Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ STÁLTAUGAR OG KEPPNISSKAP Morgunblaðið/Sverrir Hanncs Hlífar Stefánsson Á norrænu móti í Tívolí í Kaupmannahöfn hlaut Hannes Hlífar Stefáns- son heiðurstitilinn Skákmaður Norður- landa næstu tvö árin. I samtali við Guðrúnu Guðlaugsddttur segir Hannes Hlífar lítillega frá skákferli sínum og skoðunum á ýmsu, bæði í skákheiminum og utan hans. FYRIR skömmu hlaut stór- meistarinn Hannes Hlífar Stefánsson titilinn Skák- maður Norðurlanda í Kaupmannahöfn eftir stutta viðureign við Johnny Hector. Hannes varð fyrst Norðurlanda- meistari tíu ára gamall, í flokki tíu ára bama og yngri. Fjórtán ára varð hann heimsmeistari í flokki sextán ára og yngri. Síðustu árin hefur hann stöðugt sótt í sig veðrið og á nú aðeins óunnin fimm ELO-stig til þess að komast í hóp hundrað bestu skákmanna heimsins í dag. Hannes fæddist í Reykjavík árið 1972, sonur hjónanna Stefáns Hannessonar, sem ættaður var úr Breiðdal, og Sesselju Friðriksdóttur, sem ólst upp á Hvestu í nánd við Bíldudal. Sjálfur hefur Hannes lítið verið í sveit nema hvað hann dvaldi oft á sumrin hjá ömmu sinni í föðurætt, Hlíf Bjama- dóttur, og síðari manni hennar, Bjama Þórðarsyni, sem var bæjar- stjóri á Neskaupstað. Hannes var ekki gamall þegar eldri bræður hans, þeir Friðrik Öm Egilsson og Þráinn Vigfússon, kenndu honum mannganginn í skák. „Þráinn er góður skákmaður á íslenskan mæli- kvarða," segir Hannes er blaðamað- ur spyr um skákstyrkleika hans lyrstu iærifeðra í hinni göfugu skák- íþrótt. Spumingunni um hvort hann telji skákhæfileika meðfædda svarar Hannes neitandi. „Eg hef heyrt að tónlistargáfa erfist ekki að ráði né heldur skákhæfileikar," segir hann en bætir svo við að hann vilji hreint ekki taka neina ábyrgð á að þessar upplýsingar séu óhrekjandi. „Föður- bræður mínir, Rúnar og Eiríkur, sögðu mér reyndar að faðir minn, sem lést þegar ég var á öðm ári, hafi verið þokkalegur skákmaður - a.m.k. „sleipastur“ þeirra bræðra í skáklistinni," segir hann, eins og til að milda hina erfðafræðilegu afneit- un. Lét ekki klippa sig nema tefla fyrst En hvað skyldi hafa beint Hann- esi fyrir alvöm jnn á braut tafl- mennskunnar? „Eg fór fljótlega í skákfélagið Mjölni í Breiðholti, þar sem ég átti heima sem barn, og svo tefldi ég við bræður mína. Síðan lá leiðin í Taflfélag Reykjavíkur og á unglingaæfingar. Skákáhugi minn var mikill allt frá því að ég lærði mannganginn fimm ára gamall. Fyrst átti ég í erfiðleikum með að fá einhvern til að tefla við en þegar ég var orðinn sex ára gamall fór ég bara með taflið út á stétt og reyndi að veiða þá í taflmennsku sem fram- hjá fóm. Þegar farið var með mig til rakara neitaði ég að láta hann klippa mig nema að hann tefldi fyrst við mig eina skák. Þannig hafði ég allar klær úti til þess að ná í einhvem til að tefla við,“ segir Hannes og brosir. Þessi mikla viðleitni hefur sann- arlega borið ávöxt. Aðeins 27 ára gamall er Hannes í hópi allra bestu skákmanna og sér ekki fyrir endann á sigurgöngu hans. Þess er skemmst að minnast að á síðasta heimsmeistaramóti í Las Vegas fyr- ir skömmu þótti hann tefla af miklu öryggi og varð vel ágengt. „Ég hef sinnt skákinni einvörðungu lengi. Ég hef lagt allt í þetta. Hætti námi og sneri mér algerlega að því að tefla og lesa mér til um skák. Eftir að hafa náð þeim styrkleika að vera orðinn heimsmeistari í flokknum sextán ára og yngri var mér mikil nauðsyn á að komst út til að tefla á mótum, ég þurfti á sterkum and- stæðingum að halda til þess að þroskast sem fyrst og mest í skák- inni,“ bætir hann við. Hann fékk styrki frá fyrirtækjum til þess að komast út á mót og einnig átti hann föðurarf sem hann notaði líka sem farareyri á erlend skákmót. Þannig tókst honum að komst á ýmis sterk mót. „Ef menn fara ekki út til þess að tefla við sterka andstæðinga staðna þeir. Það er líka nauðsynlegt að leggja á sig mikla vinnu við að „stúdera" skákir, annars fer manni ekki fram,“ segir Hannes. Frá tólf ára aldri hefur hann lesið skákskýr- ingar, m.a. í Informator, þar sem bestu skákmenn heimsins skýra skákir sínar sjálfir. „Það er létt að læra að lesa sér til í þessum efnum og maður lærir mikið af að skoða skákir meistaranna.“ Þegar talið berst að minnisstæð- um mótum nefnir Hannes sem dæmi fyrsta mótið sem hann fór á tíu ára gamall. „Við vorum tvo daga í Kaupmannahöfn og fórum svo til Finnlands. Þetta var að vetri til, það var helkuldi - fimmtán stiga frost. Við vorum tíu saman og allir settir í eitt stórt herbergi í farfuglaheimili. Þetta var mjög gaman fyrir mig, tíu ára polla, en þeim elstu í hópnum, sem voru tvítugir, fannst þetta ekki að sama skapi skemmtilegt,“ segir hann og hlær. „Það var gaman að verða Norðurlandameistari þá - því er ekki að neita,“ bætir hann við. Að sögn Hannesar taka menn oft mikið þroskastökk í skák á tímabilinu frá tólf til fjórtán ára aldri. „Þá tók ég mikið stökk, skákstyrkleikinn jókst verulega. Oft eykst styrkleikinn í stökkum. Það gerist ekkert lengi, menn standa að mestu í stað, en svo kemur allt í einu stökk, menn ná yf- ir einhvem þröskuld og halda sér þar um tíma. En eftir átján ára ald- ur verða slík stökk hins vegar ekki nema fyrir mjög mikla og einbeitta vinnu. Þá er þetta orðið einskonar rannsóknarstarf, maður situr heima við tölvuna og „pælir“ í skákaf- brigðum. Ég hef verið einn í slíku nema hvað þegar ég fór á heims- meistaramótið í Las Vegas, þá fór Björgvin Jónsson með mér og hjálpaði mér við að „stúdera" tafl- mennsku andstæðingsins. Við skoð- uðum ekki síst byrjunarleiki hans.“ Sumir skákmenn tefla alltaf sama byrjunarleikinn En eru byrjunarleikir sérstak- lega mikilvægir í skáklistinni? „Já, þeir em gífurlega mikilvægir," svarar Hannes. „Kasparov, sem er langbesti skákmaður heims, er með marga menn í vinnu við að „stúd- era“ fyrir sig byrjanir. Þannig hefur hann fundið uiTnul af afbrigðum og fengið mikið forskot út á það.“ Sjálf- ur segist Hannes ekki eiga neina uppáhaldsbyrjun. „Sumir skák- menn tefla alltaf sömu byrjunina. Það er einhæft og menn vita alltaf hvað gerist í upphafi, á móti kemur að umræddur skákmaður hefur þá skoðað ótrúlega marga möguleika út frá sínum uppáhaldsbyrjunar- leik. Möguleikamir í skák era af- skaplega margir, svo margir að það er lyginni líkast,“ segir Hannes. En skyldi ekki vera einmanalegt að sitja alltaf og skoða skákafbrigði nema þegar farið er á mót? „Jú, stundum er þetta einmanalegt líf, rétt eins og líf rithöfunda er vafa- laust stundum líka. Það er alltaf einmanalegt að verða að loka sig af til að ná árangri. Þetta er t.d. öðra- vísi en í brids, þar sem margir era saman. En þetta er líka mjög gam- an, ekki síst að ná stöðugt meiri ár- angri. Að vísu skilar vinnan sér oft ekki strax, en á endanum uppskera menn árangur erfiðis síns og þá er mjög gaman að lifa. Það var t.d. af- skaplega gaman þegar ég var að tefla í Belgíu í fyrra. Ég vann það mót, var einn efstur, það var mjög ánægjulegt. Þetta var gríðarlega sterkt mót, um tuttugu stórmeistar- ar tóku þátt í því. Núna er oft erfitt að fá boð á skákmót. Slíkt breyttist mikið eftir að rússnesku skákmeist- aramir fluttu sig til Vesturlanda í kjölfar breytinganna sem urðu í Rússlandi eftir 1991. Þetta varð til þess að „standardinn" lækkaði fyrir Vesturlandabúa og það hefur lítið breyst síðan. Rússarnir hafa gríðar- lega yfirburði yfir aðra skákmenn vegna þess hvað þeir hafa notið markviss náms í sérstökum skák- skólum sem starfræktir vora í Rússlandi. Það vora margir slíkir meistarar á umræddu skákmóti í Belgíu. Ég fékk ekki boð um að sækja mótið og varð að borga mínar ferðir og hótelkostnað sjálfur. Þess sætara var að sigra og sigurinn gef- ur manni líka vissu um eigin getu.“ Algengt er að skákmenn skrifi mótshaldara og fari fram á að fá greiddan hótelkostnað. „Fjarlægðin sem við búum við frá meginlandinu gerir ferðir okkar út dýrari en fyrir hina sem styttra eiga á mótsstaði," segir Hannes. Þess má geta að Skáksambandið greiðir íyrir ferðir á t.d. heimsmeistaramót og fleiri mót sem sótt eru á vegum sam- bandsins. Margir af þeim íslensku skákmönnum sem gert hafa garðinn frægan era nú að hætta í skákinni. Hannes segir það ekki koma á óvart. „Það er erfitt fyrir menn og dýrt að taka þátt í mótum. Ef menn verða að kosta sig sjálfir er leiðin- legt að koma kannski heim með skuldir á bakinu. Það er eðlilegt að menn gefist upp á slíku til lengdar. Skáklistin er líka krefjandi verkefni sem kostar talsverðar fjarvistir. Ekkert af þessu er sérlega fjöl- skylduvænt og þessir menn eru yf- irleitt löngu orðnir fjölskyldu- menn,“ segir Hannes. Sjálfur hefur hann ekki stofnað fjölskyldu enn sem komið er. Hann kennir við Skákskólann, skrifar um skák í Morgunblaðið, teflir á mótum og „stúderar" þess á milli. „Ég sé ekki eftir því að hafa yalið mér þennan starfsvettvang. Ég hef farið til margra landa og gefist tækifæri til þess að vinna við mitt helsta áhuga- mál. Ég held áfram á sömu braut og er sannfærður um að ég á eftir að komast mun lengra." Ekki einfalt fyrir menn að verða taugasterkir En hvaða kostum þarf góður skákmaður að vera búinn að mati

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.