Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ein frægasta og besta mynd íslend- inga, Börn náttúrunnar, hampar tveimur af bestu lcikurum okkar fyrr og síðar, Sigríði Hagalin og Gisla Halldórssyni. Hér eru þau stödd á vegum úti. Miklabrautin að baki, æskustöðvarnar í óljósri fjarlægð, dulúðin yfír og allt um kring. Faye Dunaway. Estelle Parsons, Gene Hackman, Michael J. Pollard og Warren Beatty - hér er það samankomið. Frægasta þjóðvega- gengi Bandarikjanna, kennt við höfuðpaurana, Bonnie og Clyde. Endastöðin er Miklagljúfur (Grand Canyon), hjá stöllunum í Thelmu og Louise, einni þéttustu vegamynd siðari ára. EKIÐ AF STAÐ að er umdeilanlegt, nánast smekksatriði, hvenær vega- myndin hefur sína mishæðóttu ökuferð, enda hugtakið teygj- anlegt. Hábandarísk að ætt og uppruna, sprottin uppúr sér- stæðri, eirðarlausri þróun og menn- ingu þessa víðfeðma ríkis, þangað sóttu menn í von um betra líf. Sú leit var löng og ströng, að vissu leyti lýk- ur henni aldrei þó land sé numið. Hvorki í hefðbundnum skilningi né í listalífinu, þar sem andi rótlausra for- feðranna svífúr yfir ljóðskáldum, rit- höfundum og ekki síst kvikmynda- gerðarmönnum. Landnemamir voru í sleitulausri framsókn í vestur. Saga Bandaríkjanna fyrstu árhundruðin er mikið til um baráttu þessara manna við að skapa nýjan heim. Kanna og leggja undir sig heimsálfu ólýsan- legra andstæðna, takast á við náttúr- una og frumbyggjana á stanslausri framrásinni. Sú saga er misjöfn sem önnur mannanna verk og varð skáld- um fljótt yrkisefni, enda stórbrotin, litrík og ævintýraleg í fegurð sinni og ijótleika. Mýgrútur vestra fjallar um einfara sem völdu sínar eigin leiðir en rákust illa í hóp. Undu glaðastir við einveru óbyggðanna, fáfamar reið- götur og dýraslóðir villta vestursins. Á vissan hátt em þeir undanfarar vegamynda samtíðarinnar. Ein fyrsta bókin sem sá sem þess- ar línur skrifar fékk dálæti á var Þrúgur reiðinnar - Grapes of Wrath, með slíkum verkum var tónninn gef- inn fyrir vegamyndina. Bound for Glory (‘76), Oskarsverðlaunamyndin margfalda um lífshlaup þjóðlaga- söngvarans Arlos Guthrie, er einmitt sprottin uppúr hliðstæðu ferðalagi. Þá er ekki fjarri lagi að álíta perlur einsog ævintýri Marks Twain um Tom og Stikilsberja-Finn, fyrirrenn- ara vegamyndarinnar - þó vegurinn þeirra væri Mississippi-móðan. Frá því John Ford kvikmyndaði meistaralega hið mikla ritverk Stein- becks, hafa hjólin snúist hratt á hin- um ýmsu leiðum bókmennta og kvik- mynda. „Beatkynslóðin“ kom fram á sjónarsviðið á sjötta áratugnum með erkibítnikkinn, rithöfundinn Jack Kerouac, í fremstu víglínu. Megin- verk hans, Á vegum úti - On the Road (‘57), sem fjallar um hamslausa vonarleit nokkurra ungmenna, hafði umtalsverð áhrif á stefnur og gjörðir hinna ólíkustu listamanna, ekki síst kvikmyndagerðarmanna, sem á eftir komu. Þama kemur fram hið gegn- umsýrða friðleysi sem einkennir Vegamyndin - Road Movie, er yngst kvik- myndategunda, (,genre). Þekkt og löngu viðurkennt hugtak í kvikmyndaheiminum, hefur hún þó ekki enn fengið sinn sjálfsagða sess í uppflettiritum né gagnabönkum sem að- altegund. Sæbjörn Valdimarsson hefur „alist upp með“ þessu skemmtilega kryddi í kvikmyndaheiminum, haft tækifæri til að fylgjast með þróuninni lengst af, og haft af því ómælda ánægju. Það sem hér fer á eftir er afrakstur þeirrar reynslu - stiklað á stóru um síbreytilegt lands- lag veganna. góðar vegamyndir. Hollywood gerði myndina Heart Beat (‘80) um þá fé- laga, Kerouac og Neil Cassidy (John Heard og Nick Nolte), hún var vond og leiðinleg. AF MIKLUBRAUTINNI Aðalástæðan sem gerir vega- myndina mikilvæga hérlendis er sú að íslenskir kvikmyndagerðannenn hafa verið hallir undir þessa nútíma- legustu tegund viðfangsefna. Okkar víðfrægasta mynd, að öðrum ólöst- uðum, Börn náttúrunnar, er vega- mynd einsog þær jjerast bestar. Sama má segja um A köldum klaka, aðra mynd eftir Friðrik Þór Frið- riksson, þó ólíkar séu á flesta lund. Þessar myndir eru tvímælalaust þær áhrifamestu í íslensku flórunni og heilsteyptustu. Tekst að segja það málalengingalaust, sem þær ætla sér. Halda sig á fyrirfram ákveðinni vegaáætluninni. Onnur íslensk til- brigði við stefið er hin gamansama en misjafna Stuttur Frakki. Blossi (‘97), sú yngsta, fer af stað á áttagatatryllitæki en endar á felgun- um. Ekki má gleyma Andra dansen (‘84), sem Lárus Ýmir Óskarsson gerði í Svíþjóð. í stuttu máli má segja að einkenni tegundarinnar sé þessi eilífa, sleitu- lausa leit okkar að einhverju öðru - helst betra - en því sem maður hefur. Þörf mannsins að ferðast, lenda í æv- intýrum, kynnast nýju umhverfi, persónum, ekki síst sjálfum sér. Á hinn bóginn að flýja þetta allt saman í fjölda eltingarleikja undir ólíkleg- ustu kringumstæðum. Á tuttugustu öldinni hefur leitin einkum farið fram á malbikinu, hinni endalausu, ómissandi líflínu samtímans. Gatan; sveitavegir, borgarstræti, hrað- brautirnar, verða með hverju árinu veigameiri þáttur í lífi okkar allra og setja þar af leiðandi æ meira mark á menningu og listsköpun líðandi stundar. Það er ekki úr vegi að kalla vegamyndina hinn kynlega kvist kvikmynda samtímans. Endurspegl- ar samtíðina og segir oftar en ekki sögu undirmálsmanna, einstaklinga sem af einhverjum ástæðum falla ekki inn í hina hefðbundnu þjóðfé- lagsmynd. Eru jafnvel svolítið „úti að aka“, einsog sagt er. Atburðarás- in gegnsýrð af uppsteit og andófi gagnvart viðteknum venjum. Gjarn- an gerð fyrir lítið fé, jafnvel af van- efnum. Sökum þessara sérkenna er hún í hugum margra aðlaðandi og áhugaverð. Sönn vegamynd er jafn- an fjarri viðteknum formúlumynd- um, persónurnar og sagan eiga að vera „öðruvísi". í mínum huga kemst vegamyndin næst því að jafnast á við smásöguna og ljóðið. Segir afmarkaða sögu á sparsaman og meitlaðan hátt. Skrá- setur gjörðir persóna sinna frá ein- um stað til annars. Það ferðalag get- ur verið á ýmsa lund: Rómantískt, harmrænt, fyndið, flónskt, viturlegt, glæpsamlegt, guðdómlegt. MALBIK OG MIÐNÆTURKÚREKAR Það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum að farið var að ræða um vegamyndina af alvöru sem nýja tegund. Rótleysið sem einkenndi þessa miklu byltingartíma, koll- steypan í umræðunni, tónlistinni og umhverfinu, ástalífinu. Til samans sköpuðu þessir þættir rétta jarðveg- inn fyrir ferska vinda á kvikmynda- sviðinu. Ef það var einhver ein mynd sem gaf tóninn, þá er það tví- mælalaust Easy Rider (‘69), lítil og ódýr, sem öllum á óvart sló heldur betur í gegn. Sprottin uppúr hug- myndafræði hippatímans, segir hún sögu tveggja, ungra, friðlausra manna (Dennis Hopper og Peter Fonda). Þeir leggja upp frá Los Angeles í leit að frelsi - hinni goð- sagnakenndu Ameríku. Komast hinsvegar að því að utan borgar- marka fá landar þeirra gjarnan glýju í augun af reykmettaðri hippapólitíkinni. Það elska ekki allir alla, margir vilja fremur heyja stríð og drepa, en njóta unaðar ástalífs- ins. Myndin er í aðra röndina lof- söngur um frjálsar ástir, eiturlyfja- neyslu og önnur séreinkenni sjö- unda áratugarins, og hafði gífurleg áhrif á blómakúltúrinn. Þessa und- arlegu tíma þegar uppreisn æskunn- ar gegn steinrunnum skoðunum hinna eldri fór úr böndunum. Lausn- in á vandamálum tilverunnar var ekki fólgin í hassvímu né stjórnlaus- um samförum. Þeir félagar, Hopper og Fonda, voru börn síns tíma; „peace, man“, dröfuðu þeir kóf- reyktir, fúlskeggjaðir, með hár á herðar niður, að hætti víkinga. Gjó- uðu augunum undan ábúðamiklum sólgleraugum og reyndu að festa rammskakkar sjónirnar á malbikið með Harley Chopperinn á milli fót- anna. Urðu tákn síns tíma um frelsi, hömlulaust án skilyrða. Að mörgu leyti forvitnileg mynd, en vegur ekki eins þungt í dag, þessi skjönsýn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.