Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 B 23 i Starfsmannaskort- ur í leikskólum EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi stjórnar Félags íslenskra leikskólakennai'a 26. ágúst sl. þar sem ræddur var starfs- mannskortur í leikskólum: „Stjórn Félags íslenskra leik- skólakennara lýsir áhyggjum sínum yfír því ástandi sem skapast hefur víða í leikskólum m.a. í Reykjavík og hvetur leikskólastjóra til að standa saman og grípa hiklaust tU aðgerða s.s. lokunar deUda og tak- mörkunar á tímanum sem leikskól- arnh' eru opnh' þegar ekki verður öðru við komið. Félag íslenskra leikskólakennara hefur margsinnis lýst því yfír að mannekla er með öllu óviðunandi fyrir þau börn og starfsfólk sem fyrir hendi er. Slíkt ástand rýrir leikskólastarfið og hrekur hæft starfsfólk í burtu. Auk þess skapast veruleg óþægindi og óöryggi í röð- um foreldra. Námskeið í þekking- arstjórnun HALDIÐ verður námskeið í þekkingarstjórnun (knowled- ge management) mánudaginn 20. og þriðjudaginn 21. sept- ember í Gamla stýrimanna- skólanum við Öldugötu í Reykjavík. Námskeiðið er öll- urn opið. Á námskeiðinu er rætt um leiðir til að afla þekkingar og miðla henni áfram á vinnustað. Farið verður yfir mótun svo- kallaðs þekkingargrunns fyi'- irtækis. Tengsl þekkingar- stjórnar við starfsmannamál og gæðastjórnun er sérstakt viðfangsefni. Sýnt verður myndband sem fjallar um þekkingarstjórnun. Námskeiðsgjald er 20.000 kr. Námskeiðsgögn ásamt kaffí og meðlæti báða dagana eru innifalin í þessu gjaldi. Notast er við tölvuskjárvarpa við kennslu. Skráning á nám- skeiðið fer fram hjá Skipulagi og skjöldum ehf. Stjórn bendir á að Reykjavíkur- borg á í samkeppni við sveitarfé- lögin á höfuðborgarsvæðinu um starfsfólk. í ljósi þess að öll sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavík hafa gert samkomulag við leikskólakennara um viðbótar- greiðslur má leiða getum að því að slæm samkeppnisaðstaða eigi að hluta til þátt í þeim vanda sem þar er fyrir hendi. Það er umhugsunar- efni fyrir yfírvöld leikskóla Reyka- víkurborgar. Stjóm félagsins leggur áherslu á að þennan vanda sem upp kemur árlega og sífellt fer versnandi verð- ur að leysa m.a. með því að hækka verulega laun leikskólakennara og annarra sem í leikskólum starfa, þannig að leikskólar verði sam- keppnishæfir við aðra vinnustaði. Það er staðreynd sem yfirvöld verða að viðurkenna nú þegar og bæta úr við fyrsta tækifæri.“ Kynningar- fundur um sjálfboðastarf Rauða krossins REYKJAVÍKURDEILD Rauða krossins heldur kynningarfund um sjálfboðastarf í Sjálfboðamiðstöð að Hverfísgötu 105, mánudaginn 30. ágúst kl. 20. I fréttatilkynningu segir: „Hjá Rauða krossinum koma sjálfboðalið- ar að margskonar verkefnum. Sum eru i gangi árið um kring og önnur standa yfír í skamman tíma, frá nokkrum tímum upp í nokkrar vikur og allt þar á milli. Áð jafnaði er mið- að við um 10-12 tíma sjálfboðið starf á mánuði í föstum verkefnum, oft 2-3 tíma í senn. Sjálfboðastarf Rauða krossins er fjölbreytt og skemmtilegt og er fyrir alla aldurshópa. Um er að ræða verkefni hjá Vinalínu, Ungmenna- deild, Kvennadeild, Sjálfboðamiðlun og Rauðakrosshúsinu s.s. við sölu- búðir á sjúkrahúsum, símsvörun, skyndihjálp, heimsóknarþjónustu, vinnu með efni af ýmsu tagi o.fl.“ Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér sjálfboðastarf Rauða krossins eru velkomnir á kynningarfundinn á mánudagskvöld. SPÖNSKU SÓFASETTIN KOMIN AFTUR — M.a. 5 litir í Alcantara Pantanir óskast sóttar . ■ ......................................... Seljtim nokkra eldri sófa með 20% afslætti Opið í dag frá bl. 13 tíl 16 Bæjarlind 6, sími 554 6300. Heimasíða: www.mira.is SIEMENS Dantax* íslensk miðlun notar búnað frá Smith & Norland Við óskum íbúum Suðureyrar og Þingeyrar sem og Raufarhafnar og Stöðvarfjarðar hjartanlega til hamingju með opnun starfstöðva íslenskrar miðlunar á þessum stöðum. íslensk miðlun notar eingöngu Siemens símabúnað frá Smith & Norland... sem og Siemens heimilistæki og Dantax raftæki. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is ÍBÚÐALÓÐIR í ÁSLANDI Nýtt deiliskipulag, 2. áfanga íbúðabyggðar í Áslandi í samræmi við gr. 25 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 m.s.br. er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi 2. áfanga íbúðarsvæðis í Áslandi, norðan Ástjarnar í Hafnarfirði. Á svæðinu er gert ráð fyrir 2. áfanga íbúðarbyggðar, 427 íbúðum í blandaðri byggð, sambýli fatlaðra, leikskóla og grunnskóla. Tillaga þessi var samþykkt af bæjarráði Hafnarfjarðar 19. ágúst 1999 og liggur hún frammi í afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs, Strandgötu 6, þriðju hæð, frá 27. ágúst til 24. september 1999. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til skipulags- og um- hverfisdeildar í Hafnarfirði eigi síðar en 8. október 1999. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni. Skipulags- og umhverfisdeild Hafnarfjarðar. «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.