Morgunblaðið - 17.10.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.10.1999, Blaðsíða 38
,38 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MAGNÚS EYJÓLFSSON + Magnús Eyjólfs- son fæddist í Reykjavfk 28. ágúst 1925. Hann lést á Landspítalanum 4. október siðastliðinn. Foreldrar hans voru Eyjólfur Guðmunds- son, verkstjóri í Reykjavík, f. 1894 í Móakoti í Ölfusi, d. 1988, og Sigríður Magnúsdóttir, f. 1896 á Hrauni í Ölf- usi, d. 1977. Systkini hans voru: Marta Guð- rún, f. 1918, húsmóðir í Reykja- vík; Guðmundur, f. 1919, tré- smiður í Reylgavík; Sigrún, f. 1921, húsmóðir í Svíþjóð; Gunn- laugur, f. 1924, lést fyrr á þessu ári; Ásgeir, f. 1929, pípulagn- ingameistari í Reykjavík; Krist- inn; f. 1932, múrarameistari í Reykjavík; og Ásthildur, f. 1933, rannsóknarkona í Reylgavík. Hinn 14. júní 1958 kvæntist Magnús Margréti Sigþórsdótt- ur, landfræðingi og kennara, og bjuggu þau öll árin sin saman í Víðihvammi 8 í Kópavogi. For- eldrar hennar voru Sigþór Guð- jónsson, bifvélavirki og verkstjóri í Reykjavík, f. á Eyr- arbakka 1900, d. 1976, og Bjarnfríð- ur Guðjónsdóttir, f. 1908 í Arnarstaða- koti í Flóa, d. 1997. Magnús og Mar- grét eignuðust son- inn Sigþór 1964 og starfar hann sem pípulagningameist- ari í Kópavogi. Sambýliskona hans er Hrund Magnús- dóttir lyfjatæknir og eiga þau þijá syni. Kjördótt- ir Magnúsar og Margrétar er Eyrún, f. 1956, leikskólakenn- ari í Kópavogi. Hún er gift Gunnari Þór Finnbjörnssyni markaðsstjóra og eiga þau Qóra syni. Magnús Eyjólfsson lærði pipulagningaiðn í Iðnskólanum í Reylgavík og starfaði sem pípu- lagningameistari og verktaki í Reylgavík og nágrenni alla sína starfsævi. Utför Magnúsar fór fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. október. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði áður Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, laugardaginn 9. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til alls starfsfólks hjúkrunarheimilisins Áss, Hveragerði. Þökkum samúð og vinarhug. Herdís Þorsteínsdóttir, Haukur Eggertsson, ísafold Þorsteinsdóttir, Gestur Ámundason, Þröstur Þorsteinsson, Sigríður Á. Gunnarsdóttir, Guðmundur B. Þorsteinsson, Sigríður Konráðsdóttir, Edda Björk Þorsteinsdóttir, Kristján Jónsson, Grétar B. Þorsteinsson, Þórdís Hannesdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Elsku litli drengurinn okkar, + ANDRI FREYR ARNARSSON, Öldutúni 2, Hafnarfirði, lést á Barnaspítala Hringsins fimmtudaginn 14. október. Fyrir hönd aðstandenda, Arnar Smári Þorvarðarson, Kristín H. Thorarensen. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, dóttur, ömmu, langömmu og systur, INGILEIFAR ÖRNÓLFSDÓTTUR, Básbryggju 51. Marinó Óskarsson, Stefanía Arna Marinósdóttir, Vilhjálmur Ragnarsson, Theódóra Marinósdóttir, Stefán Jónsson, Stefanía Ósk Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. Við sem búum í þéttbýli höfum því miður oft ekki mikil samskipti við nágranna okkar. Okkur hættir mjög til að einangra okkur inni í okkar eigin kössum og hirða lítið um þá sem búa í næstu húsum. Okkur vill því oft yfírsjást hversu mikils virði það er að eiga góða ná- granna. Við hér í Víðihvamminum höfum nú orðið að sjá á eftir einum nágranna okkar. Einum af frum- býlingum götunnar. Mér er það minnisstætt þegar Magnús kom til mín skömmu eftir að við fluttumst í Víðihvamminn og bað mig að hafa auga með húsinu því þau Margrét væru að fara í ferðalag. Þvílíkt traust sem hann sýndi mér, það lá við að ég ofmetn- aðist. Að eiga nágranna sem treystir manni til að líta eftir hús- inu sínu er ekki lítils virði. Það átti líka eftir að koma í ljós að á móti okkur bjó maður sem gott var að eiga að nágranna. Hvort heldur var til að rölta yfir götuna til að tala um daginn og veginn, til að leita ráða varðandi miðstöðvarkerfið eða til að fá lán- aða pakkningu. Alltaf var Magnús boðinn og búinn til að rétta hjálp- arhönd. Það eru ekki síst börnin í göt- unni sem eiga eftir að sakna Magn- úsar. Það eru ekki allir sem fara út og færa bílinn sinn burt af stæðinu svo börnin í næsta húsi geti notað körfuna í heimkeyrslunni. Þetta gerði Magnús iðulega. Hann vildi allt fyrir börnin gera og þá ekki síst bamaböm sín. Það vora ófáar ferðirnar sem hann gekk með þeim um götuna þegar þau vora að læra að hjóla. Víðihvammurinn er fátækari við fráfall Magnúsar. Það væri betur að heimurinni ætti sem flesta slíka menn. Menn sem treysta náungan- um og era um leið trausts náung- ans verðir. Þá væri mannlífið án efa mun betra. Við vottum Margréti, bömum og barnabörnum samúð okkar. Þeirra missir er mikill, en minning um góðan eiginmann, föður og afa mun fylgja þeim inn í framtíðina. Elríkur Jensson. Stráklingur fimm til sex ára gamall á Lindargötu 10 kynntist 1931-32 fljótlega stráklingum inn- ar í götunni, á Lindargötu 22A, honum þremur og einu ári eldri, enda var sá eldri, Gunnlaugur, tíð- um forsprakki í leikjum, en sá yngri, Magnús, prúður mjög. Og þótt stráklingurinn á Lindargötu 10 hyrfi á brott fram til 1940, íyrntist ekki yfir kunningsskap hans við þá, því að í heimsókn kom hann á hverju sumri og þau kynni munu hafa orðið til þess - þótt gerla muni ég ekki, hvernig það ativkaðist - að Magnús gerðist lær- lingur í pípulögnum hjá föður stráklingsins, Jóhanni Valdimars- syni á Seljavegi 3, þegar verið var að leggja hitaveitu í borginni. Á milli mín, stráklingsins og Magnúsar urðu síðan allmikil kynni fram yfir 1960, en upp úr því skildu leiðir. Um árvekni og dugn- að hrósaði faðir minn Magnúsi. Öðram áhugamálum en starfínu sinnti Magnús þó líka af kappi. Beindust þau flest að íþróttum og útivist. I Glímufélagið Armann gekk hann og mun skíðadeild þess einkum hafa átt frístundir hans á vetram. T0 fjalla leitaði hann á sumrin, og var jafnvel jarðfræðing- um til aðstoðar, meðal þeirra Sig- urði Þórarinssyni. I Flugbjörgun- arsveitina gekk hann og mun hafa tekið þátt í leitinni að flugvélinni Geysi 1950. Áð lærlingsskeiði loknu vann Magnús nokkur ár með föður mín- um ásamt Helga Jasonarsyni, sem einnig hafði áður unnið hjá foður mínum. Saman unnu þeir Helgi og Magnús síðan, og mun síðasta sam- starfsverk þeirra hafa verið í hita- lögn í Borgarleikhúsið. Með þakk- læti minnist ég kynna okkar Magn- úsar á bemsku- og æskuárum. Haraldur Jóhannsson. MARGRÉT OLLÝ SIG URBJÖRNSDÓTTIR + Margrét Ollý Sigurbjörns- dóttir fæddist á Norðfirði 27. des- ember 1928. Hún lést á heiniili sínu í Reykjavík 8. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar henanr voru Sigurbjörn Arngrímsson, f. 8.6. 1883, d. 17.1. 1970, og koiui hans Guð- björg Ólafsdóttir, f. 6.9. 1896, d. 3.2. 1952. Systkini Mar- grétar eru: Óskar, f. 4.11. 1914, d. 17.7. 1974, bak- arameistari á Höfn í Hornafírði; Kristín, f. 28.2. 1921, húsmóðir í Keflavík; og Málfríður, f. 15.7. 1922, d. 1992, bjó lengst af í Minnesota. Margrét ólst upp á Norðfirði til fimm ára aldurs en þá fluttist Ijölskyldan og sett- ist að um síðir á Seyðisfirði. Þar var Margrét meira og minna fram til tví- tugs en þá fluttist hún á suðvestur- horn landsins, fyrst í Hafnir, en eftir lát móður hennar til Reykjavíkur þar sem hún bjó alla tið eftir það. Hún eign- aðist einn son, Hauk Ólafsson, f. 14.11. 1950, starfandi lög- regluvarðstjóri í Reykjavík. Margrét starfaði lengst af við saumaskap hjá Vinnufatagerð Islands og síðar Max. Utför Margrétar fer fram frá Fossvogskapellu á morgun, mánudaginn 18. október, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Nú ert þú farin frá mér, og þar sem við vorum svo náin kem ég til með að sakna þín svo óendanlega sárt. Mér þykir vænt um að okkur tókst fyrir nokkrum dögum að fara saman í árlega haustlitaferð okkar til Þingvalla. Þar tók ég síðustu ljósmyndina af þér í litafegurðinni, og mun sú mynd fylgja mér um ókomin ár. Þú ólst mig upp í þeirri trú að líf- inu væri ekki lokið við dauðann heldur væri hann aðeins upphafið. Því veit ég að um síðir munum við hittast á ný ásamt öllum þeim sem okkur era kær. Með þökk íyrir allt sem þú veitt- ir mér. Þinn sonur, Haukur. Það voru sorgarfréttir sem faðir okkar flutti okkur föstudaginn 8. október þegar hann sagði okkur að ástkær frænka okkar hefði orðið bráðkvödd sama dag á heimili sínu. Ollý var einhver besta frænka sem hægt var að hugsa Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wor- dPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. sér. Að mörgu leyti má segja að hún hafi verið okkur systkinunum eins konar auka amma. Við litum alltaf á hana sem slíka. Hún átti ekki barnabörn sjálf en lagði þeim mun meiri rækt við barnabörn systur sinnar. Við nutum góðs af því og alltaf hlökkuðum við til að opna pakkana á jólunum frá Ollýju frænku og Hauki syni hennar. Óft- ast voru spennandi spil í pökkun- um og jólahátíðin fór í að spila með fjölskyldunni. Tilheyi-andi jólunum var einnig að fara í heimsókn til Ollýjar og Hauks 27. desember þegar Ollý átti afmæli. Þar safnað- ist litla fjölskyldan okkar saman við frábærar veitingar Ollýjar og naut samvistanna og helgi jólanna. I þessum heimsóknum hafði indíánadúkkan í stofunni alltaf mikið aðdráttarafl og við gátum setið tímunum saman og leikið með hana. Þá kom maður sér vel fyrir í stólnum í horninu og sveifl- aði sér í honum hring eftir hring. Þegar við systkinin uxum úr grasi og hættum að fá jólagjafir nutu synir Friðriks góðs af gjafmildi Ollýjar og Hauks. Eftir því sem við systkinin urðum eldri má segja að sambandið við Ollýju og Hauk hafí minnkað. Við hittumst þó alltaf reglulega þótt lengra liði á milli en áður. Ollý var hæversk og lítillát kona og var ekkert um að troða fólki um tær. Seinustu ár hittum við hana helst hjá ömmu okkar en þangað hélt hún áfram að koma fram á það síðasta. Ef maður fór í Kolaportið um helgar hitti maður hana stundum því hún hafði mikið yndi af að fara þangað. Þar naut hún þess að rölta um til að skoða mannlífið og vörurnar. Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan við hittum Ollýju í kaffi hjá ömmu okkar. Frændi okkar sem býr í Bandaríkjunum var í heimsókn og þarna var fjölskyldan mætt. Sú stund mun sitja í minningunni sem sú síðasta sem við áttum með henni. Við munum ætíð minnast frænku okkar með ást og kærleik. Elsku Haukur, Guð gefi þér styrk í sorg þinni. Þú skalt vera stjarna mín Drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur éggengígeislaþínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Kristin, Friðrik, Sigurbjörn (Sibbi) og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.