Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
að ferja bfla. Hann lendir í útistöðum
við lögregluna í Nevada-fylki og fær
að kynnast óvæntu ofbeldi og höfnun
á æsilegu ferðalagi.
Sjálfur Steven Spielberg er einn
margra sem komið hefur við fjöl-
skrúðuga sögu tegundarinnar. Verk-
ið sem vakti fyrst athygli á þessum
> snillingi nútíma kvikmyndagerðar
var einmitt Duel, (‘71), ósvikin vega-
mynd. Aðalpersónan í þessari ein-
földu hrollvekju af hraðbrautinni er
meðaljón (Dennis Weaver), sem
lendir í því einn góðan veðurdag að
gamalkunnur þjóðvegurinn hans
breytist í sannkallað víti. Þar sem
hann, á kraftlitlum fjölskyidubfl,
lendir á fiótta uppá líf og dauða und-
an óþekktum, drápsglöðum bílstjóra
á ofurtrukk. Spielberg gerði mynd-
ina fyrir sjónvarp, hún hlaut kvik-
myndadreifingu hér og víðast hvar í
Evrópu. The Sugarland Express
y (‘74), fyrsta bíómynd leikstjórans,
fellur heldur ekki langt frá vegaskil-
greiningunni. Önnur ágæt smámynd
af þjóðvegum Bandaríkjanna var Co-
ast to Coast (‘80), notalega óvenjuleg
gamanmynd um léttruglaða húsmóð-
ur sem sleppur af geðsjúkrahúsi og
lendir á flótta yfir þver Bandaríkin
með hjálp undarlegs vörubflstjóra.
Dyan Cannon og Robert Blake, tveir
vanmetnir leikarar, kunna vel við sig
í aðalhlutverkunum.
Clint Eastwood hefur ieikstýrt og
leikið í a.m.k. einni góðri vegamynd,
Honkytonk Man (‘82). Talsvert ólík
flestum hans mynda því hér er harð-
jaxiinn ijúfmenni og kántrísöngvari.
Illa haldinn af berklum og áfengis-
v. sýki á leið til Mekka þjóðlagasöngs-
ins í Vesturheimi, Grand Ole Opry í
Memphis. Roadgames (‘91), áströlsk
smámynd sem var gefin út hérlendis
beint á myndbandi, var ósvikin vega-
mynd með glæpaívafi, með Stacey
Keach og Jamie Lee Curtis. Frá
andfætlingum okkar komu einnig
Mad Max-myndh-nar, sem grerðu
stjörnu úr Mel Gibson, í hlutverki
hálfóðrar vegalöggu í grámuskulegri
framtíð eftir að kjarnorkustn'ð hefur
umturnað umhverfmu einsog við
þekkjum það. Þær urðu þrjár, hver
j annarri vinsælli.
Löngu síðar kom frá sömu álfu ein
yndislegasta og fyndnasta vegamynd
allra tíma, Priscilla, Queen Of the
Desert (‘94). Aðalpersónurnar eru
meira en lítið utangarðs; tvær drag-
drottningar og kynskiptingur, leik-
inn af Terence Stamp, af öllum
mönnum. Þetta makalausa tríó held-
ur útá auðnir Ástralíu til að leita
hamingjunnar og áhorfenda, en það
treður upp með drag-sýningar. Þær
fara misvel í ástralska dreifbýlis-
varginn, svo ekki sé meira sagt.
Undir dynjandi Abba-tónlist finna þó
sumir hverjir ást og umhyggju þar
sem síst skyldi.
UNDARLEG PARADÍS
' Merkilegustu kaflaskiptin í sögu
vegamyndarinnar verða 1984. Þá
kemur fram á sjónarsviðið Jim
Jarmusch, nýr, sjálfstæður leik-
stjóri, með ferskar hugmyndir um
undirmáisfólk og lífið á vegum úti.
Þetta gerist með myndinni
Stranger Than Paradise, sem svo
sannarlega var með óvæntustu og
undarlegustu atburðum kvikmynda-
sögunnar í langan tíma. Jarmusch
fer með okkur á reisu um Bandarík-
in - einsog við höfðum aldrei séð
þau fyi-r. Meira í ætt við Búlgaríu
en guðseigiðland. Ferðafélagarnir
eru tveir gáfnasljóir og pasturlitiir
vinir, og táningsstelpa, frænka ann-
ars þeirra. Nýkomin frá Ungverja-
»Iandi í þennan sælunnar reit og líst
ekki meira en svo á það sem fyrir
augun ber. Sem vonlegt er, engu er
líkara en hún sé komin aftur heim.
Berangur, malarvegir, kumbaldar,
eymd og volæði, hvert sem litið er.
Það sem skiptir öllu máli er að
handritshöfundurinn/leikstjórinn
Jarmusch segir okkur þessa frum-
legu sögu úr bandarísku láglífi með
fersku, óvenjulegu skopskyni. Jafn-
vel svo að þakið var í hættu af
hlátrasköllum gesta í Laugarásbíó á
sínum tíma. Enda vissu fæstir að
hverju þeir voru að ganga.
^ Önnur og lítið síðri er Mystery
Train (‘89), sem fylgir utanvelta,
japönskum túristum (Masatoshi
Nagase, Youki Kudoh) og Presley-
aðdáendum, á viðburðaríkri, mein-
fyndinni þrautagöngu þeirra í leit að
sjálfu Shangri La allra unnenda
rokkkóngsins: Graceland, Memphis,
Tennessee.
*
Jarmusch gaf vegamýtunni nýtt
yfirbragð og fjölda leikstjóra tóninn,
ekki síst evrópskum. Enda vann
myndin til verðlauna á kvikmynda-
hátíðunum í Cannes og Feneyjum.
Fyrst skal nefna okkar eigin Friðrik
Þór, sem fyrr er getið, fyrir utan
innihald og efnistök hefur hann
meira að segja notað sömu leikara og
Jarmusch og framleiðandinn Jim St-
ark stutt þá báða. Annar góður mað-
ur, Þjóðverjinn Wim Wenders (og
handritshöfundurinn Sam Shepard),
eru greinilega undir nokkrum
Jarmusch-áhrifum er þeir félagar
bæta öðrum, ferskum kafla við vega-
mýtuna með Paris, Texas (‘85).
Tregafuilri mynd um mann í leit að
sjálfum sér, syni og eiginkonu, eftir
margra ára. eyðimerkurgöngu. Af
mörkinni færist myndin inná auðnir
Þessir kófreyktu mótorhjólatöffarar og blómabörn, Peter Fonda og
Dennis Hopper, hleyptu af stað bylgju vegamynda með hinni sögu-
frægu Easy Rider.
Bíll og fólk í klakaböndum í mynd Friðriks Þórs, Á köldum klaka.
Sameinaðir skrimta þeir, sveitadrengurinn Buck (Jon Voight) og
stórborgarlúðinn Ratso (Dustin Hoffman) í Midnight Cowboy, einni
af myndum sjöunda áratugarins.
Útigangsfólk í guðseiginlandi; Eddic (Richard Edson), Eva (Eszter
Balint) og Willie (John Lurie), á vegavafri í tímamótamynd Jims
Jarmusch, Stranger Than Paradise.
klámiðnaðar stórborgarinnar. Harry
Dean Stanton hefur sjaldan verið
betri en leitandinn ógæfusami.
SYNIR
ÞÚSUNDVATNALANDSINS
Þá er komið að mikilvægum og
eidsprækum kafla Finnanna og
bræðranna Mika og Aki Kaurismaki.
Fyrst og fremst Aki, Mika hefur að-
eins gert eina dæmigerða vegamynd,
Helsinki - Naples, All Night Long
(‘87), sem var svona upp og ofan,
þrátt fyrir þátttöku Sams Fuller og
fleiri höfðingja. Þess meira hefur
kveðið að Aki. Sumir mundu ekki
hika við að kalla hann óforskammað-
an, og svo mikið er víst að honum
mundi ekki bregða við þá lýsingu. í
sinni bestu mynd, og þeirri fyndn-
ustu frá Skandinavíu um árabil, Len-
ingrad Cowboys Go America (‘90),
þræðir Finninn bókstaflega afvegi
Jarmusch í Stranger Than Paradise.
Ferðafélagarnir að þessu sinni af-
dönkuð, finnsk rokkhljómsveit með
aflóga meðlimi. Fytjandi svo ömur-
lega tónlist að þeir halda vongóðir til
Bandaríkjanna þar sem þeir hafa
heyrt að Kanar hlusti á hvað sem er.
Meistara Jarmusch bregður fyrir.
Önnur götuperla af Finnmarkar-
túndrunni erAriel (‘88), lítið síðri lýs-
ing á villuráfi sljórra minnipoka-
manna. Sem eru að bögglast við að
höndla hamingjuna þó afraksturinn
sé ekki beysinn. Ekki verður svo
skilið við Aki að ekki sé getið leikar-
ans Matta Pellonpáa (1944-98). Hann
var ekki aðeins gæddur svipuðu jað-
arskopskyni og leikstjórinn, heldur
var hann eftirminnilega sterkur og
flinkur leikari, svo sérstæður og
samgróinn finnsku vegamyndinni að
skarð hans verður seint fyllt. Hann
kom einnig \nð sögu Night On Earth
(‘90), á reyndar langbesta þáttinn í
þessari síðustu vegamynd Jarmusch.
Hollendingurinn George Sluizer
gerði Spoorloos (‘88), fína blöndu
vegamyndar og hrollvekju, fyrir lít-
inn pening í heimalandinu og var
umsvifalaust boðið að endurtaka
leikinn í Hollywood. Afraksturinn,
The Vanishing (‘93), er ekki síðri af-
þreying, með Jeff Bridges í eftir-
minnilegu formi, en Kiefer Suther-
land þess ómöguiegri sem eiginmað-
ur konu sem hverfur einsog jörðin
hafi gleypt hana.
AÐ MIKLAGLJÚFRI
Ekki er úr vegi að enda þessar
stiklur á heimalandi umfjöllunarefn-
isins, Bandaríkjunum. Þar eru menn
einatt að fást við vegamyndina. Da-
vid Lynch, einn eftirtektarverðasti
(og mistækasti) leikstjóri samtíðar-
innar, er höfundur Wild at Heart
(‘90), einnar svæsnustu myndar í
þessum litríka flokki. Nicolas Cage
leikur smákrimma, nýsloppinn úr
fangelsi, sem rænir ástinni sinni
(Lauru Dern), við lítinn fögnuð rugl-
aðrar móður hennar (Diane Ladd).
Hún sendir leigumorðingja (Harry
Dean Stanton), á slóð þeirra, sem er
vörðuð skrautlegri blöndu furðufólks
(William Defoe, Isabella Rosseiini,
Grace Zabriskie) og afkáralegum, of-
beldisfullum atburðum. Myndin er
ein sú besta frá Islendingnum, kvik-
myndaframleiðandanum Sigurjóni
Sighvatssyni.
Oliver Stone sendi frá sér U- Turn
á síðasta ári, sem, þótt ofsafengin sé,
telst kúltíveruð í samanburði við
Natural Born Killers (‘94), næstu
mynd hans á undan. Sú fyrrnefnda
er bióðlituð gálgahúmorsmynd um
iánlausan smákrimma (Sean Penn),
sem tekur, fingurhogginn, vitlausa
beygju á flótta undan rússnesku
mafíunni. Lendir í dularfullum smá-
bæ þai- sem kvendjöfull, forkunnar-
fagur (vel leikin af hinni hæfileika-
ríku Jennifer Lopez), er búin að æra
vitið úr helftinni af karlpeningnum.
Aðkomukrimminn verður síðasta
fórnarlambið og fer Penn á kostum,
einsog reyndar allur leikhópurinn.
Það er hinsvegar fátt fyndið við
NBK, eina umdeildustu mynd ára-
tugarins. Stone veltir fyrir sér áhrif-
um fjölmiðla á bandarískt þjóðlíf og
kemst að hrikalegri niðurstöðu í
þessari kolsvörtu satíru um ungt par
(Woody Harrelson, Juliette Lewis),
sem gerast fjöldamorðingjar í sinni
blóðugu lystireisu, og dægurstjörnur
í framhaldinu.
Með nýjum mönnum koma nýir
straumar, vegamyndin er engin und-
antekning. Leikstjórinn og handrits-
höfundurinn Gus Van Sant er til
sönnunar um það. Van Sant er fersk-
ur, upprennandi leikstjóri og einn sá
persónulegasti sem komið hefur
fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum
á þessum áratug. Það sýna m.a.
vegamyndirnar hans þrjár. Drug-
store Cowboy (‘89) er í ætt við
Bonnie og Clyde og Easy Rider,
fjallar þó ekki um illvíga bankaræn-
ingja eða dópsala, heldur gengi ung-
menna undir stjórn Matts Dillons.
Hann fer fyrir fjórum eiturlyfjafíkl-
um sem ræna allt sem hönd á festir í
sjúkrahúsum og lyfjaverslunum í
norðvesturfylkjum Bandaríkjanna
um 1970. Lífið snýst um næstu
sprautu, næsta skammt, öll meðul
notuð, í orðsins fyllstu merkingu.
Þetta er fintur lífsstfll og geggjunin
nær inná tjaldið - án nokkurra pré-
dikana. Ahorfandinn fylgist með
hlutunum líkt og þeir sjálfsagt ger-
ast í þessum nöturlega veruleika.
Það þarf enginn að óttast að verið sé
að fegra hann á nokkurn hátt, hinn
beinskeytti undanbragðalausi stfll
gerir myndina hinsvegar að magn-
aðri ádeilu á eiturlyf og neyslumenn-
ingu fíkla. í lokin kynnumst við örlít-
ið vonum þeirra og vonleysi er Dillon
hyggst hætta. Það hvarflar ekki að
konu hans, sem Kelly Lynch leikur
með ágætum. Minnir að þessu leyti á
áfengisvandamálamyndina Days of
Wine and Roses (‘62). Dillon er stór-
kostlegur í aðalhlutverkinu, hefur
einstaka hæfileika sem hann fær
sjaldan tækifæri að sýna. Hér kemur
einnig við sögu félagi Van Sants á
jaðarlistabrautinni, rithöfundurinn
Wiliiam S. Burroughs, frægur að
endemum og snilld, nú látinn. Even
Cowgirls Get the Blues (‘94), er gjör-
samlega mislukkuð, óþolandi sam-
stíningur um fingralangan puttaling
(Umu Thurman). Sú besta af þrenn-
unni er hinsvegar My Own Private
Idaho (‘91). Seyðandi, ljóðræn, engri
lík, segir hún harmsögu af ungum,
samkynhneigðum utangarðsmönn-
um í Seattle. Mynd sem menn ann-
aðhvort dýrka eða hata, efnið kjörin
gróðrarstía fordóma. Aðalpersónan,
Mike (River Phoenix), er í alla staði
óvenjuleg. Umrenningur í Seattle
sem þjáist af svefnsýki, sem kemur
yfir hann þegar síst skyldi. Lifibrauð
hans og vinar hans, Scotts (Keanu
Reeves), er líkaminn. Þeir kumpánar
selja sig, körlum og konum. Þeir
koma úr gjörólíku umhverfi, Scott af
auðugu foreldri en Mike hefur aðeins
kynnst fátækt og basli. Að þessu
leyti minna þeir á nokkrar frægar
persónur úr heimsbókmenntunum
og sá skyldleiki er enn frekar undir-
strikaður í góðu atriði þar sem Willi-
am Richert kemur við sögu. Sjón-
ræni þátturinn er óhemju sterkur í
myndum Van Sant, þó aldrei sem
hér. Litirnir flæða, tökurnar bera
keim af sígildri máiaralist og tónlist-
in er notuð með eftirminnilegum ár-
angri. Sterkasti þátturinn í myndinni
eru andstæðurnar; allur ljótleiki sög-
unnar og oftast niðurnítt umhverfíð
gagnstætt hinum einlægu, ósviknu
tilfmningum sem önnur karlhóran
ber til hinnar. Undarlegt ferðalag
sem seint gleymist.
Þá er ógetið Quentins Tarantino,
sem reyndar skrifaði handrit NBK,
og á sama þátt í From Dusk till
Dawn (‘96), samsulls glæpa-,
blóðsugu- og vegamyndar. Söguhetj-
urnar bræður tveir, bankaræningjar
(Tarantino og George Clooney), sem
taka prest (Harvey Keitel) í gísiingu,
ásamt fjölskyldu hans, á flótta til
Mexíkó. Þar sem mannskapurinn
endar á vegakrá sem er sannkallað
útibú frá Víti. Kröftug en stefnulaus
mynd frá Mexíkóanum Robert
Rodriguez.
Rúsínan í pylsuendanum er vita-
skuld Thelma og Louise (‘91), ein sú
besta af öllu genginu. Hér er óvenju
fátt um karlrembur (að Brad Pitt
ótöldum, í ógleymanlegri innkomu),
heidur eru titilpersónurnar venjuleg-
ar húsmæður (Susan Sarandon og
Geena Davis). Sem finna, einn góðan
veðurdag, að karlpeningurinn er bú-
inn að sprengja aliar mælistikur þol-
inmæði og umburðai-lyndis. Setjast
undir stýri og flýja sitt arma líf. Allt
gengur vel um sinn. En Evurnai' eru
ekki lengi í Paradís. Á þjóðveginum
leynast ýmiss konar hættur, flestar í
karialíki. Fyrr en varir eru þær með
morð á samviskunni, lögregluna á
hælunum, afþreyingin orðin að
óstöðvandi flótta. Leikstjórinn,
Ridley Scott, og handritshöfundur-
inn, Caliie Khouri, enda vegamyndina
á fullkomnasta hátt sem gerður verð-
ur; á hinum eina sanna Leiðarenda.