Morgunblaðið - 24.11.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913
268. TBL. 87. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Breska lögreglan á varðbergi
Varað við
hrinu hermdar-
verka um jólin
London. Reuters, AP.
LÖGREGLUMÖNNUM í Bret-
landi hefur verið skipað að vera á
varðbergi þar sem talið er að klofn-
ingshópar úr írska lýðveldishern-
um (IRA) séu að undirbúa hrinu
hermdarverka um jólin og áramót-
in, að sögn breskra dagblaða í gær.
Blöðin höfðu eftir háttsettum
leynilögreglumönnum að leyni-
þjónustumenn hefðu aflað upplýs-
inga sem gæfu tilefni til þess að
vara við hermdarverkum um hátíð-
amar.
Vopnahlé helstu skæruliðahreyf-
inganna á Norður-írlandi hefur
haldist til þessa og leiðtogar norð-
ur-írsku stjómmálaflokkanna virð-
ast nú nær því en nokkra sinni fyrr
að ná samkomulagi um varanlegan
frið. Bresku blöðin segja hins vegar
að klofningshópar úr IRA, sem eru
andvígir friðarviðræðunum, kunni
að vera að undirbúa hermdarverk
til að torvelda friðaramleitanirnar.
The Guardian sagði að yfírmenn
Hins sanna írska lýðveldishers,
sem kiauf sig út úr IRA árið 1997,
hefðu komið saman um helgina til
að ræða aðgerðir til að hindra frið-
arumleitanimar. Hreyfingin lýsti
yfír vopnahléi eftir að hafa orðið 29
manns að bana í Omagh í ágúst á
síðasta ári í mannskæðasta hryðju-
verkinu í sögu Norður-írlands.
The Guardian sagði að lögreglan
hefði varað stjórnmálamenn, yfir-
menn hersins og stjórnendur allt að
30 fyrirtækja við hættunni á
hryðjuverkum.
Fleiri lögreglumenn verða á göt-
um London og öryggisgæslan verð-
ur hert við þinghúsið og fleiri opin-
berar byggingar í Westminster, í
fjármálahverfi borgarinnar óg
verslunarmiðstöðvum út um allt
landið.
PH'UPP houmann
■ Œ Arbeilslos = OfodachloS C
Nagladekkja-
skattur í Osló
Ósld. Morgunblaðið.
EITUREFNI úr malbikinu og
viðarbrennsla flýta fyrir dauða
419 Óslóarbúa árlega. Kemur
þetta fram í nýrri skýrslu þar
sem segir, að þessi mengun kosti
Norðmenn um 40 milljarða ísl.
kr. á ári.
I Ósló eru jafnan miklar vetr-
arstillur og þá safnast fyrir í and-
rúmsloftinu reykurinn frá viðar-
brennslunni og eiturefnin, sem
nagladekkin rífa upp úr malbik-
inu. Era vetrarmánuðirnir oft
mikill þrautatími fyrir aldrað
fólk, asma- og hjartasjúklinga og
mikið um alls konar sjúkdóma.
Borgarstjórnin í Ósló ætlar nú
að ráðast gegn þessum vanda og
efst á blaði er að leggja 10.000 ísl.
kr. skatt á alla þá, sem ætla að
nota nagladekk. Mánaðarkort á
að kosta 3.500 kr. og dagskortið
250 kr. Þeir, sem koma til borg-
arinnar utan af landsbyggðinni,
verða líka að greiða sitt og verða
sektaðir um 5.000 kr. geri þeir
það ekki. Verða þessi gjöld inn-
heimt þar til 80% allra bfla í Ósló
verða orðin nagladekkjalaus.
Auk þessa verður unnið að því
að fá fólk til að hætta notkun
gamalla viðarbrennsluofna og fá
sér nýja, sem menga minna, og
til athugunar er að banna stund-
um akstur hvarfakútslausra bif-
reiða.
Hvatt til
sátta í
Kosovo
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
fór til Kosovo í gær og hvatti alb-
anska meirihlutann í héraðinu til
að fyrirgefa Serbum grirnmdar-
verk þeirra og hætta árásunum á
serbneska minnihlutann.
„Enginn getur neytt ykkur til
að fyrirgefa það sem ykkur hefur
verið gert. En þið verðið að
reyna,“ sagði Clinton þegar hann
ávarpaði um 2.000 Kosovo-Albana
á íþróttaleikvangi í bænum Uros-
evac. Um 200.000 Serbar bjuggu í
Kosovo áður en átökin hófust og
um helmingur þeirra hefur flúið
úr héraðinu vegna árása Kosovo-
Albana.
Atvinnu-
leysi mót-
mælt
Ráðherrar ræða samruna Yestur-Evrópusambandsins og ESB
NATO-ríki utan ESB
STARFSMENN Philipp Holz-
mann, næststærsta byggingarfyr-
irtækis Þýskalands, efndu til mót-
mæla við Brandenborgarhliðið í
Berlín í gær vegna yfirvofandi
gjaldþrots þess. Fyrr um daginn
hafði fyrirtækið lagt fram gjald-
þrotsbeiðni eftir að viðræður við
lánardrottna þess höfðu farið út
um þúfur.
Heinrich Binder, forstjóri Phil-
ipp Holzmann, sagði þó að beiðnin
yrði afturkölluð ef tilraunir Ger-
hards Schröders,*kanslara Þýska-
lands, til að bjarga fyrirtækinu
bæru árangur.
Tugþúsundir manna missa at-
vinnuna verði fyrirtækið gjald-
þrota og sljórn Schröders leggur
þvímikið kapp á að bjarga því.
Á borðanum stendur „Atvinnu-
laus = heimilislaus".
Lúxemborg. AP, AFP.
láta í ljósi áhyggjur
RAÐHERRAR varnar- og utanrík-
ismála frá þeim sex löndum sem að-
ild eiga að Atlantshafsbandalaginu
(NATO) en ekki að Evrópusam-
bandinu (ESB) ítrekuðu á ráð-
herrafundi Vestur-Evrópusam-
bandsins (VES) í Lúxemborg í gær
áhyggjur sínar af þeim vinnubrögð-
um sem ESB-ríkin í VES, sem eru
þau einu sem þar hafa fullan at-
kvæðisrétt, viðhafa við undirbún-
ing samrana VES við Evrópusam-
bandið.
Eitt meginverkefni Lúxemborg-
arfundarins var að semja tilmæli
um evrópsk varnar- og öryggismál,
sem leggjast skulu fyrir leiðtoga-
fund ESB í Helsinki í byrjun des-
ember. Var helst fjallað um þróun
sameiginlegrar evrópskrar örygg-
is- og vamarmálastefnu Evrópu-
sambandsins og með hvaða hætti
auka mætti bolmagn Evrópuríkja á
hernaðarsviðinu. Samþykkt var að
mæla með efldum tengslum VES
og ESB, bæði með því að VES láti
ESB í auknum mæli í té upplýsing-
ar og aðgang að stofnunum og með
samþykki sérstaks skjals um skrá-
setningu VES á búnaði og liðsafla
sem VES-ríki gætu lagt af mörkum
til aðgerða á vegum ESB, óháð
NATO.
Fyrirstaða og trejgða
gegn sjónarmiðum Islands
Aður hafði fastaráð VES sam-
þykkt að skipa Javier Solana, fyrr-
verandi framkvæmdastjóra NATO
sem gegnir nú hlutverki æðsta tals-
manns ESB í utanríkis- og öryggis-
málum, í stöðu framkvæmdastjóra
VES. Tekur hann við því hlutverki
á morgun, fimmtudag.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra, sem sat fundinn fyrir ís-
lands hönd, sagði í samtali við
Morgunblaðið strax að loknum
fundinum, að sum ESB-ríkin sýndu
„fyrirstöðu og tregðu“ hvað það
varðar að taka tillit til sjónarmiða
aukaaðildarríkjanna að VES,
NATO-ríkjanna Islands, Noregs,
Tyrklands, Póllands, Tékklands og
Ungverjalands.
Sagði Halldór íslendinga hafa
bókað óánægju með framgang
mála.
■ ísland bókar/26