Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 8
8 E SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
REKSTRARSTJÓRI
4KULDAB0U
Frysti- og kælivöruhús • Þorlákshöfn
ísfélag Þorlákshafnar óskar að ráða öflugan rekstrarstjóra
að frysti- og kælivöruhúsinu Kuldabola.
Starfið er umfangsmikið stjórnunar- og rekstrarstarf.
ísfélag Þorlákshafnar var stofnað
1985 um rekstur ísverksmiðju
í Þorlákshöfn.
Fyrirtækið er að ljúka við byggingu
fullkomins frysti- og kælivöruhúss
sem hefur hlotið nafnið Kuldaboli.
Það er byggt til að standast
ströngustu kröfur um geymslu
matvæla til iangs eða skamms tíma.
Fyrirtækið er vistvænn og
reyklaus vinnustaður.
Beinar fraktsiglingar eru á milli
Þorlákshafnar og Noregs, Spánar
og Portúgals allan ársins hring.
Kuldaboli er ákjósanlegur
söfnunarstaður fyrir kæli- og frystivörur
sem stefnt er á Evrópumarkað.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Stjórnun
• Markaðssetning
• Innlend og erlend samskipti
• Sala og samningagerð
Hæfniskröfur:
Rekstrarstjórinn þarf að vera fær um að byggja upp öfluga rekstrareiningu
þar sem reynir á skipulagshæfileika, markaðs- og söluþekkingu, dugnað og
góða samskiptahæfileika. Góð tungumála- og tölvukunnátta eru skilyrði.
Rekstrarmenntun og starfsreynsla úr sjávarútvegi er nauðsynleg.
Framtíðarbúseta í Þorlákshöfn er skilyrði.
Fyrirtækið býður hæfan mann velkominn til starfa sem fyrst.
Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers
merktar viðkomandi starfi fyrir 7. september nk.
í Þorlákshöfn á sér staÖ mikii
PRICB/VATeRHOUsEQöPERS §
Upplýsingar veítir Katrín S. Óladóttir hjá Ráðningarþjónustu
PricewaterhouseCoopers í síma 550 5300.
Netfang: katrin.s.oladottir@is.pwcglobal.com
Höfðabakka 9
112 Reykjavík
Sími 550 5300
Bréfasími 550 5302
www.pwcglobal.com/is
miðlun
leitar að sölumanni !
Ef þú ert snjall sölumaður í leit að krefjandi starfi þar sem ffumkvæðis og sjálfstæðis
er krafist, er þetta örugglega rétta starfið fyrir þig.
Við leitum að metnaðarfullum og heiðarlegum einstaklingi með góða ffamkomu,
sjálfstraust og skipulagshæfileika.
Áhersla er lögð á tölvukunnáttu og fæmi á vefnum ásamt þekkingu á íslensku
atvinnulífi.
í boði em árangurstengd laun fyrir starf í spennandi umhverfi þar sem starfsmenn
fá tækifæri til að njóta sín og ná árangri.
Umsóknarffestur er til og með 3. september n.k. Umsókn óskast send til Miðlunar
ehfi, Tunguhálsi 19,110 Reykjavík, merkt sölumaður. Gengið verður ffá ráðningu
fljótlega.
Miðlun ehf., er framsækið fyrirtæki sem starfar á sviði
upplý singamiðlunar.
Fyrirtækið rekur Gulu línuna- sími, bók, vefur, og gefur
út Netfangaskrána og
Iceland Export Directory,
ásamt því að bjóða ýmsar veflausnir.
Leikskólann Skerjakot
vantar nú þegar leikskólakennara eða starfsfólk
með aðra uppeldismenntun, einnig kæmi til
greina að ráða starfsfólk sem hefur reynslu
eða áhuga á að vinna með börnum. Skerjakot
ertveggja deilda leikskóli sem hefurverið
starfandi sl. 10 ár. Allar nánari upplýsingar
gefur leikskólastjóri milli kl. 9.00 og 14.30.
Kennarar
[ Mývatnssveit er grunnskóli, í nýju húsnæði, vel búinn tölvum og
með mjög góðri vinnuaðstöðu fyrir kennara.
Nýtt íþróttahús vel tækjum búið og sundlaug eru við skólann.
Skólinn er einsetinn með mötuneyti. Á næsta skólaári verða nemend-
ur 75 í 1,—10. bekk.
Okkur vantar kennara
Margvíslegir möguleikar fyrir áhugasama kenn-
ara. Viðbótarsamningur í gildi. Sveitarstjórn
útvegar húsnæði. Mývatnssveit er náttúruperla
sem á sér engan líka jafnt að vetri sem sumri.
Hvernig væri að slá til og a.m.k. fá upplýsingar.
Allar nánari upplýsingar veita:
Skólastjóri í símum: 464 4104 og 464 4376 og
sveitarstjóri í síma: 464 4163.
KOPAVOGSBÆR
Frá Grunnskólum
Kópavogs
Kópavogsskóli
Starfsmaður í dægradvöl Kópavogsskóla
óskast í 63% starf. Menntun á uppeldissviði
æskileg.
Laun skv. kjarasamningi SFK og Kópavogsbæjar.
Umsóknarfrestur er til og með 3. sept. nk.
Upplýsingar veitir skólastjóri, Ólafur
Guðmundsson í síma 554 0475.
Snælandsskóli
Við Snælandsskóla vantar stuðningsfulltrúa
í 50% starf og tvo starfsmenn í Dægradvöl í
50% starf hvorn.
Laun skv. kjarasamningi SFK og Kópavogsbæjar.
Jafnframt vantar tvo starfsmenn í 50% starf
hvorn í gangavörslu/ræstingar eftir hádegi.
Laun skv. kjarasamningi Eflingar og Kópa-
vogsbæjar.
Umsóknarfrestur er til og með 3. sept.
Upplýsingar veitir skólastjóri, Reynir Guð-
steinsson í síma 554 4911.
Digranesskóli
Umsjónarmann Dægradvalar vantar í Digra-
nesskóla.
Uppeldismenntun æskileg.
Þá vantar einnig í 80% starf stuðningsfulltrúa.
Laun skv. kjarasamningi SFK og Kópavogsbæjar.
Umsóknarfrestur ertil og með 3. sept. nk.
Upplýsingar veitir skólastjóri, Einar Long
Siguroddsson, í síma 554 0290.
Kársnesskóli
Kennara vantartil kennslu í 4. bekk.
Laun skv. kjarasamningum KÍ og HÍK og
Launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 3. sept. nk.
Upplýsingarveitirskólastjóri, Hugrún Gunn-
arsdóttir í síma 554 1567.
Starfsmannastjóri.
VEGAEFTIRUTSMAÐUR
REYKJAVÍK
Tímabundin staða vegaeftirlitsmanns í
þjónustudeild Vegagerðarinnar í Reykjavík er
laus til umsóknar. Laun skv. kjarasamningi
SFR og fjármálaráðherra.
Starfssvið
• Umferðareftirlit.
• Eftiriit með öxulþunga, þungaskattsmælum,
ökurita og eftirlit með hópferðaleyfum.
• Skráning brota og skýrslugerð.
• Upplýsingaöflun og miðlun upplýsinga
um færð og ástand vega.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Iðnmenntun, stúdentspróf eða
sambærileg menntum.
• Tölvukunnátta.
• Þjónustulund og góðir samstarfshæfileikar.
Nánari upplýsingar frá kl. 9-12 veita
Jón Birgir Guðmundsson í síma 461 4440
og Magnús Haraldsson í síma 533 1800.
Vinsamlegast sendið umsóknirtil
Ráðgarðs á Akureyri eða í Reykjavík
fyrir 6. september n.k. merktar:
„Vegagerðin - eftirlitsmaður"
VEGAGERÐIN
I
11
É