Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST '1999 B 13 'j'J J\ / J -J* J I 5 r jxJ J Lúdó og Stelán í september 1961. Frá vinstri: Baldur Arn- grímsson, Rúnar Georgsson, Hans Jensson, Hans Kragh, Ormar Þorgrímsson, Sigurður Þórarinsson og Stelán Jóns- son. Þessir verða sjállsagt ekki allir í sveitinni á opnunar- kvöldinu, en Stebbi verður þó örugglega þar. Trúbrot í sjónvarpssal árið 1969, Irá vínstri Karl Sighvats- son, Shadie Owens, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Gunnar Jökull Hákonarson. Þau Shadie, Gunnar Þórðar. og Rúnar verða í hópi þeirra liðsmanna sveitarinnar sem koma Iram á opnunarhátíðinni. Bjarni Böðvarsson gelur tóninn með hljómsveit sinni á Hótel Borg rétt eltir seinni heíms- styrjöldina. Frá vinstri: Krist- ján Kristjáns- son, Bjarni, Sveinn Ólals- son,Jóhannes Eggertsson, Eg- gert B. Waage og Carl Billich. megi upphaf íslenskrar dægurtón- listar til áranna fyrir stríð. Að- spurður um hvert hann teldi vera fyrsta íslenska dægurlagið sagði Pétur: „Það fer eftir því hvað við köllum dægurlag, en þetta orð var ekki tO á fyrri hluta aldarinnar. Hins vegar má benda á fjölda söng- laga, sem dansað var eftir og hafa margir komið við sögu íslenskra sönglaga sem jafnframt voru dæg- urlög. Kemur mér þá í hug Dísa eftir Þórarinn Guðmundsson við texta Guðmundar Bjömssonar landlæknis, sem kom út á gramma- fónsplötu árið 1929, sungið af Pétri Jónssyni óperusöngvara. Eins má nefna Lágnætti eftir Karl Ó. Run- ólfsson og Nú veit ég sem er líka eftir Karl. Oliver Guðmundsson prentari samdi fjölda laga sem dansað var eftir löngu fyrir stríð og má þar nefna Hvar ertu, Við gleym- um stund og stað og Góða nótt. Skúli Halldórsson samdi Jojo vals- inn og í Danslagakeppni, sem hald- in var á Hótel íslandi í nóvember 1939 var Dagný eftir Sigfús Hall- dórsson kjörið besta dægurlagið og Minning eftir Guðmund Jóhanns- son hlaut önnur verðlaun. Þannig mætti lengi telja,“ sagði Pétur Pét- ursson. Hann sagði einnig að nauð- synlegt væri, þegar minnst væri á frumherja í íslenskum dægurlaga- söng, að minnast Hermanns Guð- mundssonar, sem söng á fjölda dansleikja í Bárunni, Iðnó og Odd- fellowhúsinu á árunum fyrir stríð. Endurspeglar tíðarandann I „tónlistarveislunni“ á Broad- way er fyrst og fremst tekið mið af þróuninni í íslenskri dægurtónlist eftir seinni heimsstyrjöldina. Segja má að bandaríska hernámsliðið hafí flutt dægurtónlistina með sér til ís- lands og í kjölfarið fór innlendum danshljómsveitum fjölgandi. Með aukinni kaupgetu varð grammó- Bræðurnir Siglús, Óskar, Pétur og Gísli Péturssynir Irá Álltagerði í Skagalirði komu beint að norðan á ælinguna og létu sig ekki muna um að bruna altur norður að henni lokinni. og Upp til fjalla sem MA-kvartett- inn gerði vinsæl á sínum tíma. Hér er ekki allt upp talið sem flutt verður á fyrstu skemmtuninni en þessi upptalning ætti að gefa nokkuð góða mynd af því sem fram fer á Broadway þetta kvöld. Að lok- inni sýningunni munu KK-sextett- inn og Ragnar Bjamason leika fyr- ir dansi og síðar um nóttina tekur við hljómsveitin Trúbrot. í Ásbyrgi verða það Lúdó-sextett og Stefán Jónsson sem sjá um danstónlistina. í byrjun október verður svo frumsýning á söngskemmtun í minningu látinna listamanna, en í þeim hópi vom m.a. Ellý og Vil- hjálmur Vilhjálms., Haukur Morthens, Alfreð Clausen, Rúnar Gunnarsson, Jón Sigurðsson, Guð- rún A. Símonar, Svavar Gests, Ingimar og Finnur Eydal, Sigfús Halldórsson, Karl Sighvatsson, Jónas Amason og fleiri. Flytjendur á þeirri sýningu verða m.a. Ragnar Bjarnason, Pálmi Gunnarsspn, Guðbergur Auðunsson, Guðrún Ar- ný Karlsdóttir, Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Kristján Gíslason. Að sögn Ólafs Laufdal verður þriðja sýningin í þessu tónlistar- flóði helguð ýmsum sönghópum svo sem Savanna-tríói, Ríó tríói, Þrem á palli, Lítið eitt, Þokkabót og fleiri sönghópum sem nutu mikilla vin- sælda hér í eina tíð. Fjórða kvöldið verður svo „Grín aldarinnar", en þar verður farið aftur til þess tíma er Alfreð Andrésson kitlaði hlátur- taugar Islendinga og teknir fyrir helstu gi-ínistar þjóðarinnar allt fram á okkar dag. Að loknum sýningunum verða svo dansleikir þar sem hljómsveitir frá hinum ýmsu tímabilum dægurtón- listarinnar munu stíga á stokk og leika fyrir dansi og kvaðst Ólafur hafa orðið var við mikinn áhuga tónlistarmanna á að taka þátt í þessum sögulega viðburði. Fyrsta íslenska dægurlagið? Dans- og dægurtónlist er fyrir- brigði sem sprottið er upp úr tíðar- anda þessarar aldar. Eflaust má færa rök fyrir því að einhver af- brigði klassískrar tónlistar hafi ver- ið „dægurtónlist síns tíma“, en með dægurlögum 20. aldarinnar verður tónlist fyrst „almenningseign", ef svo má að orði komast. Raunar fór sú þróun fremur hægt af stað hér á landi og það er ekki fyrr en með seinni heimstyrjöldinni að hægt er að tala um eins konar byltingu í þeim efnum. Forsendur fyrir hraðri útbreiðslu dægurtónlistar voru ef til vill ekki fyrir hendi á árunum fyrir stríð. Grammafóneign var ekki eins almenn og síðar varð og eini ljósvakamiðillinn, Ríkisútvarp- ið, lagði meiri áherslu á að miðla sí- gildri tónlist á fyrstu árum útvarps á Islandi. Pétur Pétursson, sem greinar- höfundur leyfír sér að kalla hér „fræðaþul" vegna þekkingar hans á mönnum og málefnum á þessari öld, er þó þeirrar skoðunar að rekja fónninn algengt heimilistæki og hljómplötuverslun tók fjörkipp. I auknum mæli fóru menn nú að gefa út hljómplötur með íslenskum flytj- endum, bæði erlend lög með ís- lenskum textum og íslenskar tón- smíðar. Rikisútvarpið fór í vaxandi mæli að leika „létt lög“ af hljóm- plötum og þróunin varð hröð. A þessum frumbýlingsárum dægurtónlistarinnar voru flestir ís- lenskir hljómlistarmenn „djassá- hugamenn" og bar tónlistin keim af því, en á böllunum urðu þeir vita- skuld að leika einnig „gömlu dansana" og þau dægurlög sem vin- sælust voru hverju sinni. Um miðj- an sjötta áratuginn hélt rokktón- listin innreið sína í dægurmenningu Vesturlanda og á sjöunda áratugn- um tók bítlaæðið við. Þá hættu menn að spila eins og KK og mörg- um hinna eldri leist ekki á blikuna. Á hippaárunum tengdist dægur- tónhst mjög þjóðfélagsátökum og breyttum lífsviðhorfum ungmenna, og ef til vill hefur svo alltaf verið í einhverjum mæli. Þungarokk, diskó, pönk, fónk og hvað svo sem allar þessar tónlistarstefnur eru kallaðar, segja ákveðna sögu og úr textunum má lesa óskir, vonir og þrá, gleði og sorg, væntingar og vonbrigði og yfírhöfuð það sem venjulegt fólk er að hugsa. Þannig endurspeglar dægurtónlistin tíðar- andann hverju sinni. Óþarfi er að rekja þessa sögu frekar. Á Broadway geta menn hins vegar upplifað hana í tónum og tali á næstu mánuðum. Og vísast verð- ur kátt þar á laugardagskvöldum í vetur, ekki síður en á Gili forðum daga. A L D J\ ÁJ £> T J\ pEIR hafa ISTAÐIST TJNANSTÖNN Enn í fullu fjöri: Gunnar Þórðarson og Ragnar Bjarnason. Það er líklega engin tilviljun að burðarásar á opnunarhátíð tónlist- arveislu aldarinnar á Broadway eru þeir Ragnar Bjarnason og Gunnar Þórðarson. Báðir eru þeir þjóð- sagnapersónur í íslensku daegur- tónlistarlífi, hvor á sinn hátt. RAGNAR BJARNASON er fyrir löngu orðinn eins konar „persónugervingur" ís- lenskrar dægurtónlistar og hefur staðið á sviðinu nánast frá upphafi og sumir fullyrða að hann hafi aldrei verið betri en nú. Það er því vel við hæfi að hann skuli opna skemmtunina með laginu „Meira fjör“ eftir föður sinn, Bjarna Böðvarsson, sem var kunnur hljóm- sveitarstjóri á sinni tíð og fyrsti formaður FÍH. Ragnar fæddist í Reykjavík 22. september 1934 og hóf tónlistarferil sinn sem trommuleikari á unglingsárunum. Hann hefur sagt svo frá að hann hafi orðið söngvari „fyrir tilviljun", en það gerðist á Hótel KEA á Akureyri ár- ið 1952, einfaldlega af því það vantaði söngvara í hljómsveitina. Ragnar söng með KK-sextettin- um á árunum 1956 til 1959 og varð landskunnur söngvari á þeim árum. Það verður því vissulega til- hlökkunarefni að heyra hann og gömlu félagana úr KK leika fyrir dansi á opnunarhátíðinni á Broad- way næstkomandi laugardag, en KK-sextettinn var án efa virtasta og vinsælasta danshljómsveit landsins á sjötta áratugnum. Ragn- ar söng inn á nokkrar hljómplötur með KK-sextettinum, sem náði miklum vinsældum, og síðan hefur hann sungið inn á fjölda hljóm- platna, með hljómsveit Svavars Gests, eigin hljómsveit og fleirum allt fram á okkar dag. Reyndar söng Ragnar inn á sína fyrstu plötu árið 1954 lagið I faðmi dalsins", sem var verðlauna- lag úr danslagakeppni SKT eftir Bjarna Gíslason við texta Guð- mundar Þórðarsonar. Líklega hef- ur Ragnar aldrei verið sáttur við útkomuna á þeirri hljóðritun því sjálfur hefur hann sagt þá gaman- sögu af pabba sínum, Bjarna Böðvarssyni, að honum hafi ekkert litist á plötuna þegar hann heyrði hana og á þá að hafa sagt við strákinn: „Raggi minn! Þú verður kannski einhvern tíma góður söngvari, en I guðanna bænum syngdu ekki inn á fleiri hljómplötur í bráð.“ Ragnar hefur hins vegar borið því við að hann hafi verið kvefaður daginn sem platan var hljóðrituð. Ragnar lét hins vegar ekki deig- an síga, hljóðritaði hverja hljómplötuna á fætur annarri og söng jafnframt á sviðinu í Súlnasal Hótel Sögu í hartnær tuttugu ár, fyrst með hljómsveit Svavars Gests og síðan með eigin hljómsveit. Þjóðsagan segir að í teikn- ingum af Hótel Sögu hafi verið gert ráð fyrir Ragn- ari á sínum stað á sviðinu. GUNNAR ÞÓRÐARSON er af- kastamesta dægurlagatón- skáld íslendinga frá upp- hafi. Samkvæmt opinberum skrám STEF er Gunnar skráður fyrir 433 lögum og hafa mörg þeirra notið mikilla vinsælda með þjóð- inni og viðbúið að þau muni lifa höfund sinn, og okkur hin, um ókomna framtíð. Gunnar var frum- kvöðull í fyrstu „bítla- hljómsveit" á (slandi, Hljómum frá Keflavík, og hefur stundum verið nefndur „afi ís- lenska poppsins". í Ijósi þess að Gunnar tilheyrir kynslóðinni á eftir Ragnari Bjarnasyni mætti þá kalla Ragga „langafa íslenska rokksins11. Gunnar fæddist á Hólmavík á Ströndum 4. janúar 1945. Árið 1952 fluttist hann með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur og ári síðar til Kefiavíkur þar sem hann ólst upp. Hann byrjaði tón- listarferil sinn sem trommuleikari í skólahljómsveit, en skipti um hljóðfæri þegar hann gekk í Skugga og lék þá á bassa. Síðar skipti hann yfir í gítar og hóf að leika með hljómsveit Guðmundar Ingólfsson- ar frá Keflavík 17 ára gamall. Hann var einn af frumkvöðlum þeirrar byltingar í dægurtónlist sem fylgdi í kjölfar bítlaæðisins og einn af fyrstu lagasmiðunum sem hófu að semja tónlist i þeim anda á sjöunda áratugnum. Gunnar var einn af stofnendum hljómsveitar- innar „Trúbrots", sem kölluð var fyrsta íslenska „súpergrúppan", en sú hljómsveit mun einmitt stíga á stokk á Broadway á opnunarhátíð- inni og leika fyrir dansi á eftir KK- sextettnum. Ragnarsöng í Súlnasal í hart- nær 20 ár. Gunnar á fyrsta ballinu með Hljómum í októ- ber 1963.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.