Morgunblaðið - 10.08.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 B 13*
Flugeldasýning á
Stamford Brídge
CHELSEA hóf keppnistímabilið
í úrvalsdeildinni vel er liðið
lagði Sunderland 4:0 á laugar-
dag. Englandsmeistar Man-
chester United urðu að sætta
sig við 1:1-jafntefli gegn Ever-
ton og Arsenal vann Leicester
með sjálfsmarki er komið var
fram yfir hefðbundinn leik-
tíma. Bradford, sem hafði ekki
leikið í efstu deild í 77 ár, kom
hins vegar flestum á óvart og
vann Middlesborough 1:0.
Stjörnum prýtt lið Chelsea vann
stórsigur á nýliðum Sunderland
4:0. Gustavo Poyet, sem var meidd-
ur lungann úr liðnum vetri, kom
heimamönnum yfír og Italinn Gian-
franco Zola skoraði annað mark
Chelsea. Chris Sutton, sem kostaði
Chelsea um 1,2 milljarða, fékk í það
minnsta tvö góð færi en náði ekki
að skora og var skipt út af fyrir
Norðmanninn Tore Ándre Flo, sem
skoraði þriðja markið. Poyet bætti
fjórða markinu við eftir laglegan
undirbúning frá Zola. Peter Reid,
knattspyrnustjóri Sunderland,
prísaði sig sælan í leikslok og sagði
að Chelsea hefði getað skorað mun
fleiri mörk.
Nýliðarnir frá Bradford tryggðu
sér þrjú dýrmæt stig á útivelli gegn
Middlesborough með marki frá
gamla brýninu Dean Saunders, sem
fékk frjálsa sölu frá Benfica.
Saunders hafði komið inn á sem
varamaður en tryggði Bradford
sigur með marki á 89. mínútu. Paul
Jewell, knattspyrnustjóri Bradford,
hældi leikmönnum sínum á hvert
reipi og sagði varnarleik liðsins
framúrskarandi. „Við áttum í vök
að verjast í upphafi en vörnin gaf
engin færi. Eg er alsæll með sigur-
inn, en það eru margir leikir eftir
og ég sé ekki fyrir mér að liðið
verði ofarlega í deildinni. Við hugs-
um hins vegar ekki um hvort við
föllum, markmið okkar er að spila
góðan fótbolta."
Fimm mörk litu dagsins Ijós hjá
Watford og Wimbledon. Lærisvein-
ar Egils Olsens höfðu betur 3:2, en
sigurmarkið var sjálfsmark. Gra-
ham Taylor, knattspyrnustjóri
Watford, var ómyrkur í máli í leiks-
lok og sagði að lið sitt ætti ekki
mikla framtíð fyrir sér í deildinni
með sama varnarleik. „Við gætum
ekki einu sinni spjarað okkur með
sama varnarleik í 3. deild,“ sagði
Taylor. Allt annað hljóð var í Egil
Olsen hjá Wimbledon. „Það sem
mestu máli skipti var að leikmenn
lögðu sig fram og uppskáru þrjú
stig, en við gerðum alltof mikið af
mistökum.“
Shearer sá rautt
Alan Shearer, fyrirliði enska
landsliðsins, vill sjálfsagt gleyma
100. leiknum er hann lék fyrir
Newcastle. Shearer var vikið af
velli í fyrsta sinn á ferlinum er
hann lék gegn Aston Villa á laugar-
dag, fékk annað gult spjald í leikn-
um 20 mínútum fyrir leikslok fyrir
óíþróttamannslega hegðun, að mati
Uriah Rennie, dómara - sem taldi
að Shearer hefði rekið olnbogan í
Colin Calderwood. Dómurinn þótti
strangur. Fimm mínútum síðar
skoraði Julian Joachim sigurmark
leiksins fyrir Villa. Ruud Gullit,
knattspyrnustjóri Newcastle, var
æfareiður í garð dómara leiksins og
sagði að leikurinn hefði verið eyði-
lagður fyrir sitt lið. Gullit gerði sig
líklegan til þess að lesa yfir hausa-
mótum dómarans í leikslok en var
stöðvaður á leið sinni. Knatt-
spyrnustjórinn gæti átt yfir 'nöfði
sér sekt vegna framkomu sinnar,
Reuters
GUSTAVO Poyet fagnar öðru marki sínu sem hann skoraði fyrir
Chelsea gegn Sunderland á Stamford Bridge.
en hann kvaðst ekki sjá eftir einu
eða neinu. „Dómarinn tók margar
rangar ákvarðanir í leiknum og fyr-
ir þær urðum við að gjalda dýru
verði.“
Heppnin með Arsenal
Leikmenn Arsenal geta hrósað
happi er liðið vann Leicester 2:1.
Sigurmarkið var sjálfsmark Frank
Sinclair er komið var fram yfir
venjulegan leiktíma. Hinn 34 ára
Tony Cottee náði forystu fyrir
Leicester en Dennis Bergkamp
jafnaði leikinn fyrir Arsenal
skömmu síðar. Arsene Wenger,
knattspymustjóri Arsenal, sagði að
sínir menn væru lánsamir að ná
þremur stigum undir lokin, en bætti
við að liðið hefði fengið nokkur góð
færi til þess að skora mörk og benti
meðal annars á að Thierry Hem-y,
sem nýgenginn er til liðs við Ar-
senal, hefði getað skorað tvö mörk.
Houllier hældi Fowler
Gerard Houllier, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, hældi Robbie
Fowler fyrir frammistöðu leik-
mannsins í 2:l-sigurleik gegn
Sheffield Wednesday á Hills-
borough. Houllier, sem hefur stutt
við bakið á Fowler, þrátt fyrir erf-
iðleika utan vallar sem innan, segir
að Fowler hafi stolið senunni í
leiknum. „Fowler hefur tekið fram-
förum í sumar og ég vænti mikils af
honum. Leikmaðurinn gafst ekki
upp þrátt fyrir mótbyr í leiknum og
marldð sem hann skoraði breytti
gangi leiksins fyrir Liverpool,"
sagði Houllier.
Stam með sjálfsmark
Manchester United, þrefaldir
meistarar á liðnu keppnistímabili,
gerðu l:l-jafntefli í fyrsta leik gegn
Everton. Dwight Yorke skoraði
fyrsta mark leiksins á 8. mínútu og
allt leit út fyrir að þannig færu leik-
ar. En á 87. mínútu átti Nicky
Barmby skalla að marki United,
Jaap Stam, varnarmaður
Manchester-liðsins, ætlaði að skalla
boltann í burtu en þess í stað hafn-
aði knötturinn í markinu. Walter
Smith, knattspymustjóri Everton,
var lukkulegur með stigið og sagði
að sínir menn ættu heiður skilinn
fyrir frammistöðu sína. „Ef strák-
arnir halda áfram að spila með
þessum hætti er aldrei að vita hvað
gerist.“ Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóri Manchester United,
var hins vegar súr yfir úrslitunum
og sagði að sitt lið hefði átt að klára
leikinn enda hefði það fengið tæki-
færi til þess að gera fleiri mörk.
ru Lr\
■ KEN Bates, framkvæmdastjóri
Chelsea, hvatti um helgina evr-
ópskar knattspyrnuþjóðir til að
hundsa lokakeppni heimsmeistara-
mótsins í knattspyrnu sem fram á
að fara í S-Kóreu og Japan eftir
þrjú ár hefjist keppnin 23. maí.
■ FORRÁÐAMENN Alþjóða
knattspyrnusambandsins, FIFA,.
vilja hefja keppnina svo snemma til
þess að henni verði lokið þegar
regntíminn hefst í júnílok. Bates
segir þetta ekki ganga upp því
keppnistímabilinu í mörgum Evr-
ópuríkjum ljúki ekki fyrr en í lok
maímánaðar ár hvert.
■ ARSENE Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, tók undir skoðanir
Bates um helgina og sagði það vera
út í hött að hefja heimsmeistara-
keppnina svo snemma, hún eigi að
vera á sama tíma og áður.
■ JOHN Toshach, þjálfari Real
Madrid, segir Nicolas Anelka vera
í lítilli æfingu og hefur komið hon-
um í hendur einkaþjálfara sem á að
koma honum í leikæfingu á skömm-..
um tíma. Keppnistímabilið í
spænsku deildinni hefst um aðra
helgi.
■ GREAME Souness hefur verið
orðaður við starf knattspymustjóra
skoska félagsins Hearts og er ekki
ósennilegt að hann taki við á næstu
dögum. Hearts tapaði, 4:0, um helg-
ina fyrir Rangers.
■ BRONSSTYTTA af Billy
Bremner, fyrrverandi fyrirliða
Leeds og skoska landsliðsins, var
afhjúpuð á Elland Road á laugar-
daginn áður en heimamenn í Leeds
hófu leik við Derby County.
Bremner var einn þeirra leikmanna
sem skipuðu sterkt lið Leeds í lok
sjöunda áratugsins og í byrjun þess
áttuna. Hann lést í desember 1997.
■ MIGUEL Angel Nadal, leikmað-
ur Barcelona, hefur gengið frá
þriggja ára samningi við Mallorka,
en Nadal, sem er 33 ára og hefur
leikið 45 landsleiki fyrir Spán, hef-
ur verið í herbúðum Katalóníuliðs-
ins sl. átta ár.
■ EDWIN Congo, framherji lands-
liðs Kólombiu og Real Madrid, hef-
ur verið lánaður í eitt ár til Valla-
dolid. Congo kom til Real í sumar
en sökum þess að liðið hefur fleiri^
leikmenn utan Evrópu en leyfilegt
er kom það í hlut Congos að verða
að sækja á önnur mið á næstu leik-
tíð.
Ríkharður
með tvö mörk
fyrir Viking
Ríkharður Daðason gerði tvö
mörk fyrir Viking, sem lagði
Kongsvinger, 3:1, í norsku úrvals-
deildinni á sunnudag. Hefur Rík-
harður gert 7 mörk fyrir Viking á
tímabilinu. Auðun Helgason lék
einnig með Viking og Steinar D.
Adolfsson var í liði Kongsvinger,
sem er í neðsta sæti úrvalsdeildar-
innar. Með sigri komst Viking í 7.
sæti deildarinnar. Rosenberg er
efst en liðið lagði Bodo/Glimt 4:2.
Heiðari Helgusyni og Rúnari
Kristinssyni og félögum í Lil-
lestrpm tókst ekki að fylgja eftir
góðri frammistöðu í undanförnum
leikjum því liðið tapaði 2:1 fyrir
Odd Grenland. Heiðar fékk tæki-
færi til þess að skora fyrir Lil-
lestrpm en brást bogalistin er hann
skaut yfir inni í vítateig. Rúnar var
ekki með en hann tók út leikbann.
Þrátt fyrir ósigur er Lillestrpm í
þriðja sæti deildarinnar.
Tryggvi Guðmundsson hjá
Tromsp mætti félögum sínum í í&~
lenska landsliðinu, Helga Sigurðs:
syni og Pétri Marteinssyni í Sta-
bæk, og urðu lyktir leiksins 3:3.
Stabæk er í fimmta sæti að loknum
18 leikjum en Tromsp fylgir fast á
eftir í sjötta sæti eftir 17 leiki. Þá
var Stefán Gíslason í liði Strpmgod-
set sem tapaði fyrir Molde, 2:0.
Strpmgodset er í 11. sæti af 14 liði
um.