Morgunblaðið - 24.11.1999, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjölsótt málþing haldið um
akstur eldra fólks
Akstur aldr-
aðra er mann-
réttindamál
*
A málþingi um akstur eldri borgara
kom fram að hlutfall þeirra í umferðinni
fer vaxandi. Einnig kom fram að akstur
þeirra er ekki vandamál eins og ýmsir
hafa haldið fram.
MÁLÞING um akstur eldri borgara
var haldið í gærdag í Asgarði, fé-
lagsheimili Félags eldri borgara í
Reykjavík. Til þess var stofnað af
Umferðarráði, Félagi eldri borgara
í Reykjavík og nágranni og Lands-
sambandi eldri borgara. Talið er að
rúmlega 300 manns hafi sótt þingið.
Fjallað var um flestar hliðar á
akstri eldra fólks, þ.á m. út frá ör-
yggi og heilsu. Skýrt kom fram að
akstur eldri borgara er ekki vanda-
mál í sjálfu sér en hins vegar sé
sjálfsagt að huga að þeim breyting-
um sem fylgi aldri og kunni að hafa
áhrif á akstur.
Formaður Umferðaráðs, Þórhall-
ur Ólafsson, setti málþingið en
fundarstjóm var í höndum Salome
Þorkelsdóttur, fyrirverandi forseta
Alþingis. Þórhallur benti á að hlut-
fall aldraðra ökumanna ykist
stöðugt bæði hérlendis og annars
staðar í heiminum. Það væri m.a.
ástæða þess að þörf væri á sérstakri
fræðslu. Hann tUkynnti m.a. um að
á næsta ári yrði umferðaröryggis-
vika tileinkuð eldri borgurum.
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra áréttaði að akstur eldri
borgara væri ekki sérstakt vanda-
mál, það væru t.d. yngstu ökumenm
imir sem yllu flestum slysum. I
sambandi við framkomna óánægju
eldri borgara með hækkuð ökuskír-
teinagjöld, frá því um síðustu ára-
mót, tók hún fram að hún hefði þeg-
ar farið þess á leit við fjármálaráð-
herra að gjaldið yrði tekið tU skoð-
unar.
I ávarpi Benedikts Davíðssonar,
formanns Landssambands eldri
borgara, kom fram að líta mætti á
málþingið sem sjálfstæða forvam-
araðgerð sem stuðlað gæti að ör-
uggari umferð. Hann benti á að við-
kvæmt væri fyrir marga aldraða að
taka ákvörðun um að hætta að aka
bU. Líta mætti á bUakstur sem
mannréttindamál sem auðveldaði
samskipti við fólk og gerði öldmð-
um kleift að vera þátttakendur í
þjóðfélaginu.
Dagskráin á þinginu var fjöl-
breytt. Fyrir utan fyrirlestra var
t.d. sýnt myndband Umferðarráðs
„Gott er heilum vagni heim að aka“
með þeim Marinó Þorsteinssyni og
Sólrúnu Yngvadóttur í aðalhlut-
verkum. TU að liðka þingmenn
stjómaði Soffía Stefánsdóttir
íþróttakennari leikfimiæfmgum við
harmoníkuleik Emsts F. Backmans
íþróttakennara.
Sigrún Helgadóttir, deildarstjóri
manntals- og mannfjöldadeUdar
Hagstofu íslands, skýrði frá ald-
ursskiptingu íslensku þjóðarinnar,
þróun í þeim efnum undanfarin ár
og áætluðum fjölda aldraðra tU árs-
ins 2010. Fram kom að hlutfall
þeirra sem em 65 ára og eldri hefur
vaxið jafnt og þétt og með auknum
hraða síðustu áratugi vegna lækk-
Morgunblaðið/Ásdís
Áhugi á málþingi um akstur eldri borgara var mikill og sóttu yfir 300 manns þingið.
andi fæðingartíðni. Um síðustu
aldamót var þetta hlutfalla 6,6% en
um mitt ár 1998 var þetta hlutfall
11,6%. Spár gera ráð fyrir að þetta
hlutfall verði komið í 12,3% árið
2010.
HeUsufarslegir þættir hafa áhrif
á getu fólks tU að stýra bifreið.
Helga Hansdóttir, læknir á öldmn-
ardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur,
Landakoti, fjallaði um áhrif öldmn-
ar og sjúkdóma á aksturshæfni
aldraðra. Þar vegur sjónin vegur
þungt og getur hæfni fólks til að
meta aðstæður komið til af eðlUegri
öldmn eða sjúkdómum en það er
einstaklingsbundið. í máli Helgu
kom fram að sterk fylgni er mUli
skertrar rúmskynjunar og bUslysa.
En til að meta rúmskynjun er tU
sérstakt próf sem ætti að mati
Helgu að ráða úrslitum um það
hvort fólk aki eða ekki.
Aldraðir aki á sjálf-
skiptum bflum
Ýmislegt má gera til þess að
auka öryggi í akstri, eins og Sig-
urður Helgason, upplýsingafulltrúi
Umferðaráðs, og Guðbrandur
Bogason, formaður Ökukennarafé-
lags Islands, bentu á í sameiginleg-
um fyrirlestri. Meðal atriða sem
þeir bentu á var að vera ekki á
ferðinni á háannatímum að þarf-
lausu. Þá væri mikUvægt að gera
sér grein fyrir sínum takmörkum,
t.d. hvað sjónina varðaði. Bentu
þeir á að sjálfsagt væri fyrir aldr-
aða að aka á sjálfskiptum bflum en
þannig gæfíst betra tóm til að ein-
beita sér að umhverfinu og aðstæð-
um.
Einar Guðmundsson, forvamar-
fulltrúi Sjóvá-Almennra trygginga
hf. sem einnig komu að málþinginu,
fjallaði um hvers konar tjónum eldri
ökumenn lentu helst í en Guðmund-
ur Þorsteinsson skýrði frá því hvað
væri erfiðast fyrir aldraða ökumenn
í akstri.
Sjónarmið eldri bílstjóra komu
einnig fram í erindi Guðrúnar S.
Jónsdóttur, sem enn ekur bfl, og
Páls Gíslasonar, sem hættur er
akstri. Páll beindi því til fólks að
það sætti sig við orðinn hlut þegar
ökuhæfni væri ekki lengur fyrir
hendi og sagðist sjálfur hafa góða
reynslu af almenningssamgöngum í
borginni. Hjördís Jónsdóttir, yfír-
læknir á Reykjalundi, fjallaði um
bestu leiðina til að fá ökumenn sem
ekki eru lengur færir um að aka, til
þess að láta af því.
I síðasta erindinu velti Ólafur
Ólafsson, formaður FEB í Reykja-
vík og nágrenni, fyrir sér takmörk-
unum, áhættu, og sérstökum kostn-
aði sem fylgdi akstri þegar komið er
yfír sjötugt. Hann lýsti yfir
óánægju sinni með hækkun á öku-
skírteinagjöldum og beindi því til
stjómvalda að hún yrði tekin til
endurskoðunar.
Óli H. Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs, sleit málþing-
inu. Aðspurður kvaðst hann afar
ánægður með fjölsótt þing og að
margt athyglisvert hefði komið
fram. „Auðvitað er akstur eldri
borgara ekki sérstakt vandamál en
því er ekki að neita að öldrun hefur
það í fór með sér að sérstakir þættir
í aksturslagi breytast. Menn fara
sér kannski hægar og geta valdið
töf en við slíku ber okkur að bregð-
ast af tillitssemi.
Aðstandendur þingsins voru að
fiska eftir samskiptum við þennan
hóp ökumanna, til að fá þeirra sjón-
armið og skoðanir, og það gekk eft-
ir. Við lærum heilmikið af þessu.
Það geta reyndar allir gert því öll
stefnum við jú að því að verða aldr-
aðir ökumenn," sagði Óli.
Islenskir listamenn senda
Norðmönnum áskorun
EITT hundrað íslenskir listamenn
hafa sent Norsk Hydro áskorun
um að draga sig út úr samningum
við íslendinga um álver á Reyðar-
firði meðan lögformlegt umhverfis-
mat hefur ekki farið fram. Jafn-
framt hafa listamennirnir sent rík-
isstjórn Noregs áskorun um að
beita sér fyrir því að Norsk Hydro
dragi sig út úr samningum við Is-
lendinga.
í áskorun listamannanna til ríkis-
stjórnar Noregs segir m.a.:
„Ríkisstjóm okkar virðist ætla að
Undirskriftimar
Hér fer á eftir listi yfir nöfn
þeirra 100 listamanna, sem rituðu
undir áskorunina:
Andri Snær Magnason rithöfund-
ur, Anna Eyjólfsdóttir myndlistar-
maður, formaður Myndhöggvarafé-
lagsins, Anna Líndal myndlistar-
maður, Amar Herbertsson mynd-
listarmaður, Amar Jónsson leikari,
Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari,
Ásta Amardóttir leikari, Baldvin
Halldórsson leikari, Baltasar mynd-
listarmaður, Benedikt Erlingsson
leikari, Birgir Sigurðssoil rithöfund-
ur, Björg Þorsteinsdóttir myndlist-
armaður, Björk tónlistarmaður,
Borghildur Oskarsdóttir myndlist-
armaður, Bragi Ólafsson rithöfund-
ur, Bryndís Halla Gylfadóttir selló-
leikari, Brynja Benediktsdóttir leik-
kona, Bubbi Morthens tónlistarmað-
ur, Edda Björgvinsdóttir leikkona,
Edda Þórarinsdóttir leikkona, for-
maður Leikarafélags Islands, Egill
sniðganga vflja meirihluta þjóðar-
innar um mat á umhverfisáhrifum
og fóma ómetanlegum náttúmverð-
mætum - Eyjabökkum. Það svæði
tilheyrir stærsta ósnortna víðemi í
Eðvarðsson, kvikmyndagerðarmað-
ur og myndlistarmaður, Egill Ólafs-
son, leikari og tónlistarmaður, Einar
Bragi skáld, Einar Jóhannesson
klarinettleikari, Einar Már Guð-
mundsson rithöfundur, Elísabet
Jökulsdóttir rithöfundur, Eyvindur
P. Eiríksson rithöfundur, Friðrik
Þór Friðriksson kvikmyndagerðar-
maður, Fríða Á. Sigurðardóttir rit-
höfundur, Gísli Rúnar Jónsson leik-
ari, Guðbergur Bergsson rithöfund-
ur, Guðbjörg Lind Jónsdóttir mynd-
listarmaður, formaður Félags ís-
lenskra myndlistarmanna FIM,
Guðmundur Páll Ólafsson rithöfund-
ur, Guðmundur Andri Thorsson rit-
höfundur, Guðni Franzson tónlistar-
maður, Guðný Halldórsdóttir kvik-
myndagerðarmaður, Guðný Magn-
úsdóttir myndlistarmaður, Guðrún
Gunnarsdóttir myndlistarmaður,
Guðrán Helgadóttir rithöfundur,
Guðrán Sigríður Birgisdóttir
flautuleikari, Gunnar Öm Gunnars-
son myndlistarmaður, Gunnsteinn
Vestur-Evrópu og hefur einnig
ómetanlegt alþjóðlegt gildi sem
stærstu fellistöðvar heiðargæsar-
innar í heiminum. Við viljum að
staldrað sé við og málið skoðað frá
Ólafsson hljómsveitarstjóri, Gyrðir
Elíasson rithöfundur, Hafdís Helga-
dóttir myndlistarmaður, Hafsteinn
Austmann listmálari, Hákon Aðal-
steinsson skáld, Hannes Pétursson
skáld, Harpa Amardóttir leikkona,
Helga Hauksdóttir fiðluleikari, tón-
leikastjóri Symfóníuhljómsveitar Is-
lands, Helga I. Stefánsdóttir leik-
myndahönnuður, Helgi Bjömsson
tónlistarmaður og leikari, Helgi
Gíslason myndhöggvari, Hilmar
Þórðarson tónskáld, Hilmir Snær
Guðnason leikari, Hjalti Rögnvalds-
son leikari, Hjálmar H. Ragnarsson
tónskáld, Hjörleifur Sigurðsson list-
málari, Hörður Áskelsson, orgelleik-
ari og tónlistarstjóri, Ingibjörg Har-
aldsdóttir skáld, Jakob Frímann
Magnússon tónlistarmaður, Jó-
hanna Bogadóttir myndlistarmaður,
Jóhanna Þórðardóttir myndlistar-
maður, Jón Reykdal listmálari, Kar-
ólína Eiríksdóttir tónskáld, Kol-
beinn Bjamason flautuleikari, Krist-
björg Kjeld leikkona, Kristinn
öllum hliðum, hvað séu verðmæti til
framtíðar. Þama er um að ræða
Fljótsdalsvirkjun og álver í Reyðar-
firði en álver eða önnur stóriðja er
forsenda virkjunaráætlana. Norsk
Hrafnsson myndlistarmaður, Krist-
inn Sigmundsson óperusöngvari,
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá
myndlistarmaður, Kristjana Samper
myndlistarmaður, Kristján Hreins-
son rithöfúndur, Kristján Þ. Steph-
ensen óbóleikari, Laufey Sigurðar-
dóttir fiðluleikari, Lára Stefánsdótt-
ir dansari, Lárus Ýmir Óskarsson
kvikmyndagerðarmaður, Magnús
Pálsson myndlistarmaður, Magnús
Tómasson myndlistarmaður, Mart-
ial Guðjón Nardeau flautuleikari,
Messíana Tómasdóttir leikmynda-
hönnuður, Mist Þorkelsdóttir tón-
skáld, Ólafur Gunnarsson rithöfund-
ur, Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistar-
maður, Páll Steingrímsson kvik-
myndagerðarmaður, Pétur Gunn-
arsson rithöfundur, Ragnhildur
Gísladóttir leikkona og söngvari,
Ragnhildur Stefánsdóttir mynd-
höggvari, Rúrí myndlistarmaður,
Sigrid Valtingojer grafíklistamaður,
Sigrán Eðvaldsdóttir fiðluleikari,
Sigrán Hjálmtýsdóttir óperusöng-
Hydro er þátttakandi í áætlunum
um fyrirhugað álver og er stór hluti
þess í eigu norska ríkisins," segir í
áskoruninni.
Skorað er á ríkisstjórn Noregs að
virða leikreglur og lög um mat á
umhverfisáhrifum sem gilda t.d. í
Noregi og voru sett á Islandi 1993
en „ríkisstjórn okkar virðist vera
tilbúin að sniðganga. Við skorum á
ríkisstjóm Noregs að beita sér fyrir
því að Norsk Hydro dragi sig út úr
samningum við íslendinga á meðan
slík vinnubrögð eru viðhöfð."
kona, Siguijón Birgir Sigurðsson
(Sjón) skáld, Snorri Sigfús Birgis-
son tónlistarmaður, Steinunn Mar-
teinsdóttir leirlistarkona, Steinunn
Sigurðardóttir rithöfundur, Stein-
unn Þórarinsdóttir myndhöggvari,
Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona,
formaður Bandalags íslenskra lista-
manna BÍL, Tómas R. Einarsson
tónlistarmaður, Valgerður Bergs-
dóttir myndlistarmaður, Valgerður
Hauksdóttir myndlistarmaður,
Vignir Jóhannsson myndlistarmað-
ur, formaður Sambands íslenskra
myndlistarmanna SÍM, Vilborg
Halldórsdóttir leikkona, Þorbjörg
Þórðardóttir myndlistarmaður, Þor-
kell Sigurbjömsson tónskáld, Þor-
lákur H. Morthens (Tolli) myndlist-
armaður, Þorsteinn frá Hamri
skáld, Þorsteinn Hauksson tón-
skáld, Þorvaldur Þorsteinsson
myndlistarmaður og rithöfundur, í
Þórður Hall myndlistarmaður,
Þórður Helgason rithöfundur og
Öm Þorsteinsson myndlistarmaður.