Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 B 5 Rafmagn komið í Kaldársel í SUMARBÚÐUNUM í Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð er nú loksins komið rafmagn. í tilefni af afmæli Rafveitu Hafnarfjarðar gaf hún inn- tak fyrir rafmagn og var það tengt sl. vor. Undanfarin 10 ár hefur verið not- ast við ljósavél og þar áður við olíu- lampa til þess að lýsa upp húsa- kynnin. Einnig var grafið fyrir vatnslögn í sumar sem er dýpra niðri í jörð en frýs á vetrum þannig að gerlegt er að leigja út húsnæðið að vetrarlagi. í sumar var jafnhliða sett niður rotþró sem er nógu stór fyrir 50 manna byggð. Að sögn Sigurðar Pálssonar, for- manns stjómar Kaldársels, var um 95% nýting á plássum í sumarbúð- unum í sumar. Alls komu 254 krakkar á aldrinum 7-12 ára í 7 flokkum. Starfið hefði gengið vel í sumar og langt síðan að jafngóð að- sókn hefði verið að sumarbúðunum eins og nú. Þess má geta að í árlegri kaffisölu í Kaldárseli um síðustu helgi fékk Sigrún Sumarrós Jónsdóttir, eða Rúna eins og hún er kölluð, viður- kenningu fyrir 50 ára starf sem ráðskona í eldhúsinu. Sigurður Pálsson veitti henni viðurkenningu og þakkaði henni fyrir langt og far- sælt starf. Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra og Ellert B. Schram, forseti ISI, voru meðal gesta á heimsleikunum. Wolfgang Berg, forseti IPZV og framkvæmda- sljóri HM, er lengst til vinstri á myndinni. Eiðfaxi í 40 þúsund eintökum EIÐFAXI International, sem gefinn er út á ensku og þýsku, verður gef- inn út í 40 þúsund eintökum nú um miðjan september og dreift til allra eigenda íslenskra hesta í heiminum. Að verkefninu standa Eiðfaxi ehf., landbúnaðarráðuneytið, Félag hrossabænda, Bændasamtökin, Fé- lag hrossaútflytjenda, Landssam- band hestamannafélaga, Félag tamningamanna, útflutnings- og markaðsnefnd og embætti yfirdýra- læknis. Hér er um að ræða meiriháttar markaðsátak, beint í kjölfar hins frá- bæra árangurs íslendinga á HM í Þýskalandi, þar sem lögð verður megináhersla á ísland sem uppruna- land íslenska hestsins. Þessu mark- miði telja menn best þjónað með risaútgáfu á Eiðfaxa International, sem að þessu sinni er að mestu helg- aður umfjöllun um heimsleikana, en auk þess verður í blaðinu fjölbreytt efni um hestamennsku almennt. Hinn margþætti atvinnuvegur sem skapast hefur í kring um íslenska hestinn mun því í heild njóta góðs af markaðsátakinu. Ekki má heldur gleyma því að þúsundir ferðamanna koma árlega hingað til lands vegna ástar á ís- lenska hestinum. Átak sem þetta er því ekki síður mikilvægur liður í markaðssetningu á íslenskri ferða- þjónustu en á íslenska hestinum. m Yoga kennaraþjálfun Yoga Studio sf. í samvinnu við Shanti Yoga Institute N.J. í Bandaríkjunum mun halda jógakennaraþjálfun haustið 1999. Kennarar eru Ásmundur Gunnlaugsson, eigandi Yoga Studio sf., þekktur fyrir námskeiðið „jóga gegn kvíða“, og Yogi Shanti Desai, sem er jógameistari með yfir 45 ára reynslu af ástundun og kennslu Hatha Yoga. Þjálfunin er haldin í fimmta sinn á íslandi og er fyllilega sambærileg við það besta sem í boði er erlendis, auk tækifæris til að nema af kennurum með mikla reynslu. Þjálfunin er ekki aðeins fyrir þá sem vilja gerast jógakennarar heldur einnig öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið. Hún hentar t.d. öllum sem eru í einhvers konar vinnu með einstaklinga eða hópa, Ekki er krafist mikillar reynslu og ástundunar af yoga, mikilvægast er áhugi og jákvætt hugarfar. Einhver grundvallarþekking á yoga er þó æskileg. Kynningarfundur verður föstudaginn 3. september kl. 20.00. Lokafrestur til að staðfesta þátttöku og ganga frá greiðslu er föstudagurinn 10. september. Asmundur Þjálfunin er alls 6 helgar auk skyldumætingar í jogatíma sem hér segir: Fyrsti áfangi: 17.-19. september, 24.-26. september og 1.-3. oktðber, Annar áfangi: 12.-14. nóvember, 19.-21. nóvember og 26.-28. nóvember. Kennt er föstud. kl. 20-22, laugardaga og sunnudaga kl. 9-16. STUDIO Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. CÐ Raðgreiðslur til 24 mánaða. Bókaðu fyrir 10. sept. til London með Heimsferðum og tryggðu þér • ■ iTiTr UiUUU kr. afslátt fyrir manninn Gildir í ferðir frá mánudegi til fimmtudags ef bókað er fyrir 10. sept. Heimsferðir kynna nú fimmta árið í röð, bein leiguflug sín til London, þessarar vinsælustu höfuðborgar Evrópu, og aldrei fyrr höfum við boðið jafn hagstæð verð og jafn glæsilegt úrval hótela í hjarta borgarinnar. Londonferðir Heimsferða hafa fengið ótrúleg viðbrögð og nú þegar er uppselt í fjölda brottfara. Bókaðu! Glæsileg ný hótel í boði Cross Flug og hótel í 3 nætur Verð kr. 24«990 Ferð frá mánudegi til fimmtudags, bókað fyrir 10. sept., Bayswater Inn, m.v. 2 í herbergi með morgunmat. Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð Verðkr. 33.590 Ferð frá fimmtudegi til mánudags, Bayswater Inn hótelið, m.v. 2 í herbergi með morgunmat. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is Flugsæti til London Verðkr 16,990 Flugsæti fyrir fullorðinn með sköttum. Ferð frá mánuegi til fimmtudags, bókað fyrir 10. september. Flug alla fimmtudaga og mánudaga í október og nóvember. HEÍMSFERÐIR !Sffi Líttu vel út. Keyrðu öruggasta bílinn í sínum Renault Mégane fékk bestu einkunn allra bíla í sínum flokki í Euro NCAP árekstrarprófinu. Renault Mégane fékk einnig öryggisverðlaun tímaritsins What Car 1999. í Mégane er engin málamiðlun milli öryggis og útlits. Áherslan er lögð á tækninýjungar sem samræma öryggi, aksturseiginleika og fegurð. Veldu öryggi. Reynsluaktu Renault Mégane. RENAULT Crjóthils 1 Stmi 575 1200 Söludeild 575 1220 flokki. nQr Mégane

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.