Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 6
6 E SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Skólaskrifstofa
Siglufjarðar
skolaski@siglo.is
Staða þroskaþjálfa við Skólaskrifstofu
Siglufjarðar er laus til umsóknar
Um er að ræða nýja stöðu sem skal sinna leik-
og grunnskólum bæjarins. Einnig geturverið
um að ræða vinnu í tengslum við sambýli
fatlaðra.
Siglufjarðarkaupstaður lauk stefnumörkun í
skólamálum 1987 og í grunnskólanum er unnið
að þróunarverkefni þriðja árið í röð eftir breska
IQEA-vinnuferlinu (aukin gæði náms).
Þeir þroskaþjálfar sem vilja kynna sér þetta
betur hafi samband við skólafulltrúa í síma
460 5600 eða 467 1686.
Sérstakur bær með sérstakt mannlíf
Gamli síldarbærinn Siglufjörður stendur í afar fallegu umhverfi, nyrst-
ur allra kaupstaða á íslandi. Lifandi sagan speglast í gömlum og
nýjum húsum. Glíman við hafið og óblíð náttúruöfl hafa mótað sér-
stakt mannlif, sem einkennist af miklu félagslífi og fjölbreyttu íþrótta-
starfi. í bænum er grunnskóli i endurbyggingu, nýr leikskóli, góður
tónlistarskóli, öflug heilsugæsla og sjúkrahús, nýlegt íþróttahús,
stór innisundlaug og mjög gott og fjölbreytt skíðasvæði.
Verið hjartanlega velkomin
til Siglufjarðar.
Leikskólar
Garðabæjar
Garðabær auglýsir laus til umsókna störf
leikskólakennara við leikskólann Hæðarból. Til
greina kemur að ráða fólk með aðra
uppeldismenntun og fólk sem hefur reynslu af
störfum með bömum.
Um er að ræða störf eftir hádegi.
Launakjör em samkvæmt kjarasamningum
Launanefndar sveitafélaga við viðkomandi
stéttarfélag.
Umsóknum skal skilað til Ingibjargar
Gunnarsdóttur, leikskólastjóra, er veitir nánari
upplýsingar í síma 565 7670.
Leikskólafulltrúi.
FræðsJu- og mennmgarsvið
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN, DALVÍK
620 DALVÍK ■ SlMI: 466-1500 • FAX: 466-1103
Staða heilsugæslu-
læknis og
hjúkrunarfræðings
Laus er til umsóknar staða heilsugæslulækn-
is við Heilsugæslustöðina á Dalvík. Staðan
veitist frá og með 1. okt. 1999, eða eftir sam-
komulagi. Umsóknarfrestur ertil 20. sept.
næstkomandi. Krafist er sérfræðiviðurkenning-
ar í heimilislækningum.
Óskum eftir hjúkrunarfræðingi til starfa sem
allra fyrst. Starfshlutfall samkomulag. Einnig
vantar hjúkrunarfræding í 50% stöðu í Hrís-
ey, þarf að hafa búsetu þar.
Nánari upplýsingar veita Bragi Sigurðsson yfirlæknir, s. 466 1500/461
3797, Lilja Vilhjálmsdóttir hjúkrunarforstjóri, s. 466 1500/466 1616
og Ásrún Ingvadóttir framkvæmdastjóri, s. 466 1500/4661009. Um-
sóknir sendist stjórn heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, 620 Dalvík.
VALHÚSASKÓLI
j
j Lausar stöður
Seltjarnarnesbær óskar eftir að ráða
hugmyndaríka og metnaðarfulla starfsmenn.
Valhúsaskóli er einsetinn skóli fyrir 8.-10. bekk með
um 200 nemendur. Starfsaðstaða er góð og skólinn
vel búinn tækjum. Starfsmönnum gefst kostur á
að vinna að umbóta- og nýbreytnistarfi í skólanum.
Við óskum eftir að ráða starfsfólk í 75% starf, sem
felst m.a í umsjón og vinnu með nemendum og
j ræstingu á dagvinnutíma.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi stéttar-
: félagsins Eflingar.
Umsóknir berist til Sigfúsar Grétarssonar skólastjóra,
sem veitir nánari upplýsingar um stöðurnar. Símar
li 561 2040 og 897 0021, netfang sigfus@ismennt.is.
■ t
■ 2
|f Seltjarnarnesbær
jf Umsóknarfrestur
| er til 3. september 1999.
Grunnskólafulltrúi
Svæðisskrifstofa málefna
fatlaðra á Reykjanesi
Gott fólk — góð störf
Fólk með fötlun vantar
þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa
sér til trausts og halds í athöfnum
daglegs lífs og til þátttöku í samfélaginu
í boði eru fjölbreytt og spennandi störf á starfs-
stöðvum Svæðisskrifstofu í Garðabæ, Hafn-
arfirði, Kópavogi og Seltjarnarnesi.
Um er að ræða 40—100% störf á sambýlum,
heimili fyrir börn, skammtímavist og þjónustu-
íbúðum. Vaktavinna, aðallega kvöld-, nætur-
og helgarvinna. Einnig dagvinna á hæfingar-
stöð í Hafnarfirði. 50% og 100% stöður.
Óskað er eftir áhugasömu fólki með færni í
mannlegum samskiptum. Nýju starfsfólki er
veitt vönduð leiðsögn og fræðsla. Laun skv.
gildandi kjarasamningum.
Umsóknarfresturertil 10. septemberen um-
sóknir geta gilt í allt að 6 mánuði. Upplýsingar
um ofangreind störf eru veittar í síma 564 1822
á skrifstofutíma.
Umsóknareyðublöð eru á skrifstofunni á Digra-
nesvegi 5 í Kóavogi og á vef Svæðisskrifstofu
á netinu http://www.smfr.is.
(Z'A'fji féleu
REYKJAVIK
Kátar stúlkur og knáir
drengir takið eftir
Ferskasti og frumlegasti veitingastaður borgar-
innar verður opnaður í Kringlunni 30. septem-
ber.
Aðstoðar ykkar er því óskað við eftirtalin störf:
Þjónustu,
aðstoð í eldhús
og uppvask
Frábært andrúmsloft, góður vinnutími, góð laun.
Upplýsingar veitir Gísli í síma 895 5389.
Mosfellsbær
Sálfræðingur
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar óskar að ráða
sálfræðing til sálfræði- og ráðgjafarþjónustu
við grunnskóla og leikskóla bæjarins.
Sérfræðiþjónusta skólaskrifstofunnar er í
raðri uppbyggingu og býðst nýjum starfs-
manni færi á að hafa áhrif á þá uppbyggingu.
Um launakjörfer samkvæmt kjarasamningi
Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags
sálfræðinga.
Umsóknarfrestur ertil 10. september 1999.
Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður
fræðslu- og menningarsviðs og skólafulltrúi.
I Mosfellsbæ eru fjórir leikskólar, tveir grunnskólar og þriöji grunn-
skólinn í uppbyggingu. Fjöldi barna á skólaaldri er u.þ.b. 1400. Mikil
uppbygging hefur átt sér stað í skólum bæjarins á síðustu árum og
ríkjandi er jákvætt og metnaðarfullt viðhorf til skólamála. Skólaskrif-
stofa Mosfellsbæjar veitir skólunum faglega þjónustu og ráðgjöf
jafnframt því sem hún aðstoðar við nýbreytni- og þróunarstarf og
stendur fyrir símenntun starfsfólks skólanna. Við skólaskrifstofuna
eru tvö stöðugildi sálfræðinga.
Fræðslu- og menningarsvið
Mosfellsbæjar.
Fangelsismálastofnun ríkisins
Hefur þú áhuga á að
starfa með föngum?
Fangelsismálastofnun ríkisins leitarað áhuga-
sömum einstaklingum til starfa við Fangelsið
Kvíabryggju. Annars vegar er um að ræða
framtíðarstarf fangavarðar í dagvinnu og hins
vegar starf fangavarðar til afleysinga í vakta-
vinnu frá hausti.
í Fangelsinu Kvíabryggju starfa 7 manns auk
forstöðumanns. Leitað er að áhugasömum
einstaklingum á aldrinum 20—40 ára sem lokið
hafa grunnskólaprófi og tveggja ára viðbótar-
námi eða hafa hlotið menntun eða starfsþjálf-
un sem meta má að jöfnu.
Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráð-
herra og Starfsmannafélags ríkisstofnana.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, ásamt sakavottorði, sendist
Fangelsismálastofnun ríkisins, Borgartúni 7,
105 Reykjavík, fyrir 10. september nk.
Nánari upplýsingar um störfin eru veittar hjá
Fangelsismálastofnun ríkisins í síma 520 5000
og hjá Vilhjálmi Péturssyni, forstöðumanni
Fangelsisins Kvíabryggju, í síma 438 6769.
Fangelsismálastofnun ríkisins,
27. ágúst 1999.
Þórs/iafnar/ireppi/r
í Þórshafnarhreppi er laust starf
sveitarstjóra
Sveitarstjóri erframkvæmdastjóri sveitarinnar,
situr á fundum sveitarstjórnar með málfrelsi
og tillögurétt, er prókúruhafi sveitarsjóðs og
yfirmaður annarra starfsmanna sveitarstjórnar.
Ráðningartími sveitarstjóra er hinn sami og
kjörtímabil sveitarstjórnar, þ.e. 4 ár.
Starfskjör verða ákveðin í ráðningarsamningi.
Leitað er eftir starfsmanni með góða menntun
og starfsreynslu sem nýtist í þessu starfi. í
Þórshafnarhreppi eru nær 500 íbúar og þar
er leikskóli, grunnskóli og tónlistarskóli, fjöl-
breytt félags- og atvinnulíf og fleira. Margvís-
legt samstarf er við nágrannasveitarfélög.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Henrý
Ásgrímsson í símum 468 1217, 854 9355,
852 8124, og Sigurður Kristinsson í síma
468 1310.
Umsóknum skal skila til Henrýs Ásgríms-
sonar, Lækjarvegi 7, 680 Þórshöfn.
Umsóknarfrestur er til 10. september.