Morgunblaðið - 24.11.1999, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR__________________
Fullgilding Schengen-
samnings verði heimil
Sænskur tölvuþrjótur
dæmdur til að greiða
Snerpu skaðabætur
SÆNSKUR námsmaður var í gær
dæmdur til að greiða Snerpu ehf.,
tölvu- og netþjónustu á Isafirði,
rúmlega 140.000 íslenskar krónur í
skaðabætur fyrir að gera tilraun til
að brjótast inn í tölvukerfi fyrirtæk-
isins.
Námsmaðurinn, sem heitir Dani-
el Hammarberg og er 23 ára, braust
inn í tölvukerfí nokkurra erlendra
fyrirtækja og kom þar fyrir forriti
sem útvegaði honum notendanöfn
og aðgangsorð.
Snerpa ehf. kærði málið til
sænskra yfirvalda og fór fram á um
900.000 krónur í skaðabætur, en
fær um 140.000 krónur. „Þú segir
mér fréttir, ég var ekki búinn að
heyra af þessum dómi,“ sagði
starfsmaður Snerpu þegar Morgun-
blaðið hafði samband við fyrirtækið.
Gassprengingin
á Suðurnesjum
Þrennt enn
á sjúkrahúsi
ÞRJU af þeim fjórum ungmennum
sem flutt voru slösuð á Landspítal-
ann á sunnudagskvöld eftir öfluga
gassprengingu í bifreið á Stafnes-
vegi skammt sunnan Sandgerðis
liggja enn á Landspítalanum.
Tvær fimmtán ára stúlkur í hópn-
um liggja á Barnaspítala Hringsins í
umsjón lýtalækna og eru þær á
batavegi. Sextán ára piltur liggur á
iýtalækningadeild Landspítalans eft-
ir að hafa verið á gjörgæsludeild að-
faranótt mánudags. Líðan hans er
eftir atvikum góð og mun hann dveija
áfram á lýtalækningadeildinni til
áframhaldandi meðferðar. Sautján
ára piltur úr hópnum er farinn heim
af sjúkrahúsi en hann mun verða
undir eftirliti og fá frekari meðferð á
göngudeild Landspítalans.
Ungmennin komust af eigin
rammleik undir læknishendur í
Keflavík eftir slysið, þaðan voru þau
svo send til Reykjavíkur á sjúkrahús.
Rannsóknardeild Keflavíkurlög-
reglunnar fer með rannsókn á til-
drögum slyssins.
-----------------
Lögð fram
beiðni um
lögbann
LÖGMAÐUR eiganda kýpverska
flutningaskipsins Nordheim hefur
lagt fram beiðni um lögbann við að-
gerðum fulltrúa Alþjóðasamtaka
flutningaverkamanna, ITF.
Samtökin hafa stöðvað losun úr
skipinu þar sem það liggur við fest-
ar í Sundahöfn en það er í leigu-
flutningum fyrir Eimskipafélagið.
ITF hefur fullyrt að laun skipverja
séu 300 dollarar á mánuði.
Lögregla hefur ekki haft afskipti
af þessari deilu þar sem hún telur að
hún falli undir vinnudeilur.
Kerfisstjórinn, sem séð hefur um
málið, var ekki við en starfsmaður-
inn sagði að 140.000 krónur í skaða-
bætur væri betra en ekki neitt.
Snerpa var eina fyrirtækið sem
fór í mál vegna þessa en pilturinn
braust meðal annars inn í tölvukerfi
nokkurra háskóla í Lundúnum,
Epinet Communication PLC í
Englandi, DK-Net í Kaupmanna-
höfn og net háskólans í Luleá í Sví-
þjóð.
Hammarberg var einnig dæmdur
til að greiða um 30.000 íslenskar
krónur í sekt auk 3.000 króna í sjóð
sem notaður er til að styðja fómar-
lömb glæpa.
RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram
á Alþingi þingsályktunartillögu þar
sem lagt er til að henni verði heimil-
að að fullgilda fyrir Islands hönd
samning sem ráð Evrópusambands-
ins, Island og Noregur hafa gert
með sér um þátttöku hinna síðar-
nefndu í framkvæmd, beitingu og
þróun Schengen-gerðanna sem und-
irritaður var í Brussel í maí síðast-
liðnum.
I greinargerð með þingsályktun-
artillögunni segir að með Schengen-
samkomulaginu hafi verið skil-
greind almenn markmið um að
koma á í áföngum frjálsri för ein-
staklinga yfir innri landamæri að-
ildarríkjanna. „Nánar tiltekið kveð-
ur samkomulagið á um að aðildar-
ríkin skuli með tilteknum hætti ein-
falda eftirlit með fór fólks á sameig-
inlegum landamærum. Enn fremur
kveður samkomulagið á um að að-
ildarríkin styrki samstarf sitt í bar-
áttunni gegn alþjóðlegri afbrota-
starfsemi."
Segh' ennfremur í greinargerð að
íslendingar hafi orðið áþreifanlega
varir við það að undanfömu að
skipulögð afbrotastarfsemi, sem
komi í kjölfar aukinnar fíkniefna-
neyslu, virðist ekki ætla að láta Is-
land ósnert. Reynsla annarra þjóða
sýni að í kjölfarið megi reikna með
annars konai’ skipulagðri afbrota-
starfsemi, svo sem peningaþvætti,
vændi og skipulögðu smygli á fólki.
Nýta sér lögsögumörk
Segir í greinargerðinni að af-
brotahringir nýti sér lögsögumörk
markvisst til að komast undan armi
laganna í heimi sem verði stöðugt
minni fyrir áhrif nútímasamskipta
og -samgangna. „Viðurkennt er að
eina leiðin til að bregðast við þessu
er að stórauka alþjóðlega lögreglu-
samvinnu," segir í greinargerð. Að-
gangur lögreglu að Schengen-upp-
lýsingakerfinu sé þar einn mikil-
vægasti þátturínn.
Morgunblaðið/Sverrir
Starfsmenn Landssimans fylltu Þjóðleikhúsið í gærkvöldi. Á myndinni til hliðar er Þórarinn V. Þórarinsson forstjóri Landssímans í ræðustól.
1,9 milljarða í hagnað til að
standa undir arðsemiskröfu
ÞÓRARINN V. Þórarinsson, forstjóri Landssíma
Islands hf., sagði á fjölmennum starfsmannafundi
í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, þar sem nýtt skipu-
rit fyrirtækisins var kynnt, að kjamakrafan í
rekstri fyrirtækisins væri arðsemin og allt annað
yrði að lúta henni. Bókfært eigið fé Landssímans
hefði í upphafi árs verið rámar 12.800 milljónir
króna. Þetta fé væri ekki til endurgjaldslausra af-
nota. Af því yrði að reikna 15% endurgjald eftir
skatt og það þýddi að hagnaðurinn yrði í ár að ná
rúmlega 1.900 milljónum kr. aðeins til að standa
undir kröfu um arðsemi eigin fjár.
Þórarinn sagði að lögð yrði enn frekari áhersla
á gæðamálin á næstunni. „Staða okkar á mark-
aðnum er slík að samkeppnisyfirvöld telja brýnt
að gæta þess alveg sérlega vel að við förum okk-
ur ekki að voða í verðsamkeppni. Þetta höfum við
fengið að reyna bæði í farsíma- og intemetþjón-
ustu og við þetta verðum við að búa. Við verðum
því að miða starfsemina við að geta fengið og
haldið viðskiptavinum í samkeppni við aðra sem
kunna tímabundið að bjóða betra verð. Þá era
það gæðin sem ráða úrslitum," sagði Þórarinn.
Undirskriftakvöð viðskipta-
vina verður aflétt
Stefnan að fjárfesta
í öðrum félögum
Viðskiptavinfr fyrirtækisins verði t.d. leystir
undan þeini kvöð að þurfa að koma sjálffr á
starfsstöðvar fyrirtækisins til að skrifa undir
beiðni um að opna eða loka síma. Þjónustuvefur
Símans verður meginfarvegur samskipta við við-
skiptavinina. Markmiðið sé að viðskiptamenn
geti pantað þjónustu á vefnum og fengið ýmsa
sérþjónustu afgreidda beint með þeim hætti.
Þórarinn sagði að markmið Landssímans væru
þau að vera ávallt í forystuhlutverki í fjarskipta-
og upplýsingatækni á Islandi og bjóða viðskipta-
vinum bestu tæknilausnir sem völ er á.
Nýtt skipurit Landssíma fslands kynnt á starfsmannafundi
i
Þórarinn sagði að huga yrði að landvinningum
á öðrum sviðum til að tryggja heilbrigðan vöxt í
sterku fyrirtæki. Þess vegna væri það hluti af
stefnunni að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum, eink-
um á sviði upplýsingatækni, til að sækja nýja
þekkingu, þróa nýjar tæknilausnfr og auka arð-
semi félagsins. „Mín spá er sú að þessi þáttur í
starfsemi okkar eigi eftir að aukast þar sem
Landssíminn kemur inn sem virkur þátttakandi í
dóttur- og hlutdeildarfélög. Vera má að við setj-
um einhvern hluta okkar eigin starfsemi í slík
sjálfstæð félög, sem við eigum ýmist ein eða með
öðmm, allt eftir því sem hentar hverju sinni. Við
skulum heldur ekki útiloka að Síminn færi út
starfsemi sína og taki þátt í erlendum verkefn-
um,“ sagði Þórarinn.
blöð í dag
Sáiveifc SZ ;
sntszj
► í VERINU í dag er greint frá mikilli lækkun á sfld-
verði, farið heimsókn í sæeyrnaeldi í Vogunum, sagt frá
vísbendingum um sterkan þorskárgang á þessu ári og
fiskverkun Fjölnis hf. á Þingeyri.
Eliluíirii,ii|i:Ii.iim
BnuidVflriLiíllíiliS ‘99
ÍÞRÓmR
Kristinn gerði vel f í Colorado / C1
Glæsimark Einars Þórs og
óskabyrjun Guðjóns hjá Stoke/C1