirdómara Landsmóts-
ins í golfi, í umspili Björgvins Sigurbergssonar og Arnar Ævars
Hjartarsonar um íslandsmeistaratitilinn í golfi á sunnudag voru
umdeildir. Annars vegar er um að ræða þann úrskurð hans að
leyfa Björgvini Sigurbergssyni að stilla bolta sínum upp utan
brautar eftir að áhorfandi hafði spyrnt honum óviljandi úr stað
og hins vegar þegar Erni Ævari var meinað að færa moldar-
köggul frá bolta sínum.
Halldór segir að áhorfandi á
göngu hafi rekist í bolta
Björgvins rétt utan fyrstu braut-
arinnar, sem var einnig fyrsta
braut umspilsins. Segir dómarinn
að boltinn hafi færst um þrjátíu
sentimetra og að annar dómari,
Tryggvi Þór Tryggvason, hafi vit-
að hvar boltinn lá upphaflega.
„Oviðkomandi áhorfandi færir
boltann til með öðrum fætinum
þegar hann er á göngu. Annar
dómari á svæðinu, Tryggvi Þór
Tryggvason, sá þetta gerast og
- vissi hvaðan hann hreyfðist og
hvert.“ Reglurnar segja að til þess
að fá að stilla bolta upp, verði stað-
urinn sem boltinn lá á að vera
ákvarðaður nákvæmlega.
í síðara atvikinu hafði Öm sleg-
ið upphafshögg sitt of mikið til
hægri, út fyrir brautina í hátt gras
við kletta. Moldarköggull lá í gras-
inu fyrir aftan boltann, um fimmt-
án sentimetra frá honum, og gerði
Emi erfitt um vik að koma kylf-
unni að boltanum með góðu móti.
Halldór sagði honum að köggull-
inn væri gróinn við grassvörðinn
og því teldist hann ekki „lausung"
samkvæmt reglunum. Því hafi Örn
ekki mátt færa hann. Örn sló vind-
'högg í kjölfarið og í næstu tilraun
mjakaði hann boltanum upp að
brautinni. Þaðan sló hann inn á
flöt og tvípúttaði - lék holuna á sex
höggum, en Björgvin fékk fjóra og
tók tveggja högga forystu er ein
hola var eftir í umspilinu.
„Bolti Ai-nar var holumegin við
það sem virtist vera moldarhnaus.
Þá þurfti að taka ákvörðun um
hvort þetta væri jarðvegur á
staðnum eða lausung. Eftir að hafa
skoðað þetta sá ég að þetta gat
verið lausung. Ég kannaði hnaus-
inn betur og lyfti honum eilítið
öðmm megin, og sá þá tægjur úr
hnausnum niður í svörðinn," segir
' Halldór.
Hópur áhorfenda kom að köggl-
inum eftir að Örn hafði slegið og
lýsti hástöfum óánægju sinni með
úrskurðinn - vildi meina að kögg-
ullinn hefði ekki verið gróinn við
jörðina. Halldór segir að Örn hafi
slegið í köggulinn, þannig að hans
skoðun á honum eftir höggin hafi
ekki verið marktæk. „Öm sló í
fyrsta lagi að hluta til í hann er
hann reyndi að slá boltann. Síðan
barði hann kylfunni í gegnum
hann aftur eftir síðara höggið.
Auðvitað geta áhorfendur orðið
heitir, en ég hlusta ekki á slíkt.
Það er bara eins og hvert annað
þvaður,“ segir Halldór.
Sjálfur lýsir Örn stöðunni
þannig: „Boltinn lá upp við þennan
moldarköggul og við pældum í því
hvort ég mætti færa hann. Um
;.tvennt var að ræða. Ég hefði getað
slegið hann yfir á fyrstu brautina
Hópur áhorfenda
lýsti hástöfum
óánægju sinni með
úrskurðinn - vildi
meina að köggullinn
hefði ekki verið
gróinn við jörðina
eða reynt að slá hann áleiðis að ní-
undu brautinni." Hann segist ekki
hafa viljað taka víti. „Þá hefði ég
þurft að fara aftur fyrir klettana
og hefði auk þess þurft að láta
boltann falla í háa grasinu ef ég
hefði mælt tvær kylfulengdir til
hliðar," segir Örn.
Aðspurður um hvað hann hefði
getað gert í högginu ef kögguljinn
hefði ekki truflað hann, sagði Öm:
„Þá hefði ekki verið mikið mál að
slá boltann langleiðina niður að
tjöminni.“