Morgunblaðið - 24.11.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.11.1999, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stóra hassmálið Gæsla tveggja manna framlengd í 3 vikur TVEIR karlmenn á fertugs- aldri voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í þrjár vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna rannsóknar fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík á stóra hassmálinu. Unnið er að rannsókninni í samstarfí við spænsku lögregluna og ríkis- lögreglustjórann. Lagt var hald á 30 kg af hassi á Spáni um miðbik þessa mánaðar áður en það barst til Islands og leiddi rannsókn málsins til handtöku þriggja íslendinga hérlendis auk handtöku manna erlendis. Mennimir, sem eru 37 og 39 ára gamlir höfðu setið í gæslu- varðhaldi frá 16. nóvember og fór lögreglan fram á þriggja vikna framlengingu, sem hér- aðsdómur samþykkti. Einn fertugur karlmaður til viðbótar situr í gæsluvarð- haldi vegna málsins, sem rennur út hinn 14. desember. Eftir úrskurð dómara nær því gæsluvarðhald allra mann- anna þriggja til þess dags. Trilla fékk á sig brot TRILLAN Víðir KE kom inn á höfnina í Amarstapa á fimmta tímanum í gær en hún fékk á sig brot við Malarrif í gærmorgun og biluðu stjóm- tæki bátsins. Tveir menn vom um borð í Víði og sakaði þá ekki. Armann Stefánsson, skip- stjóri á Jóni Gunnlaugssyni GK, sem fylgdi Víði áleiðis að Amarstapa, sejgir að trillan Mónika frá Olafsvík hefði fylgt Víði síðasta spölinn inn að Arnarstapa. „Við vomm að toga suður af Malarrifmu. Við hejrrðum í þeim en þeir heyrðu aldrei í neinum. Það tók hins vegar langan tíma að finna trilluna. Mennimir vom aldrei í neinni hættu. Það brotnuðu gluggar í brúnni og tækin urðu óvirk. Það var hvasst en tiltölulega slétt og þess vegna gátu þeir lítið keyrt,“ segir Ái-mann. Nýtt Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Islands í Hveragerði Ahersla lögð á hvera- •• « >1 AIICI ðlct lugu d IIVCI d- líffræði og örverufræði KMIÐ nýs Rannsóknar- og fe'# r'fl Iv. A» r>'éi'Æ: jÉÍl~ ,r” ^ MARKMIÐ nýs Rannsóknar- og fræðaseturs Háskóla íslands í Hveragerði er að efla vísindarann- sóknir og fræðastai-f í Hveragerði og á Olfussvæðinu. Samstarfs- samningur um stofnun setursins var undirritaður í Hveragerði í gær en að samningnum standa, auk Háskóla Islands, Hveragerðis- bær, Garðyi-kjuskóli ríkisins, Rannsóknastofnunin á Neðra-Asi og Islenskar hveravörur ehf. Rannsóknar- og fræðasetrinu er ætlað að vera miðstöð rannsókna í umhverfismálum og náttúruvísind- um í byggðalaginu, með áherslu á hveralíffræði og hagnýta örveruf- ræði. Leitast verður við að taka mið af sérstöðu byggðarlagsins til þessara rannsókna og stefnt verð- ur að frekari uppbyggingu þekk- ingar á svæðinu, byggt á grund- velli þess starfs sem þar hefur þegar verið unnið og þeim aðstæð- um og aðstöðu sem þar er fyrir hendi. Ahersla á hveralíffræði og hagnýta örverufræði Helstu viðfangsefni setursins verða í upphafi á sviði hveralíf- fræði og hagnýtrar örverufræði. Meðal fyrstu verkefna verða um- sjón með umhverfis- og lífríkis- rannsóknum á hverasvæðum á Hengils og Ölfussvæðinu og fagleg umsjón með hverasvæði bæjarins. Einnig verður lögð áhersla á að kynna aðstöðu og starfsemi seturs- ins bæði á almennum vettvangi og innan Háskólans og stuðlað að því að sem flestir innan Háskólans nýti sér þá aðstöðu sem þar býðst. Rannsóknar- og fræðasetrið hef- ur aðsetur í húsnæði Rannsóknar- stofnunarinnar á Neðra-Ási sem Morgunblaðið/Ásdís Sveinn Guðmundsson, skólameistari Garðyrlyuskóla ríkisins, Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri Hvera- gerðis, Jakob Kristjánsson, framkvæmdastjóri íslenskra hveraörvera ehf., Páll Skúlason, rektor Háskóla Islands, og Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Rannsóknarstofnunarinnar á Neðra-Ási, undirrituðu í gær samstarfssamning um stofnun Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Islands í Hveragerði. leggur auk þess til tæki fyrir skrif- stofur, rannsóknarstofu og bóka- safn. Rannsóknarstofnunin á Neðra-Ási hefur starfað við ýmis- konar líffræðirannsóknir, þar á meðal örverurannsóknir, frá því hún var stofnuð árið 1965. I grein- argerð með samningnum segir að leitast verði við að halda nafni Rannsóknarstofnunarinnar á lofti og því merkilega starfi sem stofn- unin og aðstandendur hennar hafi unnið. Að Háskóli Islands sé í raun Háskóli íslands Gísli Páll Pálsson, framkvæmda- stjóri Rannsóknarstofnunarinnar á Neðra-Ási, sagði við undirritun samningsins að þeim væri mikill heiður að því að Háskóli Islands skyldi koma að þessu samstarfi. Hann sagðist vona að þetta yrði til að efla rannsóknir á svæðinu enn frekar og benti á hversu viðeigandi það væri að hafa rannsóknarsetur sem legði áherslu á rannsóknir af þessu tagi í Hveragerði, þar sem hverasvæði væri í miðjum bænum. Hann sagði að mjór væri mikils vísir og þó að setrið byrjaði smátt í sniðum þá ætti það örugglega eftir að vaxa og dafna vel með starfi sínu. Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, sagði það vera mikið ánægjuefni fyrir Háskólann að taka þátt í þessu samstarfi. Hann sagði að til að Háskóli íslands væri í raun Háskóli alls íslands væri aukið samstarf við heimafólk á landsbyggðinni mjög æskilegt. Nokkrar mikilvægar forsendur væru fyrir slíku samstarfi og sú mikilvægasta væri áhugi sveitar- eða bæjarfélags á samstarfinu. Svo yrðu stofnanir, fyrirtæki eða ein- staklingar á svæðinu að vera reiðu- búnir að taka þátt, sem og fólk frá Háskólanum. Einnig væri æskilegt að eitthvað sérstakt væri við svæð- ið, sem gæfi tilefni til rannsókna. Páll sagðist vona að á Rannsókn- ar- og fræðasetrinu í Hveragerði yrði smám saman blómlegt starf sem gæti síðar jafnvel orðið á enn fleiri sviðum en lagt væri upp með. * Skipulagsályktim samþykkt samhljóða á sambandsstjórnarfundi ASI Rafíðnaðarmenn hefja aftur störf innan ASI TILLAGA^ sem forsetar Alþýðu- sambands Islands lögðu fram sam- eiginlega til ályktunar um skipu- Tilboð vikunnar 3ðna» Hiltflrímnon ■ iiviiagi Tímamót i bókmenntasögu íslendinga: Ævisaga Jónasar Hallgrimssonar, lista- skáldsins góða, eftir Pál Valsson. Heilsteypt mynd af lífi og starfi margbrotins manns. kr. Verð áður 4.980 kr. Einar Benediktson Slóð fiðrildanna SiÖD Gildir til þriðjud. 30. nóv. 1999 Nýjar bækur daglega I vmimdsson Austurstræli 5111130* Kringlunní 533 1 130 • Hafnarfirðt 555 0045 lagsmál var samþykkt samhljóða eftir miklar umrseður á sambands- stjórnarfundi ASÍ, sem lauk í gær. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, segir að í ályktuninni sé tekið und- ir þau sjónarmið sem rafiðnaðar- menn hafi sett fram. „Við erum fyllilega sátt við hana og ég veit ekki betur, miðað við þær sam- þykktir sem við fulltrúar Rafíðnað- arsambandsins höfum á bak við okkur, en að við munum hefja störf aftur innan Alþýðusambandsins frá og með deginum í dag,“ sagði hann. Guðmundur sagði að komið hefði fram í umræðum á sambands- stjórnarfundinum í gær að forset- um ASÍ yrði gefinn vinnufriður fram á vorið til að vinna að skipu- lagsmálum sambandsins. „Mjög góð niðurstaða" Hann sagðist vona að tækist að lenda þessu máli með þeim hætti að allir gætu við unað. „Ef þessi vinna fer í hund og kött í vor eða sumar munu menn einfaldlega mæta á þing Alþýðusambandsins næsta haust til að tilkynna að þeir séu hættir. Ég vona að ekki komi til þess,“ sagði Guðmundur. Harðar deilur urðu um skipu- lagsmál á vettvangi ASÍ sl. vor sem lyktaði með því að Rafiðnaðar- sambandið taldi, sér ókleift að starfa innan ASI. Ályktunin um skipulagsmál bar hæst á sam- bandsstjórnarfundinum sem stóð yfir frá mánudegi til þriðjudags og urðu miklar umræður um málið. „Þetta er mjög góð niðurstaða," sagþi Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið þegar niðurstöður atkvæðagreiðsl- unnar lágu fyrir í gær. „Það er ekki að merkja annað af umræðun- um bæði í gær og í dag en að þessi sambandsstjórnarfundur sé sam- mála því að ganga nú til verksins með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í ályktuninni. Hér hafa ýmsir komið í pontu, sem hafa verið ger- endur í þessum málum á seinustu mánuðum, og lagt mikla áherslu á að tíminn verði notaður vel til að freista þess að finna sameiginlega niðurstöðu. Ég er mun bjartsýnni heldur en ég var fyrir fundinn á að okkur takist þetta,“ sagði Grétar. Skv. ályktuninni felur sam- bandsstjórnin forsetum ASÍ að vinna að þeim markmiðum sem sett eru fram í ályktuninni á næstu mánuðum og kalla til formlegs samráðs fulltrúa aðildarfélaga og sambanda til að vinna að tillögu- gerð. Eiga tillögur á þessum grunni að vera tilbúnar fyrir lok aprílmánaðar á næsta ári. „Ýmsir þættir enn óljósir" Björn Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambands Is- lands, segir það rangt að fallist hafí verið á sjónarmið Rafiðnaðar- sambandsins, eins og Guðmundur Gunnarsson hafi haldið fram í fréttum ljósvakamiðlanna í gær- kvöldi. „Tillaga forsetanna var sam- þykkt en gerðir voru fyrirvarar um ýmsa þætti sem eru óljósir. Þetta var gert til þess að menn gætu sest að viðræðuborði. Ekki var hreyft við kröfum Rafiðnaðarsambands- ins um að breyting yrði gerð á ákvörðunum skipulagsnefndar og miðstjórnar Alþýðusambandsins. Það standa allar ákvarðanir sem hafa verið teknar í Alþýðusam- bandinu og stofnunum þess um deilumálin sem hefur verið tekist á um. Ég býð menn velkomna aftur til starfa en menn verða að segja rétt frá. Mér finnst þetta ekki drengilegur málflutningur af hálfu Guðmundar Gunnarssonar og þetta er kannski í fyrsta skipti sem við svörum ýmsu sem þaðan kem- ur,“ sagði Björn Grétar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.