Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 17
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 B 17 karlmennskunnar, einsog hún þótti svölust í dópmenningu blóma og hippa. Tónlist Steppenwolf, The Band, o.fl. góðra manna, stendur ætíð fyrir sínu, þar er að finna sögu- Iega (og fyrstu alvöru) innkomu Jacks Nicholson á fyrsta farrými kvikmyndanna, og tæpast gefst tækifæri að skoða tíðarandann í betra ljósi en í reykskýjasýn þeirra Terrys Southern og Hoppers. And- hetjurnar lögðu upp með það háleita Imarkmið að finna Ameríku, sem þeim sannarlega tókst, en tæpast þá sem þeir leituðu. Onnur góð vegamynd frá þessum tíma er öndvegisverk Arthurs Penn, Bonnie and Clyde (‘67), tímamóta- mynd um andhetjur kreppunnar - og götunnar. Stefnulaust flakk þeirra um þjóðvegi Suðurríkjanna þar sem þau fóru rænandi og ruplandi. Til- gangsleysið og bölvunin sem ein- kenndi feril þeirra er gert upp í hrikalegum lokaátökunum - einu Ifyrsta ofurofbeldisatriði kvikmynda- sögunnar. Leikaravalið var einnig eftirminnilegt hjá Penn, sem setti stórstjörnurnar Warren Beatty (sem einnig átti drjúgan þátt í að koma myndinni á koppinn) og Faye Dunaway í titilhlutverk ómennanna og kryddaði síðan með ekki síður mögnuðum Gene Hackman og Estelle Parsons, ferðafélögum þeirra á leiðinni til Heljar. Meðal puttalinga voru Gene Wilder og Michael J. Poll- !ard - í aulahlutverki lífs síns. Ein áhrifamesta mynd frá þessu tímaskeiði er Midnight Cowboy (‘69). Sjálfsagt eru ekki allir á sama máli um að flokka hana með vegamynd- um þó skyldleikinn liggi í augum uppi. Hér eru hráefnin til staðar: Lánlausir undirmálsmenn úti á refil- stigum stórborgarinnar. Annar (Jon Voight), blásaklaus sveitadrengur, sem vel meðvitaður um myndarlegt útlit sitt, hyggst gera það að lifi- / brauði. Heldur ótrauður á vit örlag- j anna úr þorpinu sínu í Texas til breiðstræta miðnæturljósanna á 1 Manhattan. Kynnist öðrum minni- pokamanni (Dustin Hoffan), fötluð- um svikahrappi af öngstrætum stór- Leningrad Cowboys, lúðalegasta rokkband allra tíma á vegum úti, einhvers staðar í Ameríku, í mynd Aki Kaurismáki, Leningrad Cow- boys Go America. Þrír lánleysingjar (Randy Quaid, Otis Young og Jack Nicholson) í snjallri mynd Hals Ashby, Last Detail. borgarinnar. Þeir komast að því um síðir að sameinaðir standa þeir og eftir það leiðir haltur blindan í gegn- um meinfyndna harmsögu um brostna drauma. Ekki má gleyma The Last Detail (‘73), perlunni þeirra leikstjórans Hals Áshby, handritshöfndarins Ro- berts Towne, tökustjórans Michaels Chapmans og leikaranna Jacks Nicholson, Otis Young og Randy Qu- aid. Það sem til þurfti var í bókinni hans Darryls Ponicsan og þessi magnaði hópur bætti um betur í flutningi hennar á tjaldið. Persón- umar allar utangarðsmenn. Sjólið- arnir tveir sem þeir Nicholson og Young leika, eru atvinnuhermenn af lágum gráðum. í þeirra hópi er að finna fjölda einstaklinga sem ílengj- ast í þessu starfi sökum þess að þeir treysta sér einfaldlega ekki að takast á við lífið utan verndaðs einkennis- búningsins. Sá þriðji (Randy Quaid), er nýliði á sömu braut. Jafnvel enn vonlausari en hinir tveir. Stelsjúkur og tornæmur verður hann hrikalega fyrir barðinu á kerfinu vegna smá- hnupls og er dæmdur til langrar fangelsisvistar. Langsigldir sjólið- arnir finna til með smæð hans, örlög- um og reynsluleysi og lífga uppá til- veru hans þessa daga sem það tekur að flytja hann í grjótið. Á leiðinni kynnast þeir mýgrút einstaklinga með svipaðan bakgrunn. B-myndin á sína fulltrúa í flokki vegamynda. American International Pictures dældi út allskyns uppfyll- ingarefni á meðan það tórði. Þar komu við sögu fjölmargir sem áttu eftir að njóta virðingar síðar á ferlin- um. Þessi framleiðsla var sýnd í lágreistum salarkynnum Hafnarbíós, hæfðu umbúðirnar innihaldinu ágæt- lega. Meðal mynda sem má reka í vegabásinn er Vítisenglar á hjólum - Hell’s Angels on Wheels (‘67), með Jack nokkrum Nicholson. Þá nánast óþekktum, í einu aðalhlutverkanna - bensíntittsins Poets. Hann hleypir heimdraganum og leggur á vit örlag- anna klofvega á Harleyinum hans Adams Rorke. Önnur var Boxcar Bertha (‘72), Bonnie and Clyde fá- tæka framleiðandans. Leikstjóri hennar átti eftir að skrá nafn sitt feitu letri í kvikmyndasöguna, enda enginn annar en Martin Scorsese. Myndin er úr kunnum hraðsuðupotti Rogers Cormans og Barbara Hers- hey (sem tók upp eftirnafnið Seagull á tímum blómanna) fer með titilhlut- verkið. SITT LÍTIÐ AF HVERJU Á sjöunda áratugnum komu fram nokkrar fyrirferðarmiklar gaman- myndir sem gerðust úti á vegum, The Great Race, Those Daring Young Men, It’s a Mad, Mad, Mad, Mad World, svo nokkrar séu nefnd- ar. Þær teljast ekki til dæmigerðra vegamynda heldur öllu frekar óhófs- grínmynda sem nutu vinsælda á þessum tíma í kjölfar Those Magni- fícent Men In Their Flying Machines (‘65). Myndir um ökuþóra hraðbrautanna eru orðnar margar og mismunandi. They Drive By Night (‘40), Thieves’ Highway (‘49), Highway 301 (‘51) fjalla allar um ^ vegatengt efni og persónur án þess að vera hreinræktaðar. Það er hún hinsvegar, The Wild One (‘54), ein fyrsta mótorhjólagengjamynd sög- unnar. Með kempurnar Marlon Brando og Lee Marvin í fylkingar- brjósti tveggja töffaraklíka Þeir setja smábæjarlífið á annan endann á meðan ágreiningsmálin eru af- greidd á tilhlýðilegan hátt. Myndin þykir sjálfsagt ekki ýkja byltingar- kennd í dag en er engu að síður klassísk „cult“-mynd. Það er hún líka, Thunder Road (‘58), eltingar- leikur bruggarans Roberts Mitchum ^ og glæpamanna og yfirvalda í af- skekktu fjallahéraði í Suðurríkjun- um. Mitchum gerði sér lítið fyrir, samdi og söng titillagið, sem komst í efsta sæti vinsældalistans! Smokey and the Bandit (‘77) hleypti af stað nokkrum framhalds- myndum um samskipti hins ofur- kalda vörubílstjóra, Smokey (Burt Reynolds), við hjásvæfuna (Sally Fi- eld), félaga sinn (Jerry Reed) og lög- regluyfirvöld (Jackie Gleason, Paul Williams). Semsagt „Good 01’ Boys“ á þjóðveginum. Cannonball-mynd- irnar voru af svipuðum toga en mun síðri. Þetta er rislítill undirflokkur vegamyndarinnar. Convoy (‘78), ein lífseigasta mynd . sem sýnd hefur verið hérlendis, seg- % ir af uppsteit flutningabílstjóra gegn illskeyttum fógeta, hækkandi bens- ínverði og fleira af því tæi. Taka sig saman og mynda lengstu og fjölhjól- uðustu vörubílalest sem sést hefur á hraðbrautum suðvesturríkjanna. Peckinpah sá til þess að trukka- hjörðin varð aldrei leiðinleg áhorfs. Vanishing Point (‘71) er hrein- ræktuð og hress. Segir sögu fyrrum kappaskstursbílstjóra (Barry New- man), sem hefur það að atvinnu ► Tölvuskóli Reykjavíkur býður ítarlegt nám í skrifstofutækni fyrir alla þá sem hafa hug á að ná góðum tökum á fjölbreyttri starfsemi á nútíma skrifstofu. Ásamt markvissu tölvunámi er einnig lögð rík áhersla á alhliöa kennslu í skrifstofugreinum eins og bókhaldi og verslunarreikningi. Að námi loknu eru nemendur færir um flest skrifstofustörf. Námið er 365 stundir aö lengd og eru þar meö taldar 60 stundir í þremur valgreinum. Auk þess fylgir tveggja vikna starfsþjálfun í fyrirtæki. Námiö og starfsþjálfunin tekur um 17 vikur. Mikil áhersla er lögð á að hafa vönduö íslensk námsgögn í öllum greinum. Tölvugreinar 100 stundir Almenn tölvufræði og Windows. Viöskiptagreinar 165 stundir Bókfærsla. Grundvallaratriði hins tvöfalda bókhaldskerfis, hvers kyns vinnsla með dagbók og gerð einfalds rekstrar- og efnahagsreiknings. Ritvinnsla Word. Verslunarreikningur. Upprifjun einfaldrar talnameðferðar, prósentureikningur, útreikningur launa, kynning á vísitölum og notkun peirra, reikningur vaxta og meðferð víxla, skuldabréfa og raðgreiðslna lureiknir og áætlanagerð. Notkun Excel töflureiknisins við áætlunargerð og útreikninga. T ölvufjarskiptí.Saga Internetsins, I og tengimöguleikar almennirígs Launabókhald. Launaseðlar samkv. kjarasamningum, útreikningar launa fyrir a.m.k. 10 launþega í nokkra vralnternetið. _______ mánuöi með ítarlegustu möguleikum er varða launakjör, afdregin laun til hinna ýmsu stofnana, sjóða og félaga greiðslukorl Almenn bókhaldsverkefni. Færsla dagbókarverkefnis fyrir sex mánaða tímabil, lokun jthaldsreiÍMinga, gerð efnahags- og rekstrarreikninga og ítarleg meðferð víxla- og skuldabréfalána. mánuði með ítarlegustu möguleikum er varða launakjör, afdregii sem og bókun launa og launatengdra gjalda í fjárhagsbókhaldi. Glærugerð og auglýsingar. Notkun PowerPoint frá Microsoft og vinnsla Lög og framsetning á alls kyns kynningarefni. Dagt Verkel askrá Outloi c lerðir. Lög um virðisaukaskatt, staðgreiðsla skatta, bókhald, bókhaldsskylda og reglugerðir Borgartúnl 28, sími 561 6699 www.tolvuskoli.ls tolvuskolf @ tolvuskoli.is þar að lutandi. Virðisaukaskatfur. Virðisaukaskattur, reglugerðir og helstu undanþágur er varða virðisaukaskatt. Raunhæf verkefni. Raunhæf verkefni þar sem notuð eru raunveruleg fylgiskjöl með öllum möguleikum undanfarirjna æfinga'pg kennsla í afstemmingu helstu reikninga. Tölvubókhald. Meðferð bókhaldsgagna í tölvu sem innifelur uppstillingu bókhaldsreikninga og bókhald$lykla, gerð bókunarbeiðna, hvfrs kyns dagbókarskráningar tölvubókhaldsins, prentun bókhaldsgagna sem gg kynning á meðferð viðskiptamannakerfis f tölvu. Jtskýringar á ársreikningi fyrirtækis, farið í rekstrarreikning, efnahagsreikning, fjármagnsstreymi, skýringar, skýrslu stjómar og áritun endurskoðenda. Valgreinar 20 stundir Vélritun Viðskiptaenska Tollskýrslugerð Internet vefsíðugerð Umbrotstækni Gagnagrunnur Myndvinnsla Annað Islenska 20 stundir Stafsetning Einnig: Tjáning, hópvinna, framsögn, símsvörun, þjónusta viðskiptavina, vinnustellingar, útlit, framkoma, atvinnuumsóknir. Alls 20 stundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.