Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 E 15 Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi Á Skattstofu Reykjanesumdæmis, Suðurgötu 14, Hafnarfirði, er laus staða við álagningu. Um er að ræða starf við álagningu tekjuskatta og eignarskatts einstaklinga sem ekki hafa með höndum atvinnurekstur svo og þjónustu vegna þessara skatta. Leitað er að starfsmanni sem hefur tamið sér skipulögð vinnubrögð og hefur gott vald á rituðu máli. Umsóknir um starfið, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, meðmælendur og annað sem umsækjendur óska eftir að taka fram, þurfa að berast embættinu fyrir 13. sept- ember nk. Laun eru samkvæmt kjarasamning- um opinberra starfsmanna. Æskilegt er að um- sækjendur geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 555 1788 eða 565 3588. hjúkrunarheimili, Kleppsvegi 64 Lausar stöður Hjúkrunarfræðinga vantartil starfa sem fyrst. Um er að ræða heilar stöður og hluta- störf, morgun- og kvöldvaktir. Sjúkraliða og starfsfólk við umönnun vant- ar til starfa í föst störf nú þegar eða eftir sam- komulagi. Um er að ræða vaktavinnu, einnig er um fastar næturvaktir að ræða og morgun- vaktir kl. 8.00 — 13.00 virka daga og unnið aðra hvora helgi. Skjól er nýlegt hjúkrunarheimili aldraðra, þar sem hjúkrun er veitt í heimilislegu umhverfi. Starfsaðstaða og starfsandi er góður. Umsóknareyðublöð fást á staðnum. Upplýsingar veitir Arnheiður Ingólfsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 568 8500. verða hluti af stærstu sportvörukeðju heims. Óskum eftir að ráða útstillingahönnud eða smekklega manneskju til að sjá um útlit og útstillingar í Intersport. Reynsla ekki nauðsynleg en áhugi á fötum, skóm og heilbrigðum lífstíl æskilegur. ( boði er spennandi starf f framsæknu fyrirtæki sem alltaf er að taka inn nýjar og flottar vörur frá heimsþekktum vörumerkjum. Eins leitum við að þjónustulunduðu fólki sem vill vinna við afgreiöslustörf Viðkomandi aðilar þurfa að vera brosmildir og hafa gaman af mannlegum samskiptum. Ef þig langar til að vinna við útstillingar eða afgreiðslustörf þá gæti þetta verið tækifærið. Framtíðarstörf í boði. Vinnutími mán-fim 10-18, fös 10-19 og Id.10-16. Reyklaus vinnustaður. Umsóknirsendist Morgunblaðinu fyrir 1. sept. merktar sport-454. Öllum umsóknum verður svarað. VINTERSPORT Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is _ Fimleikadeild Gróttu Fimleikaþjálfarar Fimleikadeild Gróttu auglýsir eftir hæfum fim- leikaþjálfara til starfa fyrir næsta vetur. Um er að ræða þjálfun fyrir hópa í áhalda- fimieikum. Mjög góð aðstaða til fimleikaiðk- unar er hjá deildinni. Nánari upplýsingar gefur Margrét í síma 562 1113. Umsóknum skal skila til íþróttamið- stöðvar Seltjarnarness (Gróttuherbergi), merkt- um: „Fimleikadeild Gróttu". Ertu glaÖur f bragði ? m AT R. E I Ð S L U m A Ð U R ÓStAST! Óskum eftir að váða hvessan oggódan matveiðslumann til starfa sem allra fyrst. Upplýsingar veitir Ingvar Sigurdsson í síma 8615138. WWW.ar^entÍHa.ÍS Skólaskrifstofa Vesturlands óskar að ráða kennslufulltrúa til starfa á skrif- stofunni í Borgarnesi. Verkefni eru almenn og sértæk kennsluráðgjöf, forysta og aðstoð við þróunarstarf í grunn- og leikskólum og umsjón með endurmenntun grunn- og leikskólakenn- ara á svæðinu, sem nær yfir Vesturlandskjör- dæmi allt, að undanteknu Akranesi og Reyk- hólahreppi í Vestfjarðakjördæmi. Menntunar- kröfur eru B.Ed.-próf eða annað almennt kenn- arapróf að viðbættu framhaldsnámi sem nýst getur í starfinu. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launa- nefndar sveitarfélaga. Umsóknir beristtil Snorra Þorsteinssonar, Skólaskrifstofu Vesturlands, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, en hann veitir allar nánari upp- lýsingar í síma 437 1480 á skrifstofutíma eða 437 1526 utan hans. Umsóknarfrestur ertil 26. september 1999. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Stuðningsfulltrúar Við Lækjarskóla er laus staða stuðningsfull- trúa. Um er að ræða 100% starf en möguleiki er á starfi fyrir tvo einstaklinga. Æskilegt er að umsækjandi hafi uppeldis- menntun eða reynslu af starfi með börnum. Allar upplýsingar gefur skólastjóri, Reynir Guðnason í síma 555 0585. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Aðstoðarmaður í sjúkraþjálfun Hjúkrunarheimili Skógarbær, Árskógum 2 í Mjódd, óskar að ráða aðstoðarmann í sjúkraþjálfun. Starfshlutfall 50—60%. Sveigjanlegur vinnutími. Frekari uppl. gefur yfirsjúkraþjálfari, María Kristjánsdóttir, í síma 510 2108 eða 510 2100. Einnig vantar fólk til ræstinga Upplýsingar gefur Helga, í síma 510 2102. Læknablaðið óskar eftir auglýsingastjóra og ritara í 50% starf, starfshlutfall gæti aukist Krafist er góðrar íslenskukunnáttu, góðrar kunnáttu í að minnsta kosti einu Norðurlanda- máli og ensku, tölvukunnáttu (ritvinnslu/Word, Tok), sjálfstæðis í vinnubrögðum og þægilegs viðmóts. Æskilegt er að umsækjendur þekki til á heil- brigðissviðinu og hafi þekkingu á netinu. Vinnutími og laun eru samkomulagsatriði. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf strax. Reynslutími er þrír mánuðir. Umsóknir sendist Læknablaðinu, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi, fyrir 11. september. Öllum umsóknum verður svarað fyrir 20. september. Nánari upplýsingar veitir Birna Þórðardóttir ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins, í síma 564 4104, netfang: birna@icemed.is. Húsvörður Leikfélag Akureyrar auglýsir eftir starfskrafti í fullt starf. Starfið er tvíþætt: 50% starf sem húsvörður og umsjónarmaður húsakosts L.A. og 50% starf sem sviðsmaður og alm. tækni- maður. Iðnmenntun og reynsla æskileg. Umsóknarfrestur ertil 12. september. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Einnig vantar menn vana smíðum í íhlaupa- vinnu. Umsóknir berist leikhússtjóra, merktar: „Atvinnuumsókn". Leikfélag Akureyrar, Hafnarstræti 57, 600 Akureyri. Áhaldahús Mosfellsbæjar Tækjamaður Áhaldahús Mosfellsbæjar óskar að ráða vanan tækjamann. Viðkomandi þarf að hafa réttindi til stjórnunar vinnuvéla og æskilegt er að hann hafi meirapróf til stjórnunar þungaflutnings- bíla. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn skal skila til Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Nánari upplýsingar um starfið gefur Jón Frið- jónsson í síma 566 8450. Um laun og kjörfer samkvæmt samningi milli Mosfellsbæjar og Starfsmannafélags Mos- fellsbæjar. Bæjarverkfræðingur. Bakari Myllan-Brauð hf. óskar að ráða bakara í fullt starf. Um framtíðarstörf er að ræða. Viðkomandi þurfa ad hafa: • Sjálfstæði og frumkvæði. • Hæfileika til að vinna með góðu fólki. • Heiðarleika og dugnað. Umsóknum skal skila í afgreiðslu Myllunnar- Brauðs hf., Skeifunni 19, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 10. sept. nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.