Morgunblaðið - 17.10.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.1999, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Umdeild sýning setur aðsóknarmet hjá Brooklyn-safninu Málsókn á hendur borg- arstjóra Málaferli eru nú hafín fyrir dómstólum í New York í tengslum við sýningu Brooklyn-listasafnsins á verkum ungra breskra listamanna úr safni Charles Saatchis, skrifar Hulda Stefánsdóttir frá New York. Þó að sýningin hafí verið um- deild þegar hún var sett upp í Royal Academy í Lundúnum fyrir tveimur árum þá náði sú gagnrýni aldrei þeim þunga sem málið hefur fengið hér. ROKKLYN-SAFNIÐ lagði fram kæru á hendur borgarstjóra vegna til- rauna hans til að stöðva sýningu safnsins en borgarstjóri brást hart við og hafa borgaryfir- völd höfðað annað dómsmál þar sem þess er freistað að fá safnið burt úr byggingunni í Brooklyn sem er í eigu borgarinnar. Nú þeg- ar sýningin hefur verið opnuð virð- ast myndlistargagnrýnendur nokk- uð sammála um að gildi verkanna sjálfra komist ekki í hálfkvisti við þær umræður sem sýningin hefur leitt til. I máli Brooklyn-safns gegn borgarstjóranum, Rudolph W. Gi- uliani, kemur fram að borgaryfir- völdum hafi verið gerð grein fyrir umdeildum verkum á sýningunni Sensation á fundi sem haldinn var tveimur mánuðum áður en sýning- in var opnuð í byrjun október. Sýn- ingarskrá með myndum af verkum á sýningunni hafi verið send til yf- irmanns menningarsviðs borgar- innar á síðasta ári. Þessu neitar borgarstjóri og segir útskýringar fulltrúa safnsins hafa verið nær hálfum sannleik málsins. Safnið hyggst láta á það reyna fyrir dóm- stólum hvort borgarstjóri hafi með hótunum sínum, og nú einnig gjörðum, þar sem hann hefur stöðvað greiðslur borgarinnar til safnsins meðan á sýningunni stendur, brotið í bága við fyrsta ákvæði stjómarskrárinnar er lýtur að tjáningarfrelsi. Borgaryfirvöld eru þeirrar skoð- unar að ekki skuli verja fjármunum skattborgara til umdeildrar tján- ingar einstakra listamanna auk þess sem Giuliani hefur gagnrýnt að hér sé um einkasafn eins lista- verkasafnara, Charles Saatchis, að ræða og að ekki skuli verja opin- beru fé til að auglýsa upp slíka eign sem hugsanlega gæti orðið til þess að auka verðmæti verkanna. Skipt- ar skoðanir eru um réttmæti þessa og söfn á borð við Museum of Modem Art og fleiri stór söfn hafa skýrar reglur um það að sýning verka úr einkasafni er ekki sett upp í safninu nema að minnsta kosti hluta verkanna hafi verið ánafnað til safnsins. Þó finnast undantekningar frá þessu og í Metropolitan-safninu, sem er stærsta opinbera listasafnið í borg- inni, eru nú uppi tvær sýningar á verkum í eigu listaverkasafnara. Enginn vafi leikur á að Charles Sa- atchi hefur á sl. tveimur árum náð að vekja umtalsverða athygli á listaverkaeign sinni og eftir að sýn- ingunni Sensation lýkur í Brooklyn er förinni heitið til Ástralíu. Annar liður í málsókn borgai-yfirvalda á hendur safninu kveður á um að brotin hafi verið lög um safnið þeg- ar settur var aðgangseyrir að sýn- ingunni, en söfnum í eigu borgar- innar ber að vera öllum opin og einungis má óska eftir frjálsum fjárframlögum í aðgangseyri. Borgarstjóri áður sakfelldur fyrir sljómarskrárbrot Bent hefur verið á að framlög borgarinnar til safnsins renni ein- göngu til reksturs safnsins, launa Bókmenntaverðlaun Tómasar Guömundssonar Reykjavíkurborg ítrekar hér með auglýsingu eftir handritum að óprentuðu skáldverki, frumsömdu á íslensku; skáldsögu, ljóða- bók eða leikriti, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2000. Verðlaun að upphæð 600 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd, tilnefnd af Borgarráði Reykjavíkur, Menningarmálanefnd Reykjavíkur og Rithöfunda- sambandi íslands, metur verkin. Handrit þurfa að hafa borist fyrir 1. maí árið 2000, merkt með dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, b.t. Signýjar Pálsdóttur, menningarmálastjóra Reykjavíkur, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Signý Pálsdóttir í síma 551 1744. Borgarstjórinn í Reykjavík. Reuters Guðsmaðurinn Alfred Guthrie slæst í hóp mótmælenda fyrir framan Brooklyn-safnið í New York. „Vanhelgun þess sem er heilagt er ekki list,“ segir á spjaldinu sem hann heldur uppi. starfsmanna og viðhaldi bygging- arinnar og í raun sé opinberu fé því ekki varið til sýningarinnar sjálfrar sem styrkt er af ýmsum fyrirtækj- um, þar á meðal uppboðsfyrirtæk- inu Christies sem einnig styrkti sýninguna í Lundúnum. Sennilegt er talið að dómstólar hafni því að borgarstjóra sé stætt á því að stöðva greiðslur til safnsins þann tíma sem sýningin stendur yfir. Strangt er tekið á fyrsta ákvæði stjórnarskrárinnar og hef- ur borgarstjóri áður tapað dóms- málum sem höfðuð hafa verið gegn honum á sömu forsendum. Brot hans felist fyrst og fremst í hótun- um og ummælum um „sjúklega list“. Aldrei meiri aðsókn Margir hafa lýst yfir áhyggjum af framgangi borgarstjóra í málinu og því fordæmi sem refsing hans við safnið kunni að hafa. Tekið var til þess hversu seint forsvarsmenn annarra listasafna í borginni létu í sér heyra og þóttu veik viðbrögð þeirra sýna hversu sterk tök borg- arstjóri hefur á menningarstofnun- um borgarinnar. Hópur velþekkts fólks úr lista- og menningarlífi borgarinnar birti auglýsingu í The New York Times þar sem borgar- stjóri var gagnrýndur og borgar- búar hvattir tO að standa vörð um tjáningarfrelsi. Daginn fyrir opnun sýningarinnar var haldinn mót- mælafundur stuðningsfólks safns- ins gegn aðgerðum borgarinnar og á opnunardag var einnig kominn saman fyrir utan safnið hópur fólks, að þessu sinni til að mótmæla opnun sýningarinnar. Gestir safns- ins þennan fyrsta dag voru yfir 9.000 sem er nýtt aðsóknarmet en fyrra met var sett fyrir fjórum ár- um þegar um 5.000 voru við opnun sýningar á verkum Monets. Brook- lyn-safnið, sem hefur mátt berjast ójafnri baráttu um aðsókn við önn- ur stór söfn í borginni, ekki síst vegna staðsetningar sinnar, gerir sér vonir um að 250.000 manns eigi eftir að leggja leið sína í safnið þar til sýningunni lýkur í byrjun janú- ar á næsta ári. Þeir sem gagnrýnt hafa borgarstjóra fyrir aðgerðir sínar í málinu hafa þó einnig fundið að auglýsingum safnsins í fjölmiðl- um þar sem það notfærir sér þá at- hygli sem umræðan hefur vakið. Þannig mátti í heilsíðuauglýsingu lesa varnaðarorð sem þau að sýn- ingin kunni að valda „ógleði eða andarteppu". Upphefur ritskoðun „slæma“ list? „Ef safnið sjálft segir verk á sýningu þess geta valdið viðbjóði áhorfenda má þá ekki búast við því að það sé það sem fólk gangi út frá án þess að hafa skoðað sýning- una?“ spyr Michael Kimmelman, listgagnrýnandi The New York Times, í umfjöllun um sýninguna. Segir hann að sum verkin veki vissulega óhug en alls ekki öll og að í heildina sé sýningin ójöfn að gæð- um. „Undir eðlilegum kringum- stæðum skilur tíminn á milli góðr- ar og slæmrar myndlistar sem að endingu hverfur. Mótsögnin sem kviknar af menningarstríði sem þessu er sú að listamenn sem ann- ars myndu hverfa okkur sjónum verða að stórstjörnum. Ritskoðun- in upphefur þá. Þegar allt kemur til alls kunnu þetta að vera ein sterkustu rökin fyrir óheftu tján- ingarfrelsi listamanna.“ „Borgar- stjórinn valdi vitlaust verk til að ráðast gegn,“ er mat gagnrýnanda The New Yorker, Peters Schjel- dahls. Telur hann verk Chris Ofilis af Maríu mey sem Giuliani gerði að þungamiðju gagnrýni sinnar, vera eitt fegursta og best heppnaða verk sýningarinnar þar sem við- fangsefninu sé sýndur mikill sómi. En þar sem orðin fílaskítur og María mey komi saman í einu verki sé freistingin augljóslega mikil. Meirihluti borgarbúa gegn aðgerðum borgarstjóra Um 40% kjósenda i New York- ríki era kaþólikkar og þó að skoð- anakannanir sýni að meirihluti borgarbúa sé andvígur framgöngu Giulianis í máli Brooklyn-safnsins, er talið víst að með þessu hafi borgarstjóri gulltryggt sér stuðn- ing íhaldssamra kjósenda ríkisins fyrir komandi þingkosningar á næsta ári. Það verður á brattann að sækja fyrir hann innan borgar- markanna og til þess var tekið að á opnunarkvöldi Metropolitan-óper- unnar þar sem Giuliani steig á svið til að heiðra söngvarann Placido Domingo mátti heyra nokkurt baul innan um lófatökin. Slíkt hefur ekki áður gerst á sex ára valdatíma Giulianis. stelpa og hundur Langafi, LEIKLIST Möguleikhúsið LANGAFI PRAKKARI Leikrit eftir Pétur Eggerz byggt á sögum Sigrúnar Eldjárn. Leikstjóri: Pétur Eggerz. Leikarar: Bjarni Ingv- arsson og Hrefna Hallgrímsdóttir. Búningar og brúðugerð: Katrín Þor- valdsdóttir. Leikmynd: leikhópurinn. Tónlist: Vilhjálmur Guðjónsson. Mögulcikhúsið við Hlemm 14. október MÖGULEIKHÚSIÐ hefur ver- ið duglegt við að setja upp sýning- ar sem unnar eru upp úr vinsælum barnabókum, enda leitast leikhúsið við að koma til móts við áhuga markhóps síns sem er fyrst og fremst börn. Sýningar um þær systur Snuðru og Tuðra og hinn sænskættaða Einar Áskel eru dæmi um slíkar barnasýningar á vegum Möguleikhússins sem notið hafa mikilla vinsælda og síðastlið- inn fimmtudag framsýndi leikhúsið Langafa prakkara sem leikhús- stjórinn Pétur Eggerz samdi upp úr bókum Sigrúnar Eldjárn Langafi drallumallar og Langafi prakkari. Hér er um að ræða fremur ein- falda sýningu, sem hentar yngstu áhorfendunum vel, og lýsir sam- skiptum stúlkunnar Önnu og langafa hennar sem er fjörmikill kall þrátt fyrir háan aldur og blindu. Þau langafafeðginin tala saman, drullumalla og reyna að lokka langömmur í gildru. Öll sam- skipti þeirra, sem reyndar era sett fram sem minningar Önnu þar sem langafi er dáinn, einkennast af kátínu og væntumþykju sem skilar sér vel til hinna ungu áhorfenda. Þau Bjarni Ingvarsson og Hr- efna Hallgrímsdóttir smellpössuðu í hlutverk langafa og Önnu og sýndu bæði mjög skemmtilega takta í túlkun sinni og léku vel saman. Reyndar má vel tala um „þriðja leikarann11 sem er hundur- inn Jakob. Þótt hér sé um að ræða brúðu, sköpunarverk Katrínar Þorvaldsdóttur, er hún svo hagan- lega gerð að hundurinn virðist bráðlifandi á sviðinu. Sömuleiðis var „samleikur11 hundsins og leik- aranna alveg bráðskemmtilegur. Katrín gerir brúður og búninga sýningarinnar og er hennar vinna öll unnin af greinilegu listfengi og natni. Sem dæmi um það má nefna lopapeysur sem Katrín hefur vænt- anlega prjónað sjálf fyrir sýning- una eftir fyrirmynd úr bókum Sig- rúnar Eldjárn. Þær voru afar fal- legar (þótt maður vorkenndi leik- urunum hálfvegis að þurfa að leika innanhúss í slíkum skjólfatnaði!). Sýningin er krydduð með sönglögum eftir Vilhjálm Guðjóns- son við texta Péturs Eggerz. Tón- listin er nauðsynlegur þáttur í heildaráhrifum sýningarinnar og auka við léttleika hennar og fjör. Þessi sýning tekur um klukku- stund í flutningi og flest börn ættu að geta haft gaman af henni. Nefna má að lokum að það er til fyrir- myndar hversu vel börnin í áhorf- endahópnum era virkt til þátttöku í því sem fram fer. Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.